Tíminn - 19.08.1966, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. ágúst 1966
MINNING
Sigfús Tryggvi Árnason, fyrrum
bóndi á Stöpum á Vatnsnesi, lézt
í sjúkraMsimi á Hvammstanga
15. júlí s. 1. tæplega 87 ára gamall-
Hann fæddist á Stöpum 5. ágúst
1879, einn af bömum hjónanna
Seselíu Jónsdóttur og Árna Jóns
sonar, er þá bjuggu þar, og ólst
hann upp hjá þeim. Ámi faðir
hans lézt 1. okt. 1896, 64 ára að
aldri, en Seselía hélt áfram búskap
á Stöpum, með aðstoð barna sinna
til dánardægurs, 22. ágúst 1906.
Á sumardaginn fyrsta 1904 gekk
Sigfús að eiga Elínu Þorláksdóttur,
á Flatnefsstöðum, Guðmundssonar
og fór hjónavígslan fraim í kirkj
unni á Tjöm á Vatnsnesi. Þann
dag voru einnig gefin saman í
hjónaband þar Bjöm, bróðir Ehn
ar, og Ingibjörg Jónasdóttir frá
Hlíð á Vatnsneesi, síðar ljósmóð
5r á Hvammstanga. — Samvisíar
ár þeirra Sigfúsar og Elínar urðu
58, en Elín' lézt í ágústmánuði
1962. Þau ráku búskap á Stöpum í
um það bil 40 ár, en 1945 seldu
þau jörðina Seseliu Guðmunds
dóttur, systurdóttur Sigfúsar, og
manni hennar, Eðvald Halklórs
syni, sem hafa búið þar síðan. En
heimili þeirra Sigfúsar og Elinar
var á Stöpum til ævilofka. —
Samtovæimt því, seim Páll Kolka
læknir segir í bók sinni, Föður
tún, hefur nú sama ættin búið á
Stöpum í um það bil 230 ár.
Heimili þeirra Sigfúsar og E!ín
ar á Stöpum var alla tíð eitt af
þeim traustustu í sveitinni. Hjá
þeim ólust upp, að verulegu leyti
fjögur börn, skyldmenni þeirra,
tveir piltar og tvær stúlkur. Það,
sem einkum einkenndi búrekstijr
og heimilishald þeirra Stapa'njóna
var frábær snyrtimennsika og reglu
semí .Þar var öll umigengni, jafnt
utan bæjar sem innan, svo góð
sem verða má. Jörðin vel setin og
umbætur gerðar, og búpeningur
vel með farinn, svo að hann skil
aði gqðum arði. Sigfús var hag
leiksmaður og vann sjálfur að
byggingum og smíðum fyrir heim
ili sitt.
Sigfús á Stöpum var glaðlynd
ur og j'afnlyndur, toom vel fram
við alla menn og naut því vin
sælda hjá samferðamönnunum.
Langan starfsdag notaði hann vel
og sáttur við alla kvaddi hann
þennan heim. Hann var því ágæt
lega að heiman búinn til ferðar,
þegar ferjumaðurinn kom að vitja
hans.
Útför Sigfúsar heitins fór fram
föstudaginn 22. júlí að viðstöddu
mörgu fólki. Hann var jarðaður
í heimagrafreit á Stöpum, við biið
konu sinnar. Sk. G.
Uppboð
það, sem auglýst var í 41., 42. og 43. tbl. Lögbirt-
ingablaðsins 1966 á 3ja herbergja kjallaraíbúð
í húseigninni nr. 1 við Hamrahlíð, hér í borg, eign
Valdimars Ólafssonar og Ástu Ksrlsdóttur, til slita
á sameigninni, fer fram í eigninni sjálfri þriðju-
daginn 23. ágúst 1966, kl. 3 síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
AIRAM
úrvals finnskai
RAFHLÖÐUB
stál og plast tyrir vasaljós
og transistortæki.
Heítdsölubirgðir:
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS
Skólavörðustíg 3 — Sími t/976 — 76
TÍMINN
7
GRÓÐUR OG GARÐAR
í SLÉTTUHLÍÐ
KOMIÐ
Hálfdán á Felli. heldur enn
velli —
aldir þá líði og grasið gröf
prýði. —
Greiddi lýð götu, „það skripl-
við satan
þrúðgur og siægur, þjósagna-
frægur. —
Greiddi lýð götu, „það skripl-
aði á skötu“.
Að Odda og Felli skrattinn
hlaut skelli!
Kom í kraftbögu Kolbeinn við
sögu.—
Já, fornar kyngisögur koma
í hugann þegar ekið er ut
Sléttuhlið. Vagninn stanzar við
Glæsibæ, gegnt Málmey. Bát-
ar standa á Lónsmöl, en nú var
akki fært út í eyna. Hún kvað
vera vafin í grasi og fuglarik
oijög. Pétur bóndi og vitavörð
ar sýndi mér Málmeyjarhvann
ir í blómagarðinum í Glæsi
bæ og þetta eru risahvannir
allt að 2 metrar á hæð. Storma
samt mun vera í Sléttuhlíð og
lítil garðrækt. Lágvaxin blóm
eru vænlegust til þrifa, það
sýnir garðurinn í Glæsibæ, og
eflaust má rækta kál, salat
og spínat með góðum árangri
í skjóli.
Fellið hefur fyrrum verið
skógi vaxið. Enn sjást birki-
hríslur á stangli í Fellinu og
þar eru berjalyng og fjall-
drapabrekkur sjávarmegin.
