Vísir - 10.06.1975, Page 16

Vísir - 10.06.1975, Page 16
Þri&judagur 10. júni 1975 Mikið að gera hjó olíu- félögunum Benzin- og oliusala jókst tölu- vert í gær og mynduðust raðir bif- reiöa viö bensinafgreiðslur i þeim tilgangi að fyila tanka sina, ef af verkfalli yrði. Algjörlega er bannað að setja bcnzin á tunnur, enda oft afar óvarlega fariö að, þegar slikt er geymt. Fyrirtæki hafabirgt sig upp af oliu og bændur hafa fyllt véla- geyma slna til að vera við öllu búnir. Venjan hefur verið sú i verkföllum, að undanþágur hafa veriðveittar vegna oliukyndinga i heimahúsum, og hefur fólk fengið afgreidda oliu til þeirra nota. Þá er kannske ein benzinstöð opin i nokkurn tima að deginum og af- greiðir hún benzin til lækna, sem stööu sinnar vegna þurfa að fá benzin. Búast má við mikilli ös i dag hjá oliufélögunum. — EVI- „Mjög litlar líkur, að komizt verði hjá verkfalli," segir Björn Jónsson „ÓFULLBÚIN" SÁTTA- TILLAGA LÖGÐ FRAM Hverjir fá undan- þágur? Báðir hafa ýmislegt við hana að athuga Sáttanefnd lagði í kjaradeilu ASÍ og mætti íelast tillaga um nótt fram ,,ófullbúna vinnuveitenda. Tillag- eitthvað nálægt 10 sáttatillögu” eða „hug- an er trúnaðarmál, en prósent kauphækkun. myndir” til lausnar sumir töldu, að i henni Báðir hafa ýmislegt við þessar „hugmyndir” að athuga, og var fundi slitið á þriðja timanum i nótt og frestur veittur til klukkan tiu i morg- un. Þá hófst nýr fund- „Ég veit ekki, hvað menn geta orðið fljótir. Það er erfitt að segja um stöðuna. Mjög litlar líkur eru til að komizt verði hjá verkfalli á miðnætti, þó að ekki væri nema vegna tímans,” sagði Björn Jónsson, forseti ASI i morgun. Björn sagði, að hug- myndir sáttanefndar væru til athugunar og heföi litið verið um þær rætt að svo stöddu. Þær dygðu ekki til. „Ég lit ekki á þetta sem sáttatillögu,” sagði Jón H. Bergs formaður Vinnu- veitendasambandsins, f morgun. „Það getur vel verið, að úr þessu verði sáttatillaga. Það veit enginn, hvaö verður. Menn vona I lengstu lög, að komizt veröi hjá verkfalli.” Mikinn tima tekur að ganga frá samningum, og var augljóst, að allsherjarverkfall skylli á næstkomandi miðnætti, nema þvi yrði frestað. Frestun verkfallsins hafði verið hafnað af fulltrúum ASl. Baknefnd ASÍ breytti i gær kröfugerð, þannig að hinir lægst launuðu eiga að fá hlutfallslega meiri hækkun en hinir betur launuðu. Er nú krafizt rúmlega 17 þúsund króna hækkunar fyrir alla. Á félagsfundi Vinnu- veitendasambandsins i gær var samþykkt að fela sambands- stjórn að ráða, hvenær gripið yrði til verkbanns og hvernig. Starfsstúlknafélagið Sókn hefur frestað verkfalli i viku. í félaginu eru ræstingarkonur i sjúkrahúsum. Þeir reyna að skipta ruðunum, en illa gengur. Þessar kempur eru I þeim flokkinum, sem ætiar að bera klæði á vopn hinna striðandi. Jón Sigurðsson forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, Torfi Hjartarson rikis- i sáttasemjari og Jón Þorsteinsson lögfræöingur, skákmeistari og fyrrum þingmaöur. Verkfallið mun ná til hátt i 90 af hundraði félaga. telja ASl- menn og hátt i 40 þúsund munu taka þátt i þvi. — HH. Stefnt er að þvi að