Tíminn - 19.08.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 19. ágúst 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkv'œmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
ljsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj skrifstofur i Eddu-
húsiiiu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7. Af
greiSslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 ASrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — I
Iausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Er hægt að aka á
Morgunblaðs-leiðuram?
Það má sjá á Morgunblaðinu þessa daga, að forustu-
möimum ríkisstjórnarinnar er það ljóst, að þjóðin telur
það lítinn fagnaðarboðskap, sem settur var fram í leið-
ara Morgunblaðsins 12. júlí s.l. um „nýtt tímabil í vega-
framkvæmdum” með þessum einföldu orðum:
„Það er hins vegar ljóst, að meðan hinar miklu fram-
kvæmdir við Búrfell og í Straumsvík standa yfir, verður
erfitt af efnahagslegum ástæðum, og einnig vinnuafls
vegna að hefja slíkar framkvæmdir, (þ.e. varanlega vega-
gerð), en sjálfsagt er að hefja nú þegar undirbúning að
því, að þær geti hafizt jafnskjótt og þessum stórfram-
kvæmdum lýkur að þremur árum liðnum".
Ýmsir kynnu að halda, að hér hefði aðeins verið um
glappaskot að ræða hjá Morgunblaðinu, er það boðaði
„hið nýja tímabil í vegaframkvæmdum“ íslendinga á
þennan hátt með því að lýsa svo hiklaust yfir, að vega-
gerðin skyldi skilyrðislaust víkja fyrir erlendum stór-
framkvæmdum í landinu, og þau stórvirku tæki, sem
þjóðin á eftir gerð Keflavikurvegarins látin standa í þrjú
ár að minnsta kosti, meðan beðið væri þess, að útlending-
ar lykju sér af. En Mbl. var hér aðeins að túlka stefnu
Sjálfstæðisflokksins, sem Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra hafði m,a. sett skilmerkilega fram í ræðu um fram-
kvæmdamálin á Alþingi 27. apríl í vor. Þar segir hann,
að ekki verði unnt að vinna teljandi að meiri háttar vega-
byggingu og segir síðan um það:
„Ástæðurnar fyrir þessu eru tvær. Annars vegar gera
hiuar miklu framkvæmdir í landinu yfirleitt það að
verkum, að óráðlegt er að byrja nú á nýjum meiri háttar
vegaframkvæmdum. Hins vegar skortir að mestu fjár-
hagsgrundvöll til byggingar hraðbrauta, þar sem teljandi
fé er ekki ætlað til þeirra á vegaáætlun. Meðan svo er,
geta hraðbrautirnar ekki staðið undir lánsfé, jafnvel þótt
það væri tiltækt“.
í þessum orðum fjármálaráðherra er skýlaus yfirlýsing j
um það, að hinar brýnu vegaframkvæmdir, sem íslend-
ingar bíða eftir og eru nú flestu öðru nauðsynlegri, skuli
sitja á hakanum. Það er mat ríkistjórnarinnar.
Hins vegar er nú svó komið, að Morgunblaðið rembist
sem rjúpa við staur við að reyna að breiða yfir þessa
staðreynd með því að skrifa leiðara eftir leiðara um það,
hve vegirnir hafi batnað mikið síðustu ár, hve miklar
framkvæmdir séu nú í vegamálum og miklu fé til þeirra
kostað.
Samt Kemst Morgunblaðið ekki hjá því að játa í hví-
líkt óefni er komið, og við blasir með yfirlýsingunni um
hið nýja þriggja ára stöðvunartímabil hér á landi í varan-
legri vegagerð, en segir, að málið sé nú í athugun hjá
ríkisstjórninni og „jákvæðrar“ niðurstöðu að vænta hið
fyrsta. Hver þessi niðurstaða verður, veit enginn, en vafa-
laust hættir ríkisstjórnin ekki að hafa hið flakandi vega-
kerfi landsins einn stærsta skattstofn landsins.
En meðan vegirnir tætast sundur, stóru vegagerðar-
tækin standa ónotuð, ríkisstjórnin lýsir yfir þriggja ára
stöðvun í varanlegri vegagerð og kreistir fé úr ónýtu
vegakerfi í ríkiseyðsluna, heldur Mbl. áfram að birta
leiðara eins og*í gær um „miklar framkvæmdir í vega-
gerð”, rétt eins og stjórnin haldi, að landsfólkið geti ek
ið á vegagerðarleiðurum Mbl. Um aðra varanlega vega-
gerð er ekki að ræða á þeim bæ.
_ TJMINN s
Framferði Afríkumanna vekur
furðu í augum manna út í frá
Leiðtocjum nýfrjálsu ríkjanna veitist erfitt að samræma fornar erfða-
venjur arfi nýlendustjórnanna. — Bilið milli lífskjara í borgum og,
sveitum breikkar.
