Vísir - 02.07.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 02.07.1975, Blaðsíða 8
Visir. Miðvikudagur 2. júli 1975. Visir. Miðvikudagur 2. júli 1975. 9 Alls staðar harka í 3. deildinni! Mikil barátta er I flestum ef ekki öllum riðlunum I 3. deild tslandsmótsins i knatt- spyrnu nú, þegar keppnin I mörgum þeirra er um það bil hálfnuð. Margir leikir voru leiknir um siðustu helgi og uröu úrslit I þeim — og staðan eftir þá — sem hér segir: A-KIÐILL Leiknir — Njarövik 1:5 Grindavik — Fylkir 1:3 Hrönn — Þór Þorlákshöfn 0:3 Fylkir Reykjavik 7 7 0 0 29:2 14 Njarðvik 7421 21:5 10 Reynir Sandgerði 6 4 11 12:5 9 Þór Þorlákshöfn 7 3 1 2 13:11 7 Grindavik 7 1 2 4 8:18 4 Hrönn Reykjavlk 7 115 4:18 3 Leiknir Reykjavlk 7 0 1 5 1:29 1 B-RIÐILL Lið Vestur-Skaftfellinga — USVS — hefur verið dæmt úr keppninni, og þurrkast þvl þeir tveir leikir, sem liðið hefur leikið, út (Víðir-USVS 7:0 og Afturelding-USVS 4:2). Tveir leikir voru leiknir um helgina og urðu úrslit þeirra þessi: Stjarnan — Vlðir 2:3 Alturelding — tR 2:3 Stjarnan 4 2 1 1 9:6 5 Grótta 4 1 3 0 8:6 5 Vlðir Garði 4 2 1 1 8:7 5 1R Reykjavlk 4 2 0 2 6:7 4 Afturelding 4 0 1 3 7:12 1 C-RIÐILL t þessum riðli hefur veriö mikið um frest- anir og leikir fallið niður af ýmsum ástæöum. Margir leikir voru þó um helgina, og urðu úr- slit* þeirra þessi: Snæfell — Grundarf jörður 5:2 Bolungavlk — Skallagrlmur 4:2 HVl — Grundarfjörður 1:2 tsafjörður —Snæfell 1:0 isafjöröur — Grundarfjörður 4:0 Bolungavik — Snæfell 3:3 lsafjörður 4 4 0 0 9:0 8 Snæfell Stykkishólmi 4 2 11 9:6 5 Bolungavlk 5 2 1 2 8:11 5 Grundarfjörður 4 2 0 2 7:10 4 H. Vestur-tsaf. 4 1 0 3 5:5 2 Skallagrlmur B. 3 0 0 3 3:9 0 D-RIÐILL Mikilvægur leikur var I þessum riðli um helgina KA-KS, en cftir liann er staöan þessi I riölinum: KA — KS 4:1 Leiftur — UMSS 3:1 KA Akureyri 4 3 10 16:6 7 KS Siglufirði 4 3 0 1 6:4 6 Leiftur Ólafsfirði 4 112 7:11 3 UMS Skagafjarðar 4 0 1 2 5:7 3 Efling Suður-Þing. 4 0 1 3 6:12 1 E-RIÐILL Þór Akureyri stendur bezt að vigi I þessum riöli, en þar urðu úrslitin um helgina þessi: USAH—Magni 1:2 Þór — UMSE 4:1 Þór Akurey.ri Magni Grenivik UMS Eyjafjarðar US Austur-Ilúnavatnss. 33007:16 3 2 0 1 5:4 4 3 1 0 2 3:7 2 3 0 0 3 1:4 0 F-RIÐILL Þróttur Neskaupstaö er hér mcö góöa stöðu og ekki fengið á sig mark til þessa. Einn leik- ur fór fram I riðlinum um helgina og urðu úr- slit hans þessi: Leiknir — KSH Þróttur Neskaupsstaö Leiknir Fáskrúösfirði Huginn Seyöisfiröi KSH Stöðvarfirði 4:3 3 3 0 0 16:0 6 3201 6:5 4 3102 4:7 2 3003 5:19 0 G-RIÐILL 1 þessum riðli eru úrslit fyrir spennandi keppni eftir leikina um siðustu helgi en þeir fóru sem hér segir: Austri — Höttur 5:2 Valur — Einherji 2:2 Austri Eskifiröi 3 2 0 1 11:9 4 Einherji