Vísir


Vísir - 15.05.1975, Qupperneq 2

Vísir - 15.05.1975, Qupperneq 2
2 Vísir. Fimmtudagur 15. mai 1975. vimsm: — Hvað ætlarðu að gera um hvitasunnuna? Friöa Daviösdóttir, húsmóöir: — Þaö er alveg óákveöiö. Ég býst varla viö þvi aö fara nokkuö út úr bænum. Hulda Þórarinsdóttir, húsmóöir: — Ég ætla vestur I Olafsvik. Þar á ég bróöur sem ég heimsæki. Haraldur Sverrisson, nemi: — Ég hef ekkert ákveöiö mig. Yfirleitt er ég bara heima um hvitasunn- una og slappa vel af. Annars væri ágætt aö fá eina útiskemmtun. Matthias Jóhannsson, nemi: — Ég verö aö lesa fyrir próf. Þaö veröa próf ennþá hjá okkur I Vogaskólanum. Gunnar Sigursteinsson, nemi: — Ég les llka fyrir próf i Vogaskól- anum. Þau eru búin 23. mai, og þá förum við llklega bekkurinn I feröalag til Þingvalla. Sigfús Auöunsson, bóndi: — Ja, ég verö austur undir Eyjafjöllum aö hugsa um minn búskap. Þaö er ekki mikiö um feröalög hjá okkur bændunum, enda er mikið aö gera núna. Sauöburöur stendur sem hæst. Hitaveitan i Kópavogi sparar hundruð milljóna í beinhörðum gjaldeyri: Yerkið heilu óri ó undan ócetlun! Heita vatniö okkar er betra en nokkur oila. Milliliöalltiö er vatniö lagt um göturnar, inn I húsagaröa og tengt hitakerfum húsanna. Ot er fleygt sótugum oliukötlum, og ollugeymarnir grafnir upp. A þessu ári stendur til að ljúka viö hitaveitufram- kvæmdir I Kópavogi, — ári fyrr en upphafleg áætlun geröi ráö fyrir. Þar meö hefur Hitaveita Reykjavikur eignazt rúmlega 12 þúsund nýja viöskiptavini, sem koma til meö aö kaupa heitt vatn fyrir a.m.k. 100 milljónir króna á ári. Hundrað milljónir er mikið fé, — en þó eru kaupendur spenntir og fylgjast náið meö hitaveitu- framkvæmdunum, sem leggja undir sig mikinn hluta Vestur- bæjarins i Kópavogi þessa dag- ana. Oliukaup fyrir Kópavog á Arabaverðinu mundu trúlega vera um 400 milljónir á ári. Þannig spara húseigendur í Kópavogi 300 milljónir, mest af þvi fé er hreinn gjaldeyris- sparnaöur. Af þessu má sjá hvi- lik búbót hitaveitan er, jafnt fyrir eigendur fasteigna og rikiskassann. Stofngjald hita- veitu kemur þannig til með at sparast á tiltölulega stuttum tima. Jóhannes Zoega, hitaveitu- stjóri, kvaðst bjartsýnn á al hita veituframkvæmdum I Kópavogi lyki á þessu ári. Taldi hann trúlegt að Kópavogsbúai keyptu á ári hverju 2.5 milljónir tonna af vatni. Tonnið kostai 39.36 krónur viö húsvegginn, — vatniö i baðkariö ætti þannig at kosta um 4 krónur, og þykii væntanlega engum há fjárhæö Suöur I Kópavogi er allt á rúi og stúi þessa dagana. Vestur- bærinn leikur á reiðiskjálfi und- an þórsdrunum verktakanna, sem lagt hafa undir sig heilu hverfin, sprengjandi og bor andi. Niöri I einni holunni hittum við þá Kristófer Reykdal og Pálma Steingrimsson. Þeir eru eigendur Vinnuvéla KR, ungs verktakafélags ásamt Ómari Sigtryggssyni. Hafa þeir mjög komið við sögu hitaveitufram- kvæmdanna i Kópavogi, þ.e. allt frá þvi að veitan komst í Vestur- bæinn yfir Hafnarfjarðarveg- inn. Fyrirtæki þeirra fagnar senn 2ja ára afmæli, en frá stofndegi má segja að mikiö hafi gerzt. Fyrirtækið hefur fjölgað mjög vinnuvélum, og hjá fyrirtækinu starfa nú 55-60 manns. Þeir félagar kváðust vera að ganga frá heimæðum i hús neöan Þinghólsbrautar, og þar geta ibúar fengið heitt vatn 3 mánuðum fyrr en upphaflega var áætlað. Verkinu verður væntanlega lokiö i mailok, en gert var ráð fyrir að verkinu yröi lokið i lok september. Þá hafa þeir félagar tekið að sér svæöið frá Kópavogsbraut að Borgarholtsbraut, vestan Urðarbrautar, og i sfðasta áfanga hitaveitunnar, svæðið fyrir