Tíminn - 07.09.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.09.1966, Blaðsíða 3
5IÍÐVIKUDAGUR 7. september 1966 TÍMINN í SPEGLITIMANS Þau hjónin Birgitte Bardot og Giinther Sachs eru sögð af- skaplega hamingjusöm, en það er önnur Birgitte, sem. ekki er eins hamingjusöm og nafna 'hennar Bardot. Hún heitir Birgitte Laaf og er ung, fögur, vinsæl og eftirsött af karlmönn um. Um tíma var hún með Yul Brynner á Rivíerunni, í Madrid sást hún með mark- greifamim af Kúbu, Alfonso de Montillano og á lúxusbaðstaðn um Marbella á suðurströnd Spánar skemmti hún sér með Alfonso Hohenhohe prins, fyrr verandi eiginmanni Iru von Furstenberg. Hún sækir marga skemmtistaði og mörg sam- kvæmi, en hún sést aldrei brosa og ástæðan til þess er Gunther Sachs. Birgitte er þekkt Ijósmyndafyrirsæta í Þýzkalandi og var eitt sinn trúlofuð Giinther Sachs, en fyrir um það bil einu ári yfir- gaf hann hana. Allt frá því hefur hún vonað að hann kæmi aftur til hennar en nú er sú von hennar úti eftir að hann gekk i hjónabandið með Birgitte Bardot. Eitt sinn bað hann hennar og keypti meira segja handa henni brúðarkjól- inn hjá Chanel og gaf henni. Þá hafnaði hún bónorði hans — og í dag iðrast hún þess sáran. Hún hryggbraut hann þar seih hún var dauðvona þegar hann bað hennar. Þau höfðu verið saman í eitt ár og ferðazt um borgir Evrópu -saman og notið lífsins. En dag nokkurn vakn- aði Birgitte og uppgötvaði það, að hún gat ekki hreyft sig, hún var lömuð frá mitti. Til að byrja með héldu þau að þessi sjúkdómur tyennar væri ekki hættulegur en læknarnir gáfu henni þann úrskurð, að æxli þrýsti á mænuna og það væri of stórt til þess að hægt væri að fjarlægja >30. Gunther gerði allt til að hjálpa henni, :•:•••• • .... > —■ - Það fer nú æ meir í tízku að klæðast gúmmígalla við sjóskíðaíþróttina, og þykir það allhentugt, því að það við keisarahjónin í Persíu í vermir og hlífir. Hér sjáum gúmmígöllum. og loks bauðst læknir einn í Heidelberg til þess að skera hana upp á von og óvon. Upp- skurðurinn heppnaðist og Brigitte og Giinther gátu nú gift sig, en þá var hann búinn að fá nóg. Meðan hún var sjúk, hafði hann ekki vikið frá sjúkra beði hennar, og nú, þegar hún var orðin frísk, aftur, fannst honum, hann hafa gert skyldu sína og hann fór sína leið, en eftir situr Brigitte með sárt ennið og reynir að gleyma og flýja frá minningunni um Giin ther, en alls staðar rifjást kynn in upp. Hún getúr ekki opnað svo dagblað, að ekki blasi við henni mynd af honum og nöfnu hennar Bardot, og hún er farin að forðast það að líta í dagblöð in og henni virðist aðeins ein leið fær til þess að gleyma hon um og það er að kasta sér út í iðu samkvæmislífsins og ber ast stjórnlaust áfram og leita að nýju fólki til þess að um- gangast og upplifa ný ástar- ævintýri. Margaret Bretaprinsessa og Snowdon lávarður, eru meðal hinna fyrstu, sem urðu fyrir barðinu á Sparnaðarherferð verkamannastjórnarinnar í Bretlandi. Þau höfðu hugsað sér að fara í tíu daga heim sóikn til Flórens, en þa.r sem kóngafólkið verður nú. að hlita öllun- •• ^oum, og regl um, a.m.k. svona á yfirborð- inu v„ . úr ferðinni vegna lagaákvæðis þess efnis, að brezkir ferðamenn megi ekki fara með nema 50 púnd út úr landinu. Mark Herron, fjórði eigin- maður Judy Garland, leitaði fyrir skemmstu t il dómstól anna i Los Angeles og kvart aði yfir því, að Judy ylli hon um bæði andlegum og líkam- legum sársauka. Eer hann fram á skaðabætur og auk þess ætl- ast hann til þess, að hún borgi honum mánaðarlega upphæð. Elizabeth Taylor neitaði að taka af sér giftingarhring sinn meðan á.upptöku síðustu kvik myndar hennar