Vísir - 26.05.1975, Síða 2

Vísir - 26.05.1975, Síða 2
2 Vísir. Mánudagur 26. mai 1975 vfeiRsro Hver finnst þér falleg- asti staðurinn i Reykja- Sveinn • Stefánsson, starfsmaöur Vegagerðarinnar: — Það er vandi að svara þvi, það er svo viða fallegt i Reykjavik. En ég held ekki upp á neinn sérstakan stað. Kjartan Bjarnason, nemi. Hljóm- skálagarðurinn held ég. Ég fer sjaldan þangað samt. Eyþór Birgisson, nemi: — Ég veit það ekki. Ég sæki ekki á neinn sérstakan stað. Ætli það sé samt ekki Hljómskálagarðurinn. Kristin Ásmundsd. húsmóðir, verzlunarkona m.m.: — Það er erfitt að segja, þeir eru svo marg- ir fallegirstaðirnir. Ætli það sé þó ekki helzt Austurvöllur. Ég hef langmest gaman af að vera þar. Jóhannes Björgvinsson, rafvirki frá Siglufirði: — Þar sem ég er utanbæjarmaður, þá þekki ég ekki alla staðina. En eigum við ekki að segja Hljómskálagarður- inn og svo er Austurvöllur af- skaplega fallegur staður. Sæmundur Sigurðsson, hakari: — Ég bý uppi i Arbæ, og þegar ég fer á morgnana að heiman og keyri yfir hálsinn þá er óskaplega fallegt að sjá yfir sundin. Falleg- asti timinn er á milli kl. 5 og 7 á morgnana. Rósa Bardal, frú: — Það er fallegast i miöbænum, á Austur- velli. Hljómskálagarðurinn er lika afskaplega fallegur. En ég ann mest miðbænum gamla og vildi óska að ég byggi þar. STÚLKA MJAÐMAR- GRINDAR- BROTNAR í BÍLVELTU Ölvaður yfir á rauðu Nokkuð harður árekstur varð á gatnamótum Laugavegar og Nóatúns um miðjan daginn i gær. önnur bifreiðanna ók þar yfir á rauðu ljósi og var öku- maður hennar sendur I blóð- prufu, sterklega grunaður um ölvun. —JB Ung stúika mjaðmargrindar- brotnaði i bílslysi er varð við Fossá i Hvalfirði á föstudags- kvöldið. Með henni i litlum fólksbil úr Reykjavik var piltur er hlaut minni meiðsli. Billinn var úr Reykjavik og var hann á leið um Hvalfjörð við Fossá, er bilstjórinn missti vald á honum i djúpu hvarfi i vegin- um. Billinn rann við þetta út i ann- an vegarkantinn, en bilstjórinn náði að sveigja honum yfir á hinn kantinn með þeim afleiðingum, að billinn fór út af þeim megin, skall á framend- ann og valt á toppinn. Tvo sjúkrabila úr Reykjavik dreif fljótt á staðinn og var hin- um slösuðu komið til Reykja- vikur. — JB Af slysstað i Hvalfirði á föstu- dagskvöld. Ljó.Bragi \ ? SUMARBUSTAÐUR BRANN Sumarbústaður skammt frá Geithálsi brann til kaldra kola aðfaranótt sunnudagsins. Það var skömmu eftir mið- nætti á laugardag að eigandi bústaðar við Litlaland við Suðurlandsveg tilkynnti um eld i næsta bústað. Enginn var staddur i þeim bústað er eldur kom upp, enda hefur bústaður- inn verið i byggingu og ekki full- búinn ennþá. Slökkviliðið kom á staðinn, en segja má, að sumarbústaðurinn hafi orðið eldinum að bráð á skammri stundu. Eldsupptök eru ekki kunn, en búið var að leiða rafmagn i bústaðinn og gæti það þvi hafa valdið eldin- um. —JB LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Hef ekki öll þessi laun" Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri þjóökirkjunnar. svarar fyrir sig: „1 lesendabréfi Visis var s.l. miðvikudag 21/5 bréf með fyrir- sögninni: „Að næla sér i allt að fimmföld kennaralaun.” Þar sem siðari hluti bréfsins er ætlaður mér og sú óvænta upp- hefð að geta stundað fjögur störf samtimis, þá þykir mér tilhlýði- legt að hið rétta komi i ljós. Fyrst i bréfinu segir, að ég sé skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi. Þegar ég var skipað- ur i starf söngmálastjóra, var vetrarstarf skólans þegar hafiö. Var það mitt fyrsta verk að fá fund með skólanefnd Tónlistar- skólans og sagði ég þar á fund- inum starfi minu lausu, með samningsbundnum fyrirvara, sem er 3 mánuðir. Uppsögn min er bókuð, og er dagsetningin 24. október 1974, i fundargerðabók skólanefndarinnar. Ennfremur fékk ég einn af kennurum skól- ans til að taka hluta af kennslu- skyldu minni þar til uppsagnar- frestur minn var útrunninn og greiddi honum að sjálfsögðu af eigin fé. Að liðnum uppsagnar- fresti, eða 1. febrúar tók svo frú Anna Magnúsdóttir við skóla- stjórn tónlistarskólans. Næst I bréfinu eru mér ætlað- ar 2 milljónir i laun fyrir starf mitt sem söngmálastjóri. 1 stuttu máli hef ég laun sam- kvæmt 27. launaflokki, sem eru þau sömu og prestar hafa. Hinn helmingur fjárveitingarinnar fer i leigu á skrifstofuhúsnæði söngmálastjóra og Tónskóla Þjóðkirkjunnar og þvi fylgir venjulegur skrifstofukostnaður. Einnig fer hann i kostnað við gerð námsefnis og fjölritunar- verkefna fyrir kirkjukórana. (1 kirkjukórunum eru samtals á öllu landinu um 3000 félagar). Þá er og af þessu fé greiddur ferðakostnaður söngmála- stjóra, ( sem ég get á engan hátt reiknað mér sem tekjur og er greiddur samkvæmt reikningi eða farseðlum), einnig kostnaður vegna námskeiða- halds og kennslu annarrar en þeirra, sem ég annast sjálfur. Sést á þessari upptalningu að spart má á halda, ef allt á að endast. Þá er i bréfinu sagt: „.Auk þess hefði hann verið á fullum launum sem skólastjóri tónskól- ans....” Ég hef ekki orðið var við nein sér laun fyrir Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann er inni- falinn i starfi söngmálastjóra og hefur alltaf verið. Svo kem ég að siðasta tekju- liðnum, en þar stendur: .....og þar að auki hefði hann 100 þús. krónur fyrir að spila I kirkjunni og æfa kóra.” Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við mán.laun og upplýsi, að laun organista fyrir siðustu samn- inga, sem gerðir voru nú á dög- unum, voru 56.88% af 22. launa- flokki. Organista- og kórstjóra- starf er hjá öllum unnið sem aukastarf, og fer það að auki fram að langmestu leyti I næt- ur og helgid.vinnu, sem sagt ut- an venjulegs vinnutima. Geri ég ráð fyrir þvi að hverjum og ein- um sé frjálst að nota þann tima sem honum bezta likar, hvort sem hann vill sjálfum sér til undirbúpings eða á annan hátt. Þegar ég tók við hinu nýja starfi minu, þá var þegar hafið vetrarstarf Karlakórsins Svana og æfði ég þá I vetur á föstu- dagskvöldum. Það var ekki I mörg hús að venda með stjórn- anda og varð það að ráöi, að ég æfði þá og stjórnaði þeim á samsöngvum þeirra, sem voru i april s.l. 15. október næstkom- andi er 60 ára afmæli kórsins, og verður þá sungið aftur og þar með kveð ég hina ágætu félaga kórsins. Nú kem ég að síðasta atriöi bréfsins, en það var á þessa leið: „Getur maður, sem á starfa sins vegna að vera i Reykjavik, haft tvöfalt starf úti á landi og fengið I laun fjór- til fimmföld laun kennara.” Siðari hluta þessarar máls- greinar hef ég nú þegar svarað en ég get ekki stillt mig um að svara „sem á starfa sins vegna að vera i Reykjavik”. t lögum um embætti söng- málastjóra frá 1941 er ekki staf- krókur um það hvar hann skuli vera búsettur. Þar fyrir utan er talið mjög æskilegt af organist- um og kórum, sem hann á fyrst og fremst að starfa fyrir, að hann heimsæki sem flesta kóra og vil ég geta þess hér, að I þetta rúma hálfa ár hef ég fariö sam- tals 17 ferðir út á land, en takið eftir: kórarnir eru margir, um 250, svo að þótt ég heimsækti einn kór á viku, sem væri sæmi- legt áframhald, þá kæmust sið- ustu kórarnir ekki að fyrr en I lok 5. árs, svo að allir sjá að hér er ekki um neitt áhlaupaverk að ræða. Þvi hef ég gert ráð fyrir þvi I áætlun vegna starfsins, er ég gerði strax I upphafi, að ná til organista og kóra jafnframt ferðalögum einnig á annan hátt, með útvegun verkefna, kennslu efnis, aöstoð við hljóðfærakaup með þvi að hvetja til aukins fjölda orgelnemenda og margt fleira, er ég hef komizt aö, að æskilegt sé að gera, og byggi ég þá á svörum við fyrirspurnum minum bæði til presta og organ- ista er ég hef þegar náö til bréf- lega. Hins vegar verður embætti þetta að hafa og hefur skrifstofuhúsnæöi I Reykjavik með föstum viðtalstimum tvo ákveðna daga I viku, en þriðja daginn eftir samkomulagi og sinnir þar söngmálastjóri þeim, sem á ferð eru. Tónskóli Þjóð- kirkjunnar er einnig I sama húsnæði. Fyrir utan þessi atriði er starfið mjög bundið sima. Frá Akranesi til Reykjavikur er 55 minútna ferð með Akra- borg og þeir sem eitthvaö hafa verið eða starfað erlendis vita, að það er ofur venjulegur tlmi á leið til vinnu, 23 km, að visu yfir sjó. Or Mosfellssveit eru 17 km, og búa þar margir, sem vinna i Reykjavlk. Mergur málsins er auðvitað sá, hvort starfið sé unnið og að gagni. Þvi svari minir yfirboðarar og organistar og kórar. Þar sem kennarastarfið var ætið að meginhluta innifalið 1 störfum minum, leyfi ég mér að vikja að fyrri hluta bréfsins, sem ekki var ætlaður mér, enr skrifaöur fyrir hönd nokkurra kennara. Þegar við völdum okkur prest á Akranesi, var kominn 8. desember. Var þá núverandi prestur okkar þá þegar i miðri kennslu og spurningar fermingarbarna hans þegar hafnar I Keflavik. Ég lái hon- um ekki þótt hann lyki þvi að ferma spurningabörn sin, enda eindregin ósk bæði foreldra og barna. Einnig má geta þess, að presturinn hætti kennslu við Gagnfræðask. i Keflavik frá áramótum. Ennfremur tel ég það mjög jákvætt fyrir prest að kynnast og öðlast itök i æskufólki einmitt i kennslunni bæði áður en fermingarundir- búningur er hafinn, og ekki siö- ur eftir að fermingu lýkur. Viða er kennaraskortur og úr þeim skorti hafa prestar ofl bætt og hafi þeir á annað borð kennarahæfileika og tima og taki ekki vinnu frá öðrum, þá eru kennslustörf þeirra okkur mikill ávinningur. Þar að auki er kennslan þeim einstakt tæki- færi til kynna við æskufólk og við að skapa hinn ósýnilega þráð, sem oft tengir kennara og nemanda. Slik kynni geta varaC meðan báöir endast. Þegar ég hugsa til kennslu, býr méi margt I hug, og þá fyrst og fremst virðing fyrir þvi starfi sem er eitt hið sterkasta mótunarafl þjóðfélags okkar Góður kennari er listamaður segir Þórleifur Bjarnason rit höfundur. Verum öll listamenn hvort sem við kennum I skóla eða annars staðar.” Samkvcml lólum mferðarreglurnar, og Fyreta tkrefið *lti að vera að avexlir frelita mn Að nœla sér í allt að fimmföld kennaralaun Arni Sveintvon vkrifar f.h. nokkurra kennara: ,,Við. nokkrir kennarar við skóla einn hér I Keykjavlk. höf- um verið aö vella þvl fyrir okk ur, hve mikið opinberum emb- ctlismónnum leyfist að kenna utan slns eigin staría Baret talið sérstaklega að prestum I þessu sambandi. Við nánari umrcður upplýsti einn kennar- Inn, að prcsturmn a Akranesi, eða sá sem a?tU aö vera þar, kenndi meira en sem svarar fullrí kennsluskyldu fastraðins kennara, I Keflavfk Þar v*ri hann reyndar prestur Ifka og hefbi embcttisbústaö bcði a Akranesi og I Keflavik og laun 3 baðum stöðum. Við viljum nú biðja Vlsi að upplýsa þetta mál fyrir okkur Fróðlegt vcri að fa vitneskju um, hvort prestar verði að fa leyfi biskups til að kenna. Þcgar minnzt var a samband kennara og presta og taliö baret að Akranesi, þá upplýsti einn kennarinn, ab skólastjóri Tón listarskðlans á Akranesi hefði verið ráðinn söngmálastjóri kirkjunnarsl. haust. I laun vcru honum ctlaðar 2 milljónir króna ð fjárlögum. Auk þess hefði hann veriðá fullum launum sem skólast jóri tðnskólans og þar að auki hefði hann 100 þos. krónur fyrir að spila f kirkjunni og cfa kóra. NU spyrjum við, hvernig mð þetta viðgangast? Getur maður. sem á starfa sfns vegna að vera I Reykjavfk, haft tvófalt starf uti a landi og fengið I laun fjór- til fimmföld laun kennara.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.