Vísir - 28.05.1975, Síða 6

Vísir - 28.05.1975, Síða 6
6 Visir. Miövikudagur 28. mai 1975 vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Rjtstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. ! lausasölu 40 kr.eintakiö. Blaöaprent hf. Öskubuskur efnahagslífsins Verzlun og iðnaður hafa gersamlega orðið und- ir i baráttu þrýstihópanna um völdin i landinu. Þessar greinar eru öskubuskur hins islenzka efnahags- og fjármálakerfis. Einkum á þetta við um verzlunina, enda telur fjöldi manna hana vera óþarfan millilið i þjóðfé- laginu. Þrýstihópum landbúnaðar og sjávarút- vegs hefur tekizt að grunnmúra það sjónarmið i kennslubókum skólabarna, að fái kaupmaður vöru á átta krónur og selji aftur á tiu krónur, þá „græði” hann tvær krónur. Mikið vatn hefur þvi runnið til sjávar siðan sjálfstæðisbarátta Jóns Sigurðssonar forseta var einkum barátta fyrir verzlun og verzlunarfrelsi. Iðnaðurinn ér hins vegar öskubuskan i hópi vöruframleiðslugreinanna. Eins og verzlunin fær hann að sjálfsögðu ekki styrki, útflutningsupp- bætur og niðurgreiðslur á illseljanlegar vörur eins og landbúnaðurinn fær. Iðnaður og verzlun fá ekki sjálfkrafa fyrir- greiðslu stofnlánasjóða og afurðalánasjóða eins og landbúnaður og sjávarútvegur fá. Sjóðir iðn- aðarins eru of veikburða til að vera sjálfvirkir og verzlunin hefur enga lánasjóði fengið. Þar á ofan eru lánakjör iðnaðarins óhagstæðari en lánakjör annarra vöruframleiðslugreina, og verzlunin þarf að sæta almennum vixlamarkaði. Athyglisvert er, að árum saman hefur fjárfest- ing i iðnaði, að frádregnum fiskiðnaði og álveri, verið minni en fjárfesting i landbúnaði. Sama er að segja um verzlunina. Þessi staðreynd sýnir, hvernig litt arðbærum forréttindagreinum tekst að soga til sin fjármagn og láta það fara i súginn frá þjóðhagslegu sjónar- miði. Eina tækifærið, sem iðnaðurinn fær i hinu flókna fyrirgreiðslukerfi rikisvaldsins, er, þegar \ hann getur tengt hagsmuni sina hagsmunum þrýstihóps byggðastefnunnar. Ef iðnfyrirtæki eru stofnuð i dreifbýlinu, geta þau fengið stofnlán, annars vart eða ekki. Þess vegna einkennist islenzkur iðnaður i of miklum mæli af vanhugsuðum atvinnubótaiðnaði úti á landi, — iðnaði, sem ekki getur staðið undir sér og verður að lifa á byggðastefnunni. Alvöruiðnaður Islendinga býr við fjármagns- svelti og verður að taka þátt i þvi með sjávarút- vegi að halda uppi árlegu milljarðatapi þjóðar- búsins á rekstri landbúnaðar i landinu. Iðnaður og verzlun hafa þvi ekki fengið að þró- ast með eðlilegum hætti hér á landi. Velgengni atvinnugreina fer hér á landi ekki eftir þjóðhags- legu gildi þeirra, heldur eftir tangarhaldi þeirra á alþingismönnum og stjórnvöldum. Þetta er meginmunurinn á islenzku efnahags- lifi og efnahagslifi nágrannaþjóðanna. Ósigur iðnaðar og verzlunar i baráttunni um fyrirgreiðslur og fjármagn er enn bagalegri fyrir þá sök, að hagfræðingar stjórnvalda vita, að þessar greinar verða á næstu áratugum að taka við öllum þorra hins unga fólks, sem kemur úr skólunum og út á vinnumarkaðinn. Alþingi og rikisstjórn komast þess vegna ekki hjá þvi að endurskoða hið gerspillta f jármögnun- ar- og fyrirgreiðslukerfi sitt og koma i staðinn á jafnrétti atvinnuvega. —JK HVAÐ VARÐ UM RAUÐA DANNA? Rauöi Danni I fylkingarbrjústi stúdenta I Parls I mal 1968. Illlllllllll hS.ÍÍSM UMSJÓN: G.P. Vegna réttarhaldanna fyrirhuguðu yfir Baad- er-Meinhof-forkólfunum — sem reyndar hefur nú verið frestað — beindist athygli manna um álf- una til Stuttgart. Hér á siðunni voru sögð deili á sakborning- unum á dögunum og þess getið, hvernig And- rés Baader, annar for-\ kólfanna, sem flokkur- inn dregur nafn sitt af, varð ungur fyrir áhrif- um þeirrar vinstrihreyf- ingar, sem breiddist út meðal stúdenta í Evrópu. Eins og franska stjórnarbylt- ingin brauzt út i Paris og flæddi þaðan síöan út á landsbyggðina og út um flest lönd álfunnar, þannig varð vakning meðal stúd- enta vlða um lönd I kjölfar mai 1968-hreyfingarinnar, eins og