Vísir - 18.07.1975, Qupperneq 16
„SLÆMT AÐ GÆZLAN
SKULI EKKI ÞEKKJA EFN-
IÐ í VEIÐARFÆRUNUM"
— segir Auðunn Auðunsson skipstjóri
/,Okkur finnst hart að
þurfa að sæta hörðustu
refsingum, þegar þeir,
sem eiga meiri sakir
sleppa", sagði Auðunn
Auðunsson skipstjóri og
átti þá við kærurnar um of
litla möskva.
Auðunn sagði þær tölur, sem
mælzt hefðu hjá togaranum svo
litil frávik frá löglegri stærð, að
það væri skritið, ef allt íeinuætti
að fara að fylgja lögunum út i
yztu æsar. „Sérstaklega þar sem
ekki er^lögskipað að hafa mæl-
ingartæki um borð”. Auðunn
bætti þvi við, að flest skip myndu
samt hafa tommustokk um borð.
Auðunn kvað þau efni, sem nú
væru notuð i net gerð úr oliu. Þau
voru haldin þeim eiginleika, aö'
þau þyldu ekki sól. „Þannig að
þött net standist mál, þegar þau
koma úr netagerð, geta þau
minnkað um nokkra millimetra
liggjandi i sólskini,” sagði skip-
stjórinn.
Auðunn sagði, að fyrir 1960
hefðu verið notuð i netin hamp-
efni. Það efni hefði hlaupið við
það að fara i sjó.
Auðunn sagðist kunna ótal
dæmi um það, að erlend skip, sem
mælingar hefðu farið fram hjá,
hefðu verið kærð en þeim siðan
sleppt. „Ég man eftir einum
belgiskum togara, þar sem
stærsti möskvinn var 105 mm og
honum var sleppt og engin leið
að áfrýja”. Auðunn bætti við, að
þessi togari hefði auk þess haft
humartroll jafnframt fiskitrolli,
en slikt hefði verið stranglega
bannað. —B.A.
Áhugasamir skátar reisa tjald á fagmannlegan hátt. Ljósm.: Hafsteinn Sveinsson.
TJÖLDIN REIST í GÆRKVÖLDI
Föstudagur 18. júli 1975.
Matar-
biíl-
inn
valt
— tvœr konur
hlutu meiðsli
Það var ekki beint hrjálegt um
að litast þegar stór bill, fullur af
mat, valt á Svlnadalsvegi á leið
að Dettifossi um hádegisbilið i
gær.
Þama var á ferðinni ferðahóp-
ur frá Úlfari Jacobsen, Ferða-
fólkið var að visu farið fyrir
nokkru, en matarbillinn kom sið-
astur.
Skammt frá bænum Tóvegg i
Kelduhverfi valt svo billinn.
Moldarbarð hafði gefið sig undan
bflnum og lagðist hann hægt og
sigandi á hliðina, eins og einn
sjónvarvottur sagði.
Með ökumanni voru fjórir i
bflnum, þar af tvær konur sem
báðar hlutu meiðsl. Ekki var talið
að billinn hefði orðið fyrir
skemmdum.
Jarðýta var fengin frá Kópa-
skeri til þess að ná bilnum á rétt-
an kjöl á ný. Þetta er ekki i fyrsta
skipti, sem billinn fer af hjólun-
um. Það skeði áð minnsta kosti i
fvrra.
—Eá
8 sjómílur
í ísröndina
Litil breyting virðist vera á haf-
isnum við landið. TF-SÝR, flug-
vél Landhelgisgæzlunnar, kann-
aði hafisinn fyrir vestanverðu
Noröurlandi og Vestfjörðum i
gær.
Við Horn var isinn um 12 sjó-
milur undan landi. Þaðan liggur
isjaðarinn inn með Hornströnd-
um um 10-15 sjómilur undan
landi, allt að Veiðileysufirði. Ein-
stakir jakar og ishrafl ná þó inn
undir Kaldbaksvik.
Isjaðarinn liggur siðan i NA,
um 8 sjómilur norður af Rifsnesi
á Skaga, og þaðan um 16 sjómilur
vestur af Kolbeinsey.
Utan meginissins er fárra sjó-
milna breitt balti af einstökum
smájökum og sl rafli.
Undan Kögri er isröndin um 8
sjómilur undan landi, hrafl nær,
og liggur þaðan þvi sem næst
VSV.
Um 150 feta hár borgarisjaki
var á 66 gr. 40 N og 25 gr 49 V.
—EA
Svartsengis-
mólið virðist
nú leyst
Samningurinn til
undirritunar
— Ég geri ráð fyrir að samn-
ingar hafi tekizt um Svartsengis-
málið og að það sé þar með leyst,
sagði Eirikur Alexandersson,
bæjarstjóri i Grindavík, við Visi i
gær. — Það er búið að vélrita
samninginn og nú er verið að
safna undirskriftum viðkomandi.