loka mjólkurbúunum ef til verkfalls kemur. Mönnum munu þvi iitt stoða undanþágubeiðnir um mjólkurflutninga. En fjöldinn allur af beiðnum hefur borizt vcrkalýðsfélögunum undanfarna daga. Starfsmaður Dagsbrúnar sagöi, að afstaða yrði tekin til undaþágubeiöna seinni partinn I dag. Aðallega væru það aðilar, sem annast heilsu- og öryggis- gæzlu, sem óskaö hefði verið eftir aö séð yrði I gegnum fingur við. Sama sagan var hjá Verka- kvennafélaginu Framsókn, en þar verður tekin afstaða til umsókna kl. 6 í dag. Mönnum eru sjúkrahúsin ofar- lega I huga er þeir heyra minnzt á verkfallsboðanir. Davið A. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Skrifstofu rikisspitalanna, sagði, að þótt samningar tækjust ekki i kvöld, hefði það engin áhrif á rekstur sjúkrahúsanna fyrst um sinn. Starfsstúlknafélagið Sókn hefur frestað verkfallsboðun sinni um eina viku þ.e. til 18. júni. Auk þess sem verkalýðsfélögin hafa ætiö sýnt sjúkrahúsunum vissa tillitssemi. Er Davið var spurður að þvl, hvernig ástandið yrði ef ekki tækist að semja fyrir 18. sagði hann, að sennilega yrði að loka um viku seinna. Um leið og t.a. starfræksla þvottahúsanna stöðvaðist yrði ekki lengur hægt að taka á móti nýjum sjúkling- um. -BÁ- Vélstjóraverkfallið: Kostaði skipa- félögin tugi milljóna króna Vélstjóraverkfalliö hefur kostað Eimskipafélagiö 200 skipsdaga og hver dagur kostaði félagið 250-300 þúsund krónurá dag, þ.e. 50-60 miiijónir I allt. Þetta hafði Visir eftir forstjóra félagsins. Hafskip tjáði VIsi, að gróft reiknað hefði þetta v.erkfall kostnað um 20 milljónir i beinum útlögðum kostnaði vegna skipanna og tapi á fiutningsgjöld- um. Skipadeiid S.í.S. vildi ekki gefa upp neinar tölur en sagði, að skipadeildin heföi orðið fyrir verulegu tjóni. Uögmaður vélstjórafélagsins hefur óskað eftir fresti á málfutningi fyrir félagsdómi. Málið verður þvi ekki tekið fyrir fyrr cn á fimmtudag kl. 4.30. -HE- Blöðin stoppa ekki fyrr en eftir viku — þó þrjóta pappírsbirgðirnar „Blaðaprent á pappir út vikuna. Það er helmingi meiri lager en undir venjuiegum kringumstæðum. Þegar þessar birgðir eru á þrotum, stoppa dagblöðin,” sagði ólafur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Blaöaprents I viðtali viö VIsi I morgun. Sömu sögu er aö segja af prentsmiðju Morgunblaðsins. Engar samningaviðræður eru hafnar á milli prentara og út- gefenda og verkföll hafa þvi þaðan af siður verið boðuð. Prentarar munu þvi ekki stöðva blaðaútgáfuna áður en pappirinn verður genginn til þurrðar. Þeir, sem vinna á auglýsinga- deildum og afgreiðslum dag- blaðanna, eru i verzlunar- mannafélaginu, en eins og kunnugt er, fara þeir aðilar ekki I verkfall fyrr en eftir viku — og þá verður pappirinn hvort sem er á þrotum. í verkfallinu i fyrra veitti verzlunarmanna- félagið undanþágu fyrir starfs- fólk blaðanna. Blaðamannafélag íslands hefur sagt upp samningum og eiga blaðamenn I samninga- viðræðum við útgefendur. Er deilan komin til sáttasemjara, og hefur þokazt litt áfram, en ennþá hafa blaðamenn ekki boðað til verkfalls. -ÞJM. vísrn

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.