Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Laugardagur 14. júni 1975 —132. tbl. Smyrill kemur í dag „Það er búið að vera heil- mikið tilstand hérna á Seyðis- firði vegna færeysku bílaferj- unnar Smyrils. Búið er að koma fyrir rennu f höfninni til að koma bflunum i land, aðstöðu fyrir tollverði og snyrtiað- stöðu.” Þetta sagði Gisli Blöndal á Seyðisfirði, en Smyrill er væntanlegur til staðarins I fyrsta skipti kl. 16.30 I dag og Ieggur aftur af stað kl. 20. Þó nokkuð var komið af bflum til Seyðisfjarðar i gær, greini- lega útbúnir til að fara með ferj- unni. Gisli sagðiað vegurinn yfir Fjarðarheiði væri ágætur en viða má enn sjá 1-2 m háa snjó- ruðninga. „Það verður bara til- breyting fyrir útlendinga að sjá þá. Þó að vegurinn yfir Fjaröar- heiði sé brattur get ég ekki séö að það sé neitt I veginum fyrir bfla meö hjólhýsi að aka eftir honum”, sagði Gisli. —EVI— Alls staðar samþykktir Samningar ASÍ og vinnuveitenda Jafnrétti kynjanna í orði en ekki á borði Þrátt fyrir lagalegt jafnrétti karla og kvenna er ójafnrétti I reynd, segir i skýrslu, sem var gerð á vegum Námsbrauta i islenzkum þjóðfélagsfræðum um jafnrétti kynjanna og kynnt var f gær. Til dæmis um þetta er það, að konur hafa tamið sér mjög einhæft námsval. Einnig er þær að finna innan mjög fárra atvinnugreina. Þrátt fyrir lagalegt jafnrétti I launamál- um, þá verða þær fyrir launa- misrétti. Hvað forystustöðum I þjóðfélaginu viðvlkur, þá er konur varla að finna i þeim, en ef svo er, þá er það á mjög fá- um og afmörkuðum sviðum. Spá félagsfræðingar þvi, að I framtlðinni eöa um næstu aldamót muni ekki neinar verulegar breytingar hafa átt sér stað að öllu óbreyttu. Tildrögin að skýrslunni voru þau, að árið 1971 samþykkti Alþingi tillögu um rannsókn á jafnrétti karla og kvenna að þvi er varðar menntun, störf, launakjör og hvers kyns þátt- töku I félagslegum verkefn- um. Arið 1972 fól svo félagsmála- ráðuneytið námsbrautinni rannsóknina. Efnisöflun vegna rannsókn- arinnar var fyrst og fremst I höndum eins nemanda náms- brautarinnar, Guðrúnar S. Vilhjálmsdóttur B.A. og starfaði hún undir handleiðslu umsjónarkennara sins dr. Olafs Ragnars Grimssonar prófessors, einnig veittu þeir Þorbjörn Broddason lektor og Haraldur ólafsson lektor margvislega aðstoð. Útgefandi er bókaútgáfan örn og örlygur. —HE Togstreita vegna Kringlu- blaðsins — Sjá bls. 3 „Dinga- ling" — hvað er það? Smygl og „dingaling” er yfirskrift bréfs, sem séra Árelius Nielsson skrifar i lesendadálka VIsis i dag. Hvað er þetta „dingaling”, sem presturinn talar um? Forvitnileg uppskrift, er svarið. Sjá nánar bls. 2. „Þessir samningar voru að visu ekki stórsigur fyrir verkalýðinn, en ennþá höfum við ekki frétt af neinum félagsfundi á landinu sem hefur fellt þá,” sagði Ólafur Hannibalsson, þegar Visir náði sambandi við hann eftir lokun ASt-skrifstofunnar i gær. Þá var klukkan sex og nokkrir fundir ennþá I gangi. „Vinnuveitendur komu saman til fundar klukkan þrjú i gær,” sagði Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins i viðtali við Visi i gærkvöldi. „Það urðu allmiklar umræður á fundinum og stóð hann til klukkan að verða fimm. Lauk honum með þvi að samning- arnir voru samþykktir sam- hljóða. Sömu afgreiðslu fengu þeir á fundi iðnrekenda, sem hófst strax að loknum fundi vinnuveitenda.” Fyrstu fundirnir I gær hófust klukkan tiu og hálfellefu. Til flestra fundanna var þó boðað eft- ir hádegi og einna siðastir voru rafiðnaðarmenn og málmiðnað- armenn. Það var þvi i fæstum til- vikum sem vinna hófst i gær á þeim vinnustöðum, þar sem verk- fall hófst i fyrrinótt. Fjölmennasti fundurinn var fundur Dagsbrúnar i Austurbæj- arbiói, en hann munu hafa setiö um 800 manns. Umræöur urðu allsnarpar á timabili og stóð hann i næstum tvo klukkutima. Allmargir sátu hjá við atkvæða- greiðslu, en samningarnir voru samþykktir með 60 mótatkvæð- um. Vitað er um annan fund, þar sem umræður urðu heitar. Það var á Akranesi, en þar voru samningarnir samþykktir eftir mikið málþóf