Vísir - 19.06.1975, Page 5

Vísir - 19.06.1975, Page 5
VIsir.Fimmtudagur 19.júnl 1975. REUTER AP/NTB GUN ÚTLÖND ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón: Óli Tynes KOMMÚNISTAR HAFA HÆTT ÖLLUM LÁTALÁTUM UM SKOÐANA - OG RITFRELSI — prentara yfirtaka Kommúnistar í hafa hætt tilraunum til Portúgal virðast nú að láta eins og þeir ætli Rakarar og klœð- skerar ísraels- hers setja sig í bardagastellingar Siðhærðir israelskir hermenn kunna i fram- tiðinni að lenda fyrir herrétti, þar sem rak- arar biða tilbúnir til að skera hár þeirra og klæðskerar tilbúnir til að hressa upp á ein- kennisbúninginn. Yfirstjórn hersins hefur ákveðið að herða mjög aga inn- an hans. Samskipti innan hers- ins hafa verið mjög svo óform- leg til þessa og margir óbreyttir hermennkalla t.d. foringja sina fornöfnum. Þá hefur og litið verið hugsað um hermannlegt útlit hingað til, og ef lið hefur verið kvatt út I skyndi, eins og t.d. i Yom Kipp- ur striðinu, hafa menn mætt i striðið i furðulegustu „múnder- ingum.” Sérstakar eftirlitssveitir rak- ara og klæðskera munu nú ferð- ast fram og aftur um landið og hirða upp illa til hafða hermenn á leið sinni. Verður hresst upp á útlit þeirra á staðnum. HÚRRA VIÐ UNNUM Kosningar til þings og borgarstjórna fóru fram i Sovét- rikjunum siðastlið- inn sunnudag, og fengu frambjóð- endur eina listans, sem var i kjöri, 99,95 prósent atkvæða. Þátttaka var 99,96 prósent. Samkvæmt sovézkum kosninga- lögum er aðeins boð- inn fram einn fram- bjóðandi i hverju kjördæmi. Kjósend- ur geta hins vegar strokað út nafn hans og sett annað i stað- inn, ef þeir eru ekki ánægðir með mann- inn. Dagens Nyheter: Sœnska leyniþjón ustan hlerar sendi- róðssímtöl Sænska leyniþjónust- an hefur um nokkurt skeið hlerað sima sendi- ráðs austantjaldsrikis og einnig sima hermála- fulltrúa erlends sendi- ráðs, að sögn sænska blaðsins Dagens Nyhet- er. Dómsmálaráðuneytið sænska hefur neitað að láta nokkuð eftir sér hafa um málið á þessu stigi. Þessi frétt fylgir i kjölfar ásak- ana samtaka Maoista um, að sænska leyniþjónustan hleri sima þeirra. Dagens Nyheter hafði frétt sina eftir starfsmanni simafyrirtækis, sem sagði: „Þaðer verið að hlera sima sendiráðs austantjaldsrikis og lika sfma hermálafulltrúa er- lends rikis. Ég veit um fleiri hleranir, en vil ekki skýra frá þeim að svo stöddu.” Samkvæmt sænskum lögum þarf dómsúrskurð til hlerana. Leyfi eru einungis veitt i njósna- málum, eiturlyfjamálum og sam- kvæmt lögum um aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum, en þau eru mjög viðtæk. Republica í Portúgal að leyfa skoðanafrelsi. Kommúnistum i hópi prentara hefur verið leyft að yfirtaka blað jafnaðarmanna, Repu- blica, og voru hermenn til staðar i gær til að hleypa þeim inn i húsið og halda reiðum jafnaðarmönnum i skefjum. Siðan Republica hætti að koma út, eftir að kommúnistar i hópi prentara reyndu að yfirtaka blaðið, hafa jafnaðarmenn fengið margítrekuð loforð um að útgáfa yrði hafin aftur undir stjórn jafnaðarmanna. Einn dagurinn af öðrum hefur verið nefndur, en þegar á hólminn kom, var jafn- an fundin einhver ástæða til frestunar. Nýju herrarnir Hinir nýju stjórnendur: Prentarar mættu í gær til starfa við Republica. Jafnaðarmenn voru teknir á brott með her- valdi. Nú virðist hins vegar endanlega ráðið, að kommúnistar taki að sér stjórn blaðsins. Varla er hægt að búast við, að jafnaðarmenn taki þessu þegjandi, og má þvi gera ráð fyrir stórviðburðum þarna á næstu dögum. VERJA EIGINMENN MEÐ KJAFTI - OG HÁUM SKÓM Blað i Zambiu skýrði frá þvi i gær, að hópur eiginkvenna i Ndola hafi myndað varðsveit, sem hefur það verkefni að berja á ógiftum stúlk- um, sem þær gruna um að eiga vingott við eigin- menn sina. Fyrsta málið vegna þessa er komið til lög- reglunnar. Ung og falleg ógift stúlka féll i hendur þriggja valkyrja og héldu tvær henni fastri, meðan sú þriðja barði hana i höfuðið með há- hæluðum skó. Taka varð átta spor i sár á höfði hennar. Ekki kvaðst hún ætla að leggja fram kæru, þar sem hún vorkenndi eig- inmanninum, sem væri „tðpp-maður”. Fordœma hvert það ríki eða stofnun sem vill frið við Ísraelsríki írak og Libya hafa gert með sér samning um andstöðu við það, sem löndin kalla ,,upp- gjafar samninga” við ísrael. Abdel-Salam Jalloud, forsætisráð- herra íraks, sagði við fréttamenn, þegar hann var að snúa heim úr heimsókn til Libyu, að rikin tvö myndu berjast af alefli gegn hverjum þeim, sem viðurkenndi tilverurétt ísraelsrikis. Libya hefur löngum gagnrýnt Sadat fyrir stefnu hans gagn- vart ísrael. trak, sem hefur töluvert meiri pólitisk áhrif, hefur hins vegar haldið sig utan við þessar deilur hingað til. Jalloud sagði einnig við fréttamenn, að hann og Gaddafi myndu sameinazt i andstöðu við Genfar-ráðstefnu um deilumál- in i Miðausturlöndum. Jalloud sagði, að i stuttu máli hefðu þeir Gaddafi orðið sam- mála um andstöðu viö hvers konar samninga eða frið við ísrael og fordæma hvert það riki eða stofnun, sem ekki fylgdi þessari stefnu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.