Vísir


Vísir - 28.05.1975, Qupperneq 3

Vísir - 28.05.1975, Qupperneq 3
Visir. Miövikudagur 28. mai 1975 3 „EKKI KJARK- LEYSI UM , AÐ KENNA" „Það var ekki af kjarkleysi, sem ég hætti við að aka Kópavogs- strætó i afleysingum í sumar,” sagði Guðrún Jóna Sigurjóns- dóttir, önnur þeirra kvenna, Sem sótti um starf sem strætisvagns- stjóri hjá SVK nú nýlega. „Staöreyndin er sú, að ég er fangavörður i kvennafang- elsinu viö Siðumúla, og að beiðni yfirmanna minna frestaði ég frii minu vegna skorts á vinnukrafti við fangelsið. En kjarkinn brast ekki, það þarf miklu meiri kjark til að vinna þá vinnu, sem ég finn i fangelsinu.” Sjálf hefur Guðrún Jóna ekiö rútubil og gengið vel, og þarf þvi ekki að efast um að hún hefði skilaö farþegum með sæmd milli viðkomustöðva. Kannski eigum viö siðar eftir að sjá hana við stýrið I Kópavogsvögnunum. JBP- Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir. „VOPNA- HLÉ" VIÐ LEIRÁ Bráðabirgðasættir hafa tekizt með bóndanum á Vcstri- Leirárgörðum og Akranesbæ. Á mánudaginn héit sýslu- maður sáttafund með aðilun- um og var þá þingfest staðfesting á lögbanni á lokun vegarins um bæjarhlað Vestri- Leirárgarða og jafnframt ákveðið að deiluaðilar legðu fram greinargerð um bóta- kröfur og yrðu siðan kvaddir tveir matsmenn til að meta þær. Boranirnar við Leirá, sem deilurnar standa um, hafa litinn árangur gefið og er þvi ekki ósennilegt að þeim verði hætt innan skamms. -JB. Kappsigling fró Englandi til íslands nœsta sumar? Svo kann að fara að efnt verði til mikillar sig li nga keppni milli Suður-Englands og is- ' lands næsta ár, líklega í júni. Það er konunglegi siglingaklúbburinn, The Royal Cruising Club sem snerisértil Siglingasam- bands islands með fyrir- spurn varðandi þessa hugmynd. A dögunum var sýndur i sjónvarpi hér þáttur um kappsiglinguna miklu. Er ekki að vita nema þátttakendur i þeirri keppni verði með i ís- landssigli ngunni, ef af verður. Keppnin er annars hugsuð þannig að siglt yrði til íslands og aftur til baka, lokamarkið yrði i Englandi. Mikla undir- búningsvinnu þarf fyrir keppni sem þessa, og er könnun á málinu á undirbúningsstigi, að- eins tvö bréf hafa enn farið á milli aðilanna, en mælt hefur verið með júnimánuði, sem hentugum tima fyrir keppnina. Að sjálfsögðu eru siglinga- menn hér á landi mjög spenntir fyrir þessari hugmynd, og ljóst er að siglingakeppni sem þessi mundi hafa mikið auglýsinga- gildi fyrir landið, þar eð augu fjölmiðla hvers konar mundu mjög beinast að henni. Talið er sennilegt að um 15 bátar mundu taka þátt i keppninni milli Englands og is- land, ef afhenni verður. Fulltrúa frá Siglingasam- bandinu hefur nú verið boðið að fara utan i haust til að fylgjast þar með keppni og ræða um undirbúning islandssiglinga- keppninnar við fulltrúa konung- lega klúbbsins i London. -EVI- Þessi mynd er úr kappsigiingunni miklu, sem sjónvarpsáhorfendur fengu að kynnast nýlega. Kannski að önnur siglingakeppni fari fram milli Englands og islands? OECD um ísland: VIÐ ERUM DUGLEGIR - EN EYÐSLUKLÆR Húsbyggingar og lúxusbilar eru stór liður I fjárfestingu tslendinga — en skuttogararnir slá þó öllu ööru viö. Myndin er af þessari aöalfjárfestingu þar sem hún liggur bundin I höfn I verkfalli, sem nú hefur staöiö I rúmar 6 vikur. (Ljósmynd VIsis