með 40 atkvæðum gegn 19. Þar blandaðist þó inn i málin ákveðið sérmál kvenna á Skaganum, sem þessir samning- ar leysa ekki og orsakaði það, að þorri kvenfólksins á fundinum greiddi atkvæöi gegn þeim. Enn er togaradeilan óleyst vandamál, en samningafundir þar að lútandi stóðu i um þrjá klukkutima i gær. Mjólkurfræö- ingar og flugmenn sátu einnig fundi i gær og var þeim fundum enn ólokið þegar Visir fór i prent- un i nótt. —ÞJM Helgargango 11 ára drengs yfir jökulinn: — Barðist við jökla og stórfljót í hálfan sólarhring „Ég var næstum búinn að gef- ast upp, er ég sá ekkert nema jökuiinn fyrir framan mig, en svo herti ég upp hugann og lagði af stað yfir hann.” Þetta er frásögn 11 ára pilts, Sveins Nikulássonar, sem um siðustu helgi gekk yfir Skeiðar- árjökul og barðist fyrir lifi sinu i greipum Skeiðarár. „Ég var með ferðahópi inni við Skaftafell á laugardaginn. .-,4 ' v* , .-v* • hv-! Við fórum i gönguferð inn að Svörtufossum”, segir Sveinn. „Ég varð aðeins viðskila við hópinn en sá þá til ferða nokk- urra manna á hæðinni fyrir ofan mig, sem ég taldi úr minum hópi. Ég hélt þangað upp en þá voru mennirnir horfnir úr aug- sýn og ég sá ekki neinn næstu 13 timana,” sagði Sveinn. Sveinn hafði haft Lómagnúp að viðmiðun, en nú var hann vafinn þoku, svo erfitt var að átta sig. Hann hélt samt niður á sandinn við Morsárdal. „Ég kom að Morsá og ákvað að vaða yfir hana. Hún tók mér upp að hnjám og var Isköld. Það tók þvi smátima fyrir fæturna að jafna sig er yfir var komiö,” segir Sveinn. En Sveinn lét ekki kuldann aftra sér frá að reyna nú við enn stærra og hættulegra fljót, sjálfa Skeiðará. „Ég óð út i strauminn og hafði i fyrstu tök á steinum, sem stóðu upp úr. Ég var fljótlega kominn upp i mitti en missti þá fót- og handfestu og straumurinn hreif mig með sér. Ég reyndi að svamla i straumnum og fann þá fljótlega land undir fótum á ný. Eftir þetta lagði ég ekki frekar i Skeiðará,” segir Sveinn. Sveinn ákvað þvi að ganga upp með Skeiðará i stað niður með henni, sem þó hefði leitt hann fyrr til mannabyggða. Fljótlega blasti jökullinn við. Eins og áður segir lá við að strákur gæfist þá upp en eftir nokkra umhugsun ákvað hann að halda á jökulinn. „Ferðin yfir jökulinn var erfiðust. Þaö voru háar bungur á honum, sem erfitt var að kom- ast yfir. Engar sprungur voru aftur á móti þarna uppi heldur hart hjarn yfir öllu,” segir Sveinn. „Nei, mér var ekkert kalt. Veðrið var lika ágætt,” bætir Sveinn við. Gangan yfir jökulinn má telj- ast mikið afrek. Sveinn komst þar yfir klakklaust. Siðar kom i ljós, að leiöin, sem hann hafði valið, var hin forna póstmanna- leið. „Þegar ég kom aftur niður á sandinn var sólinn svo aö segja dottinn undan öðrum striga- skónum, en ég ákvað að halda samt áfram. Ég var ekkert orð- inn þreyttur og var staðráðinn aö halda áfram i þessa átt þar til ég kæmist til mannabyggða. Ég taldi að ég gengi i átt að Lómagnúp,” segir Sveinn. Það reyndist lika rétt. Eftir skamma göngu kom Sveinn nið- ur á veg sem leiddi hann að lok- um niður á sjálfan þjóðveginn. Hann gekk yfir brúna við Sand- gigjukvisl og skammt þaðan sá hann bil koma á móti sér. „Þetta var dýralæknirinn á Kirkjubæjarklaustri, sem þarna var i jeppanum sinum, og hann tók mig upp i og ók með mig á móti rútu, sem var að leita að mér. Þegar ég var setztur inn i bilinn fann ég hversu svangur ég var orðinn, en ég var eigin- lega ekkert þreyttur,” segir Sveinn. Klukkan varð orðin eitt um nóttina, er Sveinn fannst eftir 13 tima göngu. „Ég hafði verið með kók og appelsinur með mér og borðað á leiðinni. 1 jeppanum var mér boðið upp á súkkulaði, sem ég þáði. Annars hafði ég eiginlega ekki fundið til nokkurrar svengdar,” segir Sveinn Niku- lásson, sem vildi að lokum skila kveðjum og þökkum til þeirra tvö hundruð ieitarmanna, sem hans leituðu á laugardaginn og þó sérstaklega til heimafólksins á Skaftafelli. —JB Sveinn Nikulásson rifar upp ferðasöguna á kortinu. — Ljósm. Bj. Bj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.