Skagafjörður er talinn skóg-
laust hérað. Skógur er löngu
eyddur í beztu sveitunum, en
í snjóþungri Sléttuhlíðinni
sjást enn leifar, allt frá Skál-
á og inn alla austurhlíð
Hrolleifsdals. Einnig í hólum
ofan við Glæsibæ, í Höfðahól-
um og í árgilinu ofan við
Höfða. Nokkurt kjarr er og
í Hagafjalli við Ljótustaði upp
af Hofi á Höfðaströnd. (Hafns
skógur heitir einn á berum
holtunum norðaustur af Hofs
ósi, og Kappastaðaskógur aust
ur af Kappastaðavatni, þótt nú
sé þar skóglaust). Skógarhlíð
heitir upp af Skálá og sjást
þar enn birkirunnar. Austur
hlíð Hrolleifsdals er miklu
gróskumeiri, ‘en vesturhlíðin.
Austurhlíðin blasir við sól og
verður eflaust oft heitt þar í
brekkunum. Raki er nægur og
snjór hlífir jafnaðarlega á
vetrum. Birkileifarnar vaxa er
fjær dregur bæjunum. Stærsti
lundurinn, 1—3 m. hár, stendur
austanmegin, gegnt Geirmund
arhólum, og litlu utar eru fagr
ar kjarrbrekkur og berjaland
mikið.
Síðustu bæirnir inni á daln
um, Geirmundarhóll og Kráku
staðir, fóru í eyði um 1900,
svo vetrarbeit mun þarna lítil
en bældar eru bjarkirnar af
snjóþyngslum. Hrollleifsdal.
ur er óvenju einiríkur, austan
megin. Myndar einirinn viða
stóra brúska og fagrar breið
ur. Hríslurnar hafa fyrst vax
ið ofurlítið í hæðina, en síð
an breiðst út til allra hliða
— langflestar. En nokkrar rétta
meira úr sér, einkum ef þær
hafa náð að vaxa upp með
stórum steinum og halla sér'
upp að þeim. Aðrar breiða úr
sér út yfir steina og njóta
sjálfsagt yls af grjótinu í sól-
skini. Eru allmargar einihrísl
ur um 1 m. á hæð eða lengd,
kringum einiberjarunn". Fjall-
drapi er sumsstaðar furðu upp
réttur á dalnum og þar vaxa í
hliðinni flækjur af lyngjafna
og brúskar af skollakambi, en
sóldöggin veiðir smáflugur í
mýrunum fyrir neðan.
Á strönd Kappastaðavatns
lágu hrannnir af hnöttóttum blá
grænum þörungum, sem vatns
augu kallast, en meðfram bökk
unum vaxa alurt, efjujurt,
kattajurt, skriðdepla o. fl. eins
og í smátjörnum við Tjarnir og
Glæsibæ — og hjartafífiU í
Höfðaárgili. Þistill hefur num
Framhald á bls. 12.
þvermál stofna um 4 cm og
ummál 8—12 cm. Stærsta eini
hríslan, sem ég sá, mældist
173 cm og teygði sig upp
með kletti. Stofninn var hálf
vaxinn, 11,5 cm á breidd og
28,5 cm að ummáli. Einir vex
hægt og getur þessi hrísla vel
verið aldargömul. Fyrrum var
einir m. a. notaður til að reykja
við hangikjöt.
Erlendis getur einir orðið
allmikið tré, eða stór runni,
sbr. vísuna „Göngum við í
Einir
Þörfbók
Það er ævalangt síðan menn
fóru að festa í rím, færa í ljóð,
það sem þeir þurftu eða vildu
mima, og tiltækt skyldi vera þeg
ar á þurfti að halda. Um það bera
hinar elztu bókmenntir okkar
vítni.
Enn er þetta í sama gildi. Það er
hægara að muna ljóð en laust
mál. Unglingum hefur líka verið
kennt margt með því að færa það
í bundið mál, eins og sálrnar, vers
og allskonar vísur sanna.
Þó fyrr hafi verið reynt að búa
námsefni í ljóð, 'hefur enginn gert
það af slíkum áhuga eða með eins
miklum árangri og Einar Bogason
frá Hringsdal. Hann hefur starfað
að toennslumálum um langan tíma,
og við það sannfærst um, að börn
og unglingar muna betur bundið
mál en laust. Er þar sama hvort
efnið er í sjálfu sér létt eða þungt.
Einar Bogason hefur af áhuga
og alúð samið kennslubækur í
ljóðaformi. Það eru handbær kver
snyrtileg að útliti, eins og höfund
ar er von og vísa.
Tvímælalaust er, að þeir sem
læra þessi ljóðakver eiga þar með
haldgóðar reglur í huga sér, til
tætoar þegar á þarf að halda. Sér
útgefnu ljóð Eínars eru Stærð
fræðileg formúluljóð, Landafræði
legar núnnisvísur og Stafsetntagar
ljóð. íslenzk stafsetning er all
erfið, og er því gott að hafa víspr
til að minna sig á. í Stafsetningar
ljóðunum kennir margra grasa og
síkemmtilegra í 50 vísum, með fjöl
mörgum skýringardæmum, svo
hvað bindur annað.
Nú eru skólarnír að visu ekki
starfandi í bili, en námið verður
stöðugt að halda áfram. Eg vil
eindregið hvetja allt ungt fólk
á lærdómsbraut, að nota sumar
frfið, meðan tími er til, og kynna
sér bækur Einars Bogasonar, og
læra vísumar, hetoit allar. Sá lær
dómur myndi bera góðan ávöxt.
bæði í sfcóla og sfðar þegar á þyrftí
að halda.
Baskurnar fást í bókaverzlunum.
Eiríkur Einarsson.