Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 8
8 Vísir. Laugardagur 14. júni 1975 TONHORNIÐ Umsjón: Örn Petersen POPP í BÓKUM Það er næsta fátitt, að bækur um popptóniist og skyld efni sjáist i bóka- verzlunum hérlendis. Ein og ein bók berst þó öðru hverju til landsins, og þá nánast fyrir tilviljun. Ekki veit ég hvað kann að valda þessari tregðu, en sennilega álita innkaupastjórar bókabúðanna, að sá aldursflokkur, sem poppbækur eru skrifaðar fyrir, sé svo illa að sér i ensku og öðrum erlendum tungumálum, að ekki sé grundvöllur fyrir innflutningi varnings sem þessa. En nú hefur ein af bóka- verzlunum höfuöborgarinnar ísafold, ákveöiö að gera tilraun meö innflutning poppbóka, og eru nokkur eintök þegar komin til landsins. — Þaö var nánast fyrir tilviljun aö ég kom auga á bækur þessar um daginn, þegar ég var aö viröa fyrir mér blómabeö, sem hefur veriö sett niöur I sýningarglugga verzlunarinnar. Satt aö segja varö ég svo furöu sleginn viö þá sjón, sem við mér blasti, að ég flýtti mér inn i búöina til aö forvitnast nánar um tíldrög þess, aö bækur þessar eru komnar til landsins. Innkaupastjóri verzlunar- innar, ungur og áhugasamur maöur,tjáöi mér, að nokkuö heföi veriö spurt um ýmsar bækur, sem auglýstar heföu veriö I erl. músikblöðum, og þvi hefði hann ákveðið að panta inn nokkur eintök sem getið væri I pöntunarlistum verzlunarinnar. Nú þegar hefðu heföu borizt bækur um Elvis Presley, Mick Jagger, Jimi Hendrix, Bob Dylan og Elton John, auk bókar um trúarbragðapopp (Super- star, Gospell o.þ.h.) og rokkbibllunnar „The Sound of the City”, sem sögð er vera greinarbezta bókin, sem skrifuð hefur verið um þróun og sögu rokksins frá upphafi. Ennfrem- ur væru margar fleiri bækur I pöntun, þ.á m. nýútkomin bók úm ævi Jánis Joplin, „Buried Alive” en afgreiðslufresturinn á þessari tegund bóka væri svo óheyrilega langur, aö þær bær- ust ekki fyrr en mörgum vikum eftir aö pantaö heföi veriö. T.d. heföu þær bækur, sem nú væru komnar, verið pantaðar I aprll. Þaö er vissulega gleöiefni, þegar bókaverzlun sýnir það framtak aö flytja inn bækur um popptónlist og þá margþættu menningu, er hefur þróazt út frá henni. Að minu viti ætti þessi tilraun verzlunarinnar að heppnast, þvi að hvaö mælir á móti þvi að fólk kaupi bækur um þaö efni, sem það les um I mis- góðum músikblöðum, eins og Melody Maker, Sounds o. fl. -AT „TÓNEYRAÐ BEE GEES: „MAIN COURSE”. Hvern hefði órað fyrir þessu: Þessir rómantisku, stundum allt aö væmnu tónlistarlegu bræður, eru farnir að semja „funky ”-tónlist. Það var kannski tlmi til kominn, þvi slðasta albúm þeirra bræðra þótti ekki bjóða upp á mikla framför. En nú eru þeir sumsé ger- breyttir og komnir með nýtt lið sér til aöstoöar, þ.ám. fyrrv. meölim STRAWBS, Blue Weaver. Weaver gerir margt gott a þessu albúmi (að öðrum ólöstuöum) þ.