Vísir - 10.06.1975, Page 6

Vísir - 10.06.1975, Page 6
6 Vísir. Þriðjudagur 10. júni 1975 vism tJtgefandi:' Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjó^narfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúia 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr.eiptakið. Blaðaprent hf. Hátíðisdagar og harmdagar Karl sextándi, konungur Sviþjóðar, er kominn til Islands i opinbera heimsókn við sérkennilegar aðstæður, allsherjarverkfall. Leiðinlegt er, að hátiðisdagar heimsóknar og harmdagar verk- falla skuli fara saman, en um leið er það lær- dómsrikt. Islendingar hafa áratugum saman sótt dýr- mæta reynslu til höfuðþjóðar norræns samstarfs, Svia. í lagasetningu okkar hefur oft verið tekið mið af sænskum fyrirmyndum. Háskólamenn okkar hafa margir hverjir sótt þekkingu sina til Sviþjóðar. Og sænsk bókmenntaáhrif hafa verið mikil hér á landi. Eitt höfum við þó aldrei getað lært af Svium og það er meðferð vinnudeilna. Þar i landi eru verk- föll svo að segja óþekkt fyrirbæri, eins og raunar i tveimur öðrum mestu auðþjóðum heims, Sviss og Vestur-Þýzkalandi. Þjóðir þessara landa eru auðugar vegna al- menns skilnings á lögmálum markaðshagkerfis- ins, þar á meðal skilnings á þeirri staðreynd, að verkföll eyða þeirri köku, sem um er deilt. Sviar, Svisslendingar og Vestur-Þjóðverjar telja óhugs- andi, að samgöngur á láði, i lofti og á legi stöðv- ist, að mjólk sé hellt niður og tún veslist upp af áburðarleysi, svo að dæmi séu nefnd. Þótt islenzkir verkalýðsforingjar setji upp al- vörusvip og segist vera seinþreyttir til vandræða, sýnir reynslan samt, að þeir nota verkfallsvopnið i óhófi, svo að ekki sé meira sagt. Kaupskiptaflotanum er haldið i höfn langtim- um saman vegna samúðarverkfalls fámennrar stéttar um borð, vélstjóra. Samúðarverkfallið, sem hætti i gær, er gott dæmi um skeytingarleysi, skilningsleysi og ábyrgðarleysi islenzkra kjara- deilna. Verkfallið i áburðarverksmiðjunni var annað slikt dæmi, er tiltölulega fámennur hópur hugðist leggja i rúst afkomu bændastéttarinnar i landinu, að þvi er virðist af fullkomnu samvizkuleysi. í allsherjarverkfallinu i fyrra lá i loftinu, að verkalýðsforingjum þætti gaman að lifa. Þeir voru allt i einu orðnir miðpunktar þjóðfélagsins og sneru ráðherrum vinstri stjórnarinnar i kring- um sig eins og skopparakringlum. Nú hefur allsherjarverkfall verið boðað á mið- nætti i nótt. Virðist enginn mannlegur máttur geta hindrað það, enda ber mikið á milli sjónar- miða deiluaðila. Vandi þeirra er sá, að af hinni umdeildu köku eru aðeins eftir ruður af veizluhöldum rikisvalds og forréttindahópa þjóðfélagsins. Þessir aðilar þykjast þurfa að halda sinu, þótt þjóðartekjurnar fari ört minnkandi. Yfirbygging þjóðfélagsins, samneyzlan og gjafasjóðakerfi forréttindahópanna er heimilum og atvinnuvegum of þung byrði á timum minnk- andiþjóðartekna. Þess vegna er hvort tveggja að gerast i senn, að afkoma heimilanna og fyrir- tækjanna er i hættu. Hvorugur aðilinn getur leyst sin mál á kostnað <hins og allra sizt með verkföll- um og verkbönnum, sem eru punkturinn yfir i-inu i feigðarflani þjóðarinnar. Við komu Karls sextánda Sviakonungs skulum við minnast hinnar skynsömu þjóðar fians og óska þess, að um siðir fáum við lært af henni skynsamlega meðferð vinnudeilna. — JK Watergate í Indlandi? Indiru Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, veröur tilkynnt á fimmtudaginn hvort hún hafi veriö fundin sek um lögbrot I sambandi viö kosningarnar 1971. Veröi hún fundin sek verö- ur hún aö láta þegar af embætti. Hún veröur þá einnig aö láta af öllum stjórnmálaafskiptum I sex ár og fær ekki aö gegna neinni opinberri stööu þann tima. Þaö var fljótlega eftir kosn- ingarnar 1971 sem pólitiskur andstæöingur hennar, Raj Na- rain, bar fram ásakanir um að hún heföi unnið þingsætið i heimahéraði sinu ólöglega. Na- rain bauð sig þar fram fyrir sósialista og Gandhi vann með meira en hundrað