riorðan kirkjuna i Kópa- vogi, reyndust KR-vinnuvélar skila hagstæðasta tilboðinu. „Viö erum óhræddir við dag- sektirnar”, segja þeir Kristófer og Pálmi, en skili verktaki ekki af sér á umsömdum tima, er beitt dagsektum. „Við höfum náð góöum afköstum og þökkum það sérlega góðum vinnukrafti. Annars má það koma fram aö við buðum i svæðið fyrir neðan Þinghólsbraut 10% undir kostnaðaráætlun Hitaveitunnar. Kristófer Reykdal (t.v.) og Pálmi Steingrimsson aö koma fyrir sprengiefni I borholu vest- ast i Kópavogi (Ljósm. Vísis Bj.Bj.) Liklega hugsum við eins og út-- gerðarmenn,” sagði Kristófer, sem er reyndar skipstjóri að mennt. Þeir félagar kváðust stað- ráðnir aö vera áfram með i leiknum, þegar Kópavogi lýkur er Garðahreppur næstur á dag- skrá og verður verkið boðið út, eins og aðrar framkvæmdir hitaveitunnar. Til að fylla upp i taka verk- takamir að sér allskonar jarð- vinnu fyrir fyrirtæki og einstak- linga, eru nýbúnir að vinna fyrir stórbyggingu Húsgagnahallar- innar I Bildshöfða, og aðstöðu fyrir eigin bækistöð við Breið- holtsbraut. „Við höfum orðið varir við mikla eftirspurn eftir atvinnu, liklega spilar togaraverkfall þar inn i. En eitt er vist, við höf- um fengið stórfinan mannskap, og liöið er samstillt. Við litum þvi björtum augum á sumarið, en 8. áfanga eigum við að skila I október, — og munum standa við þaö”. Á noröanverðu Kársnesinu hafa menn Loftorku h.f. búið um sig með stórvirk tæki. Þar er unniö að 9. áfanga framkvæmd- anna, sem ljúka á fyrir október- lok. Ibúar á þessu svæði vestan Urðarbrautar mega þvi búast við aö orna sér næsta vetur á ódýrum varma frá Hitaveit- unni. Svæðið neðan kirkjunnar niður að sjó hefur og verið boðið út og framkvæmdir við það munu hef jast senn. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel miðað við það að aðstæður eru ekki eins og bezt verður á kosið I Kópavogi”, sagði Sigurð- ur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Loftorku. Hann kvað jarð- lagnir flestar i Kópavogi ókort- lagðar, sem að sjálfsögðu væri til hins mesta baga fyrir verk- takana. Þetta væru eftirhreytur frá þeim tima, þegar götur bæjarins voru einungis troðn- ingar og slóðar. Furðu litið hef- ur þó verið um eyðileggingu á köplum vegna framkvæmdanna og þakkaði Sigurður sérstak- lega góöa samvinnu við eftir- litsfyrirtæki Hitaveitunnar, Fjarhitun hf. Frá Loftorku starfa þessa dagana 11 menn I hitaveitunni i Kópavogi, en 70 manns hafa vinnu við fyrirtækið. Framboð vinnuafls er mikið, sagði Sigurður, liklega spilar togara- verkfallið þar inn I. Og senn skellur á skriða vinnuafls, þeg- ar skólum lýkur og verða það heldur slæmar aðstæður, sem mæta skólafólkinu þá. Loftorka hefur starfað meira og minna að ámóta fram- kvæmdum og þessum siðan 1965 að fyrirtækið sá um hitaveitu i Skerjafjörð, en þá var fyrirtæk- ið tveggja ára gamalt. Nú starf- ar þaðmeð útibúi i Borgarnesi. Siðan þá hefur verktakafyrir- tækjum fjölgað mjög, enda þótt ekki hafi öll þeirra náð löngum lifdögum. Verktaka „bransinn” er að visu enginn póker, en get- ur orðiö ærið spennandi, einkum þegar um útboð er að ræða, eins og gert er á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar. Taldi Sigurður að útboðakerfið hjá Hijaveitunni væri sérlega vel þróaö og skipulagt, og eftirlit og umsjón með verkum til fyrir- myndar. Verktakafyrirtækin hugsa nú mjög til suðurferðar, verkefnin i náinni framtið verða i Garða- hreppi, Hafnarfirði og svo ein- hvern tima siðar á Suðurnesj- um. • — JBP —

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.