Vísir - 26.05.1975, Síða 10

Vísir - 26.05.1975, Síða 10
10 Vísir. Mánudagur 26. mai 1975 Visir. Mánudagur 26. mai 1975 11 „Knötturinn var allur kominn yfir markiinuna, þegar franski markvörðurinn Bartelli hand- samaði hann á ný. Þetta var mark”, sagöi Bjarnleifur, ljós- myndari Visis, eftir leikinn, en hann hafði allra manna á vellin- um bezt tækifæri til að dæma um atvikiö — stóð rétt við mark- stöngina, þegar Guðgeir Leifs- son tók innkastið langa. Bara- telli greip knöttinn — en missti hann frá sér aftur — og islenzku leikmennirnir fögnuðu marki. A myndinni til hliðar sést atvikið, þó svo „dauð” mynd sanni ekki neitt. Baratelli réttir út höndina eftir knettinum, en á eftir að komast fyrir hann. Matthias og Teitur fylgjast spenntir meö — spenntir með þessu atviki, sem verður helzta umræðuefni is- lenzkra næstu daga. Ljósmynd Bjarnleifur. VINNA EVROPULEIKUR SEM ISLAND ATTI $ KAUPFÉLAGIÐ Amerísk HRÍSORJÓN Spiótið flaug yfir 90 Finnski spjótkastarinn Hannu Siitonen vann giæsilegt afrek i Jyvaskyla I Finnlandi I gær — kastaöi spjótinu yfir niutiu metra markið. Nánar tiltekiö 90.22 metra, sem er bezti árangur, sem náðst hefur I spjótkasti i ár. Siitonen bætti sinn bezta árang- ur I ár um fimm metra og með metro sama áframhaldi veröur ekki langt i heimsmet hjá þessum unga, glæsilega spjótkastara. Heimsmethafinn vestur-þýzki og jafnframt olympiumeistari, Klaus Wolfermann, keppti einnig á mótinu en varð langt á eftir Siitonen. Hann náði þó öðru sæti með 84.70 metra kasti. —hsim. RIVER hrísgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm þau eru, sérstaklega í grauta. RIVIANA býöur nú einnig: AUNT CAROLINE hrísgrjón, sem eru vitamínrik, drjúg, laus í sér, einnig eftir suöu og sérstaklega falleg á boröi. SUCCESS hrisgrjón koma hálfsoðin í poka, tilbúin í pottinn. RIVER brún hýöishrísgrjón holl og góö. itRiW' R|ver Enilched *Uce Þaö er mjög gleöilegt hve íslenzka landsliðið hef- ur tekið miklum framför- um síðustu mánuðina — þetta er miklu betra lið en þegar ég var við stjórn- völinn hjá KSI. Það var mikið afrek hjá okkar mönnum að ná jafntefli við Frakka. Þetta franska lið er gott — það sáum við í leiknum — og afrek ís- lenzka liðsins þess meira, sagði Albert Guðmunds- son, eftirlitsmaður UEFA á Evrópuleik íslands og Frakklands i gær, en frekar vildi Albert ekki tjá sig um leikinn starfs sins vegna. Já, islenzka liðið vann afrek i gær — en þaö átti aö gera meira. Það átti að sigra Frakka i þess- um leik i sjöunda riðli Evrópu- keppni landsliöa. tslenzka liðið fékk betri og fleiri tækifæri til að skora — gaf lengstum tóninn i leiknum — skoraði gott mark að áliti flestra áhorfenda, sem dómarinn irski lét afskiptalaust. tslenzka liðið lék góða knatt- spyrnu — sóknarleik meðan út- haldið var fyrir hendi og sýndi fram á að i annan tima höfum við ekki átt jafn heilsteypt landslið. Þarna er hvergi veikur hlekkur — áður hefur oftast veriö byggt i kringum örfáa sterka einstaklinga. Það er beinlinis ótrúlegt afrek hjá islenzkum áhugamönnum — þegar Asgeir Sigurvinsson er undanskilinn — aö gefa hvergi eftir i byrjun keppnistimabils gegn þrautæfðum atvinnumönn- um, sem eru að ljúka sinu keppnistimabili. Það hefði hér áður fyrr þótt saga til næsta bæjar að tapa slikum leik ekki með 4-5 marka