Vísir - 19.07.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 19.07.1975, Blaðsíða 16
16 __________________________________ Vlsir. Laugardagur 19. júll 1975, | f DAG | | í KVÖL.D | | f DAG | | f KVÖLD | 1 'PAS 1 Á þriðja tímanum í útvarpinu kl. 14.00 FRÉTT VIKUNNAR f — „hver hún verður veit nú enginn nema Olafur og guð" — sagði Púll Heiðar — einnig stutt viðtal við Einar Ágústsson utanríkisrúðherra um vœntanlega útfœrslu í 200 mílur Þátturinn ,,A þriöja tlman- um”, sem er bein útsending úr útvarpssai, býður að þessu sinni til sin þeim Sölveigu ólafsdótt- ur, formanni Kvenréttindafé- lags islands, Birni Bjarman rit- höfundi og Jóni Steinari Gunn- laugssyni lögfræðingi. Eins og venja er i þættinum ætla þau að ræða um merkustu atburði, inn- lenda eða erlenda, undangeng- innar viku. Einnig verður stuttu viðtali við Einar Ágústsson skotið inn á milli. Ræðir utanrlkisráðherra um væntanlega útfærslu I 200 milur. Þó verða viðbrögð er- lendra rikisstjórna gagnvart út- færslunni einkum tekin fyrir. Slðan verður hin hefðbundna frétt vikunnar, sem ólafur Sigurðsson fréttamaður velur, hver hún verður veit enginn nema ólafur og guð, sagði Páll Heiðar Jónsson. —HE ÚTVARP # Laugardagur 19.júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen lýkur lestri sögunnar „Höddu” eftir Rachel Field (24). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. kl. 10.25: „Mig hendir aldrei neitt”, — Stuttur umferðarþáttur i umsjá Kára Jónassonar (endurt.). óskalög sjúk- linga kl. 10.30: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja timanum Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 Miðdegistónleikar a. Brandenborgarkonsert nr. 1 í F-dúr eftir Bach. Jean- Francois Paillard-kammer- sveitin leikur b. „Nætur i görðum Spánar” eftir Manuel de Falla. Artur Rubinstein leikur með Sin- fóniuhljómsveitinni i St. Louis: Vladimir Golsch- mann stjórnar. 15.45 í umferðinni Arni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum. (16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir). 16.30 1 léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 17.20 Nýtt undir nálinni örn Petersen annast dægur- lagaþátt. 18.10 Slðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftlminn. Ingólfur Margeirsson og Lárus Ósk- arsson sjá um þáttinn, sem fjallar um ofdrykkju. 20.00 llljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Framhaldsleikritið: „ „Aftöku frestað” eftir Michael Gilbert Þriðji þátt- ur. Þýðandi: Asthildur Egilson. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Harry Gordon.. Hákon Waage, Harbord.... Ævar R. Kvaran, Lacey yf- irlögregluþjónn.... Gunnar Eyjólfsson, Knight lög- regluvarðstjóri.... Klemenz Jónsson, Bridget... Anna Kristin Arngrimsdóttir, Tarragon.... Arni Tryggva- son, Beeding.... Helgi Skúíason. Aðrir leikendur: Briet Héðinsdóttir, Helga Stephensen, Guðmundur Magnússon, Jón Sigur- björnsson og Knútur R. Magnússon. 21.20 Kórsöngur Karlakór hollenska útvarpsins syngur lög eftir Mendelssohn: A. Krelage stjórnar. 21.35 Bréf til kennslukonu Þáttur um sérstæða skóla- tilraun á Italiu. Arthur Björgvin Bollason tekur saman og flytur ásamt Selmu Guðmundsdóttur. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 20. júli 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Fantasia i f-moll (K594) eftir Mozart. Gerhard Dickel leikur á orgel Sankti Jóhannesar- kirkjunnar i Hamborg. b. Messa i D-dúr eftir Dvorák. Einsöngvarar og kór Tékk- nesku filharmoniusveitar- innar syngja með Sinfóniu- hljómsveitinni i Prag: Václav Smetácek stjórnar. c. Pianókonsert nr. 24 i c- moll (K491) eftir Mozart. Clifford Curzon leikur með Sinfóniuhljómsveit Lundúna: Istvan Kertesz stjómar. 11.00 Messa i Hliðarenda- kirkju I Fljótshlið Prestur: Séra Sváfnir Sveinbjarnar- son prófastur. Organleikari Runólfur Runólfsson.' Kirkjukór Fljótshliðar syngur. (Hljóðritun frá 29. júni s.l.) 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Með eigin augum Jónas Guðmundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 13.40 HarmonikulögKarl Eric Fernström og Fagersta Dragspelsklubb leika. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. örn Þráinsson nýstúdent ræður dag- skránni. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlista rhátiðinni i Schwetzingen i mai s.l. Flytjendur: Yval-trióið og Melos-kvartettinn. a. Pianótrió i c-moll op. 66 eftir Mendelssohn. b. Strengja- kvartett i G-dúr op. 161 eftir Schubert. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hl jómplötum. 17.15 Barnatími: Agústa Björnsdóttir stjórnar Sitt- hvað úr Vestfirðingafjórð- ungi. 18.00 Stundarkorn með Diönu Durbin Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Úr handraðanum Sverrir Kjartansson annast þáttinn. 20.00 tslendingar á Indlandi Guðrún ögmundsdóttir og Dagur Þorleifsson taka saman þáttinn. Rætt er við Elfu Sigvaldadóttur, Elsu Guðmundsdóttur og Sig- valda Hjálmarsson og lesið úr ferðabókum hans og Sig- urðar A. Magnússonar. Einnig lesin ljóð eftir Tagore I islenskum þýðing- um. 21.00 Frá Buxtehude-tónleik- um I Selfosskirkju. Flytj- endur: Kirkjukór Sglfoss, Sigriður Ella Magnúsdóttir, Arni Arinbjarnarson og kammersveit: Glúmur Gylfason stjórnar. a. Prelú- dia og fúga i D-dúr. b. „Allt, sem gjörið þér”, kantata fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. 21.35 Þættir úr lifi Vestur-ís- lendinga. Séra Kristján Róbertsson flytur erindi: Komið við i Skálholtskirkju- garði. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Hand- knattleikur: Pólverjar — ís- lendingar. Jón Asgeirsson lýsir siðari hálfleik frá Ljubljana i Júgóslaviu. Danslög 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskráriok. JZó'35 — Ég er svo ánægð að hafa notað launahækkun mannsins mins fyrirfram, hann fékk hana nefnilega ekki! Útvarp kl. 21.35 í kvöld Börnin sóu oð öllu leyti um kennsluna sjólf — þáttur um sérstœða skólatilraun á Ítalíu Myndin er af Arthur Björgvin Bollasyni, þar sem hann situr heima I stofunni hjá sér. Sérstæð skólatilraun á ttalíu er á dagskrá útvarpsins I kvöld. Blaðamaður VIsis ræddi við annan stjórnanda þáttarins, Arthur Björgvin Bollason, sem stundar nám I bókmenntum og heimspeki I Þýzkalandi. Sagði Arthur Björgvin, að þessi skólatilraun hefði farið fram i smáþorpi á Norður-ltallu sem heitir Barbian, Þar hefðu nokkur verka- manna- og bændabörn tekið sig saman og stofnað sinn eigin skóla. Bömin voru á aldrinum 7—16 ára. Flest voru þetta börn, sem hrökklazt höfðu úr öðrum skólum, þ.e. voru fallistar eða krakkar sem ekki höfðu efni á að ganga I rikisskólana, þar eð þau áttu heima I svo afskekkt- um byggðarlögum. Börnin fengu aðstoð hjá þorpsklerkinum, m.a. fengu þau prestsbústaðinn til að reka skól- ann i. Þetta var mjög furðulegur skóli, þvi börnin sáu að öllu leyti sjálf um kennsluna. Skólinn var starfræktur allan daginn allan ársins hring. Kennslugreinar sem þarna voru kenndar, voru þær sömu og i öörum skólum, þó voru þær oft teknar frá svolitið öðrum sjónarhóli en i öðrum skólum. Til dæmis var I sögukennslunni sleppt að mestu leyti stagli um fræga karla og kerlingar og i staðinn voru dagblöðin lesin vel og rækilega. Einnig voru kjara- samningar itölsku verkalýðs- einingarinnar lesnir vandlega. Með slikri nýbreytni og annarri gerðu krakkarnir heiminn, sem þeir lifa i, skiljanlegri og áhuga- verðari. Krakkarnir gáfu út bók, sem heitir „Bréf til kennslukonu”, og þessi þáttur er byggður á þeirri bók, sagði Arthur Björg- vin. Bókin er samin með mjög sérstökum hætti. Börnin fengu öll pappirsmiða og áttu að skrifa athugasemdir um veru sina i rikisskólunum og i Barbianskólanum, lýsa kennsluháttum og fleiru. Siðan var þessum miðum öllum safn- að saman og innihaldinu raðað i efnisflokka og siðan sett sam- an i eina bók. Þetta var svolitill reiðilestur, þar sem taldir voru upp agnúar á skólakerfinu. Skóli þessi leystist siðan upp vegna þess að klerkurinn dó. En eftir þetta voru reistir skólar á svipuðum forsendum um alla Italiu, svokallaðir uppbóta- skólar, sem höfðu það markmið að taka við börnum, sem áttu erfitt uppdráttar i rikisskólun- um. Þessir skólar starfa enn þann dag I dag og eru þeir byggðir á hugmyndalegum arfi Barbianskólans, sagði Arthur Björgvin að lokum. Selma Guðmundsdóttir tók þennan þátt saman ásamt Arthur Björgvin Bollasyni. —HE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.