Vísir


Vísir - 21.07.1975, Qupperneq 13

Vísir - 21.07.1975, Qupperneq 13
Vísir. Mánudagur 21. júli 1975. 13 FÁEINIR.. um frœgt • Robert Redford hefur verif búinn að fá nóg af sjálfum sér i spegli — hann lét gera á sér andlitslyftingu. • David Frost hvislaði þvi að vinum sinum að hahn hafi boðið Nixon, fyrrum Banda- rikjaforseta, 600 þúsund dollara fyrir sjónvarpsviðtal. Frost bíður nú með hrolli eftir svari Nixons. • Christina Onassis hefur ekki legið á liði sinu, siðan hún tók við útgerð föður sins. Ný- lega rakst hún á keppinaut á veitingastofu i Aþenu. Hún skálmaði að borðinu hans og til- kynnti honum, að hún myndi ekki þola honum neina ósvifni, nú þegar hún ræki fyrirtæki föð- ur sins. Mannvesalingurinn missti matarlystina og hvarf af vettvangi. • Hér er raunar ný saga um Aristoteles Onassis: Fy.rir nokkrum árum var hann handtekinn i Peapack, New Yersey, fyrir „tortryggilega hegðun”. Hann var á göngu siðla nætur I nágrenni við setur Jackie, þegar Charles Bocc- hino, lögregluforingi, renndi upp að honum I lögreglubilnum og bað hann að gera grein fyrir sér. Ari neitaði i fyrstu, en sagði svo: ,,Ég er Aristoteles Onassis.” „Auðvitað, góði,” svaraði Bocchino. „Komdu bara með mér.” Þar með tók hann Onassis með sér á stöðina, og það var ekki fyrr en lifverðir bama Jackiar komu honum til hjálpar, að hann var látinn laus. í skýrslu Bocchinos, sem nú er lögreglustjóri i Peapack, stendur aðeins þetta um atburð- inn: „Aristoteles Onassis, stöðvaður og látinn gera grein fyrir ferðum sinum.” • Marlon Brando fær 400 þús- und dollara á viku fyrir starf sitt að kvikmyndinni „Missouri Brakes.” Takan á að standa 15-7 vikur, og Brando hefur trúlega hæsta vikukaup i heimi á meðan. • Eitt mesta áhugamál Nelsons Rockefellers er matseld. Hann lærði að malla sem strákur og veit ekkert skemmtilegra en ráðskast i eldhúsinu, þegar hann er einn með Happy. Þá er hann happy... • Christina Onassis og Jean- Paul Belmondo eru býsna góðir vinir. Þau voru nýlega I kaup- staðarferð I Paris og Christina keypti forkunnarfagran svartan loðjakka á Jean-Paul. Hann fór i Loksins sér á mann- inum! Ótrúlegt en satt, þessi maður þykir i rauninni gullfallegur. Við sáum hann i sjónvarpinu hér ótt og titt fyrir nokkrum ár- um, og þá var sama hvernig hann slóst og I hverjum fjand- anum hann lenti, aldrei ruglað- ist svo mikið sem hárið á hon- um. En svona lítur hann út, þeg- ar Lee Marvin er búinn að þjarma að honum — að visu að- eins I kvikmynd. Já, það er rétt, þetta er Roger Moore, hjarta- knúsarinn mikli, og atriöið er úr myndinni „öskrað á djöful- inn”, sem þeir Lee eru að hnoða saman um þessar mundir. jakkann, yfir sig glaður yfir gjöfinni, og hljóp siðan yfir göt- una til áð kaupa brjóstsykurs- poka handa Christinu. Siðan héldu þau bæði á brott i leigubil og sátu bæði fram i. • Dustin Hoffmann lenti i stæl- um við óþekktan mann á veit- ingastað i Washington. En Dustin fór ekki að sjá rautt, fyrr en maðurinn hellti úr tómat- sósudalli yfir hausinn á hon- um.... við fyrstu kynni. Flugur falla fyrir honum, unnvörpum, allt sumarið. Handhægur staukur, sem stilla má hvar sem er, þegar flugurnar angra. Biðjlð um Shell flugnastaukinn. Fæst á afgreiðslustöðvum okkar um allt land. Shelltox Olíufélagið Skeljungur hf Shell Vesturheimsvoð Gefjunar Vinargjöf til Vestur-íslendinga. Nú er þess minnzt, aö öld er liðin, síöan fyrstu landarnir tóku sér bólfestu í Vesturheimi. Enn sem fyrr leitar hugur Vestur-íslendinga til ætt- landsins noröur í höfum. Frá íslandi berast einnig kveöjur í ár, og hvaö vottar betur bróðurhug en JÓNASí HVALNUM Sumir hafa aldrei trúað sögunni af Jónasi I hvalnum, en hvað skyldi eig- andi stigvélanna að tarna mega segja? En — haldið rósemi ykkar — það er enginn i stlgvélunum. Þetta er bara hvalskepnan Ramu, sem er I dýra- safninu I Windsor Park i Englandi. Hann á þessi stigvél og hefur fjarska- lega gaman af að leika sér að þeim. Það sama má segja um gestina I dýra- safninu. Þeir hafa lika gaman af. En Ramu greyið vill ekki mannakjöt, heldur þiggur hann þakksamlega hinn daglega matarskammt sinn, sem er 37 kiló af makril og sild. NEMENDURNIR Á FLEYGIFERÐ Hvað er þetta? Farangprsrenna? Gærurenna I sút- unarstöð? Ekki aldeilis. Þetta er önnur tveggja stál- renna i skóla einum vestur i Cincinnati, og krakkarnir eru stórhrifnir af uppátækinu. Rennurnar liggja af efri hæð hússins niður I matstofu skólans, sem er á neðstu hæðinni. Þetta vekur krökkunum kátinu og minnkar ruðning — og hingað til hafa engin slys orðið af uppátækinu. væröarvoö frá Gefjun, ylur og gæöi íslenzkrar ullar. Verö aöeins 2.950 krónur. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN, AKUREYRI Þröstur Magnú:

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.