Vísir - 11.07.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 11.07.1975, Blaðsíða 6
VISIR Otgefandi:’ Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórna rfulltrúi:. Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjaid 700 kr. á mánuði innaniands. 1 lausasölu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Hindrunarhlaupið Rikisstjórnin hefur náð umtalsverðum árangri á þvi tæpa ári, sem hún hefur verið við völd. Hún á að visu margt eftir ógert, en hún hefur komizt klakklaust yfir ýmsar hindranir, sem orðið hafa á vegi hennar. Áður en stjórnin tók við, hafði landið verið næsta stjórnlitið i hálft ár, meðan vinstri stjórnin var að gliðna i sundur. Þegar vinstri stjórnin missti meirihluta sinn á alþingi, hafði hún ekki lengur svigrúm til athafna. Áhrif óhóflegra kjarasamninga og siversnandi viðskiptakjara fengu þvi að magnast of lengi i fyrrasumar. Skugginn af atvinnuleysi var eitt stærsta vandamálið, sem nýja stjórnin þurfti að fást við. Hingað til hefur henni tekizt að komast klakk- laust frá þvi. ísland er liklega eina landið á Vesturlöndum, sem hefur komizt hjá atvinnu- leysi i þeim visi að kreppu, sem ráðið hefur rikj- um undanfarin misseri. Eina frávikið frá þessu var verkfallið á stóru togurunum, sem olli sums staðar atvinnuleysi i fiskiðnaði. Að öðru leyti hefur vinnufriður haldizt og virðist ætla að haldast út þetta ár. Slik- ur friður er að sjálfsögðu ein helzta forsenda þess, að þjóðin nái að rifa sig upp úr erfiðleikun- um. Hinir hófsamlegu kjarasamningar, sem nú hafa viðast hvar verið gerðir, stuðla einnig mjög að þvi, að útgerð þjóðarbúsins haldist með eðli- legum hætti á þessu ári, þrátt fyrir engan bata á viðskiptakjörum og mikla skuldasöfnun erlendis. Þótt rikisstjórnin hafi stöðugt verið upptekin við aðkallandi vandamál liðandi stundar, hefur hún einnig getað sinnt ýmsum framtiðarmálum, sem eiga á næstu árum að geta létt þjóðinni lifs- baráttuna. Hæst ber þar undirbúninginn að 200 milna efnahagslögsögu og hröðun orkuþróunar landsins. Stjórninni hefur sizt gengið að koma rikisfjár- málunum á réttan kjöl. Hún komst til valda of seint á árinu til að geta haft nægileg áhrif á mót- un fjárlaga þessa árs. Hún gat að visu hindrað, að sneið rikisins af þjóðarkökunni héldi áfram að vaxa, en tókst ekki að skerða sneiðina að neinu marki. Ástandið er lika orðið þannig i þjóðfélaginu, að völd þrýstihópanna aukast frá ári til árs. Hver einasta rikisstjórn á i miklum erfiðleikum með að verjast ásókn þeirra i fé og forréttindi. Voldug- ustu þrýstihóparnir eiga mikla sök á að enn hefur ekki komizt til framkvæmda að verulegu ráði sá 3500 milljón króna niðurskurður rikisútgjalda, sem boðaður var i ársbyrjun. Rikisstjórnin verður að gripa harðar i taumana á þessu sviði, þótt þrýstihóparnir berjist um á hæl og hnakka. Þjóðin i heild skilur, að i núverandi árferði hefur rikið ekki ráð á að fjárfesta i nýrri þjónustu. Við vandamálið bætist, að aðgerðirnar gegn innflutningi hafa reynzt svo árangursrikar, að tekjur rikisins af tollum og söluskatti hafa ekki vaxið i samræmi við aðra veltu i þjóðfélaginu. Þess vegna riður á, að niðurskurður rikisútgjalda komist til framkvæmda. Rikisstjórnin hefur komizt yfir svo margar hindranir á skömmum ferli sinum, að hún ætti lika, með stuðningi þjóðarinnar, að komast yfir þessa hindrun. JK Vlsir. Föstudagur 11. júll 1975. Fimmmenningarnir og geimför þeirra. t fremri röö mannanna eru þeir Valerij Kubasov (t.v.) og Aleksi Leonov. ÞEIR EIGA AÐ HITTAST í GEIMNUM ,/Reyndu að vera svo- lítið alvarlegri", sagði eiginkona Alexei Arkhi- povich Leonov við mann sinn, „einkanlega meðan sjónvarpsvélunum er beint að ykkur". Hinn 41 árs gamli yfirmaöur sovézku geimáhafnarinnar, sem hitta skal bandarisku geimfarana þrjá útil geimnum i næstu viku, tók þessum ráölegg- ingum konu sinnar meö viöeig- andi tómlæti. Hún var aö segja honum, hvernig hann ætti aö haga sér, þegar hiö sögulega augnablik rennur upp, en þessi lágvaxni hálfsköllótti námamannssonur frá Siberiu er hálfgeröur æringi, sifellt meö spaugsyröi á vörum og á erfitt meö aö sitja á strák sinum. Leonov ofursti varö fyrstur manna til aö „ganga” úti i geimnum 1965, en félagi hans, Kubasov verkfræöingur (fertugur) varö fyrstur manna til að gera tilraunir með, hvern- ig þyngdarleysiö orkaði á mannslikamann. Það var 1969. Leonov hefur verið i geim- farasveitum Rússa frá upphafi og æfði með fyrsta geimfara heimsins, Yuri Gagarin. Hann hefur risið til ábyrgðarstarfa og komizt áfram á eigin verðleik- um, án þess þó að láta ábyrgð- ina og metoröin kæfa hjá sér kimnigáfuna. A unglingsárum dreymdi hann um að veröa listamaður, en skipti svo um skoöun og gekk i flugherinn, þar sem hann hlaut flugmannsþjálfun. — Hann mál- ar þó i fristundum og nýlega gaf sovézka póstmálastjórnin út nýtt frimerki meö einni af geim- feröateikningum hans. Myndir hans hafa annars veriö sýndar viða um heim, m.a. I Ottawa og Prag, og hann er fullgildur meölimur I listamannasamtök- um Sovétríkjanna, sem annars hafa innan sinna vébanda ein vörðungu atvinnulistmálara. Þessi spaugsami ofursti er annars ólæknandi iþróttaáhuga- maöur og gekk nýlega undir af-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.