Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 14. jllni 1975 vhaitsm: Ertu ánægö(ur) meö aö samning- ar hafa tekizt? Soffia Ingimarsdóttir, húsmóöir: Já. ég er ánægð með að samning- ar tókust og ekki þurfti að koma til verkfalls. Sæmundur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri: Jú, vissulega er ég þaö. Það er gott að samninga- menn skuli hafa náð heim að lok- um. Svanur Hauksson, húsasmiöa- nemi: Jú, það er ég. Samningar virðast nokkuð hagstæðir báöum aðilum. Ragnar Jóhannsson, rafvirki: Jú, ég er feginn þvi. Allra sæmileg- ustu samningar þótt launþegar hefðu sjálfsagt viljaö bera meira úr býtum. Birgir Pétursson, bóndi: Jú, enda þótt ég heföi ekki lent i verkfalli sjálfur. Þau eru alltof dýru veröi keypt. I þvi að ávisanafalsarar voru handteknir, en þá hafði ég séð ástæðu til tortryggni og snúiö mér strax til viðkomandi bankastofnana, sem sáu, aö ávisanirnar voru falsaðar og þá nægðu lýsingar minar á ávis- anafölsurunum til þess, að lög- reglunni tókst að hafa þegar i stað hendur I hári þeirra. Annað er það lika, sem mælir með þvl, að þeir, sem fara út á llfið skilji ávisanahefti sln eftir heima: Nefnilega kæruleysið, sem fylgir oftast áfengisáhrif- unum. Það er kannski ekki upp- haflega ætlun viðkomandi að drekka sig ofurölvi, en eftir fyrstu tvö glösin er farið aö slá til og þá verða leikslokin oft ömurleg. Við leigubilstjórar verðum mjög oft illa fyrir barðinu á kæruleysi þeirra, sem nota ávisanahefti. Við erum i þeirri erfiöu aðstöðu að geta ekki krafið viðskiptavininn um greiöslu fyrr en hann hefur notiö þeirrar þjónustu, sem hann er að kaupa. Þá þurfum við oft að taka á móti ávisunum, sem eru svo hræðilega illa skrifaðar, að það er tæpast á færi nokkurs manns að lesa á þær. Ef við svo viljum gera athugasemdir er okkur sagt að éta það sem úti frýs. Annaðstandi okkur ekki til boða. Nú, ög svo er það undir hælinn lagt, hvort bankarnir taka við þessum ávisunurh. Það kostar oft mikla vinnu að fá þeim skipt og alltof oft kemur i ljós, að um gúmmitékka er að ræða. — Og stundum kemur manni það alls ekki á óvart eftir að hafa kynnzt háttalagi þess sem ávísunina skrifaði. Stundum setur maður sig i samband við þá, sem hafa látið mann hafa þessa gúmmltékka, og þá kemur iðulega I ljós, að viðkomandi hefur spilað út allri innistæðunni og meira til i fylli- rli og hefur gjörsamlega misst valdá heftinu. Margir eru ákaf- lega sárir yfir þessum mistök- um sinum, en það er eins og öðr- um liggi þaðí léttu rúmi. Þeir fá alltaf hefti á nýjan leik....” Smygl og „dingaling" IArelius Nielsson skrifar: „Það muna sjálfsagt margir rökin með rýmkun áfengissölu 1933. Ef allt yrði frjálst og bönnin vondu”úr sögunni mundibrugg og smygl hverfa og enginn leggja sér ólyfjan til munns. En nú er áfengisneyzlan frjáls, þótt enn sé brennivin ekki selt I mjólkurbúöum — hvað margir telja skort á þroska þjóðarinnar, — en mér er spurn: hefur nokkurn tlma verið smyglað meira? Hefur nokkurn tíma veriö blandað meira afólyfjan, sem nú er köll- uð einu nafni „dingaling” búin til úr kardemommudropum, spritti og hárvatni plús ýmsum öðrum efnum? Hefur nokkurn tima fyrr á þessum frjálsu áratugum, þeg- ar ekki á aö „banna blessuðum börnunum”, þvi öll bönn ku vera af hinu illa, þurft að setja upp