Vísir - 28.05.1975, Side 2

Vísir - 28.05.1975, Side 2
2 Vísir. Miðvikudagur 28. mai 1975 risuism: Ferö þú í stúdentaveizlur í vor? Gréta ösp Jóhannesdóttir, sendill: Nei, enga. Annars getur vel verið að ég hjálpi til heiifta hjá vinkonu minni næsta laugardag. t eldhúsinu. Bróöir hennar verður nefnilega stúdent þá. Úlfar Nathanaelsson, verzlunar- maður: Jú, ég fer i eina á laugar- daginn. Þá útskrifast stúdentar úr Verzlunarskólanum. Marta Erlingsdóttir nemi I einka- ritaraskóianum: Nei, ég þekki engan sem verður stúdent núna. Annars varð frændi minn stúdent i fyrra. II jördis óiafsdóttir, skrifstofu- stúlka:Ég er búin að fara I eina nú þegar. Ég hugsa að ég fari ekki i fleiri. Anna O'Connen skrifstofustúika: Enga. Ég þekki engan sem út- skrifast núna. Ingunn S i gurðardó11 i r tækniteiknari: Nei, ég þekki engan sem verður stúdent i vor. LESENDUR HÁFA ORÐIÐ KCNNIÐ BÖRNIN VIO MÓDURINA! Vigdis Agústsdóttir skrifar: „Hvað segja konur um það, að móðurnöfn komi meira i um- ferð? Hvaða meining er t.d. það, að kenna óskilgetin börn við föð- ur sinn? Þó nafn föður verði vandlega skráð í kirkjubækur, sé ég enga ástæðu til að óskil- getið barn, sem oft á tiðum þekkir föður sinn sáralítið, kennir sig þrátt fyrir allt við hann en ekki móðurina, sem elur það upp og elskar það. Mér finnst, að við konur ætt- um á þessu kvennaári aö byrja á því að kenna börn vor við okk- ur, en ekki feðurna, á meðan þeir hlaupa frá sinni skyldu, giftir og ógiftir. Konur, móðurhlutverk okkar er mikið og stórt. Enginn hefur það til meiri vegs en sumir menn. En nú skulum við sýna, hver það er sem hefur alið börn- in og borið hitann og þungann af uppeldi þeirra. Hver skyldi fremur kenna sig viö móðurina en barn, sem á henni allt að þakka, en þekkir ekki andlit föður síns?” Viðurkennir þá boð og bönn eftir allt? Haildór Kristjánsson skrifar: „Kristján Þórarinsson verð- skuldar sannarlega fáein orð vegna skrifa hans i Visi 21. mai sl. Það er góðra gjalda vert, að menn láti uppi hug sinn um á- fengismál sem annað. Það hefur legið ljóst fyrir i nokkur ár, að hvergi i Evrópu veldur áfengisneyzla meiri manndauða en i Frakklandi. Lif ra rskem mdir vegna drykkjuskapar hafa verið þar i hámarki og þeim fylgt mikið mannfall. Það er erfitt að segja, hvar á- fengisböl er mest, það er svo fjölþætt. Hitt er þó vitað, að samkvæmt þeim upplýsingum, sem eru fyrir hendi frá alþjóð- legum læknaþingum, er fjöldi á- fengissjúklinga hvergi meiri hlutfallslega en i sumum vin- yrkjulöndum, svo sem Júgó- slaviu. Ætli það sé ekki nokkur mælikvarði á áfengisbölið, hversu margir eru háðir drykkjufýsninni? Kristján segir, að börnin verði ,,að ala upp við þá staðreynd, að áfengi eigi eftir að verða þáttur I þeirra lifi”. Hvers vegna það? Þvi má ekki ala þau upp við þau sannindi, að áfengi sé ó- þarfi, — hættulegur óþarfi, sem eigi ekkert nauðsynlegt erindi inn i llf þeirra? Það er talið, að hér i borg og i Sviþjóö missi um það bil tiundi hver maður, sem byrjar neyzlu áfengis, vald á sér gagnvart vininu og drekki meira en hann vill, — sjálfum sér til vandræða. Þessi hlutfallstala ofdrykkju- manna og