Vísir - 19.06.1975, Side 6

Vísir - 19.06.1975, Side 6
6 VIsir.Fimmtudagur 19.jiinl 1975. visir Útgefandi:' Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnprfulltrúi:, Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slöumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Tölur tala sínu máli Höfuðsmenn landbúnaðarins kvarta sáran um það, sem þeir nefna rakalausar fullyrðingar um, að leggja beri niður landbúnað á íslandi. Eiga þeir þá væntanlega við lýsingar Visis á mein- gölluðu fjármögnunarkerfi landbúnaðarins. Samt hefur Visir ekki lagt til, að landbúnaður- inn verði lagður niður. Blaðið hefur aðeins lagt til, að smám saman verði afnumin þau forrétt- indi, sem landbúnaðurinn hefur umfram aðrar atvinnugreinar. Ef höfuðsmenn landbúnaðarins telja afnám forréttinda i áföngum jafngilda þvi, að land- búnaður verði lagður niður, þá er það þeirra mat. En sú vantrú endurspeglar að sjálfsögðu vanda- mál landbúnaðar i nútima efnahagslifi. Enn siður hafa lýsingar Visis verið rakalausar. Af nógu hefur verið að taka fyrir utan þau aug- ljósu sannindi, að mestur efnahagslegur árangur næst með sem mestu jafnrétti atvinnuvega. Samkvæmt nýjustu upplýsingum munu 7-8% Islendinga starfa i landbúnaði og uppfylla með afurðum sinum upp undir 50% af neyzluþörfum þjóðarinnar. Hinn helmingur neyzlunnar kemur frá sjávarútvegi annars vegar og frá ýmsum inn- flutningi hins vegar. 1 Bandarikjunum starfa hins vegar ekki nema 2,5% þjóðarinnar i landbúnaði og uppfylla sem svarar 100% af neyzluþörfum þjóðarinnar. Inn- flutningur landbúnaðarafurða og neyzla inn- lendra sjávarafurða standast nokkurn veginn á við útflutning landbúnaðarafurða. Það þarf sem sagt þrisvar sinnum færri menn i Bandarikjunum til að framleiða helmingi meiri hluta neyzluþarfanna. Af þessum einfalda samanburði má sjá, að bandariskur landbúnaður er a.m.k. sex sinnum framleiðnari en islenzkur. Danmörk er langt frá þvi að vera eins háþróað landbúnaðarland og Bandarikin, en hefur þó tvis- var til þrisvar sinnum meiri framleiðni i þessari grein en við höfum hér. Til staðfestingar þessari fullyrðingu verða hér borin saman annars vegar nokkurra mánaða gömul dönsk útflutningsverð eða fob. verð sam- kvæmt Nordisk Landbrugsekonomisk Tidskrift og hins vegar islenzkt heildsöluverð frá sama tima, hvort tveggja i kilóum og án söluskatts. Danskt smjör er þrisvar sinnum ódýrara en is- lenzkt og kostar 277 á móti 731 krónu Danskur 45% ostur er þriðjungi ódýrari en is- lenzkur og kostar 302 krónur á móti 444 krónum. Dönsk egg eru helmingi ódýrari en islenzk og kosta 177 krónur á móti 320 krónum. Danskir kjúklingar eru helmingi ódýrari en islenzkir og kosta 213 krónur á móti 370 krónum. Danskt svinakjöt er þriðjungi ódýrara en islenzkt og kostar 262 krónur á móti 351 krónu. Danska svinakjötið er lika þriðjungi ódýrara en islenzka dilkakjötið, sem kostar 387 krónur. Hin gifurlegu fjármagnsforréttindi land- búnaðarins hafa ekki megnað að gera hann fram- leiðinn á borð við landbúnað Danmerkur og Bandarikjanna. Við stöndum andspænis þeirri dapurlegu staðreynd, að þetta kostar okkur mjög marga milljarða króna á ári hverju. Staðreyndin er sú, að við mundum spara millj- arða á afnámi forréttindanna og aðra milljarða á innflutningi ódýrra landbúnaðarafurða, aðallega frá Bandarikjunum. Visir hefur áður lýst þvi rækilega, hvernig framkvæma megi þetta þjóð- hagsmunamál á löngum tima. — JK Hin „friösamlega” kjarnorkusprengja Indverja vakti önnur rlki til umhugsunar. (Newsweek o.fl) Kjarnorku- sprengjur handa öllum Þeim löndum fjölgar stöðugt sem hafa tækni- lega kunnáttu og þau efni sem þarf til að framleiða kjarnorkuvopn og ýmsir sérfræðingar spá þvf að á næstu árum muni kjarn- orkuveldum í heiminum fjölga verulega. Fyrir nokkrum dögum samþykkti Vestur-Þýzkaland að selja Braziliu kjarnorkuver. Frakkland hefur ákveðið að selja kjarnorkuver til Pakistan, Formósu, Suður-Kóreu og Argentínu og Libya er að kaupa kjarnorkuver frá Sovétrikjunum. Þar með hafa öll þessi riki mögu- leika á að smiða kjarn- orkusprengjur. Nóg í 50 þúsund kjarnasprengjur Það er auðvitað rétt að þótt lönd kaupi kjarnorkuver fylgir það ekki af sjálfu sér að þau sprengi kjarnorkusprengjur. En það er staðreynd að hvert það land, sem á sæmilega stórt kjarn- orkuver og hefur möguleika á að aðskilja plútónium og úranium, getur framleitt sprengjur. Þar sem svo oliuverð fer sihækkandi fjölgar stöðugt þeim rikjum, sem vilja fá kjarn- orkuver i sparnaðarskyni.