Vísir - 15.05.1975, Side 16
vism
Fimmtudagur 15. mal 1975.
Tíðar íkveikjur
Slökkviliöiö var snemma I nótt
kvatt að Afurðarsölu SIS á
Kirkjusandi. þar sem eldur iogaði
i timbri og rusli Iportinu. Þetta er
I annað sinn i þessari viku, sem
eldur kemur þarna upp, og er
fuiivlst að um Ikveikjur sé að
ræða.
t gær var slökkviliðið einnig
kvatt dt vegna ikveikju i litlum
skúr á barnaleikvelli við Kárs-
nesbraut. Fijótlega tókst að ráða
niðurlögum þess elds.
— JB
Hvað gerir stjórnin í
togaradeilunni?
„Deila
yfirmanna
örðugri"
— segir
forsœtisróðherra
„Rikisstjórnin hefur gert
grein fyrir, hvað unnt væri að
gera I sambandi við togara-
verkfaitið,” sagði Geir
Hallgrlmsson forsætis-
ráðherra i morgun.
„Við gerum okkur grein
fyrir þvi, að deilan er erfið, en
hins vegar ætti að vera unnt að
komast að samkomulagi.”
„Deila yfirmanna er að
minum dómi örðugri en deila
undirmanna,” sagði forsætis-
ráðherra ennfremur, „bæði
vegna ágreinings um tölu I
áhöfn og krafna yfirmanna
um kjarabætur.”
Orðrómur hefur verið á
kreiki um hugsanleg gerðar-
dómslög I togaraverkfaliinu.
Um það mái vildi forsætis-
ráðherra ekkert segja.
-HH.
HVÍTASUNNUFERÐIR:
Utivist leggur
Húsafell undir
sig um helgina
r
— Ferðafélag Islands
fjölmennir í
Þórsmörk
„Við höfum tryggt okkur afnot
af öllum húsunum I Húsafelli og
erum þegar búnir að bóka I hvert
pláss. Ætli það verði ekki i kring-
um 60 manna hópur, sem fer
þangað á okkar vegum,” sagði
Jón I. Bjarnason, einn af for-
svarsmönnum ferðafélagsins Úti-
vistar, i stuttu viðtali við Visi
„Þetta er fjögurra daga ferð,”
hélt hann áfram, „og jafnframt i
fyrsta skipti, sem ákveðinn aðili
tekur öll húsin á leigu um hvita-
sunnuna.”
Á meðan Útivist fer með sinn
hóp í Húsafell, fer Ferðafélag Is-
lands með sitt fólk i Þórsmörk og
á Snæfellsnes.
„Við förum i bæði þriggja og
fjögurra daga ferðir i bórsmörk
og búumst við að fylla samtals
þrjá til fjóra bila i þær ferðir.
Ferðin á Snæfellsnes fer hins veg-
ar meira eftir veðri, en liklega
verður farið þangað á einum bil,”
sagði sá, er varð fyrir svörum
hjá Ferðafélaginu.
Auk þess fer bæði Ferðafélag
Islands og Útivist i stuttar göngu-
ferðir um nágrenni borgarinnar.
Feröafélagið um Seljadal og
Undirhliðar. útivist á ferð um
Sandfell einn daginn, Vifilsstaða-
hliöar annan daginn og Vifilfell
þriðja daginn.
— ÞJM.
„STÖNDUM VID ALLAR
OKKAR SKULDBINDINGAR"
segir Ingélfur í Útsýn á blaðamannafundi
„Ég er alveg sannfærður um að
við atlar skuidbindingar við
okkur verður staðið,” sagði
Ingólfur Guðbrandsson, for-
stjóri ferðaskrifstofunnar Út-
sýnar á blaðamannafundi i gær-
dag. Þá var rætt um hótelmál
fyrirtækisins, sem svo mjög
hafa verið i brennidepli að
undanförnu.
Ingólfur Guðbrandsson kvað
það rétt vera, að fyrirtæki hans
kannaði nú málaferli vegna um-
mæla, sem um fyrirtæki hans
hefðu verið höfð, bæði i sjón-
varpi og blöðum. Taldi hann, að
hann væri hreinlega hundeltur
af rógtungum. Þegar hefðu all-
margir afpantað vegna skrif-
anna og umtalsins um Sofico-
hótelin, en þar hafa á 4. þúsund
Islendingar pantað sér sumar-
dvöl i sumar.
Um næstu helgi heldur fyrsti
hópur sumarsins utan frá Is-
landi til gistingar á tveim
Sofico-hóte la nna, Los
Tamarindos og E1 Remo i
Torremolinos. Gestum, sem
gista áttu á Perlu 5 á Fuengi-
rola, stendur til boða að gista á
fyrrnefnda hótelinu.
Ingólfur i Útsýn kvaðst einn
ferðaskrifstofumanna i Evrópu
hafa náð samningum við stjórn-
skipaða nefnd i Sofícó-málinu,
aðrir hefðu kippt að sér hend-'
inni, þar eð auglýsingar þeirra
þurftu að vera til mjög
snemma. Þá hefði nefndin sýnt
sér mikinn skilning, þar eð öll
viðskipti af útsýnar hálfu hefðu
verið mjög hrein og bein.
Aðstoðar við samningana ytra
núna fyrir helgina naut Ingólfur
frá vararæðismanni Islands i
Madrid, senor Perez Busta-
mante, sem er lögfræðingur að
mennt.
Ræðismaðurinn mætti á
blaðamannafundinum i gærdag.
Kvað hann það ekki rétt að
Sofico-hringurinn væri gjald-
þrota. Forráðamenn hringsins
hefðu sjálfir farið fram á skipti
og væri nú verið að rannsaka
kröfurnar i búið.
