Vísir - 08.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 08.07.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Þriöjudagur 8. júli 1975. 3 Eyfells áfram á Kjarvals- stöðum Um 5 þúsund manns hafa séö sýningu Eyjólfs Eyfells, sem stóö aö Kjarvalsstööum i sföustu viku og átti aö ljúka siðast liöiö sunnu- dagskvöld. Stjórn Kjarvalsstaða hefur nú sýnt hinum aldna lista- manni þá sérstöku vinsemd aö leyfa honum afnot af sýningar- sainum til næstasunnudagskvölds og hefur sýningin þannig veriö framlengd um eina viku. NEWS FROMICÉLANÐ Published Monthly by lceland ReVÍeW Nýtt mánaðarblað á ensku News from lceland lcelandic Review gefur það út í siðustu viku hóf göngu sina nýtt frétta- blað á ensku, sem heitir News from Iceland. En Icelandic Review er út- gefandi að þessu blaði. Um árabil hefur sérstakt fréttablaö fylgt hverju eintaki Icelandic Review, en til þess að auka og bæta fréttaþjónustuna ákvað útgáfan að aðskilja frétta- blaðið og timaritið. En timaritið mun koma út eins og áður fjórum sinnum á ári. News from Iceland er prentað i sextán þúsund og fimm hundruð eintökum og mun koma út mánaðarlega, nema i júli og ágúst og nóvember og desember. Þessum mánuðum verður slegið saman og kemur þvi blaðið út tiu sinnum á ári. News from Iceland flytur þeim, sem erlendis hafa áhuga á að fylgjast með islenzkum mál- efnum, almennar fréttir, en legg- ur þó aðaláherzlu á viðskipta- og efnahagsmál, iðnað og þá einkum sjávarútveg. Þar að auki er fréttablaðinu ætlað að þjóna erlendum gestum, sem dveljast hér á landi. M.a. flytja upplýsingar og gagnlegan fróðleik, sem auðveldar út- lendingum að notfæra sér marg- vislega þjónustu, sem hér er fyrir hendi. Mun blaðið fást hérlendis i lausasölu auk fastra áskrifta, en til útlanda verður það selt ein- göngu til ákskrifenda. Kostar ein- takið 60 kr. i lausasölu, en áskrift- in er á 600 hundruð krónur. Ritstjóri blaðsins er Haraldur J. Hamar, en Haukur Böðvarsson annast þann þátt er varðar enskt mál. —HE Átti að geymast í 3 mánuði — en var ónýt Einn af borgarbúum ætlaöi sér aö gleöja börn sin meö þvi aö bjóöa þeim upp á kókómjólk, hina margauglýstu g-vöru, um helgina. Hann keypti hana á föstudaginn, og svo var hyrnan dregin fram úr skáp á laugar dag. En viti menn, mjólkin var ónýt, og samt stóö á umbúöun- um, aö síöasti söludagur væri 26. september. Hyrnan hafði öll tútnaö út og fór svo að springa. Neytandi þessi var ekkert yfir sig ánægð- ur og sýndi okkur þvi hyrnuna, sem átti að geymast að minnsta kosti I þrjá mánuði. „Þetta getur komið fyrir”, sagði Gunnar Jónsson verk- stjóri i Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, þegar við höfðum sam- band þangað, en þar er gengið frá g-vörunni. Gunnar sagði ástæðuna lik- lega vera þá, að umbúðirnar yrðu fyrir einhverju hnjaski þannig að eitthvað kæmi fyrir lokunina á hyrnunni. Það gæti átt sér stað i flutningum, en það mikið eftirlit er haft með pökk- uninni, að ekkert á að geta farið gallað úr framleiðslustað. Sagði Gunnar, að þetta hefði komið fyrir áður, en væri mjög sjaldgæft. Það væri þvi ekki um annað að ræða fyrir kaupand- ann en að fá skipt á gölluðu hyr- unni og annarri heilli. Annars kvað hann geysilega sölu vera á þessari vöru um allt land, en sem sagt: „Ekkert sem menn- irnir gera er alfullkomið”, bætti hann við. — EA Verkalýðsfélögin eiga að skipa trúnaðarmenn „Svæöiö viö Mjólká heyrir undir Alþýðusamband Vest- fjarða,” sagði Ólafur Hanni- balsson hjá Alþýðusambandi ís- lands, en Visismenn höföu tal af honum varðandi framkvæmd vinnulöggjafar. „Löggjöfin frá 1938 gerir ráö fyrir þvi, að verkalýösfélögin eigi 2 trúnaöarmenn áhverjum vinnustaö,” sagöi ólafur. „Mannskapurinn er vart kominn og þvi höfum viö ekki skipað trúnaðarmanninn enn- þá,” sagði Pétur Sigurðsson hjá Alþýðusambandi Vestfjarða. Hann benti ennfremur á, að það væri einungis unnið i um 4 mánuði á þessu svæði og starfs- fólk kæmi frá ótal verkalýðs- félögum. „Þvi miður er allt of fátt um heimafólk og við skipum ekki hvern sem er i þessa stöðu” sagði Pétur að lokum. —BA eftir einn dag Kókómjólkin var ekki beint girnileg til drykkjar, enda svo gerluö, að hyrnan tútnaöi út og var farin aö springa. Ljósm: Bj.Bj. Kvikmyndasýningar í vinnustofunni — tilraun í einn mánuð Kvikmyndin „Þjóð- hátið á Þingvöllum”, fjallar um hátiðarhöld- in á Þingvöllum 28. júli 1974. Frágangi hennar var að verulegu leyti lokið er ósvaldur féll frá 13. marz sl. Kvik- myndin verður nú sýnd i fyrsta sinn. Tónlist við myndina samdi Magnús Bl. Jóhannsson, tón- upptöku annaðist Dennis D. Jo- hannesson og þulur er Óskar Halldórsson. Kvikmyndin er 33ja min. löng og i litum. Myndin ásamt „Eldur i Heimaey”, sem einmitt fékk gullverðlaun á Italiu, verður sýnd á vinnustofu Ósvalds heit- ins Knudsens i mánaðartima. Sonur Ósvalds, Vilhjálmur Knudsen kvikmyndagerðar- maður, vann að báðum þessum myndum með föður sinum. Kvikmyndavinnustofan er að Hellusundi 6a. Sýnt verður á hverju kvöldi og kostar miðinn 200 kr. fyrir fullorðna og 100 kr. fyrir börn. Miða má panta eftir kl.4isima 13230. Sýningin tekur rúma klukkustund og hefjast sýningar 9. júli. EVI Kvikmyndasýningarnar veröa i vinnustofu Ósvalds Knudsen, og þaö er Vilhjálmur Knudsen, sem stendur Idyrunum. A hinni mynd- inni bendir hann á innganginn, en vinnustofan er I Hellusundi 6a. Ljósm. JIM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.