Vísir - 11.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 11.07.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Föstudagur 11. jdli 1975 — 154. tbl. Taugaveikitilfelli norðan til ó Majorka Nokkrir brezkir ferðamenn sem dvöldust i sumarleyfi á Majorca hafa veikzt af tauga- veiki eftir heimkomuna. Þeir dvöldust á norðurhluta eyjar- innar. Engin Islenzk ferðaskrif- stofa er með gesti á þeim slóðum. Visir hafði samband við Skúla Johnsen, borgarlækni. — Við höfum alltaf ráðlagt öll- um þeim, sem fara til Mið- jarðarhafslanda að láta bólu- setja sig gegn taugaveiki og það er nú ástæða til að itreka það enn, eftir þessi tilfelli. Það kost- ar litla fyrirhöfn og engan sárs- auka að tryggja sig þannig. — Menn þurfa yfirleitt að éta i sig þessa bakteriu. Algengast er að hún komi i drykkjarvatni, en sundlaugar geta verið hættuleg- ar, ef sýkt fólk hefur verið i þeim. — Það eru nú til lyf gegn sjúk- dómnum þannig að litil hætta er á að hann sé lifshættulegur, ef fólk kemst undir læknishendur. Hins vegar er hætta á, að sumir verði króniskir smitarar, og það er mjög erfitt að komast fyrir það. —ÓT Sósíalistar segja sig úr stjórn Portúgals Sóaialistar, sigurvegar- arnir úr kosningunum i Portúgal I april, hafa sagt sig úr bráðabirgðastjórninni, sem farið hefur — i orði kveðnu — með völdin, siðan byltingin var gerð. Frétzt hefur, að leiðtogar næststærsta flokks Portúgals hafi óskað eftir fundi við Gomes forseta i dag og býður mönnum i grun, að þeim sé svipað i hug og sósialistum. „Sósialistaflokkurinn mun aldrei þola einræði, hvernig sem það kann að vera á litinn”, sagði dr. Mario Soares, leiðtogi sósiaista, á fundi þeirra i gærkvöldi. Hann veittist harkalega að forystu hersins og stefnu hennar, sem hann telur að muni leiða til kommúnisks einræðis i Portúgal og lög- reglurikis. Soares skoraði á her- stjórnina, að hún léti I ljósi, hvort hún kysi heldur að starfa með minnihlutanum, kommúnistum, sem fengu aðeins 10% i kosningunum i april, eða hvort hún vildi starfa með meirihluta portú- gölsku þjóðarinnar. Astandið i Portúgal hefur ekki verið jafn alvarlegt fyrri, siðan herinn gerði byltinguna i landinu og bráðabirgðastjórn allra flokka var komið á. —GP Sjá nánar á bls. 5. Endanlegt samkomulag hjá ÍSAL... — rafvirkjar sömdu Samkomuiag var gert við allar samninganefndir verkalýðsfélaganna og voru samningar undirritaðir án fyrirvara, þannig aö nú er endanlegt samkomulag komið á milli ISAL og starfs- manna félagsins. Þetta sagði Jakob Möller hjá islenzka álfélaginu, en sem kunnugt er samþykktu rafvirkjarekkisamninga þá, er hin stéttarfélögin gerðu við ISAL. 1 stað þess sem áður var samþykkt, að starfsmenn skyldu fá greiddarkr. 20 þús. i desember fá þeir 21.116 kr. Ef visitalan fer hins vegar yfir rauða strikið, 477 stig, hækkar þessi upphæð i sam- ræmi við það. 21.116 kr. jafngilda einnar viku launum i 9. flokki, sem er byrjunarflokkur hjá ÍSAL. Launasamningar hjá ÍSAL eru byggðir á ASl samning- unum, þannig að þeir eru teknir inn sem prósenta. —EVI- SPÖNSK HOTtl HAFA YFIRBÓKAÐ STÓRIFGA -Allt í lagi hjá okkur segir íslenzkur fararstjóri ■>' 'V'/r V ■ '4*^^ ÞEGAR SÓLIN BROSIR, BROSIR FÓLKIÐ LÍKA Þegar sóiin byrjar að skina, léttist skapið hjá mannfólkinu. Viö færumst öll I aukana og eitt af þvi, sem ráðizt er til atlögu við er rykið og skiturinn. Enda fór svo með afgreiðslustúlkuna á myndinni, að hún náði sér i vatn og fötu og fór að þvo hjá sér gluggana. Nú er bara að vonast eftir að veðurguðirnir bliðkist iskapinu hérna sunnanlands og sýni okkur svolitla hlýju. Ljósm. Bj. Bj. Hótel á Spáni hafa mörg hver yfirbókað um allt að helming og óttast menn að neyðar- ástand skapist, þegar aðal ferðamannatim- inn hefst siðari hluta þessa mánaðar. Þegar er vitað um nokkur tilfelli, þar sem flug- vélum hefur verið snú- ið heim aftur með alla farþegana. Astæðan mun vera sú, að þeg- ar verið var að skipuleggja ferðamannatimabilið fyrir 1975, óttuðust hóteleigendur, að efna- hagsástandið i heiminum myndi leiða til mikillar fækkunar ferðamanna og tóku þvi allar bókanir, sem þeir náðu i. Nú er hins vegar allt útlit fyrir metár I ferðamennskunni á Spáni. Visir talaði i morgun við fararstjora einnar islenzku ferðaskrifstofunnar á Mallorca ogsagði hann, að þeir hefðu orð- ið varir við að fjöldinn væri óvenjumikill fyrir þennan árs- tima. Hins vegar hefðu þeir ekki lent I vandræðum og islenzku ferðaskrifstofurnar stæðu yfir- leitt svo traustum fótum þarna syðri, að varla kæmi til þess. Fyrir nokkrum árum skapað- ist neyðarástand á Mallorka vegna yfirbókana hótelanna og kvað svorammt að.aðspánska ferðamálaráðuneytið greip i taumana og beitti hótel hörðum refsingum, ef þau stóðu ekki við samninga. Ferðamálaráðuneytið hefur nú þegar skorizt i leikinn og til- kynnt, að hótel verði beitt þung- um sektum ef þau standa sig ekki. __ óx. Gœtu jafnvel baðað sig í sjónum — bls. 4 Trúarathöfn ó Nónhœð — bls. 4 Upp koma svik um síðir - bls. 16 llla farið með kettina - bls. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.