Vísir - 11.07.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 11.07.1975, Blaðsíða 2
Vísir. Föstudagur 11. júll 1975. visntsm-- LESENDUR HAFA ORÐIÐ FJÁRAUSTUR OG ÓREIÐA - EÐA HVAÐ? Á að afhenda hundum uppeldi barna okkar? Kristján Kristjánsson. Espi- geröi 4, skrifar. „Sl. þriðjudag var heilli siðu af dýrmætu plássi Visis varið i að fræða almenning um aðferðir viö uppeldi barna okkar og enn- fremur nauðsyn þess að hafa hunda i borgum og þá fyrst og fremst vegna hundsins sjálfs. Engir smákarlar voru þarna á ferð, annar innlendur geð- læknir, en hinn þýzkur nóbels- verðlaunahafi i læknisfræði. Svo sem sæmir málflutningi hámenntaðra og grandvarra vísindamanna er grein þessi i senn hógvær, sannfærandi og Urræðagóð. Dæmi: I. „Greinargerð þessi (heil- brigðismálaráð 1970) liggur nú til umfjöllunar ásamt öðrum skjölum málsins hjá Mannrétt- indanefnd Evrópuráðsins i Strasbourg, og mun hún verða islenzkri læknisfræði til ævar- andi skammar og háðungar sakir rakalausra fullyrðinga, villandi upplýsinga, efnislegrar fákunnáttu, aulalegrar fram- setningar og ofstækislegrar af- stöðu.” II. „Sjálfur þurfti ég i eina skiptið á ævinni að skammast min fyrir að vera islenzkur læknir, er ég varð að bera þenn- an samsetning úr hendi islenzks embættislæknis undir þessa mætu menn.” HI. „Það er rótgróin sannfær- ingmin að nokkrir stórir hundar séu á hverju heimili bezta upp- eldistækið fyrir börn.” IV. „Ég legg það mál undir úrskurð almennings, hverja hann telur dómbærasta á hundahald, hinn heimsfræga visindamann og nóbelsverð- launahafa eða fyrrverandi og núverandi borgarlækni og á- hangendur þeirra i hunda- bannsmálinu, sem byrgð er öll útsýn fyrir hundaskitshaug- um.” Ég ætla hér með að leyfa mér að taka áskorun geðlæknisins og svara fyrir mig. Ég treysti borgarstjórn Reykjavikur (1970 og 1975), heilbrigðismálaráði Reykjavik- ur (1970og 1975),fyrrverandi og núverandi borgarlækni, tveim héraðslæknum (Hafnarfirði og Kópavogi), forsvarsmönnum heilbrigðiseftirlits á höfuðborg- arsvæðinu, landlækni og yfir- dýralækni, betur að meta að- stæður allar hér á landi og taka ákvarðanir i þessu máli en er- lendum sérfræðingi eða inn- lendum geðlækni. Ég leyfi mér ennfremur að spyrja: Móðir á Ásvallagötu hringdi „Ég vildi gjarnan koma þakk- læti á framfæri til mannsins, sem keyrði son minn 6 ára heim úr Mávahliðinni núna á dögun- um. Svoleiðis var mál með vexti að drengurinn stakk af út kl. 7 aö morgni og ætlaði sér að hitta vin sinn, sem hafði slasazt dag- inn áður, þegar þeir voru að leika sér saman. Sonur minn Er ástæða til að taka alvar- lega menn, sem annars vegar stimpla greinargerð heil- brigöismálaráðs borgarinnar sem plagg rakalausra fullyrð- inga og villandi upplýsinga, aulalega framsett, lýsandi fá- kunnáttu og ofstæki og hins veg- ar fullyrða það vera rótgróna sannfæringu sina, 'að nokkrir stórir hundar á hverju heimili séu bezta uppeldistækið fyrir börn? hafði miklar áhyggjur af liðan vinarins og labbaði héðan af As- vallagötunni og alla leið upp i Mávahlið. Þar var enginn heima. Ég var farin að leita að honum út um allt og orðin held- ur betur óróleg, þegar hann birtist allt i einu inni og sagði að það hefði maður úr Mávahlið- inni keyrt sig heim. Ég veit ekki nafn mannsins en kann honum hinar beztu þakkir.” Þökk fyrir heimkeyrsluna Elín Bjarnadóttir, húsmóðir: Nei, ég vildi ekki setjast að úti á landi. Astæðan er einfaldlega sú að hér er ég oröin alltof rótgróin. Svarið yrði e.t.v. öðruvisi ef ég væri yngri. Stcinar Guðmundsson, skrifstofu- maður: Nei, það hef ég þegar reynt. Ég prófaði það i 2 ár og vil ekki gera það aftur. Lifið úti á landi minnti mig á Reykjavik fyrir 1939. Marfa Benónýsdóttir, vinnur i saltfiski: Það er ekkert spursmál hjá