Vísir - 19.06.1975, Síða 2

Vísir - 19.06.1975, Síða 2
2 Vísir.Fimmtudagur 19.júni 1975. TÍSIBSm: Eiga flugmenn skilið að fá svona há laun? Haraldur Sigfússon, leigubil- stjóri: Nei, ekki miöað viö þann vinnutima, sem þeir inna af hendi. En þeir skýra vist kröfur sinar meö þvi aö þeir miöi tekjur sinar viö útreikning i erlendum gjaldeyri og lika hvaö kollegar þeirra erlendis hafa. Agústa Sigurjónsdóttir, hús- móöir: Alla vega hafa þeir fengið nóg i dag. Skýringin á þvi hvers vegna þeir fá kröfum sinum framgengt er sennilega sú að hér rikir engin samkeppni og ef þeir hóta að leggja niður störf eru eng- ir staögenglar. Sigriöur Guðmundsdóttir, hús- frú: Launin eru alltof há. beir taka of mikið til sin miðað við aörar stéttir. Og þar að auki eru fleiri sem bera ábyrgð á manns- lifum en endilega flugmenn. Engilbert Guömundsson, bílstjóri: Menn, sem hafa stuttan starfsaldur og vinna störf, sem krefjast hestaheilsu, veröa að fá góö laun þann tima sem þeir geta unniö. Snorri Karlsson, fulltrúi: Nei, alla vega ekki ef miðað er við laun opinberra starfsmanna. Þetta sýnir bezt stéttamismuninn á Islandi að sumir skuli geta náð þessari aðstöðu. Ragnar Emilsson, arkitekt: Nei, það finnst mér ekki. Þeir einoka starfsemina. Hafa sennilega injög góða forystu i félögum sin- um, sem fylgja kröfunum eftir. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Leigubflstjóri kom aö máli við blaöiö: ,,Það er i tilefni árekstursins á mótum Bólstaðarhllðar og Stakkahliðar á föstudaginn að ég fæ ekki orða bundizt. Nú hefur sá leigubilstjóri, sem þarna átti hlut að máli, misst sin ökuréttindi. Sam- kvæmt frásögn lögreglunnar var bilstjórinn á glæfralegpm hraða, en ég sem ökumaður i bil, sem kom á eftir honum get vitnað, að hraðinn var ekki meiri en um 55 kilómetrar. Að visu hægði hann litið á sér við gatnamótin, sem vitanlega er varhugavert. Þess ber þó að gæta, að þarna á billinn rétt fyrir þeim bil, sem kemur Stakkahliðina og inn i hlið hans. Við áreksturinn hentist leigubilstjórinn yfir I hitt fram- sætið, svo vonlegt er, að hann hafi átt erfitt með aö ná stjórn á bil sinum á ný og hemla. Þaö er þvi von, að billinn hendist langar leiðir og á kyrr- stæða bila. Ég vil aftur á móti benda á það kraftaverk, að bilstjóranum skyldi takast að foröast öll þau börn, sem þarna voru að leik. Svo viröist sem lögreglan I Reykjavik leggi okkur ungu leigubilstjórana i einelti og þess eru nokkur dæmi, að þeir hafi verið sviptir ökuleyfi sinu fyrir brot, sem vart teljast alvarleg. Aðallega er það vegna of hraðs aksturs, t.d. á Breiðholts- brautinni eöa Hringbrautinni. Aftur á móti virðist lögreglan láta alla þessa óþroskuðu unglinga, sem aka eins og vit- leysingar á yfir hundrað kilómetra hraöa upp Hverfis- götuna og Nóatúnið afskipta- lausa. Þetta eru tryllitækjagæjarnir, sem eru stórhættulegir og ég hef oft orðið vitni að.að aki jafnvel Hafnarstrætiö á 90 kilóinetra hraða. Ég vil benda á það, að lög- reglan er gjörsamlega vanbúin ökutækjum til að fást við þessa pilta. Lögreglubilarnir eiga ekki möguleika á að elta þá uppi og stöðva þá. Að visu hefur verið bent á, að slikir eltingaleikir geti endaðmeðósköpum, en það er eingöngu vegna þess að eltingaleikirnir dragast á langinn vegna kraftleysis lög- reglubilanna. Ég vil benda á það, að ef lög- reglan hefði yfir nokkrum kraft- miklum bflum að ráða mundi hún ná þessum piltum eins og skot og þannig stööva leikinn áður en hann endar með