Vísir - 08.07.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Þriðjudagur 8. júli 1975.
tR E UTE R
AP/NTB
ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MlUmsjón: Guðmundur Pétursson
Fella námumenn
stjórn Wilsons
eins og Heaths
7 é% Stjórn Verkamannaflokksins
jf | |f Wr takmarkar launahœkkanir við
■ ■ jj ■ ■ • 10%, en nómumenn krefjast 60%
Samtök brezkra
námamanna ákveða i
dag, hvort haldið verði
fast fram kröfum þeirra
um 60% launahækkanir,
en Harold Wilson for-
sætisráðherra hefur
varað forystumenn
námamanna við þvi, að
með þvi yrði lýðræði
Bretlands stefnt i voða.
Námamannasambandið hélt
ráðstefnu i Scarborough á Norð-
ur-Englandi i gær, og kom þar
fram, að nokkur klofningur er i
þeirra röðum. Kröfur þeirra
striða gegn stefnu stjórnar
Verkamannaflokksins i launa-
málum.
Harka námamanna i launa-
baráttunni gróf á sinum tima
undan stjórn Ihaldsflokksins og
var upphafið* að falli stjómar
Heaths. — En i ræðu, sem Wilson
forsætisráðherra flutti á ráð-
stefnu námamanna i gær, sagði
hann, að það væri ekki spurning-
in, hvort óbilgirni námamanna
gæti fellt stjórn Verkamanna-
flokksins. „Heldur hvort nokkur
rikisstjórn með núverandi stjórn-
skipulagi geti stjórnað þessari
Þjóð.”
Þessi siðustu orð hrópaði
Wilson yfir ráðstefnuna.
Rikisstjórn Verkamanna-
flokksins, sem berst við 25%
verðbólgu, hafði ákveðið, að
launahækkanir skyldu ekki fara
fram úr 10%.
Hún er i svipaðri aðstöðu og
stjórn Heaths og Ihaldsflokksins i
fyrra, sm leiddi til nýrra kosn-
inga um — það sem Heath kallaði
— „hver stjórna skyldi landinu”.
Þar átti Heath við, hvort rétt-
kjörnar rikisstjómir skyldu ráða
landsmálum, eða forysta hags-
munasamtaka á borð við verka-
lýðsfélögin.
1 ræðu sinni i gær sagði Wilson,
að stjórn hans þyrfti á samvinnu
að halda ,,á {yssari neyðarstundu
i sögu þjóðarinnar”. — Undir það
tók með honum Joe Gormley, for-
seti samtaka námamanna, sem
varaði félaga sina við þvi að
kljúfa Verkamannaflokkinn.
En hinir herskárri meðal
námamanna héldu háværir fram
kröfunum um 60% launahækkan-
ir.
Giftu sig á hlaupum
Einn af hlaupagörpum þeirra I San Diego-háskólanum gifti sig á
hlaupum i gær. Og það I orðsins fyllstu merkingu. Myndin hér fyrir
ofan var tekin, þegar Bill Stock var að smeygja giftingarhringnum
á fingur brúðarinnar, Dorothy Curtis, sem sömuleiðis kann vel að
bera til fæturna. En athöfnin fór fram á hlaupabraut háskólans.
Fœr ekki að fara
úr Sovét
Sovézkir embættis-
menn synjuðu i gær
Ernst Neizvestney, ein-
um af frægustu mynd-
höggvurum Rússa, um
leyfi til að flytjast til
Vesturlanda.
Hinn fimmtugi myndhöggvari
skýrði blaðamönnum frá þessu i
Moskvu i gær. Sagði hann, að
honum hef ði verið gefin sú ástæða
Sá stóri,
„Blackie” Reasor, eins og
vciðimaðurinn á myndinni hér
til vinstri heitir (sá með stöng-
ina auðvitað), fékk einn stóran á
hjá sér undan strönd Fiórida um
heigina. Og náði honum, eins og
myndin ber með sér.
Þetta var fjórtán feta langur
sleggjuhákarl, sem Blackie
setti i rétt þrjú hundruð metrum
frá flæðarmáli baðstrandarinn-
ar. Hann vó 703 pund og þetta er
sagt heimsmet i sjóstangaveiði.
Viðureignin stóð I klukkustund.
fyrir synjuninni, að hann hefði
ekki skilið við konu sina, Dinu. —
Dina hefur þó undirritað skjöl,
þar sem hún lýsir sig ekki and-
vlga utanferð hans.
