Vísir - 19.06.1975, Qupperneq 16
vísir
Fimmtudagur 19.júni 1975.
Norðurlandabridge:
Okkur gengur
allt í óhag
Heldur er rdðurinn erfiður hjá
bridgemönnum okkar i Noregi á
Norðurlandamótinu. Finnar
hafa þar komið á óvart með
glæsilegum sigrum. 1 gær fengu
islendingar skell hjá Norð-
mönnum. Unglingaiiðinu geng-
ur skaplegar. Úrslitin i gær og
staðan i flokkunum:
Opni flokkurinn:
6. umferð:
Noregur—island 20-^3
Finnland—Sviþjóð 15-5
Unglingaflokkur
Island—Finnland 18-2
Danmörk—Noregur 20-0
Staðan eftir 6 umferðir er þá
þessi:
Opni flokkurinn:
Finnland 91 stig, Noregur 71,
Sviþjóð 57, Danmörk 56 og Is-
land 34.
Unglingaflokkur:
Noregur 86 stig, Sviþjóð 81,
Danmörk 68, Island 60 og Finn-
land 9.
Nú verður að
verzla vel
ó föstudögum
Verzlanir verða lokaðar á
laugardögum frá og með 20. júni
til ágústloka. Þetta er i samræmi
við ákvæði i kjarasamningum
verzlunarmanna. Ileimild mun
vera fyrir verzlanir að hafa opið
til kl. 22 á föstudögum. Hér i
Reykjavik munu einungis sölu-
turnar hafa opið á laugardögum
og selja leyfilegan varning. i
Kópavogi eru liins vegar þrjár
verzlanir, sem hafa.öllu rýmra
vöruval.
Miskeppnuð
kjúklingasuða
Vegfarendur sáu reyk leggja út
um glugga hússins Undraland við
Suðurlandsbraut. Þetta var
klukkan eitt i gærdag. Slökkviiið-
ið var kvatt til og kom það fljót-
lega á vettvang.
Þegar málið var athugað, kom
þó enginn eldur i ljós. Aftur á
móti var verið að sjóða kjúklinga
I vatnslausum potti, en húsráð-
endur fjarverandi.
—JB
LÉZT í
BILSLYSINU
Hér birtist mynd af Hreini
Kristjánssyni stýrimanni, er
lézt af slysförum aðfaranótt
þriðjudagsins.
Hreinn var 26 ára, kvæntur
og tveggja barna faðir.
KALLAÐIR UPP í
TALSTÖÐVUM OG
BODAÐIR í SJÁLFBOÐA-
A I
BRIDGE: GLÆTA í UNGLINGAFLOKKNUM
„Þetta var bombuleikur”,
sagði Helgi Sigurðsson
læknastúdent, þegar hann
stóð upp frá þvi að spila við
sænsku Evrópumeistarana i
unglingaflokki i 7. umferð
Norðurlandamótsins i bridge
I gærkvöldi. „Já, finn leik-
ur”, bætti hinn læknastúd-
enginn, Helgi Jónsson viö.
Island vann Sviþjóð 1 ung-
lingaflokknum 19:1, en Danir
unnu Finna. 1 opna flokknum
sat Island hjá I gærkvöldi, en
þá töpuöu Finnar loks stórt,
1:19 gegn Dönum, en halda
þó forystu með 92 stig,
Noregur er með 85 stig eftir
að sigra Svia 14:6, Danir
hafa 75 stig, Sviar 63 og Is-
land 46. 1 unglingaflokknum
eru Norðmenn meö 98 stig,
Noregur 85, Danmörk 82, Is-
land 79 og Finnland 10 stig.
—hslm.
Ein ó bóti
— á siglingu um
höfnina
Hún kaus að róa ein á báti, kon-
an, sem fann sér árabát niðri við
gömlu verbúðarbryggjuna, og
hélt til hafs.
Lögreglan sá til konunnar, þar
sem hún reri út hafnarmynnið og
fékk hafnsögubát til að ná i hana.
Það kom I ljós, þegar konan,
sem er 43 ára gömul, kom til
hafnar á ný, að hún var litillega
viö skál. Sennilega hefur það ver-
iö vinið og góða veðrið, sem vakti
upp róðrarlöngun konunnar.