stór- ; slysum.” Hringið i síma 86611 miili kl. 15 og 16. Jakob Hafstein skrifar um sýningu Guðmundar Karls: „Þegar sýning hefur : svona góð áhrif..." Jakob Hafstein skrifar: „Þeir sem þessa dagana leggja leið sina að Kjarvalsstöð- um, og vonandi verða þeir margir, komast að raun um, að lif hefur færzt I salar- kynnin þar. Myndlistarlif, sem vaxið hefur þar og dafnað vel að undanförnu og þokað á braut þeirri drungans og dauðans hönd, sem náð hafði nokkru taki á þessari menningarmiðstöð Reykjavikurborgar. Málverka- sýning Guðmundar Karls að Kjarvalsstöðum ber þessari staðreynd glöggt vitni. A sýningunni eru 92 verk, máluð I oliulitum, bæði stór og smá i sniðum, og eru ótrúlega mörg þeirra gerð af mikilli leikni, kunnáttu og skörpum skilningi á hverju viðfangsefni. Þar gefur að lita sannar is- lenzkar landslagsmyndir, sum- ar- og vetrarmyndir, mosann og hraunið á Reykjanesinu, Blá- fjöllin, Vifilsfellið, Keili og Helgafell, margslungna og sér- kennilega litadýrð Kleifar- vatnssvæðisins, myndir úr Hafnarfirði, Keflavik og Grindavik, hús og báta, blóma- myndir og ilmandi blómabeð, erlendar skógarmyndir með glitrandi sólskinsblettum á skógarstigunum og sérkenni- iega falleg þýzk og itölsk sveita- þorp. öll þessi mikla breidd i viðfangsefnavali gleður augað og gerir manni hlýtt i geði. Andrúmsloftið i hinum stóra sýningarsal Kjarvalsstaða, sem að visu er afar erfiöur sýningar- salur með hinu þunga, tiglaða lofti og ófullkominni lýsingu, verður á sýningu þessari bæði létt og mjög aðlaðandi. Það er langt siðan ég lét hafa það eftir mér, að ekki treysti ég mér til að dæma myndlistar- menn: Hver væri góður og hver lélegur, hver stór og hver smár. Skoöandinn á að dæma um það sjálfur, segja sjálfur til um það, hvað honum finnst i þessum efn- um hverju sinni. Og mér hefur ætið fundizt það dæmalaus kok- hreysti og bera vott um sérlega litla sjálfsgagnrýni, þegar myndlistarmennirnir sjálfir setjast I dómarasætið og dæma aðra myndlistarmenn með það markmið eitt fyrir augum, að hafa vit fyrir fólki i jafn-marg- slungnum og viðkvæmum mál- um. En þegar myndlistarsýning hefur jafngóð og örvandi áhrif sem þessi sýning Guðmundar Karls að Kjarvalsstöðum, finnst mér rétt og skylt af mér að hvetja fólk til að skoða slika sýningu. Þess vegna eru þessar fáu og fátæklegu linur ritaðar. Ég leyfi mér að óska Guðmundi Karli hjartanlega til hamingju með sýninguna.” Illa fengnir túlí- panar U.R. hringdi: „Hún amma min er 79 ára ;j gömul og er afskaplega mikill náttúruunnandi. Hún á afar fallegan garð, þar sem hún ræktar túlípana, rósir og daliur og ýmislegt fleira, sem erfitt er að rækta. Einn morgun núna i vikunni, þegar hún kom út, var búið að klippa hvern einasta túllpana, sem i garðinum var, og prýða þeir nú sennilegast blómavasa einhvers fingralangs borgarans. Aðeins einn túlipani var skilinn eftir, sennilega verið of útsprunginn til þess að passa I vöndinn. Þess má geta, að erfitt var að komast að túlipönunum, þvi að ganga verður niður með húsinu og á bak við til að komast að þeim. Það er skrýtið hvernig sumir auka á yndi sitt. Skyldu þeir virkilega njóta þess að hafa svona fengin blóm til að gleðja augað?” Billinn er kom Stakkahliðina (t.v.) og leigubiHinn (t.h.). Ásamt þeim skemmdust tveir aðrir fólksbílar i þessum mikla árekstri. Ljósm. ómar Ragnarsson. Elta ungu leigubílstjórana — en hvað um óþroskuðu unglingana ó tryllitœkjunum?

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.