mun — það er við þessar erfiðu aðstæður islenzka liðsins. Enþaðhélt vel sinum hlut gegn Frökkum — og lengstum meira en það, þótt svo franska liðið næði undirtökunum loka- kafla leiksins gegn örþreyttum is- lenzkum áhugamönnum. Að þvi hlaut aö koma — annað hefði beinlinis ekki verið mannlegt — en þó hefði ekki verið nein sanngirni i þvi, að það hefði fært Frökkum sigur. Og til þess kom ekki — en vissulega lenti islenzka liðið i erfiðleikum i lokin. Island er komið á blað i evrópskri knattspyrnu i fyrsta skipti — á orðið landsliö, sem get- ur veitt stórþjóðum knattspyrn- unnar keppni. Margir leik'menn liðsins áttu stórsnjallan leik að þessu sinni — kempan Sigurður Dagsson enn einu sinni frábær i marki. Jóhannes Eðvaldsson og Marteinn Geirsson afar sterkir miðverðir, sem sigruðu Frakka i nær hverju skallaeinvigi — leik- menn, sem aldrei gefa þumlung eftir. Asgeir Sigurvinsson er orðinn mikill snillingur — og manna sterkastur, þó hann nyti sin ekki alveg sföari hluta leiksins vegna meiðsla. En betri knatt- spyrnumaður var ekki á vellin- um. Og viö hlið hans var hinn leikni Guðgeir Leifsson — leik- maður meö næmara auga en flestir fyrir samleik. Þessir fimm leikmenn voru kjölfesta islenzka liðsins — en aðrir komu ekki langt á eftir. Harðjaxlarnir Jón Péturs- son og Gisli Torfason sem bak- verðir — leikmenn, sem aldrei gefast upp — og yfirferð Ólafs Júliussonar var hreint ótrúleg i leiknum. Elmar Geirsson hefði mátt vera meira með (lék i 30 minútur) og hann skapar alltaf ólgu i vörn mótherjanna. Elmar kom i staö Matthiasar Hallgrims- sonar, sem hafði verið hættuleg- astur islenzku framherjanna — en sú breyting var gerð af illri nauðsyn. Þeir Teitur Þórðarson og Karl Hermannsson böröust af krafti — en komu ekki miklu til leiðar og i lokin kom Grétar Magnússon i stað Karls. Islenzkur fyrri hálf leikur Franska liðið lék undan snarpri sunnan golu i fyrri hálfleiknum og þá voru margir hinna 8000 áhorfenda hræddir. Vindurinn hlaut að hjálpa Frökkum, en það var aðeins i byrjun — siðan náði islenzka liðið betri tökumá leikn- um. Að visu slapp islenzka liðið við skrekkinn i byrjun vegna snilli Sigurðar Dagssonar. A 6. min. urðu Jóni Péturssyni á slæm mis- tök i hættulitilli stöðu — lagði knöttinn beint fyrir fætur út- herjans Jean Gallice á vitateigs- linuna. Sá franski lék svo á Jón — komst frir að markinu, en hörku- skot hans varði Sigurður glæsi- lega — og Sigurður lék sama leik á 19. min., þegar Frakkar fengu aukaspyrnu á vitateigslinunni. Knettinum var spyrnt framhjá varnarvegg íslands — en á mark- linunni varði Sigurður og það var mikið afrek. En þar með eru tækifæri Frakka i hálfleiknum upptalin — en þau islenzku voru mörg. Það byrjaði með aukaspyrnu Guðgeirs á 8. min. — Jóhannes skallaði til Matthiasar, sem reyndi „hjólhestaspyrnu”, en dæmt var á hann. önnur auka- spyrna Guðgeirs á 12. min. var enn hættulegri — Matthias skallaði yfir franska markið frá markteig og „stórskallinn” Jóhannes næstur honum, einnig frir. Tveimur min. siðar lék As- geir glæsilega i gegn — 1-2 með Matthiasi — og frá Ásgeiri fór knötturinn til ólafs Júliussonar. Markið var opið, en Ólafi mis- tókst illa. Lyfti knettinum og hann lenti ofan á markslá. Þarna átti tsland að skora. Fleiri aukaspyrnur Guðgeirs og Gisla