Vísir - 02.07.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 02.07.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Miðvikudagur 2. júli 1975. 7 DAVID Essex I hlutverki sfnu I myndinni „Stardust”. Hér poppsöngvarinn Jim Maclaine á hátindi frægðar sinnar — að syngja fyrir milljönir áhorfenda i beinni útsendingu.. OSVIKIN HASARMYND NÝJA BIÓ ** „Gordons War” Leikstjóri: Ossie Davis Aðalhlutverk: Paul Winfield, Carl Lee, David Downing, Tony King og Giibert Lewis. Óskadraumurinn stóri: Hreinsa Harlem af eiturlyfja- sölu og öðrum glæpum. Það er verkefni, sem margar hetjurnar hafa ráðizt i að framkvæma i kvikmyndunum. Og þetta er einmitt það sem blökku- maðurinn Gordon ákveður að gera þegar hann kemur heim úr striðinu i Vietnam og fær að heyra hvernig eiturlyfja- salarnir hafa eitrað fyrir konu hans og drepið þannig. Gordon fær þrjá félaga sina af striðsvellinum I lið með sér og saman ráðast þeir i að hrekja eiturbrasarana út úr Harlem. Þeir búa um sig I yfirgefnu húsi og safna að sér skotvopnum og öðrum útbúnaði, sem að gagni getur komið I átökunum við illmennin. Kunnátta þeirra i þessum efnum er mikil frá ver- unni i Vietnam — og uppeldi þeirra i Vletnam hefur gert þá ófeimna við blóð og hrottaskap. Þeir ganga svellkaldir út I baráttuna. Þetta er sagan. Ekkert nýtt I sjálfu sér, en það er vel vandað til þessarar myndar. Leikur er góður, kvikmyndun er góð og leikstjórn óskeikul. „Gordons War” er mynd fyrir þá sem hafa unun af hasar. Það er hvergi dauður punktur I allri myndinni. Slagsmálasenur eru hreinasta sælgæti fyrir umrædda sælkera og eltinga- leikurinn undir lokin er stór- góður. Þar fer mesti fanturinn, Spanish Harry, undan á flótta akandi á vélhjóli, en Gordon vinur okkar á bil á eftir. í þessu atriði er myndatökuvélinni beitt skemmtilega. Stundum þannig, að áhorfandinn gripur næstum um stólarmana til að halda jafnvægi. Eftir þessa mynd vonar maður, að striðsfélagarnir séu ekki skildir að skiptum. Það er hressandi að sjá svona vel útilátinn hasar og maður biður um meira. Leikstjóri myndar- innar, Ossie Davis, virðist kunna það vel við sig með myndatökuvélina i Harlem, að það megi búast við fleiri hasar- myndum frá honum þaðan. Við viljum t.d. leyfa okkur að minna á þá ágætu mynd hans „Cotton Comes to Harlem”. Já, vel á minnzt, það eru fleiri en ég ánægðir með „Gordons War.” Myndin sló strax i gegn i New York, en þar hófust sýningar á myndinni samtimis I sjö kvikmyndahús- um og á fyrstu tveim vikunum gaf myndin þar af sér sem svarar 45 milljónum Islenzkra króna: (Ættum við að prófa Lénharð fógeta á þá?) vonandi heldur Ossie Davis sig enn um sinn með myndavélina í Harlem Hreinsunardeild Gordons að störfum. Þeir ráðast I þaö viöa- mikla verkefni aö hreinsa Harlem af eiturlyfjum. Tiitöluiega létt verk fyrir svona klára karla.... Illa faríð með ágœtan efnivið 1 myndinni sjáum viö tvö og hálft bankarán. „sveitó” og óspennandi á allan hátt. Óttalega HASKÓLABÍÓ: „The Friends of Eddie Coyle” Leikstjóri: Peter Yates Aðalhlutv.: Robert Mitchum, Peter Boyle Hér finnst mér Peter Yates bregðast bogalistin. Skyldi hann vera orðinn svona voðalega gamall? Eða hvað er langt siðan hann gerði þá stórgóðu hasar- mynd „Bullit”? Þessi mynd er óskaplega langdregin og þrautleiðinleg. Eini ljósi punktur myndarinnar er þokkalegur leikur Roberts Mitchum. Hann