Vísir - 02.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 02.07.1975, Blaðsíða 1
vism Áfengi ekki samkeppnis- fœrt við aðra vímugjafa — eins og t.d. hass — sjó lesendabréf bls. 2 65. árg. — Miðvikudagur 2. júll 1975 —146. tbl. Samþykktu með semingi — baksíða • Tako upp allt nema kartöflur og kók — baksíða Akraborgin verður ó sínum stað — baksíða Heppni Fram ríður ekki við einteyming! — Sjá íþróttir í opnu Framkvœmdastjóri Smyrils: „Ffeirí íslendingar komast með nœsta ár" — Ætlar að efna til helgarferða fyrir Fœreyinga til Seyðisfjarðar „Við höfum I hyggju að byrja að auglýsa ferjuferðirnar næsta sumar, strax I október”, sagði Thomas Arabo framkvæmda- stjóri Strandfaraskip landsins i Færeyjum. „Þá strax geta menn farið að bóka sig fyrir næsta sumar. I sumar var ferjan aftur á móti þegar orðin það bókuð frá Fær- eyjum, að ekki reyndist unnt nema tæplega hálffylla hana frá tslandi”. Thomas Arabo sagði, að ekki hefðu orðið nein vandræði i ts- landsferðum Smyrils. Ekkert er til fyrirstöðu, að ferjan hefji siglingar sinar frá tslandi i júni næsta sumar. „Að visu gekk mjög erfiðlega að afgreiða ferjuna i fyrsta sinn, er hún kom til Seyðisfjarðar, en það vandamál hafði tekizt að leysa áður en ferjan kom i næsta skipti”, sagði Thomas Arabo. Ferjan mun I sumar halda uppi ferðum þar til i lok ágúst, en hefja þá „innanlands” sigl- ingar i Færeyjum. „Ferjan er ekki fullnýtt i ferð- um sinum frá Noregi i sumar. Til að fá betri nýtingu á þeirri leið næsta sumar höfum við i hyggju að auglýsa ferðir hennar i Þýzkalandi i haust. Þjóðverjar hafa gjarnan sýnt tslandi mikinn áhuga og þykir ekki verra að taka bilinn sinn með”, sagði Thomas Arabo. Smyrill er einnig ný þjónusta fyrir Færeyinga, sem ekki hafa áður átt þess kost að sigla með ferju til Noregs. Meiri straumur Færeyinga liggur þvi til Noregs en tslands. „En við höfum i hyggju að auglýsa ódýrar helgarferðir til tslands fyrir Færeyinga. Þeim gefst þá kostur á að sjá sig að- eins um á Seyðisfirði og að fá sér friskt sjávarloft”, sagði Thomas Arabo að lokum. _jb ÞEIR FÁ ALDREI NÓG Þeir, sem unna ís- lenzkri vætu, hafa fengið hana vel útilátna að und- anförnu. Sumir fá þó aldrei nóg og þar með eru taldir þessir tveir strák- ar, sem héldu strax niður i fjöru að sulla, þegar rigningin tók sér smá- hvíld i gær. Vonandi er, að smá sól- arglæta láti sjá sig ein- hvern næstu daga til að gera þeim, er unna sól- inni meir en regninu, jafnhátt undir höfði. Ljósm. Jón B. Flatey vaknar úr dvala ó sumrin „Það verður mikil breyting á hér i Flatey á sumrin frá því á veturna, þegar maður sér varla nokkra ókunnuga sál,” sagði Ingibjörg Björnsdóttir á sim- stöðinni á staðnum, en i Flatey búa um 20 manns yfir vetrar- timann. Ekki er enn orðið mikið um ferðamenn, sem aðallega koma með flóabátnum Baldri og hafa viðdvöl i 3 tima, á meðan bátur- inn fer að Brjánslæk. Veðrið hefur lika verið leiðinlegt þarna sem á fleiri stöðum á landinu að undanförnu. Þeir sem eru i Flatey á sumr- in, eru aðallega gamlir Flatey- ingar eða afkomendur þeirra. Hafa nú flest húsin verið end- urbyggð og eru komin i einka- eign. Sagði Ingibjörg, að mikill munur væri á nú og fyrir svo sem 3-4 árum þegar þarna hefði verið að sjá gömul ryðguð hús. Nú væri allt annar svipur á öllu. Verið væri að mála húsin og dytta að þeim. Þá væru sjálf- boðaliðar að laga til hús hrepps- ins, svo sem eins og samkomu- húsið. Menn gera það sér til dundurs að veiða smáfisk, þvi margir eiga báta og þegar liður á sumarið skjóta þeir fugl. Einn fuglafræðingur hefur verið i Flatey siðan i april, en hann rannsakar lifnaðarhætti teistunnar. Sjólifsfræðingur hefur búið i Flatey undanfarin 3 ár og rann- sakar hann grunnsævið. Hann er jafnframt kennari og kennir 6-7 börnum á aldrinum 7-12 ára. Börnin koma frá Svefneyjum og Hvallátrum til Flateyjar á vetr- um. Ingibjörg sagði, að það hlyti að vera einsdæmi, hversu léleg- ar samgöngur væru til Flateyj- ar að vetri til. Þá færi rútan frá Reykjavik á fimmtudags- morgni trl Stykkishólms, en Baldur færi i sina vikulegu ferð til Flateyjar á laugardegi. Eng- in gistiaðstaða væri i Stykkis- hólmi yfir vetrarmánuðina-EVI- Sjó fleiri ferðafréttir ó bls. 3 Hundarnir leggja frá sér 24 þús. tonn á ári á götur Lundúna — bls. 5 493 A ATVINNU- LEYSISSKRÁ — helmingur skólafólk — um 40 hjá vinnumiðlun stúdenta Heldur fækkar á atvinnuleysis- skrá Ráðningarstofu borgarinn- ar. 493 voru á skrá, þegar viö höfðum samband þangað I morg- un, 191 karlmaður og 302 konur. Um helmingur af þessum f jölda er skólafólk. Geta má þess, að vinnumiðlun stúdenta er enn starfandi, og hefur verið ákveðið, að hún starfi i um hálfan mánuð til viöbótar. Þar eru um 40 manns enn á skrá. Er þar um að ræða fólk, sem ekki getur unnið nema hluta úr sumri, á erfitt meö að komast frá og þar fram eftir göt unum. Fyrir mánuði, 2. júni, voru 658 manns á atvinnuleysisskrá hjá Ráðningarstofunni. Enn er ekki að sjá, aö lausn togaradeilunnar hafi haft mikið að segja, en von- ast er þó til, að verkakonur á at- vinnuleysisskrá fari að fá at- vinnu. Ekki var hægt að fá tölur um fjölda á atvinnuleysisskrá á sama tima i fyrra, en miklu færri voru þó á skrá þá. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.