Vopnafirði 2 110 7:5 3 Ilöttur Egilsstöðum 2 10 1 4:6 2 Valur Reyðarfiröi 3 0 1 2 5:7 1 —klp— Marteinn Geirsson varð fyrstur til að átta sig, þegar knötturinn barst óvænt fyrir mark Vals eftir „misheppnaða” hornspyrnu — sendi knött- inn I markiö og á mynd Bjarnleifs er Marteinn (nr. 5) aö hefja sigurdans sinn — fagna markinu. Settí heimsmet og sigr- oði Evrópumeistarann! — Anders Gœrderud, Svíþjóð, hljóp 3000 m hindrunarhlaup ó 8:09.7 mín. ó Stokkhólms-Stadion í gœrkvöldi 1 Sviinn hávaxni og granni, And- ers Gærderud, bætti heimsmet sitt I 3000 m hindrunarhlaupi um sjö sekúndubrot — hljóp á 8:09.7 min. —á miklu frjálsiþróttamóti i Stokkhólini I gærkvöldi. Þar með hefur hann bætt heimsmet Ben Jipclio, Kcnýa, um 4.3 sekúndur á vegalengdinni á einni viku. En það sem sænsku áhoríend- unum fannst kannski meira um — Anders gjörsigraði Bronislaw Malinowski, Póllandi, — mann- inn, sem tók svo óvænt frá honum gulíverðlaunin á Evrópumeist- aramótinu á Italíu I fyrrahaust. Malinowski hljóp á 8:12.62 min. og er það í annað skipti á viku, sem hann nær betri árangri en heimsmetið var — aöeins til að falla I skugga Svíans. Anders varð um 25 m á undan honum I mark, en 3ji varð Michael Karst, V-Þýzkalandi, á 8:16.11 min. Byrjunarhraðinn var glfurleg- ur I hlaupinu. Eftir 1000 m var Anders með 3.8 sek. betri tíma, en þegar hann setti heimsmetið i Osló fyrir viku. Malinowski fylgdi honum, en sá, sem haldið hafði uppi hraðanum, Evans Mogaka, Kenýa, hætti. Kapparnir tveir hlupu saman, þar til riimir 200 m voru eftir. Þá tók Anders sprett og skildi Pólverjann eftir. Erfitt mlluhlaup daginn áður virtist ekkert sitja i honum — enda- spretturinn frábær. í 5000 m hlaupi sigraði belgiski heimsmethafinn, Emile Putte- mans, eftir hörkukeppni við Ian Stewart, fyrrum EM-meistara frá Skotlandi. Puttemans hljóp á 13:26.29 mín. en Stewart á 13:27.00 mln. Rodolfo Gomez, Mexikó, varð 3jiá 13:27.61 min. — allt stórgóðir timar. Irena Sze- winska, Póllandi, sigraði I 200 m hlaupi kvenna á 23.09 sek., en Linda Haglund, Svíþjóð, varð önnur á 23.61 m. Ludvik Danek, Tékkóslóvakiu, sigraði i kringlu- kasti og náði frábærum árangri, 66.10 metrum. Sigraði nýja heimsmethafann John Powell, USA, örugglega, en hann kastaði 64.70 m. Ricky Bruch tókst ekki að blanda sér i toppbaráttuna — varð 3ji með 61.92 metra. —hslm. Ægir meistari 3ja árið í röð! Lið Ægis varð tslandsmeistari I sundknattleik þriðja árið I röð, þegar það sigraöi KR I úrslitaleik tslandsmótsins I Laugardalslaug sl. föstudagskvöld með 7—5. Þar með lauk viðburðarlku keppnis- timabili Ægisliðsins — það sigraði I öllum mótum i vetur og nú á ts- landsmótinu og þjálfari liðsins er auðvitað Þorsteinn Hjálmarsson — maðurinn, sem þjálfað hefur nær öll sigurlið tslands I sund- knattleiknum. I leiknum á föstudag náði Vesturbæjarliðið forustu með marki ólafs Gunnlaugssonar og þannig lauk fyrstu hrinu. En KR- ingar misstu mann uppúr I ann- arri — Erlingur Kristensen jafn- aði og Þorsteinn Geirharðsson kom Ægi i 2.