UNDANGENGNA 13 mánuði
hafa verið gerðar byltingar í
Alsír, Sudan, Gongo, Dahomey
Mið-Afríku-lýðveldinu, Efri-
Volta, Nígeríu, Ghana og Ug-
anda. Þessi ríki ná til fjórð
ungs hinna frjálsu þjóða í
Afríku. Átta forsetum og ein-
um forsætisráðherra hefir ver
ið viikið frá völdum, ásatnt
stjórnum þeirra. Her hefur stað
ið að öilum uppreisnunum
nema tveimur. Borgaralegir
leiðtogar steyptu hernaðar-
stj óm Abbouds hersihöfðingja
í Súdan, en nutu að vísu nokk
urrar aðstoðar hersins. Gripið
var til hernaðaraðgerða í Ug-
anda til að kveða Kabaka niður,
en borgaraleg stjórn Obot.es for
seta stóð fyrir þeirri fram-
kvæmd.
Þeir, sem með atburðum fylgj
ast, bæði í austri og vestri, eru
furðu slagnir yfir þessum sí
feldu byltingum Afríkumanna.
Margir hafa ályktað sem svo,
að meginlandið væri orðin önn
ur Suður-Ameríika og ekki við
bjargandi. Vestrænir menn
haga stefnu sinni stöðugt á
annan veg en vera ætti vegna
misskilnings. Leiðtogum kornm-
únistaríkjanna kemur afar illa
að byltingarmenn í Afríku við
bafa hvorki afðerðir marxista
né stefna að markmiðum komm
únista. Deilur Kínverja og
Sovétmanna valda þvi, að
stefna kommúnista í
milliríkjaimálum verður jafn
áhrifalítil £ Afríku og stefna
vestrænna manna.
Leiðtogar vestrænna og aust-
rænna manna, hvort sem þeir
eru Bandaríkjamenn, Evrópu
•menn eða Kínverjar, skilja ekki
atburðina í Afríku vegna þess,
að þeír ganga um of út frá
sjálfum sór i hugsun sinni. Enn
er ósjálfrátt litið á Afríku sem
heimkynni svartra. villtr-i, dul
arfullra manna, sem stancia
fjarri veruleika tuttugustu ald
arinnar- Enn hamla fjötrar van
þekkingar, skröksagna og sekt
arvitundar og áhrif þeirra
magnast vegna þess, að mglað
er saman tæknilegri vanþróun
og getuleysi. Mönnum hættir
til að yppta öxlum þegar fréttist
um nýja uppreisn í Afríku, eins
oig þeir vilji segja-: „Við hverju
er að búast af þessum viUlmönn
um“? Háski slíkrar afstöðu ligg
ur í augurn uppí, jafn nauðsyn
leg og samábyrgð er í heimi
okkar.
VIÐ ættum að gera okkur
•grein fyrir, að frelsisbyltingar
í Afr' ru undangenginn áratug
eru hiuti af andsvarinu við
evrópskri útþenslu síðast liðin
500 ár. Á þessum fimm öldum
lögðu Evrópumenn undir sía
Ameríku, Ástralíu og Suður-
Afríku og settust þar að. Indí
ánarnir í Ameríku og frum-
bygigjar Ástralíu og Suður-
Áfríku liðu undir lok sem veru
legar þjóðfélagsheildir, en
Afríkubúar varðveittu sam-
heldni sína. Þrælaverzlunin
gróf oft undan samfélögum
þeirra, landið var tekið af þeim
og Erópumenn settu þeim
stjórnir, en þeir varðveittu eigi
að síður listir sínar að mestu,
trú sína og hefðbundin stjórn
mál. Þeir gátu því lært af
innrásarmönnunum, lagað sig
eftir nýjum háttum þeirra og
tileinkað sér það af menningu
þeirra, sem nytsamlegt vircist.
En Afríkumönnum var ekki
leyft að ástunda hina nýju
menningu þar sem Evrópu-
menn settust að, eða
undir nýlendustjórn. Smátt og
smátt kom að því, að Afriku-
menn neituðu að sætta sig við
takmarkanir hinna ervópsku
reglna, alveg eins og Suður-
Ameríkumenn og Asíubúar, og
flóð hins evrópska valds tók að
fjara út.
Þannig lítur þetta tímabil
mannkynssögunnar út þegar
á það er litið frá sjónarhoti á
meginlandi Afríku. Þarna er
ekki um að ræða neina ögnun
gegn evró.pskri menningu, held
ur aðeins afneitun þess, að hún
eigi að umvefja heiminn, hvort
sem hana ber að í vestrænni
eða rússneskri mynd. Þetta
viðhorf veldur samúð og sam-
stöðu með öðrum þjóðum, sem
virðast vera að berjast við að
verja sína eigin menningu fynr
drottnandi áhrifum Evrópu
manna og ' Bandaríkjamanna,
hvort sem heimkynni þeirra eru
í Asíu, Suður- eða Mið-Ameríku
Kúpu, Dominikanska lýðvetd
inu Vietnam eða jafnvel Missi
sippi. Og Kínverjar hefðu getað
notfært sér þessa tilfinningu
ef þeir hefðu ekki látið of
bersýnilega stjórnast af sinni
eigin heimsvaldastefnu.
