Tíminn - 19.08.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.08.1966, Blaðsíða 14
il4 TlMINN FÖSTUDAGUR 19. ágúst 19CI WILLYS '47 tll sölu. Bíllinn er meS góSrí vél nýjum gýrkassa, nýjum vatns kassa, framdrifslokum, á góðum dekkjum, gaangverk gott, en hús ið lélegt. Tilvaliö fyrir menn sem eiga Willys að eignast góða vara hluti., eða gera bílinn upp. Verð: 20.000 Er til sýnis á Lindargötu 9a alla virka daga. HEIMUR í HNOTSKURN Framhald at hls 2 rænu utanríkisráðuneytanna, og 22. ágúst munu fastafulltrú ar Norðurlanda hfá SÞ halda fund með sér. Loks verður mál ið rætt ítarlega á fundi utanrík isráðherra Norðurlanda 23.— 25. ágúst. Jóhanna V frá Beira NTB—Beira. Gríska olíuflutningaskipið Jóhanna V, sem reyndi að brjóta olíubannið á Rhodesíu í , marz s.l.. fór í dag frá Beira í Mozambique, líklega til Dur ban í S-Afríku. Súkarnó anrlmælt kröftuglega NTB—D'jakarta. Fimm hreyfingar Múhamm- eðstrúarmanna fordæmdu harð lega í dag afstöðu Súkarnós til Malaysíu. og kröfðust þess, að embætti þau sem Súkarnó gegn ir, verði af honum tekin og kváðust ekki viðurkenna hann lengur sem þjóðhöfðingja. BlÖð í Indónesíu hafa einnig for- dæmt Súkarnó fvrir ræðu hans í gær þar sem hann sagði, að st.iórnmálasamband yrði ekki tekið upp við Malaysíu fyrr en kosningar hefðu verið haldnar í Sabah og Sarawak. Norrænt frímerki NTB—Stokkhólmi Sænski arkitektinn Sven Áke hefur sigrað í samkeppni um nýtt, norrænt frimerki, sem gefa á út 1969. Fyrirmynd hans er fengin af gamalli mynt. * er fannst í fornum rústum og sýnir fimm skip. Nöfn Norður landanna fimm verða á frímerk inu. Flugmálastjórar ræða umsókn Loftleiða NTB—Osló. Flugmálastjórar Skandinavíu ríkjana komu til fundar í Osló í dag, og er búizt við því, að aðalmálið á fundinum verði beiðni Loftleiða um að fá að nota stóru vélar sínar á leið- inni ísland—Skandinavía. Við- ræður við Loftleiðir hefjast í Khöfn 25. ágúst. Norræn lögfræðinga- ráðstefna NTB—Osló. Um 950 lögfræðingar frá Norðurlöndunum fimm koma saman til ráðstefnu í Stokk- hólmi 31. ágúst til 2. sept. n.k. og ræða um „Helgi einkalífsins og fjölmiðlunartækin". Blaðafulltrúar á norrænum fundi NTB—Bergen. Blaðafulltrúar norrænu utan ríkisráðuneytanna munu koma til fundar í Bergen fyrstu vik- una i október. Þeir munu m.a. ræða um heimssýningUna í Montreal. LIKFUNDUR Framhald at bls 1 væri saknað þar í borg. Því hefði nors'ka lögreglan snúið sér til þeírr ar íslenzku og beðið hana að að- stoða sig í máiinu. Sá háttur er hafður á íslenzkur hótelum, að Norðurlandabúar út- fylla sérstök eyðublöð, ef beir gista á hótelunum og því leitaði lögreglan til Hótels Loftleiða og fundu þar eyðublað fyrir Anders Karlsson, fæddan 2. 2. 1948, Jön köping, Svíþjóð. Ilafði þessi maður gist á hótelinu nóttina milli 14 og 15 júlí s. 1. Enginn á Loftleiöa hótelinu man eftir þessum manni. Rannsóknarlögreglan leitaði því næst til fiugfélaganna, Loftleiða, Flugfélags íslands og Pan Ameri- can og spurði þessi flugfélög hvort ^ðalfundur FUF í ^'spafirði Félag ungra Framsóknarmanna heldur aðalfund sinn á Sauðárkréki 20. ágúst n.k. kl. 6 síðdegis. Venju leg aðalfundarstörf. Kosning full trúa á kjördæmisþing. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vnl og stundvislega og taka með sér nýja félaga. Þökkum hjartanlega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, Sigríðar Sigurbjargar Þorsteinsdóttur Njálsgötu 92. Hermann G Hermannsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim, sem þátt tóku I leítlnni að Sigurði Theódórssyni sem hvarf aðfaranótt 24. júlí s. I. á Barðaströnd og konum þeim, sem velttu leitarmönnum beina i Birkimel. Aðstandendur. Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu mér vinsemd og samúð, vegna fráfalls eiginmanns míns, Einars B. Kristjánssonar húsasmíðameistara Guðrún Guðlaugsdóttir. maður með nafninu Anders Karls son hefði tekið eér far á tímabil inu 15. júlí til mánaðanmóta júlí — ágúst með vélum flugfélaganna. Nafn þessa manns fannst hvergi á farþegalistum félaganna. Einnig leitaði rannsóknarlögregl an til skipafélaganna, Eimskipa félags fslands, Sameinaða Gufu- skípafélagsins og Ríkisskip. Þar fannst ekki heldur nafn neins far þega með þessu nafni. Stendur því íslenzka rannsókn arlögreglan uppi jafn ráðþrota bg starfsbræður þeirra í Noregi. Rann sóknarlögreglan beinir þeim til mælum til almennings, að viti þeir eítthvað um þennan mann, skuli þeir láta tafarlaust vita. Magnús kvað íslenzku ranns.ykn arlögregluna ekkert geta gert meira í málinu og væri það af greitt af þeirra hálfu. Hann kvað málið í hæsta máta dularfullt og spurði norgku lögregluna sérstak lega hvort maðurinn hefði verið myrtur en fékk það svar að ekki væri unnt að sjá á líkinu neina áverka sökum þess hve líkið væri illa farið. Ekki virðist um rán morð að ræða, þar sem 1000 krón ur norskar fundust á líkinu. SUZIE WONG Framhald á bls. 14. Er þeir höfðu þrýst ótal hendur, tekið á móti blómum og hamingju óskum, gáfu þeir sér tíma til að spjalla nokkur orð við blaðamenn og segja þeim ferðasöguna í stór um dráttum. — Við lögðum af stað 3. þ.m. og var ætlunin að koma til Vest- mannaeyja sem fyrst og vera á þjóðhátíðinni. Strax fyrsta dag- inn urðum við fyrir smáóhappi rétt utan við Garðskaga, það voru 7—8 vindstig og mikill sjógangur og við héldum, að vatn hefði kom izt í mótorinn. Við ætluðUm því að komast að landi og fór Haf- steinn í sjóinn með 200 m langan vað og reyndi að ná landi, en það reyndist ókleift vegna roks. Þá var ekki um annað að ræða en gera við þetta sjálfir og við köstuðum út stjóra til að fá var. Það kom um síðir upp úr kafinu að mótor inn var alveg skraufþurr. Þá upp straumrofa, og það tók yaðteinno götvuðum við sambandsleysi á straumrofa og það tók okkur ekki nema 5 mínútur að gera við það, en þessi bilun hafði tafið okkur um 3 tíma alls. Við héldum sem leið lá til Sandgerðis að viðgérð lokinni, þar þágum við góðan beina og gistum um nóttina. Við lögðum ekki af stað fyrr en kl. 3 næsta dag skelltum okkur út í Reykjanesröstina og héldum til Þorlákshafnar. Næsti viðkomu- staðurinn var Vestmannaeyjar, og þar vorum við í þrjá daga og skemmtum okkur vel á þjóðhátíð inni, en þó spillti ferðahugurinn skemmtuninni nokkuð. 1 Vestmannaeyjum tókum við 300 lítra af benzíni og kl. 2 á þriðjudag lögðum við af stað aft ur og sigldum 15 tíma í strik- lotu, alveg til kl. 5 um morgun- ínn. Það var kolsvartamyrkur um nóttina, og við þurftum að standa uppi í bátnum til þess að sjá eitt hvað. Engin ljós voru á bátnum og við urðum að halda okkur rétt utan við brimgarðinn. Næsti við- komustaður var Höfn í Hornafirði. þar hvíldum við okkur í heilan sól arhring og lögðum af stað þaðan í ágætisveðri kl. 5 næsta morgun ætluðum til Djúpavogs, en af því að veðrið var svo ákjósaníegt, breyttum við útaf þeirri áætlun komum beint til Stöðvarfjarðar. þar sem við fengum okkur hress ingu og ætluðum svo beint til Nes kaupstaðar og gista þar. Austur undan Gerpi lentum við í norð- austan roki og stórsjó, og þetta varð versti kaflinn á ferð okkar. Austfjarðafjöllin eru nú ekki nein smásmíði, en við grilltum alls ekik í þau niðri í öldudölunum. Rafgeymirinn var skorðaður niður en hann slitnaði upp og þeyttist aftur í bát. Við höfðum með okk ur hitakönnur, og þær moluðust mjölinu smærra. Við sigldum ekki á meira en 2—3 mílna hraða vegna veðurofsans, en komumst samt heilu og höldnu til Neskaup staðar seint um daginn. Skömmu eftir að víð tókum par land, lægði veðurofsann, og héld um við því beint til Seyðisfjarðar og þar höfðum við næturstað. Það an var farið næsta dag og siglt i 17 tfcna beint til Raufarhafnar. Reyndar höfðu vanir sjómenn á Neskaupstað sagt okkur, að það væri ekki firæðilegur mögule'ki fyrir því að við kæmumst fyrir Langanesið, við gætum fullt eins farið niður í höfnina og sökkt okk ur með steinum. En við komumst nú samt. Á Raufarfhöfn fengum við höfðinglegar móttökur eins og fyrri daginn. Meira að segja var okkur boðið heilt hús til afnota. Frá Raufarhöfn fórum við svo kl. 3 næsta dag eftir að hafa hvílt ofckur vel, næst komum við til Húsavíkur og þar urðum við fyrlr smá rafmagnsbilun, en gátum gert við það á skömmum tíma. Næsti dagur var sá beztl í allri ferðinni. Þá fórum við 140 sjómílur til ísa fjarðar á sléttum fimm klukku stundum. Geri aðrir betur! Næstu nótt gistum við á Patreksfirði, og okkur skotgekk yfir Breiðafjörð inn, gistum á Hellnum í nótt og lögðum af stað kl. 10 í morgun austur með sunnan verðu Snæ fellsnesi og til Akraness komum við kl. 3 í dag og dvöldum þar fram eftir degi. 15 mínútum fyrir átta lögðum við svo af stað þaðan og ferðin hingað tók sem sagt. hálftíma. — Þetta var stóiikostleg ferð í alla staði, hreinasta ævintýri, skemmtilegt en að vísu erfitt. Það minnisstæðasta verður okkur áreið anlega hversu óskaplega vel alls staðar var tekið á móti okkur og við kunnum öllum beztu þakkir, sem greiddu götu okkar. Að lokum sagði Hafsteinn: Eg held að við höfum sett eitt met í þessari ferð. Við sigldum eftir vegakorti allan tímann. Að vísu höfðum víð með okkur sjókort, en hitt var miklu betra og handhæg ara. sportfatnaður i MIKLU ÚRVALI E L F U R Laugavegi 38, SkólavörSustig 13, Snorrabraut 38. FRÍ MERKI Fyrir hvert íslenzkt fn merki. sem þéT seodið mér fáið Dér 3 erlend Sendið minr.st 30 stk JÓN AGNARS P.O. Box 965, Reykjavík. LátiS okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina Fylg- izt vel með bifreiðinni. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32, simi 13100. SKÓR- INNLEGG Smíða Orthop-skó og inn- legg eftir máli. Hef einnig tilbúna barnaskó, með og án innleggs. Davíð GarSarsson, Orthop-skósmiður, Bergstaðastræti 48, Sími 18893. 'RULOFUNAR RINGIR 'amtmannsstig 2 Halldór Krístinsson, gullsmiður — Síml 16979. Klæðningar Tökum að okkur kiæðning ar og viðgerðir á tréverki á bólstruðum húsgögnum. Gerum einnig tilboð i við- haid og endurnýjun á sæt- um í kvikmyndahúsum, fé- lagsheimilum áætlunarbif- reiðum og öðrum bifreið- um í Revkjavík og nær- sveitum. Húsgagnavinnustofa Qíarna og Samúels, Efstasundi 21, Reykjavfk sfmi 33-6-13. PÚSSNINGAR- SANDUR VIKURPLÖTUR Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningasandi, heim- fluttan og blásinn <nn. Þurrkaðar vikurplötur oa einangrunarplast. Sandsalan við Eliiðavog st Elliðavogi 115, sími 30120

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.