Vísir - 26.05.1975, Side 6

Vísir - 26.05.1975, Side 6
6 Vfsir. Mánudagur 26. maf 1975 vísir Útgefandi: Eeykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjópnarfulltrúi:. Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr.eintakiö. Blaöaprent hf. Látum Spán róa Kóngafólk á slóðir bolsévíka Við viljum ekki spænsku fasistana sem banda- menn i Atlantshafsbandalaginu. Stjórnin i Washington leitar nú hófanna um inngöngu eða að minnsta kosti tengsl Spánar og NATO. Banda- rikjamenn hafa herstöðvar á Spáni. Það var bandalaginu til skammar að dröslast með einræðisrikin Grikklandi og Portúgal á sin- um tima. í báðum þessum rikjum hafa lýðræðis- stjórnir nú tekið völdin. Sá smánarblettur hefur þvi verið þveginn af NATO, og bandalagið má ekki óhreinkast með inngöngu enn einnar stjórn- ar einræðissinna. tslendingar eiga góð viðskipti við Spán og vona, að þau dafni, en þeim verður að halda innan þess ramma, sem þau eru i. Atlantshafsbandalagið á ■ að vera vörður lýðræðis gegn einræði. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalags- ins tóku óskir Bandarikjanna, að þvi er tekur til Spánar til meðferðar á fundi i Brussel nú um helgina. ísland tók á fundinum þá afstöðu, að hafna skyldi tilmælum Bandarikjanna, og sömu skoðunar voru fulltrúar Bretlands, Hollands, Noregs og Danmerkur. Niðurstaðan varð sú að drepa málinu á dreif og gera enga samþykkt. Atlantshafsbandalagið hefur sem slikt leitt hjá sér að taka afstöðu til Spánar, allt frá stofnun. Þetta er i fyrsta sinn, sem það mál er tekið fyrir. Tilmæli Bandarikjastjórnar voru þess eðlis, að mikilvægi herstöðvanna á Spáni fyrir NATO yrði viðurkennt, en slikt gæti orðið fyrsta skref i átt til aðildar. Það var gleðiefni, að Portúgalsstjórn lét koma fram á fundinum, að Portúgal yrði áfram i Atlantshafsbandalaginu. óttazt hafði verið, að vinstri sinnuð stjórn Portúgals mundi draga rikið út úr bandalaginu. Meðal valdhafa i herforingja- stjórn Portúgals eru margir tortryggnir á stjórn- ina i Washington og hafa sakað hana um að grafa undan sér. Enn sem komið er hafa hinir hófsam- ari tökin. Ráðamenn i Lissabon gera sér vonir um, að þróunin á Spáni verði hin sama og i Portúgal. Þar verði innan skamms stjórnarbylting og fasista- stjórn steypt af stóli. Franco er háaldraður mað- ur og stjórn hans á fallanda fæti. ólöglegir stjórn- málaflokkar eflast stöðugt. Þeir eru, eins og var i Portúgal, reiðubúnir til að taka við stjórn, hvenær sem er. Yrði þróunin sú, væri ekkert til fyrirstöðu, að Spánn gengi i Atlantshafsbandalagið, eftir fall fasismans. Hins vegar nægði ekki, að Franco félli frá, ef fasistastjórnin sæti áfram eftir hans dag. Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna ræddi um helgina við utanrikisráðherra Spánar i herbækistöð við Madrid. Ford, forseti Bandarikj- anna, hyggst koma til Spánar i lok mánaðarins. Stjórnin i Washington leggur áherzlu á að treysta böndin við Francostjórnina og með þvi skapast hætta á, að Portúgal verði hrakið úr bandalaginu. Bandarikjastjórn verður að fara með gát i þessu. Atlantshafsbandalagið verður að halda Portúgal en láta Spán róa. — HH i Þaö er aitalaö, aö Eiizabeth Bretadrottning muni senn heimsækja Sovétrikin. Konungsfjölskyldur Evröpu eru nú loks aö taka I sátt kommúnista Sovétrikjanna 57 árum eftir aö flokkur bolsévika leiddi Nikuiás II Rússakeisara og fjölskyldu hans á fund örlaganna I skuggalegum kjall- ara I Siberlu. Vestrænt kóngafólk hefur á- kveöiö meö sér aö þoka til hliðar skuggalegum endurminningum byssuhvellanna, sem kváðu við aöfaranótt 17. júnl 19181 Yekater- ingburg, þegar ellefu manns voru tekin af Ilfi. Og það þótt sovézkir sagnaritarar haldi þvl enn fram, aö aftökumar hafi veriö réttmæt- ar. Þessi tilhneiging til þess að láta hiö liöna vera gleymt lét fyrst á sér krælafyrirnokkrum árum, og hefur haldið áfram, unz svo er komið, að Margrét Danadrottn- ing, sem er náskyld Romanoff- ættinni, fer I opinbera heimsókn til Sovétrikjanna í næstu viku. Þaö þykir á vissan hátt tákn- rænt, að þessi 36 ára gamla drottning — móöir Nikulásar keisara var nákomin frænka hennar — byrjar