Vísir


Vísir - 25.06.1975, Qupperneq 5

Vísir - 25.06.1975, Qupperneq 5
Vlsir. Miðvikudagur 25. júni 1975. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND 5 Umsjón: Óli Tynes Etdingu sló niður í vélina sem skall niður og fuðraði upp 110 fórust en 14 komust af mikið slasaðir brunasára og innvortis meiðsla. Þotan hentist yfir hraðbraut, sem liggur meðfram flugvellin- Um, og i fyrstu var óttazt, að bil- flök væru undir henni, en björgunarmenn höfðu engin fundið um hádegi i dag. Ekki er enn vitað, hvað olli slysinu, en fleiri vitni en Paul Moran bera, að þau hafi séð eld- ingu slá niður i vélina, rétt áður en hún fórst. Veður var afleitt, þegar Eastern Airlines þotan var að lenda og flugstjóranum hafði verið gert að lenda á braut, sem hefur blind- lendingartæki. Þotan skall niður um einn kilómetra frá flug- brautarendanum. Nitján norskir sjómenn voru með þotunni. Einn þeirra, Egon Luftaas frá Bergen, sagði: — Annar vængurinn hallaðist of mikið, þegar við vorum að lenda. Svo varð sprenging og allir hentust til og frá. Eftir það man ég aðeins eftir eldinum. Tveir fréttamenn Reuters á staðnum sögðu, að aðkoman hefði verið hræðileg: „Björgunarsveitir dreif að úr öllum áttum og menn unnu sleitulaust við að safna saman likum og likamshlutum og setja i virkörfur. Þeir, sem fundust lifandi voru þegar fluttir i sjúkrahús, en þeir voru svo fáir. Vélin virtist hafa sundrazt i þús- und parta, þegar hún kom niður. Stærsti parturinn, sem við sá- um, var 14 metra stykki úr skrokknum fyrir aftan vængina. Rannsókn á orsökum slyssins er þegar hafi.i, Það er ákaflega sjaldgæft, að eldingar grandi flugvélum, þvi að þær eru þannig útbúnar, að þær eiga að þola, að eldingum slái niður i þær. Slökkviliðsmenn leita llka I flugvélarfiakinu. Nýtt Kóreustríð getur brotizt út hvenœr sem er 25 ór liðin fró því síðasta í dag eru liðin 25 ár frá því að Kóreu-striðið hófst og í tilefni þess sagði háttsettur hers- höfðingi í Norður-Kóreu, að strið geti brotizt út á ný, hvenær sem væri. Kina lýsti stuðningi við Norður-Kóreu og for- dæmdi Bandarikin fyrir „hernám” Suður-Kóreu. Park Chung-Hee, forseti Suð- ur-Kóreu, sagði I ræðu, að Norður-Kóreumenn hyggðu á nýtt strið, þvi að það væri eina leiðin, sem þeim væri opin til að sam- eina landshlutana tvo. Hann varaði Kim Il-Sung þó alvarlega við, þvl. að hraustlega yrði tekið á móti hersveitum hans og þær hraktar aftur yfir landa- mærin, ef innrás yrði reynd. Park sagði að kommúnistar hefðu nú safnað saman miklu liði vð landamærin og væri meðal annars unnið að þvl að grafa göng undir vopnahléslinuna. Reiðubúinn að mœta Fischer segir Karpov — Ef Fischer vill tefla við mig, þá er ég vissu- lega reiðubúinn að mæta honum, sagði Anatoly Karpov, heimsmeistari i skák, við fréttamenn i gær. Að úndanförnu hafa verið hafðar eftir Fischer yfirlýsingar um að hann vilji tefla við Karpov, en Rússinn sé ekkert ákafur. — Mér hafa ekki borizt nein bein boð um, að Fischer vilji tefla við mig. Allar hans yfirlýsingar koma frá þriðja aðila, sagði Kar- pov. — Ef honum er alvara, þá getur hann haft samband við mig per- sónulega, hvenær sem er og ég mun taka honum vel. Keppninni yrði að haga nokkuð eftir þvi, hvenær ég hef tima, því að ég hef skuldbundið mig til að tefla á nokkrum mótum. En það ættu ekki að vera nein vandræði með að ákveða okkur tima með nokkurra mánaða