Vísir - 21.07.1975, Síða 6

Vísir - 21.07.1975, Síða 6
6 Vlsir. Mánudagur 21. júll 1975. VÍSIR tJtgefandi:' Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi:. Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eiptakið. Blaðaprent hf. Framtíðarspár Flestir fræðimenn, sem reyna að sjá fynr ser tækni- og visindaþróun næstu áratuga, sjá ótal nýjungar, er gerbreyta muni heimi okkar. Er- lendis eru slikar spár viða orðnar að sérstakri fræðigrein, — futurologiu, einkum i Bandarikjun- um, þar sem stjórnvöld nota þær á ýmsum svið- um. Hér á landi eru einhæfir atvinnuvegir, sem eru viðkvæmir fyrir sveiflum og skyndilegum breyt- ingum. Við þurfum þvi að fylgjast vel með þess- ari nýju fræðigrein, sem nefna mætti framtiðar- fræði á islenzku. Með aðstoð framtiðarfræðinnar getum við bet- ur brynjað okkur gegn aðsteðjandi vandamálum og einnig verið viðbúnir að gripa gæsina, þegar hún gefst. Framtiðarfræðin getur nefnilega bæði bent á óvænt vandræði og óvænta möguleika. Framtið sjávarútvegs og fiskiðnaðar eru i mik- illi óvissu. Þetta eru svo veigamiklar atvinnu- greinar, að mikið er i húfi, þegar óvæntar breyt- ingar verða. Og þær munu áreiðanlega gerast. Þess vegna verðum við að reyna að skyggnast betur inn i framtiðina. Við þurfum að geta spáð um efnahagsþróun iðnaðarrikjanna næstu áratugi, þvi að hún hefur mikil áhrif á verðlag fiskafurða okkar. Við höfum um langt skeið byggt afkomu okkar á sihækkandi fiskverði og lendum sifellt i vandræðum, ef aftur- kippur verður um stundarsakir i þeirri þróun. Við þurfum að kynna okkur vel mengun úthaf- anna og hafa okkur meira i frammi i vörnum gegn henni. Ábyrgir sérfræðingar hafa spáð dauða alls nytjalifs i sjónum eftir einn eða tvo áratugi, ef ekki verði gripið strax i taumana. Við þurfum að fara mjög vel með 200 milna fiskveiðilögsöguna, sem kemur til framkvæmda á þessu ári. Sú landhelgi mun tryggja okkur einkaréttindi til veiða á stórum svæðum. Þvi miður erum við engir hófsmenn, en ættum þó að geta hindrað hnignun fiskistofnanna, ef við höf- um sæmilegt skipulag á veiðunum. Það var ekki skynsamlegt að kaupa til landsins alla þessa stóru skuttogara, sem nú eru reknir með botnlausu tapi. Aætlun Framkvæmda- stofnunarinnar um kaup á um það bil 50 togurum byggðist ekki á nægilega grunduðum spám um stærð fiskistofna i náinni framtið. Áætlunin var raunar ágætt dæmi um blindni hinnar venjulegu, pólitisku áætlanagerðar. Við þurfum að vita, hvað fiskiskipaflotinn verð- ur að veiða mikið til að standa undir sér. Við þurfum að spá um veiðiþol fiskistofnanna. Við þurfum að spá um, hve fjölhæf skipin verða, þeg- ar nýjar veiðiaðferðir koma til sögunnar. Við þurfum lika að átta okkur á, að ekki dugir að taka pólitiskar ákvarðanir á borð við þá að byggja upp mikinn lagmetisiðnað. Við vitum, að sú atvinnugrein er erfið, einkum vegna mikils flutningskostnaðar. Til dæmis hefur okkur ekki tekizt, þrátt fyrir mikla fyrirhöfn, að selja neitt lagmeti að ráði á frjálsum markaði. Við þurfum einnig á framtiðarspám, — fram- tiðarfræði að halda i öðrum atvinnugreinum, landbúnaði og ýmsum greinum iðnaðar. Framtiðarspár, sem eru byggðar á visindalegri þekkingu, geta á ýmsum sviðum dregið úr hættunni á, að pólitisk áætlanagerð fari með okkurút i ógöngur. — JK Þar eru þeir sex mánuði að vima fyrir nýrri bifreið Sviþjóð er það land Evrópu, þar sem minnst gætir kynþátta- haturs. Vestur-Þýzka- land þykir lýðræðisleg- ast flestra rikja. í Finnlandi er bezt búið að öldruðum og eftir- launafólki. Og i Dan- mörku er konan mest í hávegum höfð, frá sjónarhóli Rauðsokka. Þetta eru nokkrar niðurstöður umfangsmikillar könnunar á þvi, hvernig farið er með ein- staklinga i sextán Evrópurikj- um, sem könnunin náði til. Rannsóknin náði einnig til Bandarikjanna og Japans svona til viðmiðunar. Kaupsýsluritið „Vision” greinir frá þessari mannrétt- indakönnun og hagrannsókn i nýútkomnu tölublaði sinu. Þvi miður tók þessi könnun ekki til okkar Islendinga, og hefði þó verið nógu fróðlegt að skoða þær félagsfræðilegu upplýsingar, sem rannsóknin veitti, i viðmið- un við nágranna okkar. Skýrsla „Vision” setur Svi- þjóð I forystu mannréttinda- landa og gefur landinu einkunn- ina 13, meðan Holland fær 10, Vestur-Þýzkaland 9, Danmörk 8, Finnland 7, Frakkland 5 og ítalia 4. Af lestri sögunnar hefði margur kannski haldið, að Bret- land væri höfuðvigi mannrétt- inda, en samkvæmt þessari könnun kemur Bretland aðeins i áttunda sæti. Könnunin er byggö á upplýsingum, sem fréttaritarar „Vision” öfluðu með aðstoð 200 alþjóðlegra sál- fræðinga viða frá úr heimi. 1 þessari einkunnagjöf voru Bandarikin og Japan ekki talin með. En I eftirmála skýrslunnar var þess getið, að Bandarikjun- um mundi svipa til Danmerkur, sem var i fjórða sæti, hvað við- kemur gildi mannréttinda. Og Japan var talið lenda á sama bási og Bretland. Könnun þessi er hafsjór upp- lýsinga, þar sem kennir margra grasa. Spannar hún allt frá þvi, hve lengi venjulegur daglauna- maður sé að vinna sér fyrir bif- reið, og til þess, hve margir lög- reglumenn séu i hverju landi. Þannig kemur t.d. i ljós, að i Grikklandi er venjulegur verka- maður þrjátiu og fimm mánuði að aura saman fyrir bifreið, sem starfsbróðir hans i Banda- rikjunum gæti keypt eftir sex mánaða vinnu. Auðugustu Evrópumenn eins og Belgiu- menn, Hollendingar og Sviss- lendingar — vinnandi sambæri- leg störf — mundu vera sjö mánuði að vinna fyrir sama bilnum. — Hvað ætli verkamað- ur á Islandi sé lengi að vinna sér fyrir amerískri fólksbifreið? Svíar eiga allra þjóða flesta öryggiseftirlitsmenn i verk- smiðjum. Þeir eru þar tuttugu og fjórir á hverja 100 þúsund ibúa. í Belgiu er aðeins einn á hverja 100 þúsund. Grikkir og Frakkar státa af flestum lögreglumönnum — 42 og 38 á hverja tiu þúsund ibúa. 1 Hollandi eru fæstir tugthús- limir eöa aðeins átján á hverja 100.000 ibúa. í Bandarikjunum eru aftur á móti 190 fangar á móti hverjum 100.000 lands- mönnum. I fáum löndum er eins mikill gestagangur og I Sviss og Frakklandi. Það er að segja — ekkert land hefur jafnmarga út- lendinga búandi innan sinna landamæra eins og þau tvö. í Sviss eru 16,4% útlendingar og i Frakklandi 7,7%. — En einmitt i þessum tveim löndum gætti þó einmitt einna mest i álfunni kynþáttafordóma og þjóðar- rembings, eftir þvisem könnun- arskýrsla „Vision” heldur fram. Innan um allar fréttirnar um bág lifskjör og erfiðleika á Bret- landseyjum brýzt fram einn litill sólargeisli i þessari skýrslu. Þar er einna þægileg- ast fyrir menn að vera, þegar þeir þurfa að leggja leið sina I gegnum skrifstofubákn þess opinbera. Könnunin leiddi í ljós, að það tekur ekki nema einn dag að fá brezkt vegabréf, meðan það getur tekið ailt upp i heilan mánuð i Austurriki. — íslendingar mega vel við una, — eða að minnsta kosti Reykvík- ingar, þar sem afgreiðsla vega- bréfa gengur fljótt og vel og fæst oft á einum og sama deginum. En á meðan Islendingar hafa i gegnum aldirnar sýnt lands- homalýð og flækingum töluvert umburðarlyndi, þá eru Bretar aftur á móti harðneskjulegri i þeim efnum. Flækingslíf varðar þar allt að tólf mánaða fangelsi, og mega flækingar þar þó þakka fyrir, að gapastokkurinn skyldi aflagður, en hann var látinn hér áður fyrr geyma marga þeirra um hrið. — Riddarar þjóðveg- anna sæta þó ekki svo hörðum kostum í öðrum Evrópulöndum. Þar er flökkulíf viðurlagalaust. Danmörk, Grikkland, Holland ogPortúgal greiða öllum konum sömu laun og körlum fyrir sömu vinnu. 1 Portúgal er hjónaskilnaðar- talan lægst. Aðeins einn á hverja 10.000 íbúa. í Bandarikj- unum eru 45 skilnaðir á 10.000 Ibúa. í Frakklandi eru bannaðir fjórir stjórnmálaflokkar, meðan fæstir nágrannanna banna neinn flokk. — I Vestur- Þýzkalandi hefur yngsti þing- maðurinn nær hálfrar milljón króna mánaðartekjur með ýms- um hlunnindum. Starfsbróðir hans i Bandarikjunum hefur um 525 þúsund kr. — Hvergi annars staðar komast þingmenn i nám- unda við þá i þinglaunum. Aðrar tölulegar upplýsingar, sem birtust um hagi fólks í þess- um löndum, vörðuðu til dæmis símaeign. í Bandarikjunum eru 655 símar á hverja 1000 ibúa. 1 Svlþjóð 610 og Sviss 555. — Um bifreiðaeignina kom fram, að i Bandarlkjunum eru 440 bilar á hverja þúsund ibúa, I Svlþjóð 320, Frakklandi 290 og Þýzka- landi 280 bilar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.