þúsund at- kvæða meirihluta. Erfitt mál fyrir forsætisráðherrann Þetta mál sem nú er orðið fjögurra ára hefur verið Indiru Gandhi erfitt og niðurlægjandi. Hún hefur beðið tvo ósigra i þvi, fyrst þegar lögfræðingum henn- ar tókst ekki að fá þvi visað frá og svo þegar þeim tókst ekki að hindra að hún yrði persónulega að mæta sem vitni. Forsætis- ráöherrann vildi fá að leggja mál sitt fyrir skriflega, en þvi var hafnað. Hún varð að mæta fyrir rétti og sitja fyrir svörum i tæplega sjö klukkustundir. Hún er fyrsti forsætisráðherra Ind- lands sem hefur þurft að mæta i vitnastúku. Sökuð um misnotkun stöðu sinnar Helstu ásakanir Narains eru þær að Indira Gandhi hafi mis- notað stöðu sína i kosningabar- áttunni, meðal annars með þvi að nota flugvélar flughersins til að flytja sig um. Hún hafi eytt meira fé en leyfilegt sé sam- kvæmt lögum og að opinber starfsmaður, á launum hjá rik- inu, hafi skipulagt kosningabar- áttu hennar. Narain sagði einnig að ókeyp- is ábreiðum og fötum hafi verið dreiftmeðal fátækra i kjördæmi Indiru og að kjósendum hafi verið ekið á kjörstað i bifreiðum sem stuðningsmenn hennar leigðu. ,, Ég er saklaus” Indira Gandhi kveðst vera saklaus af öllum ákærunum. Menn sem standa henni nær segja að hún hafi augljóslega á- hyggjur af þessu máli, þótt hún trúi þvi að sakleysi sitt verði sannað. Hún hefur helgað stjórnmálunum allt sitt lif og það yrði mikið áfall fyrir hana að þurfa að fara i pólitiska út- legð i sex ár. Indira Gandhi hefur verið for- sætisráðherra Indlands siðan 1966 og það hefur oft verið stormasamt i pólitisku lifi henn- ar. Hún hefur lika þurft að kljást við mikla erfiðleika. Hungurvofan er t.d. aldrei langt undan og Indlandi hefur ekki tekizt að verða sjálfu sér nægt i matvælaframleiðslu eins og t.d. Kina. Það hefur og löngum verið kalt milli Indlands og Pakistan og oft komið til átaka. í desem- ber 1971, skipaði Indira Gandhi her sinum að skerast i leikinn þegar her Vestur-Pakistan var að bæla niður uppreisnina i Austur-Pakistan, sem siðar varð Bangla Desh. Mikill sigur Indverja Indverjar stóðu þá sem einn maður meö forsætisráðherra slnum enda var ástandið óskap- legt og um tiu milljónir höfðu flúiö frá Austur-Pakistan til Indlands, sem var i nægum vandræöum fyrir með bjargar- lausa þegna. Það var barizt meðfram öll- Indira Gandhi talar viö kjósendur. Verður Gandhi vikið ór em- bœtti sínu á fimmtudag? Hungurvofan er aldrei langt undan og er eitt af erfiöustu málunum sem Indira hefur þurft aö berjast viö. um landamærunum og strlðinu lauk með miklum sigri Ind- verja. Þetta var einnig mikill persónulegur sigur fyrir Indiru Gandhi og treysti hana i sessi. Til hæstaréttar Dómari i máli forsætisráð- herrans er Jagmohan Lal Sinha. Málflutningi lauk fyrir tveim vikum og síðan hefur hann velt þvi fyrir sér. 1 gærmorgun skýrði hann svo frá þvl að hann hefði komizt að niðurstöðu og að hann myndi kveða upp dóminn næstkomandi fimmtudag. Ef dómurinn fellur Indiru Gandhi i óhag er nær alveg ör- uggt að hún áfrýjar til hæsta- réttar. En málflutningur fyrir honum tæki fleiri mánuði og það er llklegt að hún fengi ekki að gegna embætti forsætisráð- herra i millitíðinni. Nýr forsætisráðherra 1 Indlandi er ekki til embætti aðstoðar forsætisráðherra. Þingmenn Kongress-flokks Ind- iru yrðu þvf að velja nýjan leið- toga sem tæki við embættinu. Þá eru þrir menn llklegastir: Jagjivan Ran, matvælaráð- herra, Y.B. Chavan, utanrikis- ráöherra og Swaran Singh, vamarmálaráðherra. „Trúi á réttlætið” Indira Gandhi hefur sem fyrr segir lýst yfir sakleysi sinu. Henni gremst að þetta mál hafi komizt svona langt en hefur staðfest að það sé í samræmi við réttarkerfi landsins: ,,Það er rangt að segja að ég trúi ekki á réttlætiö. Þvert á móti, eftir að hafa lært hjá Mahatma Gandhi og föður minum (Jawaharlal Nehru) trúi ég ekki á ranglæti”. Umsjón: Óli Tynes

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.