fyrirvara. Karpov sagði, að keppni milii hans og Fischers yrði ekki um titilinn, þvi að það einvigi færi fram, samkvæmt reglum, við næsta áskoranda, árið 1978. Mosambique fékkk sjólfstœði fró Portúgal í dag Mosambique hlaut i dag sjálfstæði eftir nær 500 ára nýlendustjórn Portúgala og er þar með orðið43. sjálfstæða rikið i Afriku. Fimmtán minútum eftir miðnætti siðastliðna nótt var portúgalski fáninn dreg- inn niður við hátiðlega athöfn i Lourenco Mar- ques og hinn nýi fáni Mosambique dreginn upp i staðinn. Siðar i dag mun Samora Machel vinna eið sem fyrsti for- seti landsins. Macel er leiðtogi frelsisbaráttusamtakanna Frelimo, sem hafa haldið uppi skæruhernaði gegn stjórn Portú- gala siðastiiðin tiu ár. Mosambique er annað Afriku- rikið, sem fær sjálfstæði frá Port- úgal. Guinea-Bissau fékk sjálf- stæði i september siðastliðnum og Angola mun fá sjálfstæði i nóvember næstkomandi. Mosambique er um 785 þúsund ferkilómetrar að stærð og ibúar eru yfir átta milljónir. Lang- mestur hluti þeirra er svartur, en þar eru einnig um 200 þúsund hvitir menn og svo Asiubúar. Amin sendi droftn- ingunni nýja fimm síðna orðsendingu Idi Amin, forseti Uganda, sendi i gær skeyti til Elisabetar drottningar, þar sem hann ítrekaði hótanir sinar um að taka Denis Hills af lifi, ef Callag- han, utanríkisráðherra kæmi ekki til Uganda til viðræðna. „Ef brezki utanrikisráðherr- ann, herra Callaghan, kemur ekki til Uganda innan tiu daga frá deginum i dag, verður Denis Cecil Hills tekinn af lifi.” Amin var margorður um þá virðingu, sem hann, herráð hans og þjóbin öll bæri fyrir drottningunni. Náðunarbeiðni hennar hefði þvi „snortið mig mjög djúpt.” Chandos Blair, hershöfðingi, er nú kominn til London með fyrri orðsendingu Amins til drottningarinnar. Callaghan, utanrikisráðherra, sem nú situr fund Efnahagsbandalagsrikj- anna I Luxembourg, sagði fréttamönnum, að hann hefði fengið siðari orðsendinguna til athugunar. í henni væri að finna ýmsa athyglisverða kafla (skeytið var upp á fimm siður) og myndi hann kanna alla möguleika á málamiðlun. HARDAR DEILUR UM HVALVEIÐAR Japanir vilja fara 20 prósent niður fyrir œskileg mörk Fulltrúar Bandarikj- anna og Japans lentu í harðorðri deilu á fundi Aiþjóða-hvalveiðinefnd- arinnar i gær, vegna nýrra tiílagna um verndun hvalstofna, sem eru taldir i hættu. Töldu Bandarikjamenn, að Japanir vildu ganga allt of langt i veiðinni, en þeir ásamt Rússum veiða um 80 prósent af þeim hvölum, sem veiddir eru áriega. Deilurnar spunnust út frá ástralskri tillögu um, að i fram- tiðinni yrði af sjálfu sér þegar hætt við veiðar á hvaltegundum, sem væru komnir niður fyrir hættumörk. Japanir vildu halda áfram veiðum þar til komið væri 20 prósent niður fyrir þau mörk, sem visindamenn teldu „æski- legan hvalastofn”. Bandarisku fulltrúarnir vildu hætta strax á mörkunum, en kváðust með vissum skilyrðum geta fallizt á, að farið yrði 10 prósent niður fyrir mörkin. Sérfræðingar i verndunarmálum telja þetta ófullnægjandi. Þessi mörk leyfðu, að drepnir yrðu þrjátiu þúsund hvalir árlega. Búizt er við, að fundir hvalveiði- nefndarinnar haldi áfram út þessa viku. Fimmtán lönd eiga sæti i henni: Argentina, Astralia, Brazilia, Bretland, Kanada, Dan- mörk, Frakkland, Island, Japan, Mexikó, Noregur, Panama, Suður-Afrika, Sovétrikin og Bandarikin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.