mér, ég bý og vil búa i Grindavik. Þrátt fyrir að at- vinnulifið sé fábreytt þá er margt sem vegur upp á móti. Menning- una getum við sótt hvert sem við viljum. Elin Eyvindsdóttir, htísmóðir: Já gjaman. Það væri alveg ágætt að losna úr stressinu héðan úr borg- inni. Ég minnist ekki i fljótu bragði að ég myndi sakna neins héðan úr Reykjavik. Bjarni Arthursson, Sveinn Árnason, Jón Kristjánsson og Steinþór Eiriksson skrifa frá Egilsstööum. Hér á Héraði hafa miklar um- ræður átt sér stað undanfarið manna á meðal um fjárreiður Rafmagnsveitna rikisins, eink- um þó þeirra framkvæmdaaðila á vegum þeirra sem starfa við Lagarfoss og rannsóknir á Fljótsdalsheiði. Umræður þess- ar eru orðnar svo almennar að við undirritaðir teljum ástæðu til þess að krefjast svara for- stjóra og stjórnar Rafmagns- veitnanna við þeim atriðum, sem mest eru umtöluð, og skora á sömu aðila að gera grein fyrir þessum framkvæmdum opin- berlega til þess að almenningur fái að vita hvort hér er um sögu- sagnir eða sannleik að ræða og hver beri i rauninni ábyrgð á framkvæmd þessara mála. Þaö brennur á mönnum að fá svör, meðal annars við þessum atriðum: Hvaða launasamningar kveða svo á að menn fái 28 tima greidda á sólarhring, miðað við 14tima vinnu, og ber nauðsyn til að ráða upp á slik kjör? Það mun vera staðreynd að sllkir launasamningar viðgangast við rannsóknir á Fljótsdalsheiði. Hvernig er launakjörum al- mennt háttað við rannsóknir og virkjunarframkvæmdir? Hver stjórnar þeim framkvæmdum að flytja hús og aðstöðu inn á Fljótsdalsheiði i vorleysingum og ófærð þegar fyrirfram er vitað að litið sem ekkert er hægt að vinna að rannsóknum þarna af sömu á- stæðum? Hver var aðdragand- inn að þessum framkvæmdum? Hvernig er kostnaði við mötu- neyti háttað, hafa verkstjórar frjálsar hendur um innkaup til þeirra? Hér er spurt vegna þess að við mötuneyti á báðum þeim stöðum, sem hér um ræðir, er haldið uppi veitingum eins og i dýrustu veizlum og mestur hluti innkaupanna gerður i smásölu. Þessi dæmi eru aðeins litill hluti af þeim orðrómi, sem á lofti er um óstjórn við þessar framkvæmdir, dæmi sem við undirritaðir vitum að eiga við rök að styðjast. Það er þvi mjög áríðandi að fá umsögn um það frá yfirstjórn Rafmagnsveitnanna hvort þetta sé með þeirra vitund og vilja, eða hvort vilji sé fyrir þvi að taka þessa hluti til endurskoð- unar. Það fé, sem þjóðin leggur til þessara framkvæmda, verður að nýtast sem bezt og það er vitavert að sóa almannafé i svo rikum mæli, sem þarna litur út fyrir, og óskiljanlegt að opin- berir aðilar skuli ganga á undan með sliku fordæmi á sama tima og predikað er um sparnað og rætt um mikinn fjárskort Raf- magnsveitnanna. Almenningur á heimtingu á þvi aö gerð sé grein fyrir þess- um málum, ekki aðeins hinn al- menni skattborgari hér á Héraði, heldur landsmenn allir, þvi fé það, sem hér um ræðir, er sameign allra landsmanna og framkvæmdirnar i rauninni i allra þágu. Þvi sendum við undirritaðir, fréttaritarar blaðanna Visis, Þjóðviljans, Morgunblaðsins og Timans þessa áskorun frá okkur sameiginlega og óskum birt- ingar á henni i nefndum blöðum föstudaginn 11. júli. Egilsstöðum 7. júlí 1975: Bjarni Arthursson Sveinn Árnason ' Jón Kristjánsson Steinþór Eirfksson. Vilduð þér búa úti á landi? Sturla Sighvatsson, arkitekt: Nei, ég gæti ekki hugsað mér það. Mest vegna þess að framboð á menningu og félagslifi er ekki nógu mikið. Slikt væri afgerandi atriði fyrir mig. Guðbjörg Björgvinsdóttir, hús- móðir: Það væri nú ekki mikið I veginum ef hægt væri að fá at- vinnu. Enda þótt ég sé sjálf fædd og uppalin i Reykjavik, þá hefur mér aldrei fundizt borgin hafa neitt fram yfir landsbyggðina. Frá Lagarfljótsvirkjun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.