Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Laugardagur 14. júni 1975 9 Norðurlandamót i bridge hefst á morgun i Noregi og er spilað i litlum bæ skammt frá Osló. Allar Norður- landaþjóðimar senda lið i opna flokkinn og unglingaflokk, en i kvennaflokki mætir ís- land ekki. Landslið okkar i unglinga- flokki er skipað þessum mönn- um: Helgi Jónsson, Helgi Sig- urðsson, Einar Guðjohnsen og Guömundur Arnarson. Þrir þeirra fyrstnefndu hafa komist i snertingu við millirikjaspila- mennsku áður, en þeir spiluðu á Evrópumóti unglinga i fyrra og stóðu sig með ágætum. Mér list nokkuð vel á þetta lið og spái þvi að það verði ekki neðar en i þriðja sæti. í opna flokknum spila eftir- taldir menn: Jakob R. Möller, Jón Baldurs- son, Hallur Simonarson og Þórir Sigurðsson. Jakob og Jón eru svo til óskrifað blað hvað snertir milli- rlkjaspilamennsku, enda stutt siðan þeir fóru að spila saman. Þeir hafa hins vegar náð góðum árangri i k-eppnum i vetur og verður fróðlegt að fylgjast með þessari fyrstu eldraun þeirra, sem er Norðurlandamótið. í fyrra spilaði Jón i unglinga- landsliðinu, en Jakob hefur spilað einu sinni i Norðurlanda- móti. Hallur og Þórir eru gamal- reyndir landsliðsmenn, marg- faldir Islandsmeistarar og þaulvanir að spila i löngum mótum. Fyrirliði beggja liða er Páll Bergsson. Páll hefur spilað i landsliðinu oftar en einu sinni og verður reynsla hans áreiðan- lega giftudrjúg fyrir bæði lið. 1 unglingaflokki mætir ísland andstæðingum sínum i þessari röð: 1. leikur Sunnudagskvöld: Finnland 2. leikur Mánudag: Sviþjóð 3. leikur Mánudag fri 4. leikur Þriðjudag: Danmörk 5. leikur Þriðjudag: Noregur. Siðan er þessi leikröð endur- tekin, þvi að spilaðir eru 2 32ja spila leikir milli landa. I opna flokknum er leikröðin þessi: 1. leikur Sunnudagskvöld: Noregur 2. leikur Mánudag fri 3. leikur Mánudag: Sviþjóð 4. leikur Þriðjudag: Danmörk 5. leikur Þriðjudag: Finnland. Leikröð er siðan endurtekin eins og i unglingaflokki. Mótinu lýkur með hófi á föstu- dagskvöld, en nánar verður sagt frá þvi i næsta þætti. Norðurlandalandsliðin: Taliö frá vinstri: Standandi: Hallur Simonarson, Jakob R. Mölier, Jón Baldursson, Páll Bergsson. Sitjandi: Helgi Jónsson, Einar Guðjohnsen, Helgi Sigurðsson og Guðmundur Arnarson. A myndina vantar Þóri Sigurðsson. PRESTAR ERU AN EFA I VANDA Láttu aanga Ijódaskrá Skipting suðurs varEau de Cologne Úrslit i gullbikarkeppni enska bridgesa mbandsins voru mjög óvænt i ár, þvi að allar lik- legustu sigursveitirnar voru slegnar út i fyrstu umferðunum. Sigursveitin er skipuð mjög ungum spilurum og er . meðal- aldur sveitarinnar undir 30 ár- um. Fyrirliðinn er D. Greenwood, en aðrir i sveitinni eru K. Loveys, I. Gordon, K. Stanley, M. Dilks og N. Gardener. Flestir kannast sjálf- sagt við Gardenernafnið, en hann er kunnur enskur lands- liðsmaður. Þessi Gardener er dóttir hans og hefur hún spilað i enska kvennalandsliðinu og þykir mjög efnileg. Hér er skemmtilegt varnar- spil frá keppninni, sem sýnir gamla kempu, John Collings i essinu sinu. Staðan var n-s á hættu og suður gefur. 4 D-G-9-: ^G-9-7-5 §■ 9-6-3 * K-2 4 10 y K-8-4 + A-D-G-4 4 9-8-6-5-3 4 3 *D-2 4 K-10-8-5-2 ^ A-D-G-10-4 4 A-K-8-6-5-4-2 V A-10-6-5 ♦ 7 4 7 Sagnir voru þannig: Suöur Vestur Norður Austur 14 2 G D 3 4 44 P P P Vestur spilaði út laufaás og meira laufi. Sagnhafi trompaði og tók tvo hæstu i spaða. Þegar vestur var ekki með i annað sinn, þá minnkuðu vinnings- möguleikarnir, en samt var sagnhafi með ýmsa möguleika eftir.Hann spilaði þvi trompi og Collings i austur átti slaginn. Vestur hafði kastað tigultvisti, og Collings þótti sýnt, að skipt- ing sagnhafa væri Eau de Col- ogne eða 4-7-1-1. Hann spilaði þvi tigli til þess að rjúfa sam- ganginn i tiglinum. Sagnhafi átti slaginn á gosann, trompaði tigul heim og spilaði austri aftur inn á tromp. Nú spilaði Coilings hjartaniu og þá voru öll sund lokuð. Það er auðvelt að ganga úr skugga um, að spili austur ekki báðum rauðu litunum, þá lendir vestur i óverjandi kastþröng og sagnhafi vinnur spilið. Verkföll virðast mér aðeins góð að einu leyti. Það er ekkert unnið i þeim. Mér finnst litill vafi leika á þvi að vinnan er undirrót alls ills. Ég gæti talið upp margt þessu til sönnunar, en læt nægja að benda á hvaö gerðist þegar Eva fór út á vinnu- markaðinn forðum. Ef ég man rétt stund- aði hún eplarækt og vita vist allir hvaða áhrif framleiðslan hafði á þau hjónin Adam og hana og