nær þó ekki einn að hala myndina upp i þann gæðaflokk, að hún verðskuldi eina stjörnu, hvað þá meira. Það verður að segjast, þrátt fyrir allt, að Peter Yates hefur valið sæmilega sögu til með- ferðar. Honum bara tekst ekki að gera hana að góðri kvik- mynd. Það vantar kryddið. Eins og sagan er framreidd er ómögulegt annað en að kvarta undan þvi, hversu viðburða- snauð hún er og tilþrifalitil. Myndin nær ekki tökum á áhorfandanum svo mikið sem eitt einasta andartak. Til- finningasemin, sem maður veit að á að vera þarna með i spilinu, snertir áhorfandann ekki hið minnsta. Það sem sagan hefur til sins ágætis er það, að hún fjallar um undirheimana á fremur óvenju- legan hátt. Söguhetjan er minniháttar bófi i Boston. Hann á það fyrir höndum að afplána dóm, en reynir að kaupa sig undan fangeísun með þvi að láta lögreglunni i' té upplýsingar úr undirheimum. Þetta er fjöl- skyldumaður, sem vill ekki fara frá konu og börnum, sem þá þyrftu að fara á sveitina. (Dapurlegt, en það bara tekst ekki aö ná alla leið til áhorfand- ans með tilfinningasemina). Robert Mitchum er þokkalega góöur I þessari mynd. HAFNARBlÓ ** „Stardust” Leikstjóri: Michael Apted Aðaihlutv.: David Essex og Adam Faith. „Stardust”, sem Hafnarbió hóf sýningar á um helgina, er framhaldsmynd myndarinnar „That’Tl Be The Day”, sem ekki hefur verið sýnd hér ennþá. Fyrri myndin átti að gerast á árunum 1950-60, en hin siðari tekur upp þráðinn, þar sem frá var horfið og gerir næsta áratug skil. Jim MacLaine (David Essex) er aðalsöguhetjan i þessari mynd sem i hinni fyrri, en nú er Ringó Starr ekki lengur með i spilinu eins og þar var. Jim er lagasmiður og driffjöður hljómsveitar, sem nefnir sig „The Straw Cats” (trommuleikari hljómsveit- arinnar er leikinn af Keith Moon, trommuleikara The Who). Þetta er óþekkt hljóm- sveit, sem rétt skrimtir með þvi að spila á ómerkilegum skóla- dansleikjum og minniháttar samkomum. Ágætur kunningi þeirra, Mike (Adam Faith, var eitt sinn vin- „The Stray Cats” eins og skiliö er viö hljómsveitina I lok myndarinnar „That’ll Be The Day ”, og þeir koma fyrir I upphafi myndarinnar „Stardust”. KVIKMYNDIR sæll dægurlagasöngvari), tekur að sér „rótarastarf” fyrir hljómsveitina, og með hans hjálp fá strákarnir tækifæri til að leika inn á sina fyrstu hljóm- plötu. Hún rýkur á toppinn og fyrr en varir er „The Straw Cats” heimfræg hljómsveit. Þessu fylgja hljómleikaferða- lög, fleiri hljómplötur, sjón- varpsþættir og stórar fjárfúlg- ur. En velgengnin hefur ekki eins góð áhrif og við var að búast. Gauragangur og græðgi þeirra, sem hafa gert hljómsveitina sér að féþúfu, leiðir til þess, að fé- lagar Jim yfirgefa hann og loks missir hann unnustu sina sömu leið. Hann á þó ennþá góðan vin, þar sem Mike er. Hæfileikar Jim eru miklir, og þrátt fyrir að félagar hans hafa yfirgefið hann, aukast vinsældir hans sem söngvara enn að mun. Hann er orðinn risi risanna i poppheiminum. En frægðinni fylgir ein- manaleiki og eiturlyf, sem draga sálarlif söngvarans æ dýpra og loks hleypur hann frá öllu saman ásamt Mike. Þeir kaupa kastala á Spáni og þar grefur Jim sig lifandi.... Þetta er ágætlega gerð mynd og leikur þeirra David Essex og Adam Faith allrar athygli verð- ur. Umsjón: Þórarinn J. Magnússon cTVIenningarniál Einmana á toppnum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.