Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Laugardagur 14. júni 1975 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Slmi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eipitakið. Blaðaprent hf. Auga fyrir auga ? Um nokkurt skeið hefur verið löndunarbann á islenzkum isfiski i Vestur-Þýzkalandi og sér- stakir hefndartollar á islenzkum sjávarafurðum i löndum Efnahagsbandalags Evrópu. Vestur-þýzk stjórnvöld eiga frumkvæðið að þessum ofrikisaðgerðum og stjórnvöld annarra rikja Efnahagsbandalagsins eru að sjálfsögðu samábyrg. Við höfum ekki vakið nægilega athygli á þess- um dæmigerða bulluskap stórvelda. Ferð Ólafs Jóhannessonar viðskiptaráðherra til iGenfar- fundar Friverzlunarsamtakanna bætti nokkuð úr skák og færði þetta vandamál nær sviðsljósinu. 1 framhaldi af þessu hefur dagblaðið Timinn hreyft þvi i leiðara, að hugsanlega gætu ís- lendingar komið upp sérstökum tolli á vestur-þýzkar vörur sem eins konar svari við löndunarbanninu og frumkvæði Þjóðverja að hefndartollum bandalagsins. Slik gagnaðgerð af okkar hálfu kemur að sjálf- sögðu sterklega til greina. Einnig mætti athuga möguleika á hreinu löndunarbanni hér á ein- hverjum vestur-þýzkum vörum. Slikar aðgerðir mundu að visu ekki skipta Þjóðverja neinu efnahagslegu máli. En þær mundu hafa táknrænt gildi og vekja athygli umheimsins á viðskiptastriði Vestur-Þýzkalands gegn okkur. Sem betur fer veldur löndunarbann Þjóðverja okkur ekki neinu efnahagslegu böli vegna nægra markaða annars staðar. En söm er gerðin eigi að siður og vel þess virði, að bent sé á hana með eftirminnilegum hætti. Miklu alvarlegri eru hefndartollar Efnahags- bandalagsins, er valda okkur tjóni, sem nemur hundruðum milljóna króna á ári hverju. Við þurf- um þvi lika að kanna möguleika á gagnaðgerðum á þvi sviði. Timinn varpaði fram i umræddum leiðara þeirri hugmynd að íslendingar riftu fri- verzlunarsamningnum við Efnahagsbandalagið. Þá hugmynd má gjarna kanna til hlitar, þótt lik- legt sé, að i ljós komi, að jákvæðu hliðarnar á samstarfinu við bandalagið séu þyngri á metun- um en neikvæðu hliðarnar. Hins vegar kann að vera unnt að koma upp hliðstæðum hefndartollum gagnvart mikilvægum útflutningsvörum rikja Efnahagsbandalagsins og þeir hafa gagnvart okkar mikilvægustu út- flutningsafurðum. í heild má segja, að timabært sé fyrir okkur að endurskoða stöðu okkar i fjölskyldu Evrópuþjóð- anna. Senn liður að útfærslu efnahagslögsögu okkar i tvöhundruð milur. Sú útfærsla getur hæg- lega leitt til þess, að nýjar ofrikishugmyndir komist á kreik meðal stóru bræðra okkar i Evrópu. Við þurfum þvi i auknum mæli að minna um- heiminn á óviðurkvæmilega framkomu stóru bræðranna gagnvart okkur og þurfum i þvi skyni að beita þeim aðferðum, sem bezt henta á hverj- um tima. Vel getur verið, að kominn sé timi til að beita róttækari aðferðum en við höfum hingað til beitt. Sértollar og innflutningsbann eru aðgerðir, sem koma til greina og kanna þarf i fullri alvöru. -JK VOPNUM HEILSAÐ / Rúmlega 210 mill- ) jörðum dollara var \ varið til hergagna- ( kaupa á síðasta ári, samkvæmt skýrslu sænsku friðarrann- sóknarstofnunarinnar SIPRI. SIPRI er sjálf- stæð alþjóðleg stofnun sem sænska rikis- stjórnin stendur að. Þessi upphæð er álika há og allar tekjur hins ) fátækari helmings ( þjóða heimsins. / 1 þessari nýju ársskýrslu seg- 1 ir meðal annars að kjarnorku- / vopnabúr Bandarikjanna og Vopnin verða dýrari og dýrari og djöfullegri og djöfullegri. Plúton ) Sovétrlkjanna séu orðin næsta / hrikaleg. Þau séu margfalt um- ) fram nokkra hugsanlega þörf, ' hernaðarlega eða stjörnmála- ) lega. Yfir 30.000 ) kjarnasprengjur ) Sipri segir að samtals eigi ' Bandaríkin og Sovétrikin nú um ) 30.600 kjarnorkusprengjur. ' Bandarikin eigi sýnu fleiri, en J þær sovézku séu aftur á móti ' miklu öflugri. ) Ekki eru nærri