Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 11.07.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 11.07.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Föstudagur 11. júlí 1975. Vlsir. Föstudagur 11. júli 1975. HB'j BHHHraHIHBDH . • *£• ■ .... , • f • _ ■ HH9HhHehIhHí „Ég átti nú beint ekki von á að verða bókaður,” sagði Jón Ólafur Jónsson eftir leik Vals og tBK I gærkvöldi, en þá fékk Jón að sjá gula spjaldið hjá dómaranum, Eysteini Guðmundssyni. „Þetta er fyrsta bókunin, sem ég hef fengið, frá því aö ég byrjaði að leika knattspyrnu. Málsatvik voru þau, að Valsarar fengu aukaspyrnu og einn Valsaranna sagöi við mig: „Ég skal skjóta framan I þig, ef þú ferð ekki frá.” Það eina, sem ég gerði, var að spyrja dómarann, hvort hann hefði ekki heyrt hvað maðurinn sagði, en hann dró þá umsvifalaust upp gula spjaldið og sýndi mér.” Jón Ólafur, sem er orðinn liðlega þritugur, hefur mikla reynslu sem leikmaður I 1. deild, enda leikið þar nær óslitið frá 1962, eða I 13 ár. Það kom þvl félögum hans á óvart, þegar Jón var bókaður, en sögðu, að það væri ekki seinna vænna — menn yrðu að fá að reyna allt i knattspyrnunni... Kennarinn slœr öllum við í British Open! Skozki golfkennarinn David Huish hefur ruglað alla spádóma golfsér-. fræðinga með þvi að taka forustu I Brezka opna golfmótinu, sem háð er þessa dagana á Carnoustie I Skotlandi. Huish hafði tvö högg i forustu þegar mótið var hálfnað I gær — 36 holur af 72. Hann var á 136 höggum (69:67) eða átta höggum undir pari vallarins, þar sem allir frægustu golfmenn heims eru nú að keppa. Fjórir menn eru tveim höggum á eftir honum, þeir Tom Watson USA, Andries Oosthuizen Suöur Afrlku, Peter Oosterhuis Bretlandi og Bobby Cole Suður Afrlku. Fimm menn eru á 139 höggum eftir 36 holurnar og fjórir á 140 höggum — meöal þeirra Jack Nicklaus og Johnny Miller. David Huish á mikinn og stóran kunningjahóp hér á islandi, þvl hann er frá North Berwick, þar sem is- lenzkir kylfingar dvelja I hópum á hverju vori. Hefur hann m.a. gefið þeim veglegan bikar, sem þeir keppa um á hverju ári I þessum ferðum, og er ekki að efa að þeir eiga eftir að fylgjast vel með honum þessa tvo daga, sem eftir eru af keppninni, sem er ein af fjórum stærstu og frægustu golfkeppnum heimsins. —klp— JÖRUNDUR ÞORSTEINSSON DÓMARAHORNIÐ Knettinum er slðast spyrnt af sóknar- manni og fer hann út fyrir endamörk nálægt markllnu. Um leiö hrindir varnarmaður sóknarmanni ólöglega, svo að hann fellur við innan vitateigs. Hvað á dómarinn að dæma?... A... Vitaspyrnu? B...Óbeina auka- spyrnu og bóka varnarmanninn? C...Markspyrnu eftir aö vera búinn aö áminna eða bóka þann brotlega? Svar: Þar sem knötturinn fer út fyrir endamörk og þar með úr leik, á að áminna eða bóka þann brotlcga og hefja slðan leik að nýju með mark- spyrnu. „ARANGURINN SKIPTIR MIG MEIRA MÁLI EN TITILLINN" — sagði Óskar Jakobsson bezti spjótkastari landsins, sem ekki komst á blað í spjótkastinu í Reykjavíkurmótinu í gœrkvöldi, en varð þess í stað Reykjavíkurmeistari í kúluvarpi Jón ólafur Jónsson, sem leikiö hefur 11. deild s.l. 13 ár, fékk I fyrsta sinn á ævinni aö sjá „gula spjaldiö” I leiknum viö Val I gærkvöldi. Fékk sína fyrstu óminningu í 13 ór! Ekki var mikil reisn yfir fyrri hluta Meistaramóts Reykjavlkur I frjálsiþróttum, sem fram fór á Laugardalsvellinum i gærkvöldi að leik Vals og tBK I 1. deild i knattspyrnu loknum. Flest félög- in virðast kappkosta að skrá sem flesta keppendur, enda er mótið stigamót, en gallinn er sá að flest- ir þeirra, sem skráðir eru láta ekki sjá sig og setti það Ieiðinleg- an svip á mótið. Eitt drengjamet var sett i gær- kvöldi. Það gerði hinn bráðefni- legi Armenningur, Sigurður Sigurðsson, i 200 metra hlaupinu, hljóp á 21,9 sek. Háði hann harða keppni við Bjarna Stefánsson KR, sem fékk sama tima i hlaupinu, en var dæmdur sjónarmun á und- an Sigurði. íslandsmethafinn i spjótkasti, Óskar Jakobsson IR, hætti keppni i spjótkastinu. Óskar kastaði þrisvar vel yfir 60 metrana en ekki var hann alls kostar ánægður með þann árangur, — :Steig fram- fyrir og gerði öll köstin ógild, og hætti siðan keppni. Þar með féll CELTIC KEMUR HINGAÐ FYRST Forráðamenn skozka knatt- spyrnufélagsins Celtic hafa samþykkt að leika fyrri leikinn gegn Val I Evrópukeppni bikarmeistara á Laugardals-. vellinum þann 17. september n.k., en ekki I Glasgow eins og ákveðið var, þegar dregið var fyrr I þessari viku. Valsmenn sóttu um Laugar- dalsvöllinn I þeirri von, að Celtic inyndi samþykkja að leika fyrri leikinn hér, og voru á undan Kefivlkingum, sem eiga að leika við Dundee hér heima sama dag I UEFA keppninni. Þessi ákvörðun setur Keflvlk- inga I mikinn vanda. Þeir verða annaðhvort að hafa sinn leik i Keflavik á sama tíma og Valur- Celtic leika á Laugardalsvellin- um, eða að fá forráðamenn Dundee til að breyta leikdög- um, þvl Valur á forgangsrétt á Laugárdals vellinum sem Reykjavikurfélag. —klp— \\ x Sigfús Jónsson tók þátt i tveim greinum I gærkvöldi og sigraði auðveldlega I þeim báðum — enda eini keppandinn. Hann gaf sér meira að segja tlma til að kalla til starfsmanna mótsins, þegar hann var að hlaupa 5000 metrana, og spyrja þá á hvaða tlma hann hefði unnið 400 metra grindahlaupið. Ljósmynd Bj. Bj. Tveir stórir hjó Pólverjum Pólska landsliðið i knattspyrnu er nú I keppnisferð i Kanada. 1 gærkvöldi lék liðið við kanadiska landsliðið og sigraði 4:1. Sömu liö léku á sunnudaginn var og sigr- uðu Pólverjarnir, sem eru með sitt sterkasta lið, þá með 8 mörk- um gegn 1. —klp— Reykjavikurmeistaratitillinn i hendur Stefáni Hallgrimssyni KR, þó svo að mikill munur hafi verið á honum og Óskari. Stefán kastaði lengst 58.90 m. „Ég er ekki að sækjast eftir neinum titli,” sagði óskar eftir keppnina. „Það er árangurinn, sem skiptir máli fyrir mig. Ég fann mig ekki og ákvað þvi að hætta”. Óskari gekk betur að eiga við kúluna, þvi þar kastaði hann lengst allra 16.22 metra og varð Reykjavikurmeistari. önnur grein, sem vakti athygli var 800 metra hlaupið, þar sem minnstu munaði aö Gunnar P.Jóa kimsson IR stæli sigrinum frá Agústi Asgeirssyni IR. Gunnar byrjaði endasprettinn heldur snemma og varð að gefa eftir á siðustu metrunum. Timi Ágústs var 1:56.6, en timi Gunnars var 1:56.8 min. Helztu úrslit önnur I gærkvöldi urðu þessi: I 400 metra grinda- hlaupi sigraði Sigfús Jónsson IR á 63.9, enda eini keppandinn. Sigfús varð lika Reykjavlkur- meistari I 5000 metra hlaupinu, þar var hann lika eini keppand- inn, hljóp á 15:31.4 min. I lang stökkskeppninni sigraði Friðrik Þór óskarsson IR, stökk 6.91 m og i hástökkinu sigraði annar IR- ingur — Elias Sveinsson, stökk 1.90 m. I 4x100 m. boðhlaupi sigraði sveit KR á 44.5 sek. Arangurinn hjá kvenfólkinu var ekki upp á það bezta og virðast stúlkurnar vera I einhverri lægð um þessar mundir. Það voru aðeins tvær greinar, sem vöktu athygli, hástökk og 4x100 m boðhlaup. 1 hástökks- keppninni sigraði hin bráðefni- lega Þórdis Gísladóttir IR Láru Nú hiilir undir að badmintonmenn á Islandi sjái langþráöan draum rætast, en þaö er að eignast sitt eigiö Iþróttahús. Aö sögn Garðars Alfonssonar, formanns TBR, eru tvö ár slðan hafizt var handa um byggingu hússins, sem stendur viö verzlunarhúsið Glæsibæ. Fram- kvæmdir við bygginguna hefðu gengið mjög vel að undanförnu, enda hafa margir sjálfboðaliðar lagt hönd á plóginn. Ekki væri útilokað að hefja starfsemi I húsinu i haust sem er þaö eina sinnar tegundar hér á landi, eingöngu ætlaö undir badminton. Bjarnleifur ljósmyndari okkar tók þessa mynd inni I nýja húsinu I vikunni, en þá héldu félagar I TBR þar reisugilli. Sveinsdóttur Armanni sem verið hefur nær ósigrandi i hástökki á undanförnum árum. Þórdis stökk 1.60 m en Lára varð að gera sér að góðu 1.55 m að þessu sinni. 1 4x100 metra boðhlaupinu tap aði A-sveit Armanns I annað skipti á stuttum tima fyrir sveit 1R. Hafa stúlkurnar I Ármanni verið ósigrandi I þessari grein fram til þessa. Alls kepptu 6 sveitir i boðhlaupinu og fékk A- sveit 1R timann 50.8 sekúndur. Sigurvegarar i öðrum greinum urðu þessar: 100 m grindahlaup Erna Guðmundsdóttir KR á 15,7 sek. 200 m hlaup Erna Guð- mundsdóttir KR á 25,5 sek. 800 m hlaúp Sigrún Sveinsdóttir A á 2:35.4 min. Kúluvarp Lára Sveinsdóttir Á 9.27 m og spjót- kast Svanbjörg Pálsdóttir IR kastaði 33.07 metra. — BB Hinn bráðefnilegi spretthlaupari úr Armanni, Sigurður Sigurösson, sem aöeins er 17 ára, veitti Bjarna Stefánssyni harða keppni I 200 m hlaupinu. Bjarni var dæmdur sjónarmun á undan, en ekki var munur- inn mikill eins og myndin ber glögglega með sér. Mynd: Bjarnleifur. Valsmenn að missa af lestinni í 1. deild? — Töpuðu 2:1 fyrir Keflvíkingum á LaugaHalsvellinum í gœrkvöldi eg eru nú komnir úr einu af efstu sœtunum niður í miðja deild „Við vorum heppnir að fá bæði stigin úr þessari viðureign”, sagði Guðni Kjartansson, sem þjálfar lið IBK, ásamt Jóni Jó- hannssyni, eftir að lið hans hafði unniö Vali gærkvöldi 2:1 i 1. deild á Laugardalsvellinum. „Við erum ekki með mjög sterkt liö núna, það vantar neist- ann i þetta hjá okkur. En við hefð- um heldur ekki átt að tapa leikn- um.” Eftir tapið I gærkvöldi eru Valsmenn þvl sem næst úr leik I baráttunni um Islandsmeistara- titilinn. Þeir hafa nú tapað þrem leikjum I röð og eru þvl að heltast úr lestinni I toppbaráttunni nema þeir taki sig aftur á. Það voru herfileg varnarmistök Valsara, sem kostuðu þá bæði stigin i gærkvöldi, og þeir geta við enga aðra sakazt en sjálfa sig. Þegar 15 minútur voru til leiks- loka og staðan var jöfn 1:1, spyrnti bakvörður IBK, Gunnar Jónsson, langt fram völlinn. Þeir Dýri Guðmundsson og Magnús Bergs stukku báðir upp samtimis og hugðust skalla boltann. Þeim tókst samt ekki betur en svo, að báðir misstu af honum og Steinar Jóhannsson, sem fylgdi vel á eftir komst á auðan sjó. Sigurður Haraldsson markvörður felldi Steinar innan vitateigs og ekkert var um annað að ræða fyrir dómarann en að dæma vita- spyrnu. Or henni skoraði Steinar svo örugglega. Leikurinn i gærkvöldi var ekki vel leikinn, en samt brá þó fyrir i honum góðum samleiksköflum og voru þeir flestir eign ungu mann- anna i Valsliðinu. Fyrri hálfleikur var að mestu stórtiðindalaus, ef frá eru taldar siðustu minúturnar. Þó áttu bæði liðin marktækifæri, fyrst Berg- sveinn fyrir Val, en hann hitti ekki boltann fyrir opnu marki. Stuttu siðar var Jón ólafur i svipuðu færi, en Magnús Bergs bjargaði þá á marklinu. A 40. minútu skoraði svo Stein- ar Jóhannsson fyrsta mark leiks- ins. Þá fékk hann fyrirgjöf frá Jóni ólafi, Valsvörnin var illa á verði og Steinar sendi boltann framhjá Sigurði, sem kom út á móti honum. Rétt á eftir átti svo Ingi Björn Albertsson, skalla i mark IBK frá markteig, en Þorsteinn Ólafsson varði vel. 1 lok hálfleiksins munaði svo minnstu, að Steinari tækist að skora aftur, en Sigurður bjargaði þá með úthlaupi. Um miðjan seinni hálfleik tókst svo Valsmönnum að jafna metin. Eftir þunga sókn fengu þeir auka- spyrnu, sem Vilhjálmur Kjartansson tók, hann gaf á Al- bert Guðmundsson sem skaut viðstöðulaustá markið. Þorsteinn varði en hélt ekki boltanum, og markakóngur þeirra Valsara, Guðmundur Þorbjörnsson, fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi. Rétt á eftir skoraði svo Steinar úr vitaspyrnunni eins og áður sagði og þar fengu Keflvikingar dýrmæt stig. Valsarar voru óheppnir að tapa leiknum, jafntefli hefði verið öllu sanngjarnara, en svona er nú knattspyrnan. Beztan leik i liði Vals áttu ungu mennirnir, Guð- mundur Þorbjörnsson, Albert Guðmundsson, Atli Eövaldsson ásamt Herði Hilmarssyni, sem gerði margt laglegt. Eitthvað virðist vanta i lið IBK og áttu miðvallarleikmenn þess i miklum erfiöleikum. Gisli Torfason lék með fyrri hálfleik- inn, en gekk greinilega ekki heill til skógar. Beztir I liöi IBK voru Einar Gunnarsson, Hjörtur Zakariasson, Steinar Jóhannsson og Hilmar Hjálmarsson. —BB Nóði yfir 190 km hraða ó skíðum! Bandarikjamaðurinn Steve Mc- Kinney, setti I gær nýtt hraöamet á skiðum, er hann var fyrstur manna I heiminum til að brjóta 190 kilómetra múrinn i hinni miklu og frægu brunbraut á Plata Rosa jöklinum við Cervinia á ttaliu. McKinney, sem átti gamla heimsmetið — á hraða, sem sam- svaraði 189,473 km á klukkustund, — náöi nú að komast upp I 191,387 km, og hefur enginn maður svo vitað sé, náð öðrum eins hraða á skíðum til þessa. —klp— Ræningjar Nitu hriilgja i Bomma 'Segið ekkert, hlustiö... komdu einn I stöðvargarðinn og biddu við sólskifuna. Ef þú ferð til lög reelunnar devr Níta!

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 154. Tölublað (11.07.1975)
https://timarit.is/issue/239137

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

154. Tölublað (11.07.1975)

Aðgerðir: