Vísir - 21.07.1975, Page 1

Vísir - 21.07.1975, Page 1
vism 65. árg. — Mánudagur 21. júll 1975 —162. tbl. SOYUZ LENTUR Soyuzgeimfarið lenti i morg- un á tilætluðum tima og báðir geimfararnir við beztu heilsu. Geimfarið kom niður aðeins 5 milum frá þeim áfangastað, sem gert hafði verið ráð fyrir. Þegar þeir Leonov og Kuba- sov stigu út úr geimfarinu veif- uðu þeir giaðir og reifir starfs- mönnum, sem tóku á móti þeim. Ögn voru þeir þó óstöðugir á fót- unum, enda þreyttir orðnir. Félagar þeirra uppi i Apollo, sem enn sveimar á brautu um- hverfis jörðu, voru vaktir til þess að segja þeim tiðindin. — „Mjög, mjög gott. Ég óska þeim alls hið bezta, og er feginn að þeim skyldi ganga svona vel,” sagði Stafford fyrirliöi Apolló- áhafnarinnar. Skyldi vera til annað líf? — bls. 4 Konur: Fyrir bíl, slegnar niður og rœndar — baksíða BÓLUR — bls. 7 Vðrugjaldið kemur líka ó sykur og kornflögur — baksíða Eins konar baðstofa í miðborginni — bls. 3 Ólafsfirðingar í sjöunda himní: FENGU 20 SEKÚNDULÍTRA AF 60 STIGA HEITU VATNI Um tuttugu sekúndulitr- ar af rúmlega 60 gráðu heitu vatni byrjuðu í nótt að streyma úr borholunni, sem olafsfirðingar voru orðnir hræddir um að myndi bregðast þeim. Bor- inn var kominn niður á 1134 metra, en kemst dýpst 1250, þannig að ekki var eftir nema tveggja daga verk, áður en þeir yrðu að gefast upp. Þess í stað fengu þeir „bingó" og hita- veitumálum ólafsfjarðar virðist nú borgið. — Hér eru menn i sjöunda himni, sagði Sigmundur Jónsson við Visi i morgun. Við höfum treyst á að fá heitt vatn svo mjög, að jafnvel ný hús voru byggð með tilliti til þess. Það voru ýmsir orðnir uggandi en nú er allt i sóm- anum. — Þessi borhola hefur verið erfið, en við þrjóskuðumst við vegna þess hve hún er nálægt aðalæðinni okkar, sagði Pétur Már Jónsson, bæjarstjóri á Ólafs- firði. — En þetta er heitara vatn en við höfum haft áður, svo það hefur borgað sig. Við höfum haft 28-29 sekúndulitra af 52-53 stiga heitu vatni, en magnþörfin minnk ar jú i hlutfalli við hitastigið. — Við þurfum nú að gera ýms- ar lagfæringar en þetta kemst til- tölulega fljótt i gagnið vegna þess að holan er svo nálægt aðalað- veituæðinni okkar. Menn eru þvi mjög hressir i Ólafsfirði i dag. —Ó.T. Öll rœkja í Stykkis- hólmi seld Það þykir tfðindum sæta, ef rækja selst”, sagði Björg- vin Bjarnason, einn af aðal- útflytjendum rækju hér á landi, er við röbbuðum við hann I morgun. En þeim hef- ur tekizt að selja alla þá rækju, sem veiðzt hefur i Stykkishólmi. Sú rækja er með þeirri stærri sem veiöist, eins og sú sem veiðist við Grimsey og i Axarfirði. Björgvin sagði, að mark- aðsverð hefði hvorki lækkað né hækkað. Það væri 14.50 sænskar kr. (um 540 isl. kr.). Sviþjóð er eina landið, sem við höfum getað selt eitthvað af rækju til, á meðan Eng- landsmarkaðir eru lokaðir okkur. Að sögn Björgvins eru til i landinu 4-5 hundruð tonn af óseldri rækju og alltaf bætist eitthvað við. _EVI— SIGRUÐU GÓLFTUSKUR — ó skótamótinu í Viðey Mörður Finnbogason var að lagfæra tjaldhæla er Ijós- myndarinn truflaði hann. Hlaut hann viðurnefnið atferlisfræð- ingur áður en yfir lauk, vegna athugana sinna á Viðeyjarmóts- gestum. Mótið fór i alla staði vel fram og létu menn veðrið litið á sig fá hcldur sveigðu dagskrána að veðrinu hverju sinni, Þrauta- brautakeppni fór fram á laugar- dag og sunnudag. Gólftuskur úr Dalbúum i Reykjavik fóru með sigur af hólmi. — Ljósm. Hall- grímur Indriðason.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.