Vísir - 19.06.1975, Blaðsíða 3
VIsir.Fimmtudagur lS.júni 1975.
3
í frumskógi
fargjaldanna:
Ekki
sama
hvar
far-
miðinn
er
keyptur
Kaupmannahafnarferðir i
júli og ágúst virðist vera hægt
að fá á mjög misjöfnu verði.
Mismunurinn er meira en
25.000.- án þess að menn þurfi
að uppfylla nokkur skilyrði
t.d. vera i Norræna félaginu
o.s.frv. Hjá Ferðamiðstöðinni
fæst ferð á 27.000.- kr. Viku-
gisting á trúboðshóteii i 2ja
manna herbergi er aðeins
9.000.- kr. dýrari.
Landsýnselur 10 daga ferðir
á Hótel Falcon á 42.0Ó0.- 15
daga gistingu á einkaheimili
+flug kostar 38.000.-. Ef hins
vegar hið venjulega fargjald
er greitt og engin gisting tekin
þarf að borga 52.160.-.
Sunna selur ferðir til Kaup-
mannahafnar — innifalin er
gisting i 3 nætur á einka-
heimili+morgunmatur —- á
27.500.-.
tJrval býður upp á Kaup-
mannahafnarferðir á 29.500.-.
titsýn selur vikuferðir á
27.000.- einungis flug innifalið.
Allar þessar ferðaskrifstof-
ur bjóða upp á sólarferðir.
Mallorcaferð með Landsýn —
miðuð við ferð um miðjan júll
og að 2 einstaklingar búi
saman I ibúð — kostar 43.500.-.
Sunnuferð til Mallorca fyrir
sama fólk kostar 54.000.-.
Úrvalsferð kostar 48.000.-.
Útsýnarferð, þar sem þeir
selja fyrir Tjæreborg, til Mall-
orca kostar hvorki meira né
minna en 49.000.- frá Kaup-
mannahöfn til Mallorca. Og ef
viökomandi þarf að greiða hið
almenna fargjald, sem er
52.160.- er ferðin komin yfir
100.000.-.
Ferðamiðstöðin býður ekki
upp á Mallorcaferðir heldur
ferðir til Benedorm-strandar
milli Costa Brava og Costa Del
Sol. Hálfsmánaðardvöl i fullu
fæði kostar 39.600.-.
Lúðrar
þeyttir á
Húsavík
Það verður heldur betur blásið i
lúðra á Húsavik um helgina, þeg-
ar landsmót islenzkra lúðrasveita
verður haldið þar. Samtals eru
þetta 12 lúðrasveitir með hátt á
þriðja hundrað meðlimi.
A föstudaginn verður aðalfund-
urinn haldinn. A laugardaginn
veröa útihljómleikar, þar sem
hver hljómsveit leikur fyrir sig og
svo allar saman — Lúðrasveit ís-
lands —. A sunnudag er svo fyrir-
huguð skoðunarferð um nágrenni
Húsavikur. Mótinu verður slitið
með kaffiveizlu bæjarstjórnar
Húsavikur.
IÞ/EVI
IÐNTÆKNI HYGGUR A UTFLUTNING:
GJALDMÆLAR OG
VÉLGÆZLUTÆKI Á
ERLENDAN MARKAÐ
Útflutningur á tækj- gæzlutækjum og fyrirtækið Iðntækni,
um, eins og gjaldmæl- brunavarnarkerfum, 'sem til þessa hefur
um i íeigubila, vél- er nú að hef jast. Það er keppt við innflutning,
sem ætlar að hefja
þátttöku i hinni
grimmu samkeppni er-
lendis.
„Hér verður ekki aðeins
framleiðslan til heldur hafa
hugmyndirnar fæðzt hérna
lika,” sagði Gunnlaugur
Jósepsson framkvæmdastjóri.
En þetta þróttmikla fyrirtæki er
aðeins 4 ára gamalt. A þessum
árum hefur það sennilegast orð-
ið hvað þekktast fyrir kerfið,
sem það hannaði fyrir einvigi
þeirra Spassky og Fischers,
sem er einstakt i sinni röð.
Þeir eru i dag stærstu tölvu-
seljendur á markaðnum og
kaupa inn það, sem þarf i þær,
ogsetja siðan saman hér heima.