í árslok 1974 voru 167 kjarnorkuver starf- rækt i 17 löndum.l lok þessa ára- tugar er gert ráð fyrir að þau verði orðin 500 i 52 löndum. Aætlanir gera ráð fyrir að um 1980 muni kjarnorkuver heimsins hafa framleitt milljón pund af plútónium.Það er nóg i 50 þúsund kjarnorkusprengjur. Siðan Indland sprengdi sér leið inn i kjarnorkuklúbbinn, hafa menn velt þvi fyrir sér hver yrði næstur.Bandariskur sérfræðingur segir: „Indverska sprengingin var skref fram af klettabrúninni. Þótt Indverjar hafi talað um „friðsamlega sprengingu” var þetta boð til annarra þjóða um að gera siikt hið sama!’ Enn sem komið er hefur ekkert land tekið boði Indverja.Visinda- menn segja hins vegar að fjöl- mörg ,,ný lönd” séu að þvi komin að framleiða sprengjur. Nokkur þau líklegustu eru: ísrael og Egyptaland Jafnvel þótt Isráel hafi hvað eftir annað lýst þvi yfir að það muni ekki verða fyrsta rikið i Miðausturlöndum til að kjarn- orkuvopnast eru margir sér- fræðingar sannfærðir um að það eigi „sprengju i kjallaranum,” þ.e. hafi möguleika á að smiða sprengju á fáeinum vikum. Israel hefur starfrækt kjarn- orkuver i mörg ár og hefur lengi haft bæði þekkingu og fjármagn til framleiðslunnar. Egyptaland hefur einnig þá tækniþekkingu sem nauðsynleg er og kann að vera undir vaxandi pólitiskum þrýstingi að gera það. Pakistan Frakkland hefur haft arðbært „kjarnorkusamband” við Pakistan um árabil. Frakkar segja að visu að þeir hafi alltaf krafizt nákvæmra upplýsinga um hvað gert væri við plútóniumið. En sprenging Indverja skelfdi Pakistani mjög og ef Indverjar sprengja aðra sprengju (sem búast má við bráðlega) gæti það orðið til þess að Pakistanir biði ekki boðanna. Japan, Formósa og Suöur-Kórea önnur kjarnorkuhættusvæði i Asiu er að finna I Formósu og Suður-Kóreu. Suður-Kórea er kannski hættulegasta landið.Eftir ósigur Suður-Vietnama og eftir að kom i ljós að Bandarikin komu ekki Suður-Vietnam til aðstoðar á úrslitastund, hefur Suður-Kórea sankað að sér öllum þeim kjarna- útbúnaði sem hún hefur komið höndum yfir. Og ef Suður-Kórea smiðar kjarnorkuvopn er nær öruggt að Japan mun endurskoða afstöðu sina. Suöur-Afríka Suður-Afrika býr yfir nægri tækniþekkingu til að framleiða kjarnorkuvopn. Landið er nú i mjög erfiðri aðstöðu, stjórnmála- lega og hernaðarlega. Ef, þegar fram I sækir, svarti meirihlutinn i Afriku er kominn með landið „upp i horn” þá er alls ekki úti- lokað að gripið yrði til sprengjunnar, fremur en láta veldi hvitra manna liða undir lok. Brazilía og Argentína. Þótt þau hafi svo til engar pólitiskar ástæður til að fram- leiða kjarnorkuvopn, telja margir visindamenn að Brazilia og Argentina verði næstu meðlimir kjarnorkuklúbbsins. Sérstaklega er búizt við að Brazilía fái næsta klúbbkort eftir að Vestur-Þjóð- verjar seldu þangað stórt og mikið kjarnorkuver með öllu tilheyrandi. Og svo glæpamennirnir Menn hryllir eðlilega við þess- ari þróunMörg þessara landa búa við fremur „óstyrkt” stjórnarfar og sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að þar taki hreinir ævintýramenn völdin i einhvers konar byltingu. Það er ekki beint tilhlökkunar- efni að það skuli vera mögulegt að náungi á borð við Idi Amin, for seta Uganda, skuli fá kjarn- orkuvopnabúr til að hrista, þegar honum rennur i skap. Og svo er það möguleikinn á að hreinir glæpamenn smiði sér kjarnorkusprengjurÞað er hreint ekki svo erfitt að smiða þær, það getur hver sæmilega gefinn eðlis- fræðistúdent. Hráefnin er hins vegar erfiðara að ná i.En visinda- menn óttast að eftir þvi sem kjarnorkuverunum fjölgar, aukist möguleikarnir fyrir glæpa- menn að ná sér i plútónium. A undanförnum árum höfum við séð margar samvizkulausar tilraunir til kúgunar, td. með gislatöku. Hvað gæti ekki harðsviraður glæpaflokkur með kjarnorkusprengju i fórum sínum gert? Indland setti skriðuna af stað Umsjón: Óli Tynes

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.