stóð. Fullyrti leikkonan, að það hefði ógæfu í för með sér og varð leik- stjórinn að láta líma perlu á hringinn. Madame Ngo Dinh Nhu, sem allir Suður Vietnambúar eitt sinn hötuðu og kölluð var drekafrúin, hefur nú hækkað gjald það, sem hún tekur fyrir að láta hafa við sig viðtal. Kost aði klukkutíma viðtal um 45 þúsund krónur, og hækkaði hún það í um það bil 70 þús. Fyrir hvern hálftíma fram yfir tekur hún 20 þúsund krónur, og auk þess 45 þúsund krónur fyrir myndatöku. Um þessar mundir á að fara að nema úr gildi lög, sem hafa verið í gildi í New York og fjölluðu um það, að allir þeir, sem störfuðu við kabaretta í New York, yrðu að láta taka af sér fingraför. Ástæðan til, að þessi lög eru numin úr gildi er sú, að hinn frægi söngv ari, Frank Sinatra, hefur ekki skemmt á kabarett í New York, vegna þess, að hann hef ur harðneitað að láta taka af sér fingraför. 1 Á VÍÐAVANGI Mikilvægar samkomur Framsóknarflokkurinn hélt tvö kjördæmisþing um sein- ustu helgi, í Norðurlandskjör- dæmunum báðum. Fyrr í sum ar hefur verið haldið kjordæm isþing í Vestfjarðarkjördæmi og um næstu helgi verður hald ið kjördæmisþing í Vesturlands kjördæmi. „Dagur“ á Akur- eyri ræðir í forustugrein síð- astl. laugardag um gildi kjör- dæmisþinganna og segir m. a.: „I gær hófst kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra á Laugum í Reykjadal og mun ljiika < kvöld. Kjördæmisþingið er mík ilvæg samkoma, því að það er ætlazt til að fulltrúar frá öll um byggðum kjördæmisins mæti. Þar mætir stjórn sam- taka flokksins í kjördæminu og þingmenn hans á sama svæði. Þingmenn kjördæmisins munu að venju gera grein fyrir stjórn málaviðhorfinu á yfirstandandi tíma frá sínum sjónarmiðum og gefa skýrslu yfir afgreiðslu helztu þingmála á siðasta AI- þingi og afstöðu flokksins til þeirra mála og annarra. En fulltrúarnir frá hinum ýmsu sveitum, kauptúnum og kaupstöðum munu líka láta til sín heyra og koma sínum áhuga málum og athugasemdum á framfæri. Þeir bera fram rök studdar óskir um gang mála er bæði snerta heimaslóðir og landsmálin, sérstaklega fram- kvæmdamál, sem þeir telja mesta þörf að nál fram að ganga.“ Vegvísir Dagur segir ennfremur: „Kjördæmisþingið er vett- vangur, þar sem alþingismenn kjördæmisins og fulltrúar, kosnir af flokksfólkinu í héraði bera saman bækur sínar og rökræða hin ýmsu mál, bæði innanhéraðsmál og Iandsmál og gera um þau mál samþykktir ef að vanda lætur. Samþykktir kjördæmisþings- ins eru eins konar vegvísar fyr ir alþingismennina og væntan lega einnig nokkurt veganesti og það eru umræðurnar einn ig. Því ber að vanda til sam- þykktanna og styðja þær síð an fast og efla framgang þeirra. Félagsleg uppbygging þess ara samtaka er mjög lýðræðis- leg og gerir kjördæmisþingið, ef vel er á haldið, mjög þýð- ingarmikið til tryggingar lýð- ræðislegri stjórnmálastarfsemi.“ Dagur segir að lokum: „Undanfarin kjördæmisþing á Laugum í Reykjadal hafa verið mjög vel sótt og að ýmsu hin merkustu, svo sem fjölmargar samþykktir og greinargerðir þaðan bera vott. Kjördæmisþingið á Laugum hef ur að þessu sinni einnig það vcrkéfni með höndum, að undir búa kosningab'Táttu þá, sem framundan er. fin kosningar til Alþingis fara fram á næsta vori. Sú stjóru, sem nú situr hef ur svo nauman meirihluta á Alþingi, að missi hún þó ekki væri nema einn þingmannna sinna, er félli fyrir stjórnarand . stæðingi, væru stjórnartaum- arnir dregnir úr höndum henn ar og þykir mörgum tími til kominn. Vaxandi ótti íhalds aflanna í landi’iu við valdatap við næstu kosningar er mjög áberandi og væntanlega ekki ástæðulaus."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.