allar þessar sprengjur I löndunum sjálfum, ) bæði eiga þau þúsundir af „litl- um” kjarnorkusprengjum i | Evrópu. Þær eru bornar af litl- um eldflaugum sem ekki eru I sérlega langdrægar og það á að nota þær á vigvöllunum á I svipaðan hátt og stórskotalið er notað I dag. Vladivostok 1 samkomulagið SIPRI ræðst á Vladivostok samkomulagið, sem Ford og Brezhnev gerðu með sér i nóvember siðastliðnum, og segir að I þvi sé ekkert sem kemur I veg fyrir endurbætur á vopnum sem nú eru til eða verða smfðuð á næstunni. Stofn- unin segir að þegar leyfilegum hámarksfjölda verði náð, muni löndin hafa tvöfaldað kjarn- orkuvopnaforða sinn. Það verð- ur innan fimm ára og verða þau þá fær um að eyða hvort öðru eitt hundrað sinnum. Takmarkað kjarnorkustríð? Sipri hafnar einnig kenning- unni um að nú sé hægt að skjóta kjarnorkuvopnum með svo miklu meiri nákvæmni en áður að það sé hægt að hafa „sveigj- j anleika” i beitingu kjarna- / vopna. Það þýðir að nákvæmnin sé svo mikil að hægt sé að skjóta kjarnasprengjum á hernaðarleg skotmörk án þess að valda glfurlegu tjóni á nærliggjandi byggðum. (Þarna er i rauninni um að ræða möguleika til að heyja takmarkað kjarnorku- strið). í skýrslunni segir að „eyðileggingarradius” sprengj- anna hafi vaxiðsvo miklu meira en nákvæmnin að óbreyttum borgurum sé i þvi litil trygging. Nýtt vopnakerfi i smiðum SIPRI varar við þvi að nýjar „þotuflaugar”, sem bæði stór- veldin séu að hanna, séu upp- hafið að nýju vopnakerfi sem gæti gersamlega gert að engu það sem þó ávannst i Vladivo- Framtlöardraumur aðmlrálanna? Herskip sem gætu verið úr vls- s*°“‘ indaskóldsögu. kjarnorkueldflaug. Þetta eru lágfleygar eldflaug- ar með venjulegum þotuhreyfl- um I stað rakettumótora. Þær geta farið langar vegalengdir i mjög litilli hæð og hægt er að stýra þeim með ótrúlegri nákvæmni. Þær geta t.d. verið með sjónvarpsmyndavélar i nefinu, sem sendi béint' til stjórnstöðvarinnar. Stjórnstöð- in geti verið hvort sem er i skipi eða flugvél og þaðan sé hægt að stýra I mark svo ekki skeiki nema nokkrum fetum. Illlllllllll k nJ Umsjon: Oli Tynes Sérlega hagkvæm fyrir Bandarikin SIPRI telur þessi vopn sér- lega freistandi fyrir Bandarik- in. Þau hafi hernaðarlegum skyldum að gegna um allan heim og þar sem þessar flaugar séu mjög „hreyfanlegar” og auðvelt að halda þeim við, séu þær sérlega hagkvæmar. Það er )iægt að nota þær bæði gegn ,stórum og litlúm skotmörkum, þ.e. t.d. herstöðvum i landi og skipum á höfum úti. Önnur vopn í skýrslunni er einnig fjallað um önnur vopn. Minnzt er á leisergeisla, sem valdi tima- bundinni blindu, og örbylgju- tæki sem hafi þau áhrif á vefi að menn brenni að innan. Þá segir að sameiginlegar fjárveitingar Bandarikjanna, Sovétrikjanna, Bretlands og Frakklands hafi farið úr þvi að vera 82 prósent af heildareyðslu til hermála, niður I 70 prósent. Þetta sé þó aðeins vegna þess að aðrar þjóðir hafi enn aukið hergagnakaup sin. Engin stjórn við Persaflóa SIPRI er harðorð um vopna- sölu til rikjanna við Persaflóa. Stofnunin segir að seljendur og kaupendur séu svo margir og þróunin svo hröð að ekki sé að sjá að nokkur aðilanna geri einu sinni tilraun til að hafa ein- hverja stjórn þar á. Þá er vikið að fyrirhugaðri flotastöð Bandarikjanna á eynni Diego Garcia i Indlandshafi og er SIPRI litið hrifin af henni. Rússar verða líka að fá sér í skýrslunni segir að ef gerð verði alvara úr þvi að setja þarna upp flotastöð þá sé það stórbreyting á valdajafnvæginu á þessu viðkvæma svæði. Bandarikin hafi þá möguleika á að beita kjarnorkukafbátum slnum á Indlandshafi á „þægi- legan og ódýran hátt”. Það sé nær alveg öruggt að Sovétrikin myndu fara að svipast eftir stað á þessum slóðum, þar sem þau gætu sett upp eigin flotastöð og þá væri hafið nýtt kjarnorku- vopnakapphlaup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.