Bj. Bj.). í marz—apríl hefti timarits Efnahags- og framfarastofnun- ar Evrópu, „OECD Observer”, eru birtar ýmsar upplýsingar um efnahagsþróun i aðildarrikj- unum 24. Það eru niðurstöðutöl- ur frá árinu 1973 og er þar margt forvitnilegt að sjá. Þar kemur meðal annars fram, að þegar reiknuð var út þjóðarframleiðsla á hvern ibúa var tsland númer 10 i röðinni. t fjárfestingu var það hins vegar númer 2 og i einkaneyzlu númer 7. t orkunotkun og sima- og sjónvarpseign var tsland einnig ofarlega á blaði. I listanum, sem hér fer á eftir, er miðað við þjóðarframleiðsluna i dollurum á hvem ibúa: 1) Sviss 6,190$ 2) Bandarikin 6,170$ 3) Sviþjóð 6,140$ 4) Þýzkaland (v) 5,610$ 5) Danmörk 5,460$ 6) Kanada 5,410$ 7) Luxemborg 5,200$ 8) Frakkl./Astralia 4,900$ 10) tsland 4,870$ lDNoregur 4,780$ 12) Belgia 4,650$ 13) Holland 4,410$ 14) Nýja Sjáland 4,080$ 15) Japan 3,750$ Þessar tölur fara svo smám saman lækkandi og neðst á listanum eru Portúgal með 1,250 dollara og Tyrkland, sem fer al- veg niður i 540 dollara. 1 f járfestingu er Island einnig ofarlega á blaði, Sviss er númer 1. með 1,770 dollara á ibúa og Is- land i næsta sæti með 1,500 doll- ara. Þar á eftir koma Noregur (1,440), Luxemborg (1,410), Þýzkaland (1,390), Japan (1,380), Frakkland (1,370), Svi- þjóð (1,350), Danmörk (1,280) og Kanada (1,200). Lestina reka svo Portúgal (380) og Tyrkland (80.) Þá er komið að einkaneyzl- unni og þar er Island sem fyrr segir sjöunda i röðinni, á eftir Bandarikjunum, Sviss, Sviþjóð, Kanada, Danmörku og.Þýzka- landi. Frakkland er næst okkur og svo Astralia og Belgia. Bretland er niðri i fimmtánda sæti og Spánn, Portúgal og Tyrkland eru númer 22,23 og 24. 1 orkunotkun erum við númer nfu, á eftir Luxemborg, Banda- rikjunum, Kanada, Hollandi, Belgiu, Þýzkalandi og Sviþjóð, sem eru jöfn, og svo Astraliu. Bretar eru næstir á eftir okkur og svo þau þrjú Norðurlönd, sem eftir voru, Noregur, Dan- mörk og Finnland. tslendingar eru ræðnir og við erum lika i 7. sæti þegar simar eru taldir. Miðað er við sima á hverja 1000 ibúa: DBandarikin 628 2) Sviþjóð 576 3) Sviss 535 4) Kanada 499 5) Nýja Sjál. 458 6) Danmörk 377 7) tsland 370 8) Luxemborg 361 9) Ástralia 340 10) Noregur 320 Bretland er svo i tólfta sæti með "314, Frakkland i nitjánda með 199 og Tyrkir hafa ekki nema 19 sima á hverja þúsund Ibúa. Það er ekki svo langt siðan sjónvarpið kom hingað til lands, og hvað sllk tæki snertir erum við i 17.-18. sæti ásamt Luxem- borg, bæði löndin með 220 sjón- varpstæki á hverja þúsund ibúa. Fimm efstu löndin eru Banda- rikin (474), Kanada (349), Svi- þjóð (333), Bretland (305) og Þýzkaland (293). Við erum þvi neðar á blaði en hin Norðurlöndin en töluvert skár staddir en Tyrkir, þar sem hvert þúsundið hefur ekki nema fjögur tæki. Hins vegar erum viö meðal tiu efstu hvað heilsugæzlu snertir. 1 skýrslu yfir dauða ungbarna á fyrsta ári hefur Sviþjóð beztu einkunn með 9,6 dauðsföll fyrir hverjar þúsund fæðingar. Svo kemur Finnland (10,1), Noregur (11,3) Island og Holland með (11,6) en Danmörk er i 9-10 sæti ásamt Luxemborg (13,5). Einnig þarna kemur Tyrkland langverst út. Að visu eru nýj- ustu tölur þaðan frá árinu 1967, en þá dóu 153 af hverjum þúsund börnum á fyrsta ári. ÓT

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.