—JB
Drukkinn stal
bílaleigubíl
Bilaleigubii var stolið frá Vega-
leiðum í Borgartúni aðfaranótt
þriðjudagsins. Bilnum var ekið
um borgina og aö lokum lá leiðin
um Sóleyjargötuna. ökumaður-
inn var greinilcga ekki allsgáður,
þvi að hann missti stjórn á bila-
leigubilnum og ók upp á gang-
stétt.
Á furðulegan hátt tókst bilstjór-
anum þó að forða þvi að aka á
ljósastaur en hafnaöi i þess stað á
múrvegg við eitt húsanna við Sól-
eyjargötuna.
Billinn skellti fyrst framendan-
um i vegginn og síðan afturend-
anum og skemmdust báðir endar
töluvert af þessum sökum.
Ökumanni var þá nóg boðið og
hljópaf árekstrarstaðnum. Málið
er nú I rannsókn hjá rannsóknar-
lögreglunni.
—JB
„Við höfum flestir
kynnzt i gegnum tal-
stöðvar og margir
aldrei sézt”, sagði
ólafur Friðjónsson,
einn af félögum i Fjar-
skiptaklúbbi Reykja-
vikur.
Isumar hafði verið ákveðið áð
gera bragarbót á þvi, hversu
litið félagar þekktust með þvi að
gangast fyrir móti að Galtalæk
28. og 29. júnl. Siðar kom I ljós,
að ýmsir örðugleikar bóndans
þarna kynnu að seinka eða
koma I veg fyrir mótið. Þvi var
ákveðið aö reyna að liðsinna
honum á einhvern hátt, ef það
mætti verða til þess að áformin
tækjust. En á þetta mót ætluðu
menn viösvegar að af landinu að
koma- Bóndinn á Galtalæk
hafði orðið fyrir tjóni af völdum
grasmaöks og fleira, og buðu
þvi félagar I fjarskiptaklúbbn-
um honum að girða. Hann tók
þvi með þökkum og var þá haf-
izt handa um að kalla út menn i
sjálfboðavinnu. Um þrjátiu
manns gáfu sig fram og var
haldið siðastliðinn iaugardag að
Galtalæk. Þarna girti mann-
skapurinn á einum degi það,
sem tekið hefði viku ella fyrir
heimafólk.
Ólafur sagöi, að svona starf-
semi yki áreiðanlega félagslif i
klúbbnum, sem nú er 7 ára
gafmall og hefur niu hundruö fé-
laga.
—BA
Hér vinnur félagi I fjarskipta-
klúbbnum við girðinguna, sem
tekið hefði bóndann og fólk hans
viku ella.
VINNU
HÖGGI
Kemur sér upp einkaskrúögarðs
Hjá Hvalneskirkju
suður á Reykjanesi hefur
einhver unnandi blóma og
lista unnið að því að
undanförnu að koma sér
upp eins konar einka-
skrúðgarði.
Þangað hafa kerruhjól
og aðrir merkilegir munir
verið flutfir að undan-
förnu og öllu síðan raðað
smekklega upp innan um
jurtirnar.
Utan um garðinn hefur
siðan verið hlaðið stein-
vegg, en á honum er þó að
finna glugga með rúðum
í, sem gera vegfarendum
kleiftað líta inn í garðinn.
Magnús Gíslason, frétta-
ritari Vísis á Suðurnesj-
um, smellti af þessari
mynd, er hann átti leið
fram hjá skrúðgarðinum
við Hvalneskirkju í vik-
unni.
—JB/emm
FYRIR BÓNDA SEM
VIÐ GRASMAÐK
„ÖLDRUÐU FÓLKI
OFAUKIÐ Á ÍSLANDI"
— segir Gísli Sigurbjörnsson á Grund
„Sannleikurinn er sá, að eng-
inn áhugi er hjá ráðamönnum á
framkvæmdum fyrir aldrað fólk,
nema rétt fyrir kosningar.
Gamla fólkið hefur nefnilega
enn kosningaréít.”
Þetta hefur Gisli Sigurbjörns-
son forstjóri elliheimilisins
Grundar, að segja um hvernig
málefni aldraðra eru á vegi
stödd.
„Nefndir hafa veriö skipað-
ar”, heldur Gisli áfram máli
sinu. „Ég hef setið I tveimur
þeirra. Mörgu er lofað en fátt
eitt efnt. t stuttu máli virðist
sem öldruðu fólki sé ofaukið á
tslandi.”
—EVI—
Bilaleigubillinn fannst mannlaus upp við múrvegg á Sóleyjargöt-
unni. Ljósm. Jim.