sérstakan dómstól til að dæma fyrir eitursmygl og eitur- bras? „Frelsið” Islenzka, sem auövitað má ekki kalla gömlu oröi græðgi, teygir sig meira að segja alla leið suður i Afríku. En þar vill svo til, að það sem hér telst meinlaust, varðar þar sektum, llfstlðarfangelsun og dauðadómum. Ja, þeir eru náttúrlega ekki á háu menn- ingarstigi þarna suðurfrá! Ættum við ekki að láta „dingaling”iðnaðinn alveg frjálsan og afskiptalausan? Kannski væri rétt að stofna lektorsembætti til að kenna þeim og leiðbeina. Hver veit nema þá yrði ekki skrópað úr þeim prófum! Hvernig væri annars með lektorsembætti I drykkjusiðum og alls konar „temprun” et cetera? Halda svo sýningar og sam- keppni fyrsta desember og 17. júnl. Nokkurs konar þroskapróf þjóðarinnar. Arið 1933 var okkur, sem vor- um á móti frelsi til meiri og betri drykkjusiöa, brugðið um þröngsýni, sem leiddi af sér smygl, brugg og manndráp vegna eiturneyzlu og ólyfjanar. Gæti verið að aldrei hefðu verið fleiri morð, sjálfsmorö, leynivlnsala, smygl og brugg en einmitt þegar allt þetta þröng- sýna ofstækispakk var ofurliði borið? Ég spyr. En ég veit svariö. Við vitum það öll.” menning, segja hann eyða of miklu og hvetja til sparnaðar og aðhalds. Ég ætla ekki að draga I efa að forsetaembættinu hafi veriö nauðsyn á þvi að endurnýja bflakost sinn, en að kaupa það dýrasta fáanlega, og þaö frá landi (þvíeina I heiminum) sem beitir okkur viðskiptaþvingun- um, þaö finnst mér fyrir neðan allar hellur. Ég leyfi mér að skora á for- setaembættið, að ef það ekki getur skilað þessum bil aftur og fengið hann endurgreiddan, þá verði hann að minnsta kosti ekki notaður á almannafæri þar til þvingunaraðgerðum Þjóðverja I okkar garð er lokið.” NOTIÐ EKKI FORSETABILINN Á ALMANNAFÆRI Á MEÐAN Aðalsteinn Gislason skrifar: „Migrakl rogastanz þegar ég fyígdist með sænsku konungs- komunni i sjónvarpinu og sá nýja forsetabllinn okkar. Ég hélt satt að segja að lands- feðurnir væru búnir að fá nóg af blaðaskrifum og umtali um bflaeign og bilakaup opinbers starfsmanns, en það virðist öðru nær. Ráðamenn þjóðarinnar koma hver af öðrum fram fyrir al- Heilrœði leigubílstjóra: Skiljið ávísanaheftin eftir heima þegar þið farið út á lífiðl! Leigubílstjórinn, sem kom að máli við lesendadáikinn, hafði með sér þrjú sýnishorn af ávisunum þar sem skriftin er nær ólæsileg. Það reyndist ekki vera innistæða fyrir Landsbankaávisuninni og leigu- bílstjórinn stendur uppi meðhana verðlausa —ásamt mörgum öðrum....—Ljósm. Bj. Bj. Gamalreyndur leigubilstjóri hafði samband við lesendadálk- inn: „Má ég biðja blaðiö fyrir heilræði min til þeirra mörgu, sem gjarnir eru á að drekka frá sér ráð og rænu þegar þeir bregða á leik?!! Ég vil vara þetta fólk við að taka með sér ávísanahefti þegar það fer út aö skemmta sér. Það er ósköp auðvelt fyrir þetta fólk að skrifa út tvær eða þrjár ávis- anir til að hafa með sér, en að taka allt heftið með sér, þegar vín skal haft um hönd er algjört glapræði. Veitir fólk ekki athygli þeim mörgu fréttum,sem blöðin birta af stolnum ávisanaheftum og ávlsanafölsunum? Nær daglega heyrast fréttir af sliku, og þá fylgir það oftast sögunni, að ávisanaheftunum hafi verið rænt af ölvuðu fólki. Sjálfur hef ég tvivegis átt þátt LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.