Vísir


Vísir - 10.06.1975, Qupperneq 4

Vísir - 10.06.1975, Qupperneq 4
4 Vísir. Þriöjudagur 10. júni 1975 KATHREIN Gigum fyririiggjandi allar geröir sjónvarpsloftneta, koax kapal og annaö loftnetsefni og loftnetsmagnara fyrir fjöl- býlishús. rc/i Sjónvarpslampar og myndlampar fyrir amerfsk sjón- varpstæki fyrirliggjandi. Georg Ámundason & Co. Suöurlandsbraut 10 simi 81180. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir janúar, febrúar og marz 1975, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áfölln- um dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunn- ar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik 5. júni 1975. Sigurjón Sigurðsson. Iðnfyrirtœki Af sérstökum ástæðum er litið, vel þekkt húsgagnafyrirtæki í fullum rekstri til sölu. Miklir tekjumöguleikar fyrir 2-3 sam- henta menn. Tilboð merkt ,,5284” sendist dagbl. Visi fyrir 17. júni. Nauðungaruppboð annaö og siöasta sem auglýst var I 45., 46. og 48. tbi. Lög- birtingablaös 1974 á Fáfnisnesi 10, talinni eign Jóns Gunnars Sæmundssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands á eigninni sjálfri, fimmtudag 12. júnl 1975 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var 162., 64. og 66. tbl. Lögbirtingablaös 1974 á hluta I Æsufeili 2, talinni eign Páima Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk og Hilmars Ingimundarsonar hrl. á eigninni sjálfri, fimmtudag 12. júnl 1975 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. VEIZTU ALLT UM KYNLÍFIÐ? Hvert getur þú leitað, ef þú þarft að fræðast um eða fá getnaðar- vörn? Eða ef þú hefur kynlifsvandamál? t Heilsuverndarstöðinni er starfandi kynfræðsludeild, sem opin er jafnt konum sem körl- um, giftum eða ógiftum, ungum sem öldnum. Deildin er opin á mánudögum frá 5-6.30. Þar starfa heilsu- verndarhjúkrunarkona og kvensjúkdómalæknir. Einnig starfar félagsráðgjafi í tengsl- um viö deildina. Öþarfi er að panta tima og öll þjónusta gengur fljótt fyrir sig. Fyrir hvern er þessi þjónusta? Stúlkur, sem lítið vita um kynferðismál eða getnaðavarn- ir geta fengiö þessar upplýsing- ar á 1-2 klukkustundum úr hendi sérfróðra manna. Þær, sem þurfa getnaðarvarnir geta síðan fengið þær hjá deildinni. Hjón eða einstaklingar, sem hafa einhver kynlifsvandamál geta einnig leitað til deildarinn- ar. Ef hún getur ekki aöstoöað, þá leiðbeinir hún fólki hvert það geti sótt um aðstoð. Hvað þarf til þess að fá getnaðarvörn? Áður en getnaðarvörn er leyfö, þá fer fram læknisskoðun. Þvi mjög er mismunandi hvaða getnaðarvörn kona getur notað. Þess vegna er t.d. ekki hægt að hringja i deildina til þess að fá pilluna, ef læknisskoðun hefur ekki farið fram áður. Stúlkur undir lögaldri mega búast við, að þær verði spurðar persónulegra spurninga, hvort þær séu á föstu o.s.frv. Ef afstaða foreldra er neikvæð gagnvart þvi að dóttirin, undir 16 ára aldri, fái getnaðarvörn, þá er hún tekin til greina. Hvers konar getnaðarvarnir? Aðallega er um tvenns konar getnaöarvarnir að ræða fyrir konur þ.e. „pillan” og „lykkj- an”. Pillan er enn öruggasta getn- aöarvörnin. Töflurnar veröur að nota að staðaldri. Aukaverkanir eru eins og ógleði, spenna i brjóstum, vægar skaptruflanir og aukablæöingar. Einnig eru alvarlegri aukaverkanir eins og blóðtappi, tiðateppa og ýmis ábrif á efnaskipti líkamans. En allar þessar aukaverkanir geta komið lika fram hjá þunguðum konum. Lykkjan er einnig mjög örugg. Verður að fylgjast reglu- lega með konum sem hana nota (1 sinni á ári). Sumar tegundir endast aðeins ca. 1-2 ár og verð- ur þá að skipta um og fá nýja. Aukaverkanir eru einkum þær, að auknar tiðablæðingar og/eða milliblæðingar eru mjög al- gengar fyrstu 3 mánuðina eftir að lykkju hefur verið komið fyrir í leginu. Konur kvarta oft um verki i neðanverðu kviðarholi i nokkra daga eftir „isetningu”. Lykkjan getur losnað úr leginu, sérstak- lega fyrst eftir að hún hefur verið sett. Til aö koma I veg fyrir getnað geta svo karlar notað verj- ur. Er þetta eina getnaðarvörn- in fyrir karlmenn. Fæst hún i öllum lyfjaverzlunum. Eru þær nokkuð góð getnaðarvörn. Nánari upplýsingar um getn- aðarvarnir má fá m.a. I bælcl- ingi, sem kynfræðsludeildin hefur gefið út. Þungunarpróf? Hægt er að láta gera þung- unarpróf og tekur það aðeins 2 minútur að fá ■ útkomuna og getur fólkbeðið á meðan. Það er aðeins i kynfræðsludeildinni og mæöradeildinni, sem slíkar prófanir eru gerðar fyrir al- menning. —HE— Umsjón: Hildur Einarsdóttir Kynfrœðsludeildin ekki eins mikið sótt og búizt vor við í upphafi t febrúar á þessu ári var opn- uð kynfræðsludeild i Heilsu- verndarstööinni. t viðtali við Vísi, sagöi Koibrún Agústsdóttir heilsuverndarhjúkrunarkona, aö 160 manns hefðu leitað til deiidarinnar siðan hún tók til starfa. Með öðrum orðum u.þ.b. einn maður á dag. Taldi Kolbrún að ástæðurnar fyrir svo litilli aðsókn væru þær, að fáir vissu um deildina. Því ekkert fjármagn hefði fengizt til að auglýsa deildina. Einnig taldi hún, að fólk geröi sér ekki grein fyrir hvaða aðstoð þetta væri. Unglingar héldu, að hún væri fyrir fullorðna og fullorðnir héldu að hún væri fyrir ung- linga. Þeir, sem leitað hafa til kyn- fræðsludeildarinnar hingað til eru einkum stúlkur á aldrinum 14-23 ára. En litiö er um það, að hjón eða karlmenn notfæri sér þessa þjónustu. c> Kolbrún Agústsdóttir heilsu- verndarhjúkrunarkona. "" urr» *■* ’V’R

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.