áfengissjúklinga virðist vera hærri i vinyrkju- löndum. Sjálfsagt er það vegna þess, að færri dagar falla úr við vinnuna. „Við kennum börnunum um- ferðarreglurnar,” segir Kristján. Jafnframt segir hann, að boð og bönn leysi engan vanda. En hvað eru umferðar- reglur annað en boð og bönn? Það þætti mér gaman að vita. Þvi skyldum við ekki heiðra þær umferðarreglur, að sneiða hjá spillingafenjum og dráps- keldum áfengisins?” Nei, þessir bileigendur taka bilinn með sér i þeim tilgangi að fara i langan biltúr, tveggja vikna eða lengri. Þetta fólk hlýtur að gera sér grein fyrir þvi, að það þarf að borga fyrir bensinið á hinum Norðurlöndunum og annars staðar I Evrópu rétt eins og hér. Og staðreyndin er sú, að fyrir biltúrinn Bergen-Kaupmanna- höfn-Bergen þarf að borga ekki minna en 50 til 60 pund bara i bensin. Og þá er megnið af gjaldeyrinum farið. Fullur gjaldeyrir er ekki nema 100 pund. Ef þeir bileigendur, sem leggja I þessa ferð, eru ekki al- gjörlega fyrirhyggjulausir, hljóta þeir að ná sér i meiri gjaldeyri til ferðarinnar en lög- in leyfa. Ég nefndi hér á undan eina ferðaáætlun af fjöldamörgum. Feröin fram og til baka Bergen- Kaupmannahöfn verður að telj- ast mjög hófleg, en það er þó vitað, að sumir hafa i hyggju að aka á bil slnum frá Bergen og allt suður til Spánar. Gjaldeyr- isskammturinn hrekkur engan veginn til þeirrar ferðar. Það hlýtur að liggja i augum uppi. Ég er alls ekki að vekja máls á þessu dæmi hér i þeim tilgangi að leggja stein i götu þeirra, sem hafa bókað sig f ferð með færeysku ferjunni — þvert á móti get ég vel unnt fólki að fara I ökuferð af þessu tagi. Nei, það sem ég er að gera er aðeins að benda á eitt dæmi af mörgum, sem er sönnun þess, að margir þeirra, sem fara héðan i utan- landsferðir, komast hreinlega ekki af án þess að næla sér i eitt- hvaö af gjaldeyri á svörtum áð- ur.” Grétar B. skrifar: „Svartamarkaðsbrask með gjaldeyri hérlendis bar á góma i sjónvarpsþætti núna nýlega. Viðskiptaráðherra sat fyrir svörum og var helzt að heyra á honum, að hann tryði þvi ekki, að slikt brask ætti sér stað svo einhverju næmi. Lét hann um leið I ljós áhuga á að fá upplýs- ingar um slfkt athæfi ef síikar upplýsingar væru fáanlegar. Kannski ráðherrann hafi bara verið að gera að gamni sinu, eða trúir hann þvi I alvöru, að þorri þeirra íslendinga, sem fara til útlanda i sumarleyfinu, láti sér nægja litlar 26 til 40 þúsundir króna til ferðarinnar? Það er bamalegt að imynda sér það. Einn sá hópur, sem augljóst er að fer utan með talsvert meiri gjaldeyri en honum er skammtað löglega. Það eru þeir mörgu, sem hafa pantað ferð með færeysku ferjunni i sumar og ætla að taka bílinn með. Það hefur komið fram i frétt- um, að sá hópur er stór. Tæp- lega eru þessir bileigendur að fara i hringferð með ferjunni. Eða skyldu þeir taka bilinn með til að aka á honum um götur Færeyja i tvo og hálfan dag? Ekki gefast tækifæri til aö fara i Bergen, þvi það er ekki nema biltúr á meðan ferjan stoppar i eitthvað um þriggja tima stanz. „ÞEIR VERÐA AÐ NÆLA SÉR í EITTHVAÐ AF GJALDEYRI Á SVÖRTU mmmmmmmmmmam

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.