Ingólfur Guðbrandsson
kvaðst ekki eingöngu bóka far-
þega sina á Soficó-hótel, en þar
mundu þó um 70% farþeganna
gista i sumar, og felur gisti-
samningurinn við Sofico i sér
33470 gistinætur frá 18. mai til
októberloka. Aðspurður kvaðst
Ingólfur ekki hafa greitt hringn-
um fyrirfram nema litið eitt af
þvi fé, sem útsýn þarf að inna af
hendi.
Þjónustu kvað hann alla
verða með eðlilegum hætti á
hótelunum tveim. Þar verða þó
tslendingar i miklum meiri-
hluta, leggja undir sig heilar
hæðir, en ekki kvaðst Ingólfur
telja að það mundi verða óvin-
sælt, enda stutt að fara til að
umgangast annarra þjóða fólk,
þar eð hótelin eru við lifæðar
Torremolinos.
„önnur Islenzk ferðaskrif-
stofa hefur s.l. tvö ár sótt fast að
ná samningum fyrir farþega
sina hjá Tamarindos og E1
Remo, en án árangurs”, sagði
Ingólfur á fundinum. Átti hann
þar við kollega sinn, Guðna i
Sunnu.
Visir bar þetta undir Guðna
Þórðarson. „Okkur var ráðið
frá þvi að gera samninga við
Sofico. Umboðsmenn okkar
hreinlega neituðu að koma ná-
iægt viðskiptum við fyrirtækið.
Þó buðu þeir okkur ágæt kjör.”
Greinir forstjórana þvi á i
þessu, sem og mörgu öðru.
Ingólfur kvaðst ætla að fara
að fordæmi Guðna Þórðarsonar
i Sunnu og bjóða blaðamönnum
utan á hvitasunnumorgun til að
TAM ARINDOS um síðustu
helgi, — þar er Útsýnarmerkiö
innan um merki annarra ferða-
skrifstofa við aðaíinnganginn.
(Ljósmynd JB)
sjá svart á hvitu að hann stæði
við sina samninga nú, rétt eins
og hann hefur gert undanfarin
20 ár.
— JBP —
Lénharður
forsýndur
í gœr:
H EIL D ARKOSTN AÐU R
EKKI YFIR 20 MILLJÓNIR
Sjónvarpið „forsýndi” I
Laugarásbiói I gær kvik-
myndina Lénharð fógeta, sem
orðið hefur ein umtalaðasta
framleiðsla sjónvarpsins. Hér
er um að ræða eitt hið stærsta
kvikmyndaverk, sem ts-
iendingar hafa staðið einir að og
án allrar erlendar hjálpar.
Á forsýningunni i gær flutti
Jón Þórarinsson ávarp, þar sem
hann gat þess, að samkvæmt
nýjustu tölum hefði kostnaður
við gerð kvikmyndarinnar ekki
farið yfir 20 milljónir, og væri
þá allur hugsanlegur kostnaður
reiknaður með, bæði leiga á
eigin tækjum og fastur
kostnaður við starfslið. Myndin
um Lénharð fógeta verður
frumsýnd í sjónvarpinu á annan
t hvitasunnu.
Við „forsyninguna” i gær var
mættur fjöldi þekktra manna,
leikarar, starfsmenn sjónvarps,
gagnrýnendur, forseti Islands,
sendiherrar o. fl.
Að „forsýningunni” lokinni
voru nokkrir gestanna spurðir
um álit sitt á myndinni.
Sigurður A. Magnússon, rit-
höfundur:
„Mér þykir myndin tekin i
mjög skemmtilegu landsiagi og
náttúrusenurnar fallegar. Sjálft
efni myndarinnar er drama-
tiskt og það nær að halda athygli
manns allt til enda, enda hvergi
dauða punkta að finna.
Aftur á móti þótti mér textinn
of hátiðlegur. Það hefði mátt
draga úr þessari þjóðrembings-
mælgi.
Þó þóttu mér þessar drykkju-
senur Lénharðsmanna of
keimlikar og óeðlilegar. En
svona allt i allt held ég megi
segja, að ég sé nokkuð ánægður
með árangurinn.
Halldór Laxness var einn frumsýningargesta. Hér ræðir hann við Jón Þórarinsson, dagskrárstjóra
sjónvarpsins. Ljósm. Bj.Bj.
Gunnar Eyjólfsson, leikari,
fer með hlutverk Lénharðs:
„Já, ég er ánægður með
heildarútkomuna Mér sýnist
eftir þessa sýningu, að við get-
um ótrauðhaldið áfram i slikri
kvikmyndagerð. Nú megum við
ekki leggja árar i bát, þetta á
aðeins að vera byrjunin, en ekki
endirinn á alislenzkri kvik-
myndagerð.”
Pétur Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarps:
„Jú, ég er ánægður með þetta
verk, en almennir
sjónvarpsáhorfendur eiga enn
eftir að fella sinn dóm. Ég tel,
að árangurinn af þessu verki
muni ekki verða þvi til fyrir-
stöðu, að fleiri slikumverkum
verði unnið, en af fjárhags-
ástæðum reikna ég þó með, að
löng bið verði, áður en út i slikt
stórvirki verður ráðizt á ný. En
vitanlega munum við halda
áfram með gerð minni
sjónvarpsleikrita.”
Pétur gat þess ennfremur, að
Lénharður fógeti yrði sýndur á
sameiginlegri sölusýningu nor-
rænna sjónvarpsstöðva, og ef
vel tækist til, mætti álita, að
myndin skilaði af sér einhverj-
um upphæðum i leigu.
-JB.