„Þeir fara með mig eins og ein-
hvem kotung. Reyndar hef ég
verið hálfeinangraður síðustu 20
árin, þvi aðég hef aldrei fengið að
fara þangað, sem mig hefur
langað. Verk min, sem sum hver
hafa fengið verðlaun, hafa aldrei
verið sýnd opinberlega,” segir
Neizvestney.
Verk Neizvestneys hneyksluðu
á sinum tima Nikita Krúsjoff, en
þó fengu ættingjar Krúsjoffs
myndhöggvarann til þess aðgera
minnisvarða á gröf hins látna
leiðtoga. — Minnisvarðinn var af-
hjúpaður i fyrra.
Neizvestney, sem á i aðra ætt-
ina til Gyðinga að telja, er striðs-
hetja, sem vann til margra viður-
kenninga.
Hann sagði blaðamönnum i
gær, að vegabréfayfirvöld hefðu
tjáð honum, að ekki þýddi fyrir
hann að skjóta synjun þeirra til
annarra yfirvalda fyrr en að ári.
Neizvestney var sviptur vinnu-
stofu nýlega, eftir að honum hafði
verið visað úr bandalagi lista-
manna, sem skeði, þegar hann
hafði sótt um að flytja úr landi.
Styðja 200
mílurnar
ef þeir fú sjúlfir að
veiða innan þeirra
Ewald Moldt, að-
stoðarutanrikisráð-
herra Austur-Þýzka-
lands, sagði i gær, að
Austur-Þjóðverjar
mundu styðja Norður-
landaþjóðirnar í út-
færslu landhelgi
þeirra i 200 miiur.
„Austur-Þýzkaland er þessu
fylgjandi, svo fremi önnur riki
halda rétti sinum til að halda
áfram veiðum á þeim svæð-
um, sem um er að ræða,”
sagði Moldt.
Þessi ummæli Moldts komu
fram á blaðamannafundi, sem
hann hélt i Rostock, þar sem
stendur yfir hin árlega ráð
stefna Eystrasaltslandanna.
Moldt sagði ennfremur, að
Austur-Þýzkaland styddi til-
lögu Uhro Kekkonens Finn-
landsforseta um að gera
Eystrasalt og Norður-Evrópu
að kjarnorkubannsvæðum.
Handtaka félaga sjakalans mL
Leyniþjónusta hersins í
Líbanon hefur handtekið
nokkra menn, sem sagðir
eru heyra til neðanjarðar-
hreyfingu, sem staðið hafi
að sprengjutilræðum í
Beirut að undanförnu.
Sagt er, að milli 70 og 80 kg af
sprengiefni hafi verið gerð upp-
tæk, auk skotvopna og áróðurs-
bæklinga. — Atta þessara manna
voru handteknir i ibúð einni i
Beirut, þar sem sprengiefnið
fannst.
Hinir handteknu eru sagðir
vera Libanir, Palestinuarabar og
Jórdaniumenn.
i fréttum frá Beirut er það tekið
fram, að engir þessara manna
séu taldir hafa staðið að ráni
bandariska ofurstans, sem hvarf
þar fyrir nokkru.
En handtökurnar eru sagðar
standa i sambandi við leitina að
„sjakalanum” eða Ilich Ramirez
Sanchez, sem er eftirlýsur,
grunaður um að hafa skotið upp-
ljóstrara og tvo franska leyni-
þjónustuerindreka.
Sjakalans er nú leitað viða um
lönd, en hann er talinn hafa staðið
i tengslum við samtök ýmissa
hermdarverkaafla, arabiskra og
fleiri (eins og Baska á Spáni).
Lögreglan hefur fundið vopn i
ibúðum, sem sjakalinn hafði bæði
i London og Paris. Auk þess hafa
fundizt nafnalistar yfir framá-
menn, sem grunur leikur á, að
sjakalinn eða sökunautar hans
hafi viljað feiga.
Ilich Ramirez Sanchez er frá
Venezuela, sonur velefnaðs lög-
fræðings, svo vinstrisinna, að
hann lét syni sina þrjá alla heita i
höfuðið á Lenin. Ilich Sanchez
gekk i skóla i Moskvu, en var
visað þaðan úr landi fyrir 5 árum
fyrir fjandskap gegn rikinu.
i Paris eru menn sannfærðir
um, að sjakalinn og libanski upp-
ljóstrarinn, sem drepinn var, hafi
staðið að árás japönsku hermdar-
verkamannanna i Hollandi i
september i haust sem leið. Auk
þess gruna þeir hann um að hafa
átt hlut að sprengivörpuárásinni
á israelsku farþegaflugvélina á
Orlyflugvellinum.