-1. 1 þeirri 3ju kom Erlingur Ægi i 3-1 áður en Ólafur (viti) og Þórður Ingason jöfnuðu fyrir KR i 3-3. Þorsteinn náði aftur forystu fyrir Ægi — Ólafur jafnaði úr viti, 4-4. Þá skoraði fyrirliði Ægis, Hreggviður Þor- steinsson, 5-4. í lokahrinunni jafnaði Ólafur i 5-5, en Guðjón Guðnason skoraði tvö siðustu mörk leiksins fyrir Ægi, 7-5. 1 liði Ægis léku á mótinu Arni Stefánsson, Axel Alfreðsson, Erlingur Kristensen, Guðjón Guðnason, Gylfi Gunnarsson, Halldór Hafliðason, Halldór Kol- beinsson, Hreggviður Þorsteins- son, Jón Hauksson, Ólafur Al- freðsson, Ólafur Stefánsson, Sigurður Ólafsson, Þórður Valdi- marsson, Þorsteinn Geirharðsson og örn Geirsson. -hsim. . n CD / M Íí M 1 i HEPPNI FRAM RIÐUR EKKI VK> EINTEYMING — Sigraði Val 3-1 í 1. deildinni á Laugardalsvellinum eftir að Valur hafði ráðið gangi leiksins fyrstu 45 mín. — en Valsmenn brotnuðu, þegar Fram skoraði þrjú mörk á stuttum tíma Heimsmet •• Heppni Fram 11. deildarkeppn- inni hefur veriö meö eindæmum aö undanförnu —ég minnist þess varla að hafa séð Islenzkt lið sigla I öðrum eins meðbyr leik eftir leik — og I gærkvöldi sigraði Fram Val ó Laugardalsvelli. Þó virtist aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn — Valur — og lið- ið hefði auðveldlega átt aö vera búið að skora 3-4 mörk áður en Fram komst á blað. En aðeins einu sinni hafnaði knötturinn I marki Fram — og Fram jafnaði svo með slðustu spyrnu hálfleiks- ins. Eina tækifæri liðsins I hálf- leiknum nýtt — og heppnismark I byrjun þess siöari — annað fylgdi strax á eftir — setti Valsliðiö alveg úr jafnvægi. Eftir það réö Fram lögum og lofum á vellinum. En heppnin er þó ekki það eina, sem Fram hefur yfir að ráða. Baráttuvilji leikmanna er mikill — vörn og markvarzla yfirleitt góð — eins og einhver neisti, sem svo oft einkennir Islenzka lands- liðið, leiki á lausu I Fram-liöinu, neisti, sem oft verður að báli — sigurbáli. Þannig var það I gær- kvöldi — smákveikja færði Fram enn tvö stig i stigasafnið mikla. Auðvitað geta Valsmenn nagaö sig I handarbökin — flestir — en þó einkum Hermann Gunnarsson. Hann einn gat fært Val sigur —• fór illa með þrjú opin tækifæri I leiknum, eitt stangarskot, svo auðveld tækifæri, aö stundum virtist léttara aö skora. En hinn mikli markakóngur Islenzkrar Reykjavíkur- leikarnir í kvöld Reykjavikurleikarnir I frjáls- um Iþróttum hefjast á Laugar- dalsvellinum I kvöld kl. 20.00. Skráðir keppendur eru 65 — en engir erlendir