Landeigendur mynda ekki nein
félagasamtök svo það verður
hver þeirra um sig að skrifa undir
og það tekur þvi' nokkurn tima.
Einn býr t.d. úti i Ameriku.
Lögmenn aðila hafa frest til 31.
júll til að fá þessar undirskriftir
og ég geri ráð fyrir að samning-
urinn verði kynntur eftir það.
Fyrr verða hins vegar ekki gefn-
ar upp neinar tölur.
—Ó.T.
Skátamótið í Viðey
hefst í kvöld
„Þátttakendur verða viða að af
landinu, jafnvel alla leiö frá Dal-
vík,” upplýsti óli Skagvik, skáti,
sem var ióðaönn við að undirbúa
mótið með uppsetningu tjalda og
þess háttar. öll Reykjavikurfé-
lögin eiga fulitrúa á mótinu og
einnig verða skátar með frá
— Fyrst stóð til að greiða út
aukavinnu I veikindaforföiium
um siðustu mánaðamót, en það
dróst, og nú er ráðgert, aö þessar
greiðsiur fari fram um næstu
mánaðamót, segir Ágúst Geirs-
son, formaður Félags Islcnzkra
simamanna, I viðtali við VIsi.
Um áramótin tókst samkomu-
lag með BSRB og rikinu um
greiðslu á fastri aukavinnu i veik-
indaforföllum. Þannig átti föst
aukavinna að koma til greiðslu
strax á fyrsta veikindadegi, en
tilfallandi aukavinna eftir viku
veikindi.
Þá skyldi reiknað út meðaltal
Akranesi, Borgarnesi, Seifossi,
Keflavik og stór-Reykjavikur-
svæðinu.
Óli sagði, að dagskráin, sem
hefst klukkan háifellefu i kvöld
yrði byggð á skátaramma. Reynt
yrði að koma fróðleik til skátanna
um allt er snerti útilif. Kennd yrði
aukavinnutekna siðustu sex mán-
uðina á undan veikindaforföllun-
um og borga út i samræmi við það
meðaltal.
Þessar greiðslur skyldu reikn-
ast út fjögur ár aftur I timann.
Uppgjör á greiðslum vegna þess-
ara fjögurra ára hafa dregizt
nokkuð, einkum þó hjá Pósti og
sima, sem enn hefur ekki greitt
starfsfóiki sinu aukavinnupening-
ana.
— Það má sennilega kenna
starfsfólki sjálfu um. Kröfur um
eftirlaunagreiðslur hafa verið að
berast allt til dagsins i dag. Af
þessum ástæðum var ákveðið að
útieldun, hjálp i viðlögum og svo
framvegis. Þá verður keppt i
iþróttum skáta.
Undirbúningur hefur staðið frá
þvi á miðvikudagskvöld.
Stöðugar ferðir verða á milli
Viðeyjar og lands frá Kornhlöð-
unni við Sundahöfn. Ferðirnar
fresta útborgun um einn mánuð,
sagði Agúst Geirsson, formaður
Félags islenzkra simamanna.
— Þeir, sem luku útreikningum
vegna sinnar eftirvinnu um ára-
mótin, eru vitanlega orðnir lang-
þreyttir á þessum töfum og þvi
höfum við ákveðið að biða ekki
lengur eftir hinum siðustu og
greiða út um næstu mánaðamót,
þótt uppgjör verði ekki komið frá
öllum, sagði Agúst.
— Það er feiknaleg skrif-
finnska i sambandi við þessa út-
reikninga. Fyrst þarf uppáskrift
hjá hverjum yfirmanni fyrir sig.
Siðan þarf að sannreyna, hvort
eru alla daga fyrir gesti en á
laugardagskvöldið verða farnar
aukaferðir á varðeldinn fram til
miðnættis. Mun Hafsteinn Sveins-
son annast flutningana.
Skátamót Landnema hefur ver-
ib haldið árlega i Viðey frá 1971.
—B.Á.
viðkomandi hafi rétt til þeirra
greiðslna, sem hann fer fram á
vegna aukavinnu sinnar. Siðan,
sökum þess að Pósti og sima var
ekki heimilað að greiða út þessar
upphæðir sjálfum, verða allir
frekari útreikningar að fara fram
hjá fjármálaráðuneytinu, sem
greiðir peningana út, sagði
Ágúst.
— Ég vona, að biðin verði nú
ekki öllu lengri vegna þeirra, sem
fyrst skiluðu sinum kröfum,
mestu trassarnir verða aftur á
móti bara að biða þar til þeir
verða afgreiddir sérstaklega sið-
ar, sagði Agúst Geirsson að lok-
um. —jB
Aukavinna síðustu f jögurra
óra greidd um mánaðamótin
Trassaskapurinn hjá starfsmönnunum sjálfum, segir formaður Símamannafélagsins