heimsóknina i Leningrad, þessari fyrrum höfuð- borg keisaraveldisins, sem áður hét Sankti Pétursborg. Þótt annaö kóngafólk frá Evrópu hafi farið til Sovétrikj- anna á seinni árum, þá var þar um aö ræöa óopinberar heim- sóknir. Þvi veröur Margrét drottning fyrsti konungborni þjóöhöfðinginn, sem þangað kem- ur i krafti sinnar stööu, siðan byltingin varð 1917. Strax á hæla henni kemur svo Baudouin Belgiukonungur i sumar, en hann er miklu fjar- skyldari Romanoffunum. Og það er altalað, að Elizabeth Breta- drottning muni lfka heimsækja Sovétrikin, þótt ekki hafi komið enn neitt formlegt boð um slikt. Eiginmaður Elizabethar, Filip- us prins, og dóttir þeirra, Anna prinsessa, voru I Sovétrlkjuhum 1973. Prinsinn var þar sem forseti alþjóðasamtaka hestamanna og prinsessan til að keppa I kapp- reiðum. Filippus prins er tengdur Romanoffunum. Frænka hans var kona Nikulásar keisara, Alexandra,og lét lifið um leið og keisari hennar i Yekaterinburg (sem nú heitir Sverdlovsk). — Anna prinsessa hefur rússneskt konungablóð i sinum æðum úr móðurætt. Afi Elizabethar, George V., var frændi Nikulásar keisara, auk þess aðhann var svo nauðalikur keisaranum, að þjónar keisarans kenndu hann fyrir Nikulás, þegar þeir sáu hann, og héldu, að keis- arinn hefði fyrir einhverja guðs mildi sloppiö frá aftökunum i Yekaterinburg vestur til Bret- landseyja. Viðhorf konungsfólksins i dag til þessara atburða kom fram hjá Mountbatten lávarði i Moskvu nýlega. Lávarðurinn er frændi Filippusar prins. Viktoria drottn- ing var langamma móður hans eins og Alexöndru keisaradrottn- ingar. Mountbatten lávarður kom fram fyrir hönd Bretl. á hátlð- arhöldunum, þegar minnzt var 30 ára afmælis sigursins yfir nazist- um. Hann sagði, aö hann gæti ekki fundið til neinnar óvildar i garð núverandi leiðtoga Sovét- rikjanna vegna lifláts frænku hans og fimm barna hennar. „önnur kynslóð er komin fram siðan, og við getum ekki sakast við hana um það, sem skeði þá,” sagði lávarðurinn. Danir segja, að konungsfjöl- skylda þeirra hugsi svipað. Sovétyfirvöld hafa á sinn hátt reynt að gera sitt til þess að þessi | löngu liðni atburður mætti gleym- ast, þegar fjórar dætur Nikuiásar Margrét Danadrottning verður fyrst til að heimsækja opinber- lega Sovétrikin af vestrænu kóngafólki, slðan októberbylting- in var gerð 1917. Filippusprins og Anna prinsessa dóttir hans voru I Sovétrikjunum i fyrra, en bæði vegna hesta- mennsku. og Alexöndru, fjórtán ára sonur þeirra, Alexis, heimilislæknir þeirra, þjónn, matsveinn og þjón- ustustúlka voru skotin til bana og llk þeirra brennd eftir á. Fyrir fáum árum kom fram ný kvikmynd „Nikulás og Alex- andra” á Vesturlöndum og þessi hörmungaratburður skoðaður i nýju ljósi. Þessi mynd kallaði fram viðbrögð I mánaðarritinu „Zvezda”, og þótti þar gæta nýrra viðhorfa sovézkra yfir- valda. Höfundur þessarar greinar, sagnfræðingurinn Mikhail Kasvinov, hélt þvi fram, að aftök- urnar í Yekaterinburg og sjö ann- arra ættingja keisarans i ná- grannaþorpinu Alapayevsk, hefðu verið bæði réttmætar og maklegar. Kasvinov segir, að aftökusveit- in hafi ekki verið hjartalausir morðingjar, eins og speglazt hefur I frásögnum á Vesturlönd- um, heldur hetjur byltingarinnar. Þeir hafi vitað, að hermenn Hvit- rússa hafi verið á næsta leiti til að bjarga keisaranum. „Verka- fólk i Úral ákvað að láta Roman- offana ekki af hendi, hvorki lif- andi né látna, heldur brenna likin og láta vindinn dreifa öskunni,” skrifar sagnfræðingurinn. Hann heldur þvi fram, að áróð- ursmeistarar Vesturlanda spari ekkert til þess að ata þetta fólk auri og heldur uppi langri vörn fyrir þá, sem þarna voru að verki. ,,An þess að hika sveifluðu þeir þvi sverði, sem byltingin hafði lagt þeim f hendur, og mættu sið- ar, þegar stundin rann upp, dauða sinum algerlega óttalausir,” skrifar Kasvinov. „Byltingin batt slikan endahnút á sitt verk, að það var ómögulegt, að nokkur afkomandi keisaraætt- arinnar léti nokkurn tima sjá sig i Rússlandi,” sagði hann sfðar i niðurlagsorðum sinum. Annað hefur ekki verið sagt að hálfu þess opinbera.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.