voru hættulegar — og mikið af þeim, þvi irskri dómarinn dæmdi mikið á hindrun Frakka — og svo kom innkastið, sem Guðeir tók. Það var á 21. min. — eitt af þessum snilldar- legu, löngu innköstum hans. Knötturinn fór fram hjá öllum leikmönnunum innan markteigs og til markvarðar. Hann var illa viðbúinn og missti knöttinn frá sér —og frá stúkunni séð var ekki annað að sjá en knötturinn væri kominn yfir marklínuna, þegar Frakkinn náði honum aftur. „Knötturinn var greinilega kominn yfir marklinuna,” sagöi Bjarnleifur ljósmyndari, sem stóð alveg við markstöngina. Dómarinn sá ekkert vegna þvögu leikmanna, og linuvörðurinn stúkumegin illa staðsettur. Hann eða dómarinn gerðu enga athuga- semd — heldur, þegar Teitur reyndi að spyrna i knöttinn eftir að franski markvörðurinn hafði handsamað hann á ný. Islenzku leikmennirnir fögnuðu marki — marki, sem var löglega skorað, en ekki dæmt, þvi miður. Dómarinn Wright var i erfiðri aðstöðu — og ekki ætla ég að ásaka hann fyrir atvikið. islenzka liðið tapaði ekki á honum i leikn- um — nema þarna, og kannski sárt, þvi þetta var stærsta atvik leiksins. Mörg fleiri góð tækifæri átti ísland i hálfleiknum — Jóhannes átti skalla yfir og skot framhjá, einnig Matthias og ólaf- ur. Siðari hálfleikurinn var miklu daufari eftir allt fjörið i þeim fyrri. Fyrsta stundarfjórðunginn skeði litiö sem ekkert — nema hvaö Elmar kom i stað Matthiasar, og siöar Grétar fyrir Karl, og Parison fyrir Gallice hjá Frökkum. Framan af var isl. liðið, sem þó nýtti vindinn ekki sem skyldi — Asgeir hefði mátt „Það var sigur fyrir okkur í þessum leik" ,,Ég átti satt að segja ekki von á því, aö viö stæðum svona i þeim i okkar fyrsta landsleik i marga mánuði,” sagöi Ellert B. Schram, formaður KSl, eftir leikinn. „Það var vinningur fyrir okk- ur i þessum leik, og það segir ekki svo litið, enda held ég, að allir útlendingarnir sem hérna eru, séu alveg undrandi á úrslit- unum. Það eru margir leikir eftir i sumar og vonandi vegnar okkur ekki siður i þeim. Við þurfum heldur ekki að óttast það, ef strákarnir leika svona, og það er vitað mál, að þeir eiga enn eftir að bæta við sig i úthaldi og snerpu.” — klp — leika framar — hættulegra. Elmar komst i gott færi á 20. min. eftir laglegan undirbúning Teits — en skot hans lenti af Frakka i stöng, og Asgeir komst i færi, en var of bráðlátur — spyrnti strax, framhjá. Þegar liða fór á hálf- leikinn fór úthaldið aö segja til sin — islenzku leikmennirnir orðnir örþreyttir. En þó átti Island eftir að fá eitt bezta tækifæri leiksins áður en Frakkar urðu verulega hættulegir — ólafur Júliusson komst frir fram völlinn og mark- maður einn til varnar. En Ólafi brást skotlistin á vitateigslinunni — knötturinn flaug framhjá marki. Siðustu minúturnar voru „franskar” fyrst varði Jón Pétursson — á brjóstið — hörkuskot og siðan Jóhannes snilldarlega á marklinu, þar sem hann og Sigurður „skiptu” á milli sin markinu. En skotmenn áttu franskir fáa — spyrnur þeirra I mark fóru yfirleitt hátt yfir eöa langt framhjá — og ekki verður þetta franska lið minnisstætt þrátt fyrir leikni nokkurra ein- staklinga þess. Svörtu mið- verðirnir — og þeir heldur betur kolsvartir — Marius Tresor og Jean-Pierre Adams voru beztu menn liösins ásamt útherjanum Georges Bereta. Ettir leikinn i