Vísir - 19.06.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 19.06.1975, Blaðsíða 7
Visir.Fimmtudagur 19.júni 1975. 7 Nú fer að hilla undir sumarið og enn er ekk- ert lát á sýningum og virðast menn ætla að freista þess að fram- lengja vertiðina þótt mikill hluti þjóðarinnar sé á förum til sólar- landa. Jafnvel kollegi minn, Bragi Ásgeirs- son, sem kvartað hefur yfir þeirri áþján að þurfa að skrifa um sýningar fram eftir sumri, hefur nú ákveð- ið að halda sjálfur smásýningu á Loftinu við Skólavörðustig. Bragi tekur það skýrt fram að þetta sé einungis nokkurskonar aukasýning, hann hafi farið að tina saman teikningar og mál- verk frá ýmsum timum til að innramma og siðan hafi honum dottið i hug að sýna þessi verk i hinu hlýlega andrúmslofti Loftsins. Er ekki nema gott eitt um það tiltæki Braga að segja og vonandi verður Loftið nú til þess að fleiri listamenn freistist til að sýna teikningar sinar og frumdrætti. A sýningu Braga er 41 mynd, málverk, vatnslitamyndir, steinprent,blýantsteikningar og hinar seinni lim- og „collage” myndir hans og hefur Bragi valið þau verk sem sakir stærð- ar hentuðu sýningarstaðnum. Þött sýning þessi sé«kki og sé ekki ætlað að vera, umfangs- mikil yfirlitssýning, þá má rekja málaraferil Braga á henni. Elstu myndirnar eru frá 1949, er höfundur var 18 ára og nemandi i Handiðaskólanum og er teiknuð sjálfsmynd hans (nr. 16) frá þeim tima gerð af miklu öryggi: hinn ungi listamaður hvessir augun að veröldinni, sem hann ætlar að leggja undir sig. Frá þessum tima eru einnig til sýnis nokkur litil tilbrigði um form i frumlitum og gætir þar e.t.v. einhverra áhrifa frá Ninu Tryggvadóttur. Frá þessum ár- um eru sömuleiðis blýants- teikningar af nöktu módeli, gerðar af furðulegri snerpu af svo ungum manni og sýna bæði tónnæmi og tilfinningu fyrir fyllingu kvenformanna. Athyglisvert er hversu skema- tiskt og kúbiskt Bragi fer með höfuð þessara kvenna, miðað viö natúralisma búkformanna, þótt annað veifið bregði hann á leik með kvik og hratt teiknuð konuandlit. Þessar rannsóknir á kven- likamanum og höfðinu leiða svo til mjög vandaðra steinprent- mynda á árunum eftir 1950 og eru formin þar bæði vandlega og kunnáttusamlega skyggð og brotin niður á kúbiskan hátt i sömu mynd. Virðist Bragi vera þar hægt að hneigjast til hins óhlutbundna, enda virðist pressa hinna eldri afstraktmál- ara á hina yngrihafa verið mik- il. Hápunktur þessara hálf-hlut- bundnu kvenmynda Braga er svo oliumynd af „Frú M” frá þvi um 1949-50 og líklega hafa eldri myndir Þorvalds Skúla- sonar verið Braga innblástur i gerö hennar. Fer hér saman formstyrkur og litnæmi og væri þetta frábær protrettmynd ef maður ekki heföi á tilfinning- unni að fyrirsætan væri of undirgefin „komposisjóninni”. Eftir 1954 virðist Bragi ganga hinu óhlutbundna alveg á vald og eru á sýningunni nokkur verk frá þessu geómetriska timabili hans, 1954-57 (nr. 25, 26, 18, 19). Bragi Asgeirsson: Nr. 39 „Sumarfingur” 1975. Eru þau gerð með blending af linum sem bæði afmarka form og dansa upp á eigin spýtur, og mjúkt dreifðum flötum i vörm- um litum. Eru þessi einkenni siðan oft einangruð kirfilega á miðjum striganum með breiðri litræmu utan um, og hefur hún gjarnan aðra og hrjúfari áferð en formskipunin sjálf. Þessi vinna Braga með form er jafnan finleg og smekkleg, en nútima áhorfandi saknar óstýrilætis og átaka. Liklegast hefur Bragi sjálfur siðar talið sig vera á of gæfri leið og um og eftir 1960 fer hann aö ganga á fjörur og safna að sér allskyns drasli sem hann svo gefur nýtt lif i „collage” mynd- um eins og stórri mynd frá 1965 sem á sýningunni er. Þykir mér liklegt að Bragi hafi um það leyti farið að beina athygli sinni æ meira til þróunar I bandariskri list og hafi ,,tusku”verk bandarikjamanns- ins Rauschenbergs ýtt undir þessi nýju vinnubrögð hans. Allavega er óliklegt að svo viölesnum listamanni sem Bragi ér hafi ekki verið kunnugt um verk hans. En þar sem verk Rauschenbergs voru full af natúraliskum tilvitnunum, voru myndir Braga enn óhlutbundn- ar og litaðir aðskotahlutír taka að sérhlutverk litflatanna. Viö þetta verður málverk Braga þó persónulegra, þar sem dótið og fatasneplarnir eru oftast komnir úr nánasta umhverfi hans. En það sem gerir myndir eins og þessa frá 1965 svo álit- legar er að „kompónistinn” i listamanninum hefur ávallt yfirhöndina og það sem i fyrstu sýnist hroðvirknislegt er i raun yfirvegað þegar nánar er rýnt. Næst okkur i timaröðinni eru svo myndirnar i innsta herbergi Loftsins, „kúlu- og tappa”- myndirnar svokölluðu, ásamt eftir Aðalstein Ingólfsson þeim alnýjustu, „limhlaups”- myndunum, og nú virðist Bragi aftur nota sér uppgötvanir evrópskra listamanna. Nokkrar þeirra siðarnefndu voru á sið- ustu sýningu Braga i Norræna húsinu og hefur hann svo bætt við nokkrum i sama dúr. Forrn skipun og áferð á myndfleti virðist nú vikja að mestu leyti fyrir einskonar ljóðrænum súrrealisma, þar sem Bragi notar klukkur sinar og dúkkur á bæði myndrænan og táknrænan veg. Þetta eru að visu mögnuð tákn, en til lengdar held ég að Bragi verði að vikka málverk sitt með fleiri aðskotahlutum eða þá að nota þá á fjölbreyttari vegu til þess að verk hans staðni ekki. Of af þessari sýningu að dæma efast ég ekki um að Bragi á eftir að fara inn á fleiri og fjórri brautir i framtiðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.