Tíminn - 07.09.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.09.1966, Blaðsíða 1
SJówS Iðnsýrdnguna 202. tbl. — Miðvikudagur 7. september 1966 — 50. árg. Strandaði í Sandvík [HHMHHHHHSEððuVÁ * wi*- < - KT-Reykjavík, þriðjudag. Á fimmta tímanum í nótt strand aði norska skipið „Gesina“ í Sand- vík, norðan Gerpis. Níu manna áhöfn bjargaðist í land. Voru mennírnir fluttir til Neskaupstað- ar með varðskipinu Þór, en síð- an fóru þeir til Seyðisfjarðar. Milli kl. 4 og 5 í nótt sendu bátsverjar á Gesina út neyðarkall, en gátu ekki sagt með vissu, hvar þeir væru niður komnir. Veður var um þetta leyti hið versta, 8—9 vindstig og stórsjór. Bátsverjar voru beðnir um að lýsa staðnum og sögðust þeír sjá radíómastur. Var af því dregin sú ályktun að þeir væru staddir í Sandvík við Gerpi. Sjálfir höfðu þeir helzt talið, að þeir væru út af ‘^lettingi enda munu þeir hafa verið á leið til Noregs eftir veiðiför hingað til lands, en ætluðu þó að koma við á Seyðisfirði, áður en lengra væri haldið. Björgunarskipið Goðinn og varð skipið Þór buðu aðstoð sína þegar og var varðskipið fengið til þess að flytja björgunarsveit frá Nes- kaupstað að Stuðlum á Barsnesi, en þaðan urðu björgunarmenn- irnir að ganga yfir nesið, sem er erfitt yfirferða. Tók gangan tæpa tvo tíma. Er björgunarsveitin kom að skipinu, hafði sandur hlaðizt að því og var því hægt að vaða út í skipið, og gátu björgunarmenn- Framhald á bls. 14 myrtur NTB—Höfðaborg, þriðjudag. Dr. Hendrik Verwoerd, forsætisráðherra Suður-Afríku og höfund- ur kynþáttastefnu stjórnar hvíta minnihlutans í landinu var myrtur i þióðþinginu í Höfðaborg síðdegis í dag. 35 ára gamall hvítur maður af grískum og portúgölskum uppruna, starfsmaður i þinginu, réðist í einkennisbúningi sínum að dr. Verwoerd sitjandi í ráðherrastól sínum og stakk hann með hnífi þrisvar í hnakka og brjóst í þann mund að þingklukkurnar boðuðu þingfundarsetningu. Forsætisráðherrann hné út af í blóði sínu en margir þingmenn köstuðu sér yfir morðingjann og afvopnuðu liann. Dr. Verwoerd Iézt af áverkunum skömmu síðar. