Vísir - 26.05.1975, Side 3

Vísir - 26.05.1975, Side 3
Vlsir. Mánudagur 26. ma! 1975 3 INNBROTSÞJÓFAR HEIMSÓTTU VIN- SÆLA STAÐI UM HELGINA Nokkuft var um innbrot um helgina og voru þá einkum heimsóttir staöir, sem oft veröa fyrir baröinu á innbrotsþjófum. Fátt haföist upp úr þessum inn- brotum. Fjórir hafa veriö handteknir vegna þessara innbrota. Aöfaranótt sunnudagsins var brotizt inn i Kaffistofu Guö- mundar I Sigtúni og fékk pen- ingakassi Rauöa krossins eink- um aö kenna á innbrotsmönn- unum. Sömu nótt var brotizt inn i Sundhöliina viö Barónsstig en engu stolið. t gærdag um klukk- an hálfsjö braut svo ofurölvi maöur upp hurö á fyrirtæki viö Bragagötu og settist þar aö. Lögreglan kom og fjariægöi hann af staðnum. t gærkvöldi eöa nótt var einnig brotizt inn I Togaraafgreiösluna viö Geirs- götuna. Litlu var stoliö, en þrir piltar voru handteknir skömmu siðar, grunaöir um athæfiö. — JB 25 þúsundum stolið úr vasa Veski með 25 þúsundum var stolið af manni, er fariö haföi aö skemmta sér i Glæsibæ á laugardagskvöldiö. Maöurinn ætlaði aö vera viö öllu búinn um kvöldið og birgöi sig þvi upp af peningum. Um kvöldið, er maöurinn var orðinn nokkuö drukkinn var veskinu stoliö, og hefur ekki til þess spurzt siðan. — JB Verkföllin í ríkisverksmiðjunum halda áfram Ríkið vill ekki .kasta boltanum' Ef rlkisverksmiöjurnar eiga aö semja um kauphækkun, sem nemur meiru en láglaunabótum, hafa þær kastaö boltanum gagn- vart öörum kjarasamningum. Þetta er skoðun fulltrúa rikis- valdsins I kjarasamningunum i verksmiöjunum. Fulltrúar rikisins telja mikla ábyrgð að byrja. Á meöan magn- ast atvinnuleysi af völdum verk- fallanna, einkum i byggingariön- aði. Skólaári nýlokiö viöast og skólafólkiö atvinnulaust. í spá þjóöhagsstofnunar fyrir þetta ár er gert ráö fyrir, aö Ibúöabyggingar minnki um fimm af hundraöi frá þvi, sem var i fyrra. í þeirri spá er aö sjálfsögðu ekki gert ráö fyrir miklum áhrif- um, sem verkfall I Sementsverk- smiöjunni veldur. — HH „Útspil" vinnuveitenda? Vinnuveitendur réðu ráðum sinum I hádeginu og ihuguöu, hvort koma ætti meö „útspil” I kaupdeilunum. Samningafundur vinnuveitenda og ASÍ veröur klukkan tvö. ASÍ lagöi fyrir helgina fram kröfur sinar. Tóku vinnuveitend- ur sér þá frest til aö atijuga málið. Vinnuveitendur hafa á opinber- um vettvangi sagt, aö ekkert svigrúm sé til kauphækkana. ASI menn neita þeim staöhæfingum. Kauphækkunin mundi kosta vinnuveitendur eitthvað um 3ó milljarða, ef aö þeim yröi gengiö að fullu, að þeirra sögn. Visir haföi I morgun samband viö Torfa Hjartarson sáttasemj- ara, og sagöi hann, að hvorki gengi né ræki I vinnudeilunum, sem hann hefur til meðferðar. — HH Nú vœri gott að vera fyrir norðan eða austan: FIMMTÁN GRÁÐUR STRAX í MORGUN Á AKUREYRI „Jú, þetta var svo sannarlega löng og góö sólarhelgi og allir kepptust um aö sóla sig,” sagöi Ásdis tvars á Ferðaskrifstofu Akureyrar, þegar viö röbbuöum viö hana I morgun. Akureyringar máttu llka vel viö una, þvi að hitinn komst upp I 21 stig um miöjan daginn I gær. Ekki var það verra á Egilsstöð- um. Soffia Erlendsdóttir á siman- um sagöi okkur, að hitinn hefði áreiöanlega farið upp i 30 stig i sólinni I gær og aldrei þessu vant væri lítið rok. Auövitað væri fólk eins fáklætt og velsæmi leyföi. Veöriö undanfarna daga heföi verið verulega hlýtt. Ekki veitti af eftir langan og strangan vetur. Hún sagöi, að menn væru I óöa önn að taka til I görðum sinum og sjálf ætlaði hún að fara að setja niöur kartöflur, grænmeti og fara að huga að blómunum. Við gátum varla veriö eins ánægö hér i Reykjavik, þvi að heldur blés hann Kári köldu i gærdag og sólin lét litið á sér kræla. Veðurstofan spáir þó þægilegu veðri hér vestanlands og sunnan með suöaustan kalda i dag, en fyrir norðan og austan er hlýtt og bjart. Hitinn var þegar kominn I 15 stig á Akureyri i morgun. — EVI — Þetta eru „öldungarnir” frá Hamrahilöarskóia, sem útskrifuöust um heigina frá skólanum. Þar sátu saman á skólabekk ungir og gamlir isátt og samlyndi (Ljósmynd VIsis Bj.Bj.) „Ákveðin í oð halda ófram námi" — segir Guðný Bjðrnsdóttir „öldungur" sem dúxaði yfir allan skólann „Þetta hefur veriö anzi mikil vinna á meöan á þessu stóð, en ég kem áreiðanlega til meö að sakna skólans þrátt fyrir það. Þar hef ég kynnzt mörgu mjög góðu fóiki,” sagöi dúxinn i Menntaskólanum viö Hamra- hllð, Guöný Björnsdóttir, ein af 34 öldungum, sem útskrifuöust á laugardag. Guðný gerði meira en að vera hæst af öldungunum, hún varð hæst yfir skólann, af þeim rúm- lega 200 stúdentum, sem þar hafa nú lokið prófi. Guðný var ekki ein um það að vera ánægð. Hinir öldungarnir höfðu á orði, að þeim hefði fund- izt öldungadeildin vaxa við þann afbragðs árangur, sem Guðný náði. Einkunnagjöf er þannig i Hamrahlið, að gefnir eru bók- stafir fyrir fög, A, B, C o.s.frv. Guðný náði A I öllum fögum nema fjórum, og Guðmundur Arnlaugsson rektor sagði, að hana hefði vantað 4 stig til þess að ná toppnum. „Ég er búin að vera þrjú ár i öldungadeildinni og hef unnið fullan vinnudag með,” sagði Guðný, sem starfar á lögfræði- skrifstofu hér i Reykjavik. Guðný er 37 ára að aldri og hún kvaðst vera ákveðin i að halda áfram námi. Ekki hefur hún þó ákveðið hvað hún leggur fyrir sig. Annars eru þeir nokkrir sem vinna fullan vinnudag með náminu, og þegar öldungar fengu einkunnir sinar, mátti meðal annars sjá móður með þrjú börn meðal nemenda...EA irstrœti 15 — sími 19566 ÍNDOTT RÓSÓTT INUT 100% BÓMUU lÚLLUKRAGABOLIR TUTTERMA BOLIR FÍNFLAUELS OG RIFFLAFLAUELS DRAGTIR STRÁHATTAR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.