afkomendur þeirra. Ef á mér ávexti að gefa ég afneita þegar I stað. En ef rétti mér epli hún Eva með áfergju biti I það. Það sem mest hefur verið rætt og ritað um á íslandi að undanförnu, fyrir utan veðrið, er trúmál. Aðsjálfsögðu blanda ég mér ekki i það mál fremur en önnur. Það er vegna þess að mér finnst að fólk eigi alltaf að fá að hafa sinar skoðanir i friði að minnsta kosti fyrir mér, kannski I guðsfriði lika. Prestar eru án vafa I vanda, hvort villa eða trú er útbreiddari. Þeir um það karpa af kærleiksanda og kristilegu hugarfari. Þar sem ég er einn af þeim fjölmörgu Islendingum sem hef ekki tima til að lesa annað en dagblöðin og Þjóf i Paradis, las ég grein Vilmundar i Mogga um daginn. Ég hef kunnað vel að meta röggsemi hans I sjónvarpi og ætið þakkað mlnum sæla fyrirað honum skuli aldrei hafa tekist að hrista af sér höfuðið. Höfuðlaus her er litils virði og er ég hræddur um að það sama gildi um Vilmund. Þó að vilja Vilmundar án vafa séu ei takmörk sett, ætið fær hann eitthvert svar annað en það sem virðist rétt. i forbifarten finnst mér létt fögnuð minn að láta i té. En er eitthvað und sólu satt og rétt? Segðu mér það for helvede. Auglýsingar i sjónvarpi virðast mér oft skemmtilegar. Það má nefnilega ekki segja hvað sem er i þessum auglýsingum. Einnig hefur það verið átalið harðlega, ef auglýsendur gefa rangar eða villandi upplýsingar um þá vöru sem þeir aug- lýsa. Þær sjónvarpsauglýsingar eru auð- vitað skemmtilegastar þar sem reynt er að komast sem næst þvi að segja það sem ekki má, og næst skemmtilegastar þær sem gefa tviræðar upplýsingar. Vinur minn einn á bil eins og þann sem sagt var um I sjónvarpsauglýsingu fyrir skömmu, ,,að kæmist allt sem hann ætlaði sér”. Ég spurði þennan vin minn hvort þetta væri rétt. Svar hans var eitthvað á þessa leið. Bíllinn, sagði vinur minn, ágætur er. Oft fór hann fram úr minum glæstustu vonum. Hann komst að sjálfsögðu allt sem hann ætlaði sér, en ekki nema fátt sem ég ætlaði honum. Bráðabirgðalögin i vinnudeilu manna I rikisverksmiðjum voru að sjálfsögðu brotin eins og öll lög önnur á Islandi. Þetta kom þó ekki að sök þvi að af ein- hverjum ástæðum hafði gleymst að ákveða viðurlög við brotum á þessum bráðabirgðalögum. Þau hefðu lika ef til vill orðið eins vitlaus og svokallaðar stöðumælasektir sem ég hef aldrei getað, skilið. Ég veit ekki til að stöðumælir hafi nokkurn tima verið sektaður um eina ein- ustu krónu. Af að brjóta lögin þú hefur þér hælt, oss hermt er I mæli ríkum. 1 Áburðarverksmiðju er sjálfsagt ei sælt að sitja undir áburði slikum. Islendingar léku knattspyrnuleik við frakka nú fyrir skömmu. Fyrir utan það að tefla fram góðu liði gegn þeim, tefldu þeir einnig fram sérlega vondum velli eftir þvi sem frakkar sögðu. Þarna var um að ræða milljóna mannvirki og þvi ekki nema von að frökkum gengi illa i leiknum. Mér er sagt að þetta sé grasvöll- ur svokallaður. Aldreihef ég nú tekið eftir þvi, og er svo um fleiri sem ég þekki. Þvi er þó haldið fram að völlurinn sé mjög góður, en gæti orðið enn betri ef sett væru upp spjöld á honum sem á stæði — gangið ekki á grasinu —, og farið eftir þvi. I leiknum við frakka hefði slikt þó ekki komið að neinu gagni, þvi að i fyrsta lagi veit ég ekki til að nokkur frakkanna skilji islensku og i öðru lági hefði vist orðið ansi erfitt að ganga á grasinu. Það var vi'st ekki tilstaðar. Eitt höfðu þó frakkar fram yfir okkur. Þeir höfðu dómarann með sér. Það má kannski segja að við islendingar getum litið sagt, þótt öll islenska þjóðin hafi séð að boltinn fór inn fyrir mark- linuna, þvi aö sjálfsagt hefur breski dóm- arinn tekið, i þessu tilfelli, mið af land- helgisdeilunni og þvi leyft franska mark- verðinum að fiska innan við linu. Ég samþykki að sjálfsögöu f hvellinum sögusögn frakka af knattspyrnusviðinu. Það var um að kenna vellinum. Þeim velli sem var á fslenska liðinu. Þar sem ættjarðarljóð er eitt af þvi sem enginn islendingur getur verið þekktur fyrir að yrkja ekki, ætla ég að láta eitt fljóta með i lokin. Fyrir ianga löngu leit ég þig um nótt. Aldrei hafði ég áður séð hve ertu kalt og ljótt. Þegar ég gekk á fögur fjöll fannst mér þau vera ljót, Þau eru svo sem ekkert annað en einhvers konar grjót. En kannski er það æðsta gleöi og yndi sérhvers manns, að geta fundiö fegurðina i faðmi ljótleikans. Ben. Ax. NORÐURLANDAMÓT í BRIDGE HEFST Á MORGUN í NOREGI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.