eins og fyrirhugað var. Sovézku keppendurnir kom- ust ekki vegna landskeppni við USA. í kvöld verður keppt I 400 m grindahlaupi, kúluvarpi, há- stökki, langstökki, 200 m hlaupi, 800 m hlaupi, 3000 m hlaupi karla, en konur keppa I 200 m hlaupi, 800 m hlaupi, hástökki, 100 m grindahlaupi og kúluvarpi. knattspyrnu, Hermann Gunnars- son, varð eins og taugaveiklaður nýliöi i marktækifærunum — allt rann út i sandinn. Fyrir örfáum árum hefði Hermann skorað þrjú, já, frekar 4-5 mörk, i leik sem þessum. Reyndar furöulegt hvað Hermann slapp oft frá hinum sterku miðvörðum Fram I leikn- um — og mikil var heppni Fram að jafn öruggur og góður leik- maður og Hermann yfirleitt er skyldi þar bregðast. Knattspyrna Ileiknum var bara sæmileg miðað við hve hroðaleg- ur Laugardalsvöllurinn er. Nokk- ur uppstokkun i Valsliðinu — Sig- urður Dagsson, Atli Eðvaldsson og Kristinn Björnsson settir út — tveir þeir siðastnefndu komu þó inná undir lokin. Framliðiö hið sama og áður — Elmar ekki enn kominn þar inn. Um miðjan fyrri hálfleikinn skoraði Guömundur Þorbjörns- son fallega eina mark Vals — komst frir að markinu eftir góöa sendingu Hilmars Harðarsonar. Eftir markið komu marktækifæri Vals á færibandi — ekkert nýtt — og nokkrum sekúndum fyrir hléið fékk Fram aukaspyrnu. Gefið inn i Valsteiginn og þar var allt svo STAÐAN Staðan I 1. deild eftir leikinn I gærkvöldi: Fram— Valur 3:1 Fram 7 5 0 2 8:3 10 Akranes 6 3 2 1 13:6 8 Valur 7 2 3 2 8:7 7 Keflavlk 6 2 2 2 4:4 6 FH 6 2 2 2 6:13 6 IBV 6 1 3 2 6:7 5 KR 6 1 2 3 2:4 4 Víkingur 6 1 2 3 2:5 4 Markhæstu menn: Guðmundur Þorbjörnss. Val 5 Matthlas Hallgrimsson, Akran 4 örn Óskarsson, ÍBV 4 Kristinn Jörundsson, Fram 3 Teitur Þóröarson, Akranes 3 Næstu leikir Keflavlkurvöllur I kvöld: Keflavlk—Valur. Laugardals- völlur á föstudagskvöldið: Vik- ingur—FH. Vestmannaeyjum sama tíma: ÍBV—KR Evrópukeppnin í frjálsum: Hvaða sex þjóðir komast í úrslit? Búiö er aö draga um hvaóa þjóðir mætast I undanúrslitum I Evrópukeppninni I frjálsum Iþróttum, en þau eiga að fara fram dagana 12. og 13. júli n.k. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast I úrslitakeppnina, sem fer fram síöar I sumar. Riðlarnir I undanúrslitunumeru þrír, og eru þessar þjóðir I þeim: KARLAR: . London: Bretland, Pólland, Sviþjóð, Sovétrikin, Spánn, Búlgaría. Leipzig: Finnland, Frakkland, opið aö margir Framarar gátu skorað — en fyrirliðinn Jón Pétursson sendi knöttinn I netið. Leikmenn Fram, sem varla höfðu átt góða sóknarlotu I fyrri hálfleik, voru ákveðnari eftir hlé- iö. Agúst Guðmundsson spyrnti yfir I góöu færi I byrjun — en Val- ur fékk slðan gott færi áöur en Fram skoraði tvlvegis. Arni Stefánsson, markvörður Fram, hélt ekki föstu skoti — Hermann