Vísir - 18.07.1975, Page 6

Vísir - 18.07.1975, Page 6
6 Vísir. Föstudagur 18. júli 1975. VÍSIR Útgefandi:' Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi:, Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjaid 700 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasöiu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Blaða- og flokkaölumsa Frétt Vísis i gær um rikisstyrki til stjórnmála- flokka og flokksblaða hefur að vonum vakið mikla skelfingu framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins og ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneyt- isins. Fréttin sannaði nefnilega, að hinum svo- kölluðu dagblaðastyrkjum hefur i laumi að veru- legu leyti verið breytt i styrki til stjórnmálaflokk- anna. Frétt Visis var i rauninni litið annað en birting á ljósriti af útreikningum, sem nú hefur komið i ljós, að gerðir voru i fjármálaráðuneytinu. Þetta ljósrit er meginsönnunargagn málsins, hvað sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins kallar rangt og alrangt. Um nokkurra ára skeið hafði tiðkazt, að rikið keypti annars vegar ákveðinn fjölda eintaka af hverju dagblaði til dreifingar i sjúkrahús, ráðu- neyti og skyldar stofnanir og hins vegar styrkti það blöðin beint með jafnri fjárupphæð til þeirra allra. Þetta var gert undir þvi yfirskini, að hið opin- bera væri að hamla gegn blaðadauða á íslandi og tryggja viðgang prentfrelsis i landinu. Margir ef- uðust um, aðtilgangurinn væri svona fagur, enda hefur smám saman komið i ljós, að stjórnmála- flokkarnir hafa sjálfir verið að ná tökum á þessu fé. Eins og fram kemur i ljósritinu hefur hinni sameiginlegu nefnd stjórnmálaflokkanna undir forustu framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins nú endanlega tekizt að leggja niður hina beinu dagblaðastyrki og breyta þeim i ráðstöfunarfé stjórnmálaflokkanna. Enda má túlka sem dulbúna hótun þau ummæli framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins i morg- un, að ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um skiptingu þeirrar fjárhæðar, sem kemur beint i hlut Sjálfstæðisflokksins, tæpar 2 milljónir króna, hvort henni yrði varið fremur til Morgun- blaðsins en Visis eða á einhvern annan hátt. Alténd er flokkurinn samkvæmt ljósriti ráðu- neytisins þegar búinn fyrir nokkru að veita við- töku rúmum þriðjungi fjárhæðarinnar. Visir telur, að þetta fé hafi að verulegu leyti runnið til Morgunblaðsins sem greiðsla fyrir „auglýsinga- þjónustu”. Rikið kaupir 450 eintök af Visi. Þar með eru upp talin viðskipti Visis og rikisins i hinu flókna styrkjakerfi flokka og blaða. Fjárveiting rikisins til norsku fréttastofunnar NTB kemur Visi ekki við, þvi að hann notar þá þjónustu ekki, enda hefur hann ráð á að kaupa sjálfur betri frétta- þjónustu frá Reuter og AP. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins má Visis vegna nota tvær milljónirnar eins og honum þóknast. Ekki kærir Visir sig um þær. Það er gott fyrir dagblöð að geta verið laus við ölmusu af hálfu rikisins. Og enn betra er að geta verið laus við ölmusu af hálfu stjórnmálaflokka. Hvort tveggja feykir brott þeirri eiturmollu, sem fylgir pólitiskri samábyrgð og spillingu. Visir vill miklu fremur reiða sig á mikinn og ört vaxandi lesendahóp sinn. Þaðan koma þær tekj- ur, sem Visir vill byggja á. Enda hefur blaðið haft góða afkomu i mörg ár og siðustu tvö árin betri afkomu en nokkurt annað dagblað á íslandi. —JK KOMASAMAN í MARKIFTIR 18 ÁRA KAPPHLAUP Það, sem gerir þessa sameigin- legu Apollo-Soyuzgeimferð Banda- rikjamanna og Rússa svo athyglis- verða, eru timamótin, sem hún markar i átján ára sögu gervihnatta og geimskota. Eða sem báðar þessar þjóðir vona, að hún marki. Til þessa hafa þessi tvö stórveldi farið hvort sina eigin götu i geim- rannsóknum og geimferðatækni. Öll þessi átján ár hafa þau verið i þind- arlausu kapphlaupi hvort við annað. Það var kapphlaupið um að verða fyrstur til að koma manni út i geiminn. Það