ám. I laginu „Jive talkin”, en það lag hefur þegar náð umtalsverðum vinsældum vestanhafs. ELTON JOHN: „CAPTAIN F ANTASTIC AND THE BROWN DIRT COWBOY”. Þetta er siðasta albúm Eltons með grúppu þeirri sem hefur aðstoðað hann siðustu árin. Þ.e. þeir Olsson, Johnstone, Cooper og Murray, en þeir hyggjast spreyta sig, sinn i hverju lagi. FANTASTIC er söguleg plata, eða á a.m.k. að vera það. „Captain Fantastic” er Elton John, en „Brown Dirt Cowboy” er aftur á móti Bernie Taupin, sá er skrifað hefur texta við lög Eltons frá upphafi. Miklu fé hefur verið varið til albúms þessa, upptakan tók á fjórða mánuð i allt, albúmið er fagurlega skreytt, og þvl fylgja tvær handbækur og plaggat. Sjálft efnið býður ekki upp á nýbreytni hjá Elton. Lögin eru öllu rólegri en fyrr, og það finnst mér hálfskrltið, þegar Elton er jú að kryfja feril sinn til mergjar. En þetta er persónulegt verk Eltons, og þegar menn verða persónulegir róast þeir jú alltaf dálltið. Eitt gleggsta dæmi um þetta er lagið „We all fall in love sometimes”, og lokalagið . „Curtains.” Fátt er um lög, sem likleg væru til vinsælda, það væri þá einna helzt „Gotta get á Meal Ticket”, en þetta albúm virðist alls ekki stilað upp á það að innihalda „hit-lög” sem Goodbye Yellow” t.d. Þetta albúm er kapltuli i sög Eltons, og verður nú forvitnilegt að heyra hverjum breytingum tónlist hans tekur, þegar menn eins og Jeff „Skunk” Baxter spila með honum. ## -ÖRP Carly Simon: „Playing Possum”. Já, hún Carly leynir á sér, öllu meiri en tanngarður, þvilikur kroppur.... Hvað með kroppinn, tónlistin er engu slðri. Að vanda hefur Carly valið lið sér til aðstoðar, nægir þar aö nefna James Taylor, Klaus Voorman, Wiljie Weeks og söng- konurnar Ritu Collidge og Carole King. Rómantikin skin i gegn á plötu þessari, en eins og alþjóð er kunnugt gekk Carly I það allra heilagasta fyrir tveimur árum með hinum núverandi ektamaka sfnum, James Taylor. Textarnir lýsa þessu bezt: „And when I’m feeling like the islands, and I’m givin’ you all my sighs I beg you when you love me, look me in the eye.” „Serenades and symphonies, lullabyes and sweet melodies. We’ll make romantic rapsodies, music, maestro, if you please.” — Og svo þessi: „I hear there’s another sidc to you, welltheqé’s another side to me too. Let’s get over to the other side, Real soon.” Jæja, blessunin, maður skilur svona tilfinningar,,,, eða?... Eina lagið, sem ekki ber rómantiskan texta, er sjálft titillagið „Playing Possum”, sem er ádeila á uppreisnar- gjama stúdenta, sem falla fyrir kerfinu að lokum, gleyma öllum baráttumálum og fá sér lepp á olnbogann og opna ómerkilega bókaverzlun? Þetta albúm mun ekki valda neinum Simon-aðdáenda vonbrigðum, þvert á móti, það er þrælgott. Persónulega finnast mér „Waterfall” og „Attitude Dancing” beztu lög albúmsins, annars eru þau öll állka. -örp. Og Bee Gees bregðast ekki gömlum aðdáendum slnum (þ.e. þeim er dáöust að rómantfkinni m.m. og gera kannski enn), þvi þeir afklæðast nýja frakkanum i lögum eins og t.d. „Songbird” og „Country Lanes”. Þetta er ein fjölbreyttasta Bee Gees platan sem út hefur komiö. -örp. HEYRZT HEFUR: Að nýja platan frá Stuðmönn- um sé væntanleg I bæinn eftir helgi. Aö Kiddi rótari skeri nú skegg sitt tvisvar á dag til að koma I veg fyrir frekari mis- skilning um fyrirhugaða. skegg- söfnun. Kiddi átti annars afmæli á miðvikudaginn, og náði hann þá tuttugasta og fyrsta aldursári, eftir talsvert strit og erfiði. Að Mogginn sé kominn með nýja popp-siðu, gárungar kalla hana „framkvæmdastjóra- slðuna”? -örp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.