náði knettinum, renndi honum framhjá Arna að opnu markinu. En lánleysi Hermanns var algjört — knötturinn lenti neðst i stöng- inni og hrökk út, rétt framh'já Guðmundi og markið opið! A 57. mln. fékk Fram horn- spyrnu, sem var afar illa fram- kvæmd. Laust lágskot, en bak- verði Vals brást illa bogalistin — hitti ekki knöttinn og hann barst fyrir mitt markið. Leikmaðurinn snjalli, Marteinn Geirsson, varö fyrstur til að átta sig — sendi knöttinn I mark Vals, og þar með höföu varnarmenn Fram skorað tvö fyrstu mörk liösins. Tveimur mln. siðar lék Rúnar Glslason inn ivitateig Vals — gaf vel á Kristin, sem hitti knöttinn illa — en „pot” hans var nóg. Knötturinn barst i mark Vals. 3-1 og Fram náði tök- um á leiknum. Hefði auðveldlega átt að geta skorað fleiri mörk lokakafla leiksins gegn brotnu Valsliði. Dómari Guðjón Finn- bogason. —hsím ',í t ■ % i snorun Búlgarski lyftingamaður- inn kunni, Planchov, setti nýtt heimsmet I snörun I Sofia I gærkvöldi — snaraði 192.5 kllóum, og bætti þar með heimsmet hins heims- kunna, sovézka lyftinga- manns vassily Alexsjeev um hvorki meira né minna en fimm klló!! Hreint ótrú- legur árangur. —hslm. Björn Borg tapaði Sænski tennisleikarinn Björn Borg beið Iægri hlut fyrir bandariska svertingj- anum Arthur Ashe á Wimbledon-mótinu á Eng- landi I gær. Komst þvl ekki I undanúrslit — en vöðvaslit I fæti háðu Birni I keppninni. Ashe vann 2-6, 6-4, 8-6 og 6-1. Aðrir, sem komust I undan- úrslit voru Jimmy Connors, USA, Tony Roche, Astraliu og Roscoe Tanner, Astraliu. —hsim. Sviinn ungi, Björn Borg, var vonsvikinn I gær — fóturinn gaf sig — og hann ætlaöi að hætta I fjóröu lotu gegn Ashe — en þjálfari hans fékk hann til að ljúka keppninni. Eigið þér tóm gashylki? « Viö vekjum athygli viöskipta- manna okkar á aö tilfinnanlega skortir á aö tæmd gashylki berist okkur til baka aö notkun lokinni. Félagiö hvetur viðskiþtamenn sína til aö skila inn ónotuðum hylkjum, en þau eru endurkeypt hæsta veröi.° SKILAGJALD GASHYLKJA 11 kg. hylki kr. 4.500.OO 47 kg. hylki kr. 7.500.O Austur-Þýzkaland, Júgóslavla, Sviss, Grikkland. Torino: Tékkóslóvakla, Vestur-Þýzkaland, Ungverja- land, ítalla, Belgla, Rúmenla. KONUR: Budapest: Frakkland, Ung- verjaland, Rúmenia, Sovétrlkin, Austurriki, Belgla. Ludenschedit: Vestur-Þýzka- land, Finnland, Irland, Pólland, Danmörk, Tékkóslóvakla. Sofla: Búlgaria, Austur-Þýzka- land, Bretland, Holland, Júgó- slavla, Svlþjóð. —klp— íin eru móttekin á Ölíum bensínstöövum félagsins, hjá umboðs- mönnum um land allt, í kynditækjaverzluninni aö Suöurlandsbraut 4 og Olíustöð félagsins í Skerjafiröi. Olíufélagið Skeljungur hf Suöurlandsbraut 4 - Reykjavík Sími 38100 Bheii

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.