Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Vísir - 19.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 19.06.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Fimmtudagur 19. júní 1975 — 135. tbl. Erlend kcipalskip i Iðiidhelginni? „Okkur finnst skritiö að fá svona lélegar upplýsingar frá Hafrannsóknarstofnuninni,” sagði Friðjón Þorleifsson á Nes- kaupstað. Og átti þá við, að spurningum varðandi erlend skip f landhelginni væri ekki svarað sem skyldi. Bjartur frá Neskaupstað fékk kapal i trollið 12. júni slðastlið- inn, þá staddur skammt undan Stafnesi. Skipverjar höfðu þrátt fyrir mikla þoku veitt skipi einu athygli, sem þeim fannst likjast kapalskipi. Þeir höfðu haft sam- band við Bjarna Sæmundsson og beðið hann að athuga. Haf- rannsóknármennirnir sögðu, að þetta væri sennilega skip að taka sýni. En það bar engan þjóðarfána eða nein önnur merki, er gætu gefið til kynna heimaland þess. Siðan var það, að I trolliö kom einhver aöskota- hlutur. Hanr. rsyndist vera um tvær tommur I þvermál og mjög þungur. Er tekiö var utan af kom i ljós kapall, sem var innan i þykku harðplasti svipuöu og nota er utan um sjónvörp. En tjörulyktandi strigi innan I vir- neti var til verndar. Töldu skip- verjar þessu mjög nýlega komið fyrir eftir lyktinni aö dæma. Trollið, sem metið er á þrjár milljónir, gereyðilagðist. Sjópróf hófust á Neskaupstað i gær. —BA Athugasemd lítils drengs við Concorde-þotuna frœgu, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun: „HÚN ER SVO LJÓT" — Flaug héðan á tvöföldum hraða hljóðsin^ „Hún er eins og rán- fugl, þessi þota”, sagði starfsmaður á Keflavík- urflugvelli, er hann virti fyrir sér frönsku Con- corde-þotuna, sem þar átti stutta viðdvöl í morgun. Og litill dreng- ur, sem þarna stóð og mændi á þotuna stórum augum, sagði: ,,Ég ætla að verða flugmaður, þegar ég verð stór. En þá ætla ég ekki að fljúga svona flugvél. Hún er svo Ijót.” „Héðan fer þotan til Dakar I Suður-Afriku og flýgur hún þá á tvöföldum hraða hljóðsins, sem þýðir það, að hún er ekki nema um tvo klukkutima og fjörutiu minútur i ferðum þá leið sem venjuleg þota fer á um sex og hálfum tima,” sagði Bogi Þor- steinsson, yfirflugumferðarstjóri, þegar Vlsir hafði tal af honum þegar þotan var farin. Concorde-þotan lenti á Kefla- vikurflugvelli klukkan átta I morgun og tók hér eldsneyti. Hún var þá að koma frá Toulouse I Frakklandi og tók það flug um tvo tima. A þeirri leið gat hún ekki farið eins geyst og henni er lagið, sökum þess að leiðin lá yfir land. Og gilti þá einu, þótt flogið væri I 52 þúsund feta hæð. Hættan af hljóðmengun er stöðugt yfirvof- andi. A leið sinni héðan til Dakar getur hún hins vegar leyft sér að fara i gegnum hljóðmúrinn, þvi að þá liggur leiðin yfir haf. „Maður minnist þess, þegar Concorde kom hingað fyrst fyrir um einu og hálfu ári, en þá stóð hvaö mestur styr út af þessari hljóðfráu þotu,” sagði Bogi. „ótt- inn við hljóðmengun var svo mik- ill, aö það var þá jafnvel útlit fyrir, aðþotan fengi ekki að lenda hér. Það er ekki laust við, að eitt- hvað eimi ennþá eftir af þessum ótta á stöku stað. Það er nefnilega eitt, sem fólk athugar ekki,” hélt Bogi áfram, „og það er að Con- corde-þotan byrjar að draga úr hraðanum langt úti I hafi og þeg- ar hún kemur inn yfir land, er flughraðinn litlu meiri en venju- legrar þotu, sem býr sig til lend- ingar.” Þessi þota, sem hér lenti, er ein af tveim eða þrem, sem Con- corde-verksmiðjurnar hafa smið- að til reynslu. Var hún I reynslu- flugi og með slíkan mælitækja- fjölda af ýmsu tagi, að það var ekki sætarými nema fyrir um fimmtlu farþega, sem voru boðs- gestir. —ÞJM Hér er Concorde-vélin á Keflavlkurflugvelli. Áhöfnin rétt sté fæti á flugvöllinn, og sfðan var þotan rokin burtu á 2400 kilómetra hraða. Þota sem þessi flýgur til Kaupmannahafnar á litlu meira en klukkutlma. (Ljósmynd VIsis EMM). Eiga flugmenn skilið svo hó loun? — Lesendur hafa orðið - bls. 2 EKKI SAMA HVAR MIÐARNIR ERU KEYPTIR — skyggnzt um í fargjaldafrum- skóginum — bls. 3 Hjálpfúsar hendur fjarskiptamanna á grasmaðkssvœðinu — baksíða FLUGMENN EINIR MIÐA VIÐ LAUN ERLENDIS Tveir struku af Landakoli Það er ekki mikill vandi að komast út af sjúkrahúsum, ef menn una ekki vistinni þar lengur. Og margir nota ein- mitt tækifærið, meðan á heimsóknum stendur til að viðra sig eilítið. Tveir sjúklingar á Landa- koti yfirgáfu sjúkrahúsið I leyfisleysi I gær. Annar þeirra skilaði sér sjálfviljug- ur til baka. öllu verr gekk með hinn sjúklinginn. Sá er að visu kominn til baka, en þar þurfti lögreglan að koma til hjálpar. —BÁ „Það er miðað við margt. Kannski er eng- in ákveðin viðmiðun, en á undanförnum ár- um hefur ákaflega oft verið vitnað i SAS bæði hvað vinnutima, orlof og laun snertir, svo og i önnur evrópsk flug- félög.” Þannig svaraði Stefán Glsla- son flugstjóri, sem var I samn- inganefnd flugmanna, spurn- ingu VIsis um, viö hvað flug- menn miðuðu, þegar þeir fara fram á kauphækkun. Hann sagöi einnig, að samningar evrópsku flugfélaganna við flugmenn slna væru flugmönn- um mun hagstæðari en þeir samningar sem hér voru gerðir. Ólafur Hannibalsson hjá ASI sagði kröfur verkalýðshreyfing- arinnar ekki miöast á nokkurn hátt við efnahagsástand I öðrum löndum, en ef rætt væri um kjaraskeröingu, þá væru ekki mörg ár slðan við stóöum jafn- fætis þessum löndum I kaupi. Hann sagði, að lágmarkskaup á Norðurlöndum væri á milli 700 til 800 krónur á timann, en sem kunnugt er, er lágmarkstíma- kaupið hér, þriðji taxti Dags- brúnar, kr. 275.20 á timann. —EVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 135. Tölublað (19.06.1975)
https://timarit.is/issue/239112

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

135. Tölublað (19.06.1975)

Aðgerðir: