Vísir - 18.07.1975, Page 5

Vísir - 18.07.1975, Page 5
Vísir. Föstudagur 18. júli 1975. 5 ad/UmtEdr morgun útlöndí morgun útlönd í morgun Umsjóm Guðmundur Pétursson Ar/ N I b o heimsóknum Þannig komu fjórmenningarnir upp í Souyz-geimfarinu milljónum sjónvarpsáhorfenda fyrir sjónir Bandarisku og sovézku gei.mfararnir, sem nú hringsóla i sameiningu umhverfis jörðina, munu í dag skiptast á heim- sóknum. Vance Brand, sem sat um kyrrt i stjórnklefa Apollo, meðan félagar hans tveir heilsuðu upp á Soyuzgeimfarana, fer í dag yfir í Soyuz-geimfar- ið og hef ur sætaskipti við Leonov. Siöar i dag fara þeir Leonov og Stafford i gönguferð á milli geimfaranna, meðan Brand snýr aftur til Apollo og með honum Kubasov. Þeir borða allir fimm i sam- einingu hádegisverð i dag, en siðan verður tekið til starfa við visindalegar tilraunir, sem •, þeim var ætlað að leysa af hendi. Milljónir jarðarbúa (alit skal ósagt látið um aðra) fylgdust með þvi á sjónvarpsskermin- um, þegar yfirmenn loftskip- anna tveggja tókust i hendur i gær, meðan geimförin voru stödd i 140 milna hæð yfir Amsterdam. Eftir að hafa skipzt á kveðjum og gjöfum bjuggu geimfararnir sig undir að taka á sig náðir. Þá töldu þeir Leonov og Kubasov sig hafa orðið vara við, að loft læki úr tengiklefa þeirra. Þrýstimælir sýndi minniháttar leka. 1 ljós kom þó, að mælirinn hafði orðið fyrir áhrifum frá hitabreytingu, en loftþrýsting urinn hafði ekkert minnkað. Lestin rakst á dansskóla KOMMUNISTAR HAFA I HOT- UNUM I PORTÚGAL Ýmsar blikur voru á lofti i Portúgal i dag og búizt við þvi, að til tíð- inda kunni að draga i kvöld, þar sem komm- únistar hafa uppi liðs- safnað til að hleypa upp útifundi sósialista i kvöld i Oporto. Kommúnistar hafa hótað að loka öllum veg- um, sem liggja að þess- ari næststærstu borg Portúgals, þar sem sósialistar hafa boðað til mótmælafundar gegn stjórn hersin. Af yfirlýsingum kommúnista að dæma virðast þeir ætla að skella skolleyrum við áskorunum heryfirvaldanna, um að menn komi fram með stillingu. t yfirlýsingu verkalýðssam- bandsins, Intersindical, sem er undir stjórn kommúnista, var skorað á verkalýðinn að stöðva alla sósialista, sem væru á leið til Oporto — og það með „hvaða ráð- um sem þyrfti”. — Um leið hefur verið auglýst eftir öllum stuðningsmönnum kommúnista að gefa sig fram við flokksskrif- stofumar og vera til taks. 1 Oporto unnu sósialistar og al- þýðudemókratar algeran yfir- burðarsigur i kosningunum i april. Fengu kommúnistar þar aðeins einn fulltrúa kjörinn af 36. Sósíalistar, sem fyrr hafa orðið að aflýsa fjöldafundum sinum vegna of b eld is a ðgerða kommúnista (menn minnast þess, hvernig stuðningsfundinum við Spinola hershöfðingja var af- lýst i fyrra) virðast að þessu sinni staðráðnir i að hopa hvergi fyrir kommúnistum. Kreppan leggst Stöðug gagnrýni stjórnarandstæðinga i Argentinu hefur fengið mikið á eina kvenforseta Suður-Ameriku, frú Mariu Estela Peron, sem menn telja, að sé að bugast undan efnahags- erfiðleikum þjóðarinnar og pólitiskri kreppu. Maria Peron forseti hefur ekki treyst sér til að eiga viðræður við fulltrúa verkalýðshreyfingarinn- ar i samningaumleitunum undan- þungt ó Peron farna viku, og nú er á allra vörum i Argentinu, at hún ætli að taka sér fri frá embættisstörfum i bili. Læknar höfðu skipað henni að halda kyrru fyrir i forsetahöll- inni, og þaðan hefur hún ekki hreyft sig siðustu daga. — In- flúensa og ofreynsla er sagt þjaka hana. Maria Peron hefur á undan- fömum vikum sýnt, þegar hún hefur komið opinberlega fram, að húner undirmiklu fargi. Hún hef- ur orðið að gera hlé á ræðum sin- um, þegar hún hefur brostið i grát undan mótlætinu. — Þykir mörg- um það ekki furða, eins og á hefur gengið og konan ekki mjög vön stjórnmálaþvargi, áður en hún tók við embætti forsetans. Skiptast á Járnbrautarlest Óttazt um líf 86 farþega. Á þriðja hundrað slasaðir ^ seint i gærkvöldi. hlaðin farþegum lenti i árekstri i Rio de Janeiro i gærkvöldi, og menn óttast, að 86 hafi látið lífið i árekstrin- um. Svo mikil var ringulreiðin, að menn töldu i fyrstu, að tvær lestir hefðu rekizt þarna á. Hellirigning var og dimmt af kvöldi. Fyrstu fréttir hermdu, að 220 manns hefðu orðið fyrir meiðslum, þegar lestin fór af sporinu og lenti á dansskóla. Kennsla stóð þá einmitt yfir. Björgun úr vagnabrakinu og húsrústunum stóð enn yfir i morgun, og gátu menn ekki al- mennilega gert sér grein fyrir, hvað manntjón hafði i rauninni verið mikið. Slökkviliðsmönn- um hafði tekizt að ná úr flakinu 13 likum. — Útvarpsfréttir frá Rio hermdu, að 30 manns hefðu látið lifið. Hinum slösuðu var ekið i dauðans ofboði á næstu sjúkra- hús, en slæm ökuskilyrði gerðu björgunarmönnum erfitt um vik. Einn farþeginn, sem siapp heill á húfi úr slysinu, sagði eftir á, að lestin hefði verið á eftir á- miðborginni. Lestarstjórinn ætlun, þegar hún lagði upp frá hefur greinilega ekið með hrað- Dom Pedro Segundo-stöðinni I asta móti, þvi að farþegarnir sögöu, að lestin hefði nötrað á teinunum og óttuðust þeir, að hún færi út af — sem og varð. Undanfarnar vikur hefur oft komið til óeirða og stórvand- ræða i Rio vegna þess, hve langt iestirnar hafa veriö á eftir áætl- un. Rio-búar hafa ekki tekið þvi með þolinmæði.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.