Vísir - 15.05.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 15.05.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Fimmtudagur 15. mai 1975. 7 IIMIM Umsjón: Edda Andrésdóttir Vinsœldir þjóðbúnings aukast hjá œskufólki „Þar sem íslenzki þjóöbúningurinn virðist njóta vaxandi vinsælda á meðal æskufólks, hefur K.Í. ráðizt í að gefa út lýs- ingu og leiðbeiningar um saum á upphlut telpna." Þannig segir meðal annars í tilkynningu frá Kvenfélagasambandi ís- lands, en tveir nýir bæk- lingar eru nú komnir út hjá því. Kvenfélagasambandið hefur látið frá sér fara ýmsa gagnlega bæklinga, en þessir tveir, sem nú eru komnir út, heita: „Upphlutur telpna" og „Upphlutur nítjándu ald- ar." í leiðbeiningum um saum á upphlut telpna fylgir einnig snið af upp- hlutsbol í tveimur stærð- um. Þessi bæklingur er eins konar framhald af ritinu Þjóðbúningar I, sem gef ið var út í fyrra á þjóðhátíðarárinu. Sama er reyndar um bæklinginn um upphlut 19. aldar að segja. í þeim bæklingi er lýsing á bún- ingum og m.a. snið af upphlutsbol og húfu, upp- skrift af prjónaðri skott- húfu og tillaga um upp- hlutsskyrtu. Við birtum hér upp- skriftina af skotthúfunni og upphlutsskyrtunni, en þessa ágætu bæklinga má fá á skrifstofu K.í. að Hallveigarstöðum: Það er Elsa E. Guðjónsson safn- vörður sem tekið hefur saman báða bæklingana. Þá prýða margar myndir og kosta þeir 100 kr. stk. Húfa þessi er með því lagi, sem tiökaðist um 1860. Uppskriftin var fengin hjá Heimilisiðnaðarfé- lagi Islands. Meðalstærð: Efni: Fínt, þrinnað, svart garn, 30-35 g. Sokka- prjónar nr. 1 1/2. Fitjaðer laust upp220 lykkjur (55 I. á prjón). Prjónaðir 7 cm slétt, þá er byr jað að taka úr. Þess ergættaðsemminnst beri á úrtökunum. í hverri úr- tökuurnferð eru teknar úr 4 lykkjur, ein á hverjum prjóni. úrtökurnar mega ekki koma hver ofan við aðra, þess vegna eru þær færðar til eftir vissum reglum. Vegna þess að húfan á að vera djúp, eru prjónað- ar nokkuð margar umf erðir miili fyrstu úrtakanna, eða 8 umf. tvisvar sinnum, 7 umf. tvisvar sinnum, 3 umf. einu sinni, 1 umf. einu sinni, síðan er tekið úr í hverri umferð. Úrtökunum er skipt í fimm áfanga,^ í hverjum áfanga eru 9 úrtökuumferðir: <0 Sú litla er meö svokallaða djúpa skotthúfu með mislitum skúf. Liklega hafa börnin ekkert á móti þvi að eiga þjóðbúninginn, en bæklingur, sem K.i. hefur gefið út, fjallar um upphlut telpna. I. 1. umf.: 2 saman, 53 sléttar. 2. -9. umf.: sl. án úrtöku. 10. umf.: 2 sm., 47 sl. 11. -18.: sl. án úrtöku. 19. umf.: 10 sl., 2 sm., 41 sl. 20. -26. umf.: sl. án úrtöku. 27. umf.: 15 sl„ 2 sm., 35 sl. 28. -34. umf.: sl. án úrtöku. 35. umf.: 20 sl., 2 sm., 29 sl. 36. -38. umf.: sl. án úrtöku. 39. umf.: 25 sl., 2 sm., 23 sl. 40. umf.: sl. án úrtöku. Hér eftir er tekið úr í hverri umf. 41. umf.: 30 sl., 2 sm., 17 sl. 42. umf.: 35 sl., 2 sm„ 11 sl. 43. umf.: 40 sl., 2sm, 5 sl., 46 lykkjur á prjóni. II. 1. umf.: 2 sm„ 44 sl. 2. umf.: 4 sl„ 2 sm„ 39 sl. 3. umf.: 8sl„ 2sm„ 34 sl.o.s.frv. 9. umf.: 32 sl„ 2 sm„ 4 sl„ 37 lykkjur á prjóni. 1. umf.: 2 sm„ 35 sl. 2. umf.: 3 sl„ 2 sm„ 31 sl. 3. umf.: 6 sl„ 2sm„ 27 sl.o.s.frv. 9. umf.: 24. sl„ 2sm„ 3 sl„ 28 lykkjur á prjóni. IV. 1. umf.: 2 sm„ 26 sl. 2. umf.: 2 sl„ 2 sm„ 23 sl. 3. umf.: 4 sl„ 2 sm„ 20 sl. o.s.frv. 7. umf.: 12 sl„ 2sm„ 8 sl„ 22 lykkjur á prjóni. Nú er skottið prjónað, fyrst 20 umf. án úrtöku síðan: 8. umf.: 14 sl„ 2 sm„ 5 sl„ þá 15 umf. án úrtöku síðan: 9. umf.: 16. sl„ 2 sm„ 2 sl„ 19 lykkjur á prjóni. Þá er aftur tekið úr í hverri umferð. V. 1. umf.: 2 sm„ 17 sl. 2. umf.: 1 sl„ 2 sm„ 15 sl. 3. umf.: 2sl„2sm„ 13sl„ o.s.frv. 9. umf.: 8 sl„ 2sm„ 1 sl„ 10 lykkjur á prjóni. I næstu f jórum umf. er fækkað niður í 6 lykkjur á prjóni og að lokum prjónuð um 2 cm löng tota til að festa í skúf inn, fellt af. Húfan er földuð að neðan með um 1/2 cm breiðum faldi, síðan pressuð lítil- lega. Upphlutsskyrta við 19. aldar upphlut Stærð: ca 40 Efni: hvitt eða hvítieitt léreft. Athugið að skyrtubol- urinn er úr einni efnis- lengju, þ.e. án axla- sauma. Bolvídd: 55+55 cm. Ermalengd: 46 cm. Ermavídd: 40 cm. Speldi (ferningar undir hönd- um): 8x8 cm. Breidd á hálsmáli: 15 cm. Kringing á hálsmáli ca 5 cm. Baksídd: 57 cm. Framsídd: 54 cm. Klauf aðframan: 14 cm. Breidd á hálslíningu (stand- kraga): ca 2-2,5 cm. Ermaklauf: 5,5 cm. Breidd á ermalíningu: 4 cm. Hliðarklaufar: að framan 5 cm, að aftan 8 cm. Frágangur á hálsmáli. Klaufin að framan er földuð, lögð á misvíxl neðst og gengið þar frá ca 1 cm breiðri feilingu. Líningin er saumuð við hálsmálið, rétta á móti röngu (innan frá), brotin út á og stönguð niður. Hálsmálið rykkist ekki undir líninguna. Liningin er látin ganga ca 3 cm á misvixl að framan og hneppt með lítilli tölu og frá hnappagati. Frágangur á ermalín- ingu. Sex föll eru tekin neðst í ermina, ofan á handlegg, og látin snúa að bol. Ermaklauf er á saumi, undir ermi. Ermalíningin er saumuð við, rétta á móti röngu (innan f rá), brotin út á og stönguð niður. Hneppt með tölu og hnappagati.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.