stúdentaóeirðirnar I Paris voru kallaðar. Daniel Cohn-Bendit, eins og hann lltur út I dag. A þessum útifundum og mót- mælaaðgerðum stúdenta bar mikið á ungum manni, sem Rauði Danni var nefndur. Réttu nafni hét hann og heitir reyndar enn Daniel Cohn-Bendit. Rauði Danni var á forsiðum blaðanna, sem ljáðu stúdenta- málunum mikið rúm þessa daga. En þessi þýzki stúdent hvarf fljót lega I gleymskunnar hit, eftir að honum hafði verið vlsað úr Frakklandi, þar sem hann hafði lagt stund á nám við Parisarhá- skóla. Hvað varð eiginlega um þennan unga ræöusnilling, sem með fyndni sinni, málsnilld og skipu- lagshæfileikum bauð frönskum yfirvöldum birginn? Edward Behr, dálkahöfundur NEWSWEEK, dró þetta gleymda ungmenni aftur fram í dagsljósið núna nýlega og birti við hann viö- tal. Cohn-Bendit er nú þritugur orðinn, fjölskyldumeðlimur i kommúnu einni 1 Frankfurt, sem rekur bókaverzlun, þar sem helzt eru á boðstólum ýmis fræði og rit marxismans. Hann hafði setzt að I Vestur-Þýzkalandi, heimalandi slnu, eftir að honum var visað úr Frakklandi. Behr byrjaði á þvi að spyrja hann — einmitt I tilefniaf Baader- Meinhof, sem mörgum finnst vera eitt afsprengi mai ’68-hreyf- ingarinnar: „Hafði mai-'68 raunverulega einhver varanleg áhrif og afleið- ingar?” Rauði Danni: „Vissulega hafði hún það. Þetta var andartak, sem sýndi, hvað framtiðin gæti og mundibera iskauti sér. Þetta var einn kafli mannkynssögunnar. Hann leiddi I ljós, hvers fólkið óskaði og hverju það hafnaði. — Menn geta ekki skýrt neitt af þvi, sem markvert hefur skeö siðan I Frakklandi, án þess að rekja sig aftur til mai ’68: Verkföllin i LIP- verksmiðjunum (þegar starfs- menn úraverksmiðjanna tóku þær á sitt vald umleið og þeir ótt- uðust að verksmiðjunum yrði lok- að og þeim sagt upp), skóla- vandamálin, jafnvel þau 49% at- kvæða’, sem Franyois Mitterand (leiðtogi franskra kommúnista) fékk I forsetakosningunum 1974. Mai ’68 ljóstraði upp vandamáli I þjóðfélaginu, sem gaullistar kunnu engin svör við, enda fundu þeir ekki til ábyrgðar gagnvart þeim.” Behr: „En drógu vinstrisinnar ekki lærdóm af þvi, að mai ’68 hjaðnaði alveg niður?” Rauði Danni: „Það var ósigur fyrir þá vinstrisinna, sem gátu einungis dregið vandamálin fram I dagsljósið, en ekki bent á neina lausn á þeim. Raunar kom það lika i ljós, að hugmyndafræði byltingarsinna stendur sums staðar veikum fótum.” Behr: „Segðu okkur þá svona eftir á, hvað mai ’68 snerist raun- verulega um.” Rauði Danni: „Það var tilraun til þess að tjá sig sjálfur, tilraun til sjálfsákvörðunar. Eins konar máti að segja: „Svona viljum við vera, svona viljum við stunda okkar vinnu, lifa og elska.” — I nútimaþjóðfélaginu dynur á okk- ur boðskapurinn. Sjálf leggjum við ekkert til. Við veitum aðeins móttöku. Það þarf söguleg augnablik til þess að brjóta af sér þessa aðgerðaleysishlekki og skapa nýtt ástand. Mai-’68 var einmitt slikt sögulegt augnablik.” Behr: „En sumir segja, að mai 68 hafi liðið undir lok vegna þess að franski kommúnistaflokkurinn vildi hana feiga.” Rauði Danni: „Mai ’68 var árás bæði á auðvaldshyggjuna og á einstrengingslega hugmynda- fræði kommúnista. Við fórum ekki leynt með það, að við vorum jafnákafir I að uppræta efnahags- lega uppbyggingu, sem reist var á gróðasjónarmiðum, og uppræta skrifstofubákn á borð viö það, sem ræður rikjum i Sovétrlkjun- um.” Behr: „Heldurðu að jarðvegur- inn sé frjór fyrir aðra mai ’68 hreyfingu?” Rauði Danni: „Meðal ungs fólks og meðal allra þeirra i Frakklandi, sem tóku þátt I at- buröunum i mai 1968, og áttuðu sig á þvi, hvers virði það var þeim.” Behr: „Finnst þér þó ekki þaö, sem skeð hefur siðan, hafa veriö ungu fólki i haginn?” Rauði Danni: „Það er ég ekki svo viss um. Litum á sigurinn I Vietnam. Það átti sér stað mikil vakning meðal ungs fólks. Mönn- um fannst sannast, að ef manneskjurnar óskuðu sér ein- hvers nógu heitt, þá væri þeim alltkleift. Og um leið, að undirok- un kæmi engu I kring.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.