Tölvubókhald, þar sem allur
pappir er úr sögunni og þarf
ekki einu sinni að nota gata-
spjöld, er ein af nýjungum, sem
þeir hafa kynnt hérlendis^
Er Gunnlaugur var inntur
nánar eftir skákeinviginu, sagði
hann, að allar skákirnar hefðu
verið teknar upp á myndsegul-
band. En litið sagði hann þá
vera spennta fyrir að láta það ai
hendi.
Iðntækni hefur haldið nám-
skeið i svokallaðri rökrásar-
tækni, þar sem mönnum hafa
veriö kennd sömu undirstöðuat-
riöi i rafeindafræði og er i
skandinavískum tækniskólum.
Þau hafa verið sótt bæði af
áhugamönnum og verkfræðing-
um, og aldur þátttakenda verið
frá 16-70 ára. Námskeiðin hafa-
verið haldin i samráði við iðnað-
arráðuneytið. Nú á næstunni er
ætlunin að færa Iðnskólanum að
gjöf þau tæki, sem notuö voru
við kennsluna. Viðgerðaþjón-
usta á tækjum er einn þáttur
starfseminnar. Mörg þessara
tækja þurfti áður að senda utan
eða fá menn erlendis frá.
Þar sem svo virtist sem fram-
kvæmdastjórinn fengi flestar
hugdetturnar um tækninýjung-
ar, var hann inntur eftir þvi,
hvað væri á prjónunum. Hann
varðistallra frétta, en sagði, að
fljótlega yrðu kynnt ný tæki.
—BA
Tölvan, sem fyrirtækið notar sjálft,
— sjónvarpsskermurinn gerir allan pappir óþarfan.
PARADtS: ólafur J. Kolbeins, Pétur Kristjánsson, pianóleikari, Gunnar Hermannsson, Ragnar
Sigurðsson og Pétur Kristjánsson I sjöunda himni.
fmt //mwi
' £ iW W ■ *. Æk m .v l/V-1’
##
PARADISARHEIMT
##
Lézt
eftir
bílslys
Gunnar Kvaran, 79 ára gamall
stórkaupmaður úr Reykjavik,
lézt á þjóðhátiðardaginn af völd-
um áverka, er hann hlaut i bil-
slysi siðastliðinn föstudag.
Bilslys þetta átti sér stað á mót-
um Barónsstigs og Skúlagötu.
Gunnar var annar stofnenda og
eigenda fyrirtækisins I. Bryn-
jólfsson og Kvaran. Hann var
einnig lengi formaður og fram-
kvæmdastjóri Innflytjendasam-
bandsins og i stjórn bæði Verzlun-
arráðs íslands og Félags is-
lenzkra stórkaupmanna. — JB
Pétur og co. hefja leik sinn um helgina
Allt frá þvi, er Pétur
Kristjánsson tilkynnti, hvaða
mönnum hann hefðihnuplað frá
öðrum hljómsveitum til að
mynda sina eigin, hefur al-
menningur beðið spenntur eftir
að heyra íþeim félögum, svo og
að vita nafn hljómsveitarinnar.
Og nú er að renna upp tlmi
hinna uppfylltu óska, því að
hljómsveitin kemur fram I
fyrsta skipti nú um helgina og
nafnið hefur verið ákveðið:
„PARADtS” skal hún heita.
Að sjálfsögðu var það höfuð-
paurinn, Pétur, sem fann nafnið
á hljómsveitina. Það er þannig
til komið, að hann var að hlusta
á nýju Pelicanplötuna og þ.á.m.
lagið „Working to Paradise”,
og þá laust hugmyndinni niður í
höfuð hans, eins og eldingu af
himnum, og hann ákvað snar-
lega að nefna hljómsveitina
Paradis.
Paradis kemur i fyrsta skipti
fram annað kvöld, og þá iTóna-
bæ. Á laugardagskvöldið ætlar
hljómsveitin svo að lifga upp á
menninguna i Grindavik, en
fleiri dansleikir hafa ekki verið
ákveðnir i bili. Þó ganga þeir
Paradisarenglar með þá hug-
mynd i maganum að bregða sér
til Færeyja á næstunni, en þaö
er allt óráðið.
Sem sagt, Paradisin hans
Péturs er að komast á kreik, og
hvernig henni kann að vegna á
næstunni, er undir áheyrendum
komiö. En eftir að blm. hafði
heyrt i hljómsveitinni á æfingu,
gekk hann þaðan þess fullviss,
að nú megi ýmsir fara að vara
sig.
—AT