Vísir


Vísir - 21.07.1975, Qupperneq 4

Vísir - 21.07.1975, Qupperneq 4
4 Visir. Mánudagur 21. júli 1975. FASTEIGNIR 26933 HJA OKKUR ER MIKIÐ UM EIGNASKIPTI — ER EIGN YÐAR A SKRA HJA OKK- UR? Sölumenn Kristján Knút&on Lúðvik Ilalldórsson hyggist þér selja, skipta, Icaupa Eigna- markaóurinn Austurstræti 6 sími 26933 UASTEIGNASALA - SKIF* OG VERBBRÉF Strandgötu 11, Hafnarfirði. Simar 52680 — 51888. Heimasimi 52844. EIGIMASALAM REYKJAVlR ÞórðurG. Halldórsson simi 19540 og 19191 Ingólfsstræti 8 SIMIMER 24300 Nýja fasteignasalan Laugaveg 1 2 Suni 24300 Logi Guðbrandsson hrl., Magnús Þórarinsson framkv.stjl. utan skrifstofutíma 18546/ / Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) slmi 26600 Fasteignasalan Fasteignir við allra hæfi Norðurveri Hátúni 4 a Simar 21870 og 20998. Hafnarstræti 11. Slmar: 20424 — 14120 Heima: 85798 — 30008 Höfum sérstaklega verið beðnir að út- vega góðar 2ja og 3ja herbergja ibúðir. Höfum einnig kaupendur að flestum stærðum fasteigna og fiskiskipa. E1GNAÞJÓNUSTAN FASTEIGNA- OG SKIPASALA NJÁLSGÖTU 23 SÍMI: 2 66 50 FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Helgi Ólafsson löggiitur fasteignasali. Kvöldsimi 21155. EicoamiPiyrari VONARSTRÆTI 12 sími 27711 Solustjóri: Swerrir Knstinsson EKNAVALs::: Suðurlandsbraut 10 85740 FASTEIGN ER FRAMTlO 2-88-88 AÐALFASTEIGNASALAN AUSTURSTRÆTI 14. 4. HÆÐ SÍMI 28888 kvöld og helgarslmi 8221 9. FASTEIGNAVER H/r Klapparatlg 16. almar 11411 og 12811. FASTEIGNASALAN Óðinsgötu 4. Slmi 15605 |ÞUfíF/D ÞER HIBYU HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38. Simi 26277 Gísli Ólafsson 201 78. Skyldi vera til annað líf? ,,Stendur heima, en eru skilaboð, sem ég á að flytja,” var algeng- asta setningin, sem heyrðist á skyggni- lýsingafundi Hafsteins Björnssonar i Sigtúni i siðustu viku. Fundur þessi var geysifjöl- mennur, en annar álika fundur var haldinn i Háskólabiói I haust. Skyggnilýsing þessi hefur væntanlega vakið mun meiri at- hygli er venjulega, vegna þeirra miklu blaðaskrifa, sem átt hafa sér stað. Þeir sem komu ekki að Sig- túni fyrr en rétt um 9 leytið, urðu að láta sér Tiægja sæti á stólum meðfram veggjum. Sal- urinn var hálfmyrkvaður, þar sem einungis logaði á rauðum ljósum, ekki óáþekkum kast- ljósum, við útganginn. A sviðinu var ræðustóll og lagði daufa birtufrá púltinu. Ekki sásthvað var annað þarna á sviðinu. Guðmundur Einarsson setti fundinn. Hann hefur um árabil verið aðstoðarmaður Hafsteins. Utskýrði Guðmundur þegar i upphafi, að það væri venja á slikum fundum að gefa miðlin- um tóm til að komast i samband við fólkið. Ræðan eða spjallið, sem Guðmundur flutti, var einkar athyglisvert framlag tii þeirra deilna sem staðið hafa innan klerkastéttar landsins. Hann lagði áherzlu á, að allt sem yið gerðum til að komast i tengsl við látna væru tilraunir. Það væri aldrei hægt að vita fyrirfram, hvort það tækist. Þannig að Hafsteinn yrði til dæmis sjálfur að vera undir það búinn, að honum tækist ekki að komast I samband við fram- liðna. Guðmundur réðst nokkuð harkalega á málflutning þeirra manna, sem fylgja Skálholts- rektor að málum. Hann kvað það bera vott um hroka, þegar einhverjir ákveðnir menn leyfðu sér að vefengja athafnir annarra án þess að rökstyðja af hverju. Hann tók margar til- vitnanir úr Bibliunni, þar sem lýst er velþóknun á þvi, að maðurinn reyndi að kanna sjálf- an sig. Einnig vitnaði hann i ýmsar setningar eins og til dæmis „Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdir.” Var gerður góður rómur að þessum vangaveltum Guðmundar, en menn biðu spenntir eftir þvi að Hafsteinn byrjaði. Þegar aðstoðarmaðurinn hafði lokið máli sinu steig hann úr ræðustólnum og tók sér sæti aftar á sviðinu. Þar voru fyrir Ævar R. Kvaran og Hafsteinn miðill. Næstur talaði Hafsteinn og leitaðist hann þá við að lýsa, hvernig eins konar net lyki nú um þá, sem væru i salnum. TIL SÖLU einbýlishús, raðhús, ibúðir, verzlunarhús, iðnað- arhús og byggingalóðir. Eigna- skipti. Fjársterkir kaupendur. Haraldur Guðmundsson löggiltur fasteignasali, Hafnarstræti 15, simar 15415 og 15414. Meðan þetta net væri yfir gætu framliðnir auðveldlegar komizt i gegnum sig til að hafa sam- band við ættingja og vini. Hann kvaðst ekki vera reiðubúinn að byrja strax og bað fólkið að bfða. Eftir hið klassiska hósta- kjöltur varð alger þögn og menn biðu greinilega eftir einhverjum jarðteiknum eða ytri áhrifum. Ekkert slikt gerðist þó. Menn styttu sér þvi stundirn- ar i biðinni með þvi að skima i kringum sig og kanna hvaða fólk það væri sem sækti slikar samkomur. Þarna var áreiðan- lega fólk, sem einungis fór til þess að sannfærast enn betur um að þetta væri allt saman vit- leysa. Þeir voru þó áreiðanlega i miklum meirihluta, sem biðu eftir þvi, hvort ástvinirnir hefðu samband. Siðan má búast við að nokkrir hafi verið þarna, eins og blaðamaður Visis, til að athuga hvernig þetta færi nú allt saman fram og hvort taka ætti mark á þessu. Áberandi var hversu mikið af ungu fólki var þarna, margt af þvi einmitt á aldrinum sem gestir Sigtúns eru vanalega. Brátt hætti þó fólkið að stara hvert á annað, þvl rödd Haf- steins barst af sviðinu. Það var greinilegt, að sálirnar voru farnar að streyma að. Yfirleitt hófust lýsingarnar eitthvað á þessa leið: „Til mín kemur lág- vaxin, gömul kona, hún er með 2 siðar fléttur. Konan er vinnulúin og stingur við fæti. Hún kemur nú nær og kveðst heita Sigriður. Ég næ ekki alveg föðurnafninu, jú, það kemur, hún kveðst vera Bjarnadóttir”. Vanalega duga þessar upp- lýsingar til þess að fólkið fer að spyrja. En á meðan þessar lýsingar standa yfir er Haf- steinn i hálftransi, það er að segja unnt er að beina til hans spumingum. Yfirleitt er byrjað á að inna eftir þvi hvar viðkomandi hafi búið. Þá var svarið tiðast á þessa lund:” Sigriður bjó i sveit, bærinn stóð við fjallsræt- ur og var ekki langt þaðan til sjávar.” Svo virtist sem Hafsteinn ætti einna erfiðast með að ná bæjar- nöfnunum. Lýsingarnar á stað- háttum voru hins vegar mjög nákvæmar, þannig að hann virðist sjá fólkið og staðinn, sem það lifði á i eins konar leiftur- sýn. Þegar ákveðinn aðili hafði gefið sig fram sem sá er Sig riöur, svo við notum hana sem dæmi, leitar að, virðist auð- veldara fyrir hina að koma. Þannig komu oft á tiðum 10 til 20 nöfn í einni bunu sem fylgdar- fólk Sigriðar. Oftast voru það þá ættingjar og vinir hennar. Það var skemmtilegt að fylgjast með þvi, hve fólkið i salnum gætti sin vel á því að gefa Hafsteini engar upplýsing- ar. Það spurði hann i þaula en glopraði engu út úr sér. Stund- um voru það margir, sem könnuðust við sömu manneskj- una. Dundu þá mismunandi spurningaiiá Hafsteini, eftir þvi hvernig kynnum viðkomandi hafði verið háttað. Hafsteinn var áberandi ör- uggur um allt, sem hann sagði, og kom varla fyrir að hann þyrfti aðleiðrétta sig. Eitt dæmi má nefna um öryggi hans. Maður nokkur hafði gefið sig fram um það að hann kannaðist við gamla konu, sem lýst var. Maður þessi spurði nú miðilinn að þvi, hvernig tengslum sinum við gömlu konuna væri háttað. „Hún er nú mamma þfn, Guð- mundur minn” svaraði þá Haf- steinn um hæl. Hann virðist þvi eiga jafnauðvelt með að fá nöfn- in á fólkinu hér á jörðinni. Mikið var hlegið i salnum þegar Hafsteinn lýsti nokkrum pörum. Mátti yfirleitt skilja hvor aðilinn hefði haft töglin og haldirnar. Eitt skipti kom fram maður, sem hafði verið nokkuð upp á kvenhöndina. Þegar farið var að athuga fólkið, sem var i fylgd með honum, kom I ljós að kona hans var með honum. Þá sagði einn af áheyrendum, að þetta væri væntanlega seinni kona hans. Hafsteinn sagði þá eins og skot, að viðkomandi maður staðhæfði að þetta hefði verið „seinasta” konan sin. Meðan að Hafsteinn lýsti þeim verum, sem hann sá, var andrúmsloftið i salnum mjög þægilegt. Menn voru þögulir og hlustuðu með athygli, en það var engin taugaspenna. Og ekki varð heldur vart við að neinn fyndi til nálægðar þessa fólks að handan. Þegar Hafsteinn talaði um það, lýsti hann þvi yfirleitt sem engilbjörtum verum, en með einstaka tók hann fram að það væri sérstaklega bjart yfir þeim. Hafsteinn tók nú að þreytast og eftir rúmlega tveggja klukkustunda trans sagði hann allt i einu: „Nú finn ég að krafturinn þverr og þá er ekki um annað að gera en að hætta”. Guðmundur kom 'nú fram á nýjan leik. En meðan Hafsteinn var I transinum hjálpaði Guð- mundur fólkinu að koma spurn- ingum sinum á framfæri. Hann bað nú alla að standa upp og syngja „Ahendur fel þú honum” fyrsta og siðasta vers. Það setti mjög kristilegan blæ á samkomuna. —BA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.