ÞRÁTT fyrir þetta höfnuðu
Afríkumenn ekki öllu, sem Evr
ópa hafði lagt að mörkum, þeg
ar þeir vörpuðu af sér nýlendu-
okinu og gengu til liðs við upp
reisnina gegn vfirdrottnun Evr
ópumanna. Þeir hafa vissuléga
hafnað skröksögum Evrópu
manna uim meginiand
Afríku, söguskort og
villimennsku þjóðanna
þar og einangrun frá umheim-
inum. Afríkumenn vita til
dæmis, að þeir áttu skipti við
Araba og Asíubúa yfir Ind-
landshaf og Sahara-eyðimörkina
meðan Evrópumenn héldu sig
enn að mestu innan sinna eig-
in landamæra. Þeir vita og, að
meðan miðaldarökkur grúfði
enn að mestu yfir Evrópu stóðu
sum afríkönsku þjóðfélögin ná
lega jafn framarlega og ítölsku
borgríkin og tóku flestum svæð
um Evrópu langt fram að
menningu. Þeir vita ennfrem
ur, að þrælaverzlun Evrópu
manna eyðilagði þessi þjóðfélög
og kom í veg fyrir möguleika
þeirra til framþróunar til jafns
við þjóðfélög Evrópu, og
heimsveldistíminn fylgdi þeg
ar í kjölfar þrælaverzlunarinn
ar.
Þegar Afríkumenn taka að
erfðum völd og ábyrgð ný-
lendustjórnanna og fara að efla
sín eigin þjóðfélög, þurfa þeir
því að rækja bæði evrópskar
og afríkanskar erfðir. Listir
Afríkumanna, fjölskyldutengsl
og trúarbrögð hafa þróast að
eigin vild meðan á yfirdrottnun
Evrópumanna stóð og eru snar
ir þættir í uppbyggingunni eft
ir að frelsið er fengið.
Evrópumenn skildu við meg
inlandið hlutað í aðskilin ríki,
sem mynduð voru einungis út
frá evrópskum hagsmunum,
gjarnast án fillits til ættbálka
þjóðfélaga, landfræðilegs eða
efnahagslegs samhengis Afr-
íku. Þeir höfðu innleitt ný
trúarbrögð, nýjan eignarrétt á
landi, nýja menningarháttu,
nýja tækni, ný viðhorf milli at
vinnurekenda og verkamanna
og nýjar stjórnarstofnanir. Ilin
ir nýju stjórendur Afríku verða
svo að leitast við að sam-
ræma þessa tvo gagnstæðu á-
hrifavalda.
Engan þarf því að undra þó
að þessi viðleitni hafi haft í
för með sér ókyrrð og upp-
reisnir. Enginn skyldi halda,
að stjórnarbyltingarnar á s. 1.
ári eigi sér allar sameiginlegar,
staðbundnar orsakir. Mobutu
hershöfðingi í Congo og Soglo
hershöfðingi í Dahomey gripu
í taumana til þess að koma í
veg fyrir að stríðandi stjórn-
málaleiðtogar sundruðu ríkj
unum. Allsherjarverkfall í
Efri-Volta varð Yameogo for-
seta að falli. Stjórnmálamenn í
Sudan steyptu Abboud forseta
af stóli af því að honum hafði
ekki tekizt að binda enda á
borgarastyrjöld milli sunn-
lendinga og norðlendinga. Spill
ing og otun ættartota meðal
ráðandi stjórnmálamanna í Mið
Afríku-lýðveldinu, Nígeríu og
Efri-Volta ullu almennri ó-
ánægju. Herinn var eina skipu
lega aflið, sem fært var um að
láta þessa óánægju í ljós í
verki. Hið sama átti að sumu
leyti við í Ghana, þó að svo
virðist sem sumir hlutar hers
ins þar hafi hafizt handa vegna
ótta um stöðu sína í ríkinu.
ENDA þótt orsakir upp-
reisnanna séu breytilegar eiga
þær allar rætur að rekja til
skyldra erfiðleika. Sérhver
stjórn í nýfrjálsu ríki verður
að leitast við að mynda afrík
anskt ríkiskerfi og í þeirri við
leitni verður að názt samræmi
milli afríkanskra erfðavenja og
uppfyllingar þjóðfélagsþarfa a
tuttugustu öld. Leiðtogar í Afr
íku hafa talið sig knúða til að
varðveita landamæri nýlendn-
anna, enda þótt að þau deili
aneginlandinu í ónáttúrlegar
stjórnmálaheildir, en þeir hafa
reynt að láta afríkanskar erfða
venjur í stjórnmálum full-
nægja stjórnarþörfum.
Einsflokks-kerfi hefir verið jjj
algengasta aðferðín. Þetta kann &
fremur að lýsa þeirri almennu ®
afríkönsku venju að „leita |
anda samkundunnar" fremur R
en að beita rökfræði þingræðis 1
til að uppfylla þarfir nútíma »
stjórnar. Þetía kann og að reyn ö
ast ómetanleg hvatning til efna 0
hagsafreka. En það veitir leið- s
toguim floWcs og stjórnar freíst ú
andi tækifæri til að raka að
Framhald á bls 12. g