var kapphlaupið um að verða fyrstur til tunglsins. Og svo framvegis. En þau pólitisku friðmæli, sem Bandarikja- mönnum og Sovétmönnum hafa farið á milli á undanförnum árum, hafa leitt til þess, að þeir tóku loks höndum saman um eina geimferð. Þeir slógu saman i púkk þeirri tækni og þekkingu, sem átján ára reynsla hefur fært hvorum um sig. Hvort þessi tilraun verður svo til þess, að áframhaldandi samvinna verði milli þessara ríkja um geimrannsóknir, sker reynslan ein úr um. En visindamenn beggja eru bjartsýnir á, að takist þessi vel, geti Apollo-Soyuzáætlunin orðið upphafið að umfangsmeira samstarfi, ekki aðeins á sviði geimvisinda, heldur eins öðrum sviðum mannlegra samskipta. Það er oft vani manna á timamótum að horfa um öxl yfir farinn veg, og ekki er úr vegi i þessu tilefni að lita ögn yfir helztu áfanga þessarar átján ára sögu geimrannsókna Rússa og Bandarikja- manna, meðan þeir fóru einförum. — I stuttri grein gefst ekki rúm til aðrstikla nema i örfáum orðum á helztu viðburðum, sem hér skulu þó taldir upp. • 4. október 1957: Rússar vinna kapphlaupið um að koma gervihnetti út i geiminn. Spútnik I fer á braut umhverfis jörðu. • 31. janúar 1958: Fyrsta bandarlska gervi- hnettinum „Könnuði I” skotið á loft. 12. april 1961: Enn reynast Rússar harðari á sprettinum i kapphlaupinu. Geimfar þeirra, Vostok I, flytur fyrsta geimfarann, Yuri Gagarin, á braut umhverfis jörðu. • 20. feb. 1962: Fyrsta mannaða geimflug Banda- rikjamanna. John Glenn fetar i fótspor Gagarins. • 16. júnl 1963: Fyrst kvenna út i geiminn varð Valentina Tereshkova, sem flaug i 48 stundir I Vostok 6. 18. marz 1965: Sovézki geimfarinn, Alexei Leonov, fer fyrstu „geimgönguna”. — Leonov er nú um borð i Soyuzi. 3. feb. 1966: Sovézka geimfarið Luna 9 lendir mjúkri lendingu á mánanum. Sendar eru út ljós- myndir af yfirborði tungls. 27. jan. 1967: Mikill hnekkir geimferðarann- sóknum. Þrir bandariskir geimfarar farast i eldi i Apollogeimfari I tilraunum fyrir fyrstu mönnuðu tunglferð Bandarikjanna. 23.april 1967: Soyuzi skotið á loft til hringferðar um jörðina. Brotlenti 24. april, þegar fallhlif bilaði. Með henni fórst Vladimir Komarov, fyrsti geimfarinn, sem lætur lifið I geimferð. 18. okt. 1967:Sovézka geimfarið Venus IV lendir fyrstgeimfara mjúkri lendingu á Venusi og sendir vlsindalegar upplýsingar til jarðar. Þrjú, sem urðu fyrst I geimferðakapphlaupinu: Fyrsti kvengeimfari Rússa nælir heiðurspening I jakkaboðungfyrsta mannsins, sem steig á mánann. En yfir þeim báðum hangir mynd af fyrsta geim- faranum, Gagarin. 21. des. 1968: Apollo 8 skotið á loft með þrem mönnum innanborðs. Fyrsta skiptið, sem menn fljúga hringinn i kringum mánann. 20. júli 1969: Bandarlkjamenn skara loks framúr Rússum: Apollo 11 skotið upp og Neil Armstrong verður fyrstur jarðarbúa til að stiga fæti á tunglið. Edwin Aldrin fylgir fast á hæla honum. 19. nóv. 1969: Apollo 12 verður annað geimfar Bandarikjamanna til að lenda á tunglinu. Eftir farsæla lendingu i Stormahafi dvelja Charles Con- rad og Alan Bean 31 klst. á tungli. Þeir flytja með sér um 100 pund af tunglgrjóti til jarðar. • 6. júni i97l:Soyuz 11 er tengt við geimstöð, sem liggur á brautu umhverfis jörðu. En 30. júni kemur i ljós, þegar geimfarið snýr aftur til jarðar, að allir þrir geimfararnir hafa látið lifið, þegar loftþrýstiútbúnaður hafði gefið sig. 25. mai 1973: Fyrsta Skylabferð Bandaríkja- manna. Þrir geimfarar dvelja 28 daga i rann- sóknarstöð, sem er á brautu umhverfis jörðu. • 28. júll 1973: önnur Skylabferðin. Þrir geim- farar dvelja 85 daga úti i geimnum, en það er lengsta mannaða geimflugið til þessa dags. • 23. júni 1975: Tveir rússneskir geimfarar bæta sovétmetið i geimnum um borð i Saljut 4- geim- stöðinni, sem Sovétmenn hafa á brautu umhverfis jörðu. Gamla metið var 30 dagar. — Geimfararnir eru enn um borð I Saljut, þegar Apollo-Soyuz- geimferðin stendur yfir. m) WWM Umsjóm GP

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.