gær er staöan þannig i 7. riðli Evrópukeppni landsliða. Belgia A-Þýzkaland Frakkland Island Næsti leikur Islands verður fimmtudaginn 5. júni á Laugar- dalsvelli gegn Austur-Þýzka- landi. -hsim. - M. Wright-dómari leiksins: „Boltinn fór aldrei allur yfir línuna „Ég var viss um að boltinn fór aldrei allur yfir linuna, þegar markvöröurinn missti liann aftur fyrir sig,” sagði frski dómarinn M. Wright, þegar við spurðum hann um hið umdeiida atvik snemma i ieiknum. „Ég var i ágætri aðstöðu til að sjá það og var viss um, að hann fór aldrei ailur yfir linuna. Hann var mjög nálægt þvi, en hann fór aldrei allur yfir. Þetta var nokkuö erfiður leikur að dæma — Frakkarnir voru með atvinnu- mannabrögð, eins og aö hindra menn og halda þeim, og islendingarnir böröust stundum af meira kappi en forsjá. Mér þótti fyrri hálfleikurinn góður, en sá siöari mun lakari. tsienzka liðið þótti mér gott, og kom mér og félögum minum alveg á óvart. Við bjuggumst allir viö svona 3 til 5 marka sigri Frakka, — en þeir máttu þakka fyrir að ná jafnteflinu miðað viö tækifærin. Það var allt i lagi með völlinn — að visu hefði mátt vera meira gras á honum — og hann var helzt til of mjúkur til að hlaupa á honum — en það kom jafnt niöur á bæði liðin. -klp- Ritvélar og símar rauð- glóandi í Laugardalnum! Um fjörutiu erlendir blaðamenn komu á landsleikinn á milli Frakklands og ts- lands á Laugardalsvellinum I gær, og þurfti að byggja nýja blaðamannastúku fyrir þá og leggja f jöldann allan af simum að borðum þeirra. Leiknum var útvarpað i gegnum fjórar útvarpsstöðvar i einu og var þar ekkert smáræði talaö. Simar voru stanzlaust að hringja og ritvélar í gangi allan leikinn. Eftir leikinn stormaöi allur hópurinn niður i búningsklefa leikmanna, og þar varekki minna um aö vera —sérstaklega I búðum Frakkanna. Einn frönsku blaðamannanna, sem við töluðum við, sagði okkur, að þeir heföu verið á einu máli um, að Islenzka liöiö hefði sýnt mjög góðan leik, en það franska veriðlélegt. Þaö hafi heldur ekkert fengiö að sýna, þvi enginn friður hafi verið til þess. Hann sagöi, að frönsku leikmennirnir afsökuðu sig með þvi, að völlurinn hafi verið slæmur — en sjálfur sagðist hann mótmæla þvi, að þaö hefði skipt máli — hann hefði verið jafn erfiður fyrir báða aöila. En hann bætti þvi við, að þessa leiks yröi hefnt i Frakklandi, þegar islenzka liöið kæmi þangaö I september. — klp — Stórfélögin skipt- ast ó þjólfurum! Það eru ýmsar blikur á lofti hjá stór- félögunum i knattspyrnunni I sambandi við þjálfara. Hennes Weisweiler, þjálfari Borussia Mönchengladbach, sagði starfi sinu lausu hjá félaginu eftir að þaðhafði sigraöi I UEFA-keppninni. Hann er nú i samningum við spánska liöið Barcelona — og taliö öruggt aö um semjist — en Michel, þjálfarinn, sem gerði Ajax að stórveldi og Barcelona að spönskum meistara á fyrsta ári hjá félaginu, er hættur hjá Barcelona. Hvort Johan Cruyff fylgir honum er ekki vitaö á þessu stigi málsins. Talið er, aö Weisweiler fái eina milljón marka fyrir samning við Barce- lona til tveggja ára. Við starfi hans hjá Borussia er talið vist aö Dettmar Cramer, þjálfari Bayern Munchen nú, taki og það eftir úrslitaieik Bayern gegn Leeds i Evrópukeppninni á miövikudag. — hsim.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.