Vísir - 08.07.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 08.07.1975, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 8. júli 1975. Frönsku vél- hjólakapparnir: Sláttur óvíða hafinn, en Búið að alhirða á Hallormsstað Litið eða ekkert er byrjað að slá víðast hvar á landinu og grasspretta er um hálfum mánuði til þrem vikum skemmra á veg komin en i meðal ári. Orsakirnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þær, að vorið var kalt og noTðan- og austanlands hafa verið miklir þurrkar. Hvergi verður slegið tvisvar og útlit er fyrir að beit á túnum i haust verði ákaflega litil. Snjór er viða ennþá yfir af- réttum þvi grær seinna á þess- um stöðum. Þó ætla bændur að reka fé til fjalla um leið og rúningi er lokið, en það verður viðast hvar nú á næstunni. Hjalti Gestsson hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands sagði, að komin væri slægja viða á bletti. En vegna vætutiðar hikuðu menn við að slá. Ennfremur sagði Hjalti, að verið gæti að spretta væri ekki eins góð vegna þess, að sumir hefðu borið minna á vegna hækkana á á- burði. Sagðist Hjalti þó geta sagt þau gleðitiðindi, að kal i túnum væri með minnsta móti i ár. Páll Sigurbjörnsson hjá Búnaðarsambandi Austurlands sagði, að þessir sólriku hlýinda- dagar undanfarið hefðu ekki nýtzt, sem skyldi vegna þurrka. Samt væri nú búið að slá og hirða á Hallormsstað. Er Páll var spurður um kal i túnum sagði hann að það væri nokkuð einkum á miðhéraði, þá sérstaklega á nýlegum túnum. Ævar Hjartarson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði, að byrjað væri að slá þau tún, sem ekki hefðu verið beitt i vor. Annars virtist grasspretta vera allsæmileg viða um þessar mundir. Bjarni Arason hjá Búnaðar- sambandi Borgarfjarðar sagði, að léleg spretta væri vestan- lands. En litið um kal nema á Mýrunum. Sagði Bjarni, að or- sökin fyrir þessari litlu sprettu væri sú, að aldrei hefði hlýnað verulega og svo hefði verið allt of þurrt. Ennfremur sagði Bjarni, að sumir hefðu borið seint á vegna áburðarleysis, sem hefði stafað af verkfalli i Aburðarverksmiðjunni. HE. ÍSAL-raf virkjar hyggja á verkfall Auglýsa bœði vélhjól og Land-Rover- bílana — aksturinn og myndatakan eiga að fara fram á jöklunum „Franski kvikmyndahópurinn mun fara um jöklana og kvik- mynda isienzka náttúru,” sagði Sigfús Sigfússon forstjóri, er Visir átti tal við hann i tiiefni af komu kvikmyndagerðarfólksins. En hópurinn er ekki eingöngu að gera landkynningarmynd, heldur og auglýsingakvikmynd á vegum brezku Leylandverksm iðjanna. Ætlunin er að þeysa um hálan Isinn á Land Roverbifreiðum. Þá taka Frakkarnir einnig aug- lýsingakvikmynd fyrir þekkt mótorhjólafyrirtæki. Verður það sennilega allóvanaleg sjón fyrir Suður-Evrópubúa að sjá vélhjóla- kappa i fullum skrúða æða yfir ksbreiðuna. Sigfús sagði, að þessi land- kynningarmynd og reyndar aug- lýsingamyndirnar myndu væntanlega verða mikil aug- lýsing fyrir ísland, þar sem mik- illar fáfræði á islenzkum aðstæð- um gætir i þessum löndum. —BA „Rafvirkjar ákváðu að fara fram á heimild til verkfalis,” sagði Jakob R. Möller hjá Is- lenzka Álfélaginu. En i gær héldu rafvirkjar sjálfir fund, eftir að viðræðum vinnuveitandans og fulltrúa rafvirkjanna lauk. Hvað snertir aðra starfsmenn verksmiðjunnar, sem munu vera I alls tiu stéttarfélögum, þá munu þeir fá greitt samkvæmt nýju kjarasamningunum. A föstudag- inn munu þvi launaumslögin inni- halda þær upphæðir, sem sam- komulag ASÍ og vinnuveitanda hljóðaði upp á. —BA HEILDARHÆKKUN ÖRORKULÍFEYRIS 11% „Túnsprettan hefur verið ágæt,” sagði Ólafur Helgason, bóndi á Hamrafelli. „Það vantar bara sólina til að þurrka heyið.” — Hér er Ólafur að huga að heyi sinu ásamt litlum dóttursonum. Ljósm. Bj. Gert var ráð fyrir 3% hækkun mcð lögum, sem sett voru i apríl,” sagði Páll Sigurðsson hjá tryggingaráðuneytinu, þegar Vis- ir spurðist fyrir um hækkun á ör orkulífeyri. Hann sagði að um frekari heildarhækkun hefði siðan verið samið núna fyrir helgi, sem næmi 11% á almennan lifeyri. Það verður þó ekki borgað út fyrr en i ágúst, en gildir frá 1. júli. örorkulifeyririnn, eins og hann er I dag er kr. 14.980, en tekju- tryggingin er kr. 12.115 á mánuði. Lifeyririnn skerðist ekki, ef tekj- ur yfir árið hafa ekki farið fram yfir kr. 46.380. — EVI — Einn of sextán með ólögleg veiðarfœri — og hann var íslenzkur „Þetta er staðreyndin, sein þarna kemur fram, og sá, scin var með ólöglegu veiðarfærin, veröur að sjálfsögðu kærður. Það gerum við alltaf. Við erum að þessu við og við,” sagöi Pét- ur Sigurðsson forstjóri Land- heigisgæzlunnar I viötali við VIsi l morgun, þegar við bárum undir hann árangur þeirrar könnunar, sem ólafur Pálsson fiskifræðingur hefur nú gert. Könnunin var gerð á miðun- um fyrir Norðurlandi á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Ölafur fór um borð i 16 togara, þar af þrjá brezka. Kom i ljós, að mun minna er af undirmáls- fiski hjá brezku togurunum en þeim islenzku, enda eru Bretar {með stærri möskva i vörpum sinum.Einn Islenzkurtogari var staðinn að þvi að vera með ólög- leg veiðarfæri á svæðinu vestan við Grfmsey. — Hver eru viðurlög við siiku? „Ég man það nú ekki. Það eru nú ekki háar sektir,” sagði Pét- ur. — Þyrftu þær ekki að vera háar? „Það er náttúrlega alltaf matsatriði. En stundum hefur það ekki verið nema partur af netinu, sem hefur verið svona. Menn hafa bætt nýtt með gömlu eða gamalt með nýju. En i þessu tilfelli er hann með tvöfaldan poka. Möskvastærðin þarf ekki að vera ólögleg, en þeir mega ekki hafa tvöfaldan poka.” Aðspurður, hvort ekki væri þörf á frekari rannsóknum en verið hefur sagði Pétur, að þaö hefðu alltaf verið teknar „stikkprufur”, þá meira til að vita hvort netin væru i lagi. Pét- ur sagði, að til þess að mæla fiskinn á þennan hátt þyrfti tals- verðar yfirlegur. „Og þeir eru nú ekki sérstaklega ánægðir með það fiskimennirnir, að það sé veriö að tefja þá frá veiðun- um.” Um ólöglegu veiðarfærin sagöi Pétur að alltaf hefðu verið brögö að þessu. „En þarna voru rannsakaðir 18 eða 16 tog- arar. Þar af var einn með ólög- leg veiðarfæri. Það er nú ekki há tala.” Pétur kvaðst enn ekki vita hver togarinn væri, enda skýrsla ekki kominn til þeirra. Það var Arvakur, sem fór með ólaf Pálsson norður fyrir land. En þar kom m .a. i ljós, aö undirmálsfiskur var að meðal- tali frá öllum togurum, 18,2%. Smáfiskur 32,2% millifiskur 47% og stór fiskur var aðeins 2,5% Langversta svæðið, sem athugað var, reyndist Skagagrunn og svæðið suðaust- ur af Grimsey. —EA Stofnuðu klúbb um kvartmílukeppni: Vilja koma upp kappakstursbraut — Það má segja að viðtalið við lögregluvarðstjórann hafi verið það, sem á vantaði. Eftir fundinn við hann ákváðum við loks að stofna klúbb um kvart- milukeppni. Þetta segja þeir Ólafur Vil- hjálmsson og Sigurður Jakobs- son, tveir af stofnendum Kvart- miluklúbbsins, sem stofnaður var á sunnudagskvöldið. Þegar hafa 120 manns látið skrá sig I klúbbinn, þótt stofnun hans hafi ekki verið auglýst ennþá. — Aður fyrr vorum við að reyna með okkur á götum bæjarins, en fyrir um ári fórum við að spyrna uppi við Hólmsár- brúna og siðan má segja að kappakstur hafi horfið af götum bæjarins, segir Ólafur Vil- hjálmsson. — Um miðjar nætur hópaðist þangað stundum saman mikill fjöldi áhorfenda. Ahugi þeirra var það mikill, að þeir komu á næturnar upp á von og óvon, segir Sigurður Jakobsson. — Lögreglan kom oftsinnis þangað uppeftir og hafði á okkur gætur. Siðan var það nú á miðvikudagsnóttina, að lögregl- an kom upp eftir og bað tvo okkar að koma með sér niður á stöð. Þar ræddi Magnús Einarsson aðalvarðstjóri við okkur og hann var mjög vinsamlegur, segir Ólafur Vil- hjálmsson. — Siðan þá höfum við mikið verið að velta þessu fyrir okkur og við ákváðum siðan að stofna klúbb um kvartmilukeppni. Siðan þá hefur ekki verið keppt uppi við Hólmsárbrúna, en hins vegar erum við nú að leita að betri stað fyrir keppnina, held- ur ólafur áfram. — Kvartmilukeppnin fer þannig fram, að bilunum er stillt upp og aka siðan kvartmilu á sem skemmstum tima. Beztu bilarnirná 100 milna hraða áður en kvartmilan þrýtur. En það þarf ekki endilega tryllitæki i slika keppni heldur er jafnt hægt að keppa á vörubilum, strætisvögnum og traktorum, segir Sigurður Jakobsson. — Þessir piltar eru engir kjánar, heldur fullorðnir menn með margra milljóna króna tæki i höndunum. Ég held að sizt af öllu vilji þeir fara að brjóta lögin með akstri sinum. Vegna aðstöðuleysis hafa þeir um nokkurn tima keppt við Hólms- árbrúna, en gert varúðarráð- stafanir fyrir, segir Magnús Einarsson aðalvarðstjóri i við- tali við Visi. — Vitanlega er samt ófært að verið sé að reyna með sér i hraðakstri á þjóðvegum og þvi fekk ég piltana til að ræða um þessi mál við mig. Það er ekki óeðlilegt að þeir fái tækifæri til að koma sér upp aðstöðu til keppni, eins og til dæmis tor- færuaksturskeppendur, segir Magnús. Að sögn piltanna i Kvartmilu- klúbbnum eru þeir nú rétt byrjaðir að leita að keppnis- svæði. Vissir staðir hafa þó vak- ið meiri áhuga þeirra en aðrir og má þar nefna gamla þjóð- veginn uppi á Sandskeiði. — Að visu þyrftum við að malbika hann, I það minnsta að hluta, en það ætti að verða framkvæmanlegt. Aftur á móti höfum við hvorki haft tækifæri til að ræða við framámenn Svif- flugfélagsins né yfirvöld um að fá afnot af veginum, svo erfitt er að segja um nú hvort þarna verður hægt að koma upp að- stöðu, segir ólafur Vilhjálms- son, sem kjörinn var vara- formaður á fyrsta fundi klúbbs- ins. Formaður var kjörinn Orvar Sigurðsson. JB R30330 Þrir af félögunum i klúbbnum meö tækjum sinum. Frá vinstri ólafur Vilhjálmsson, Vilhjálmur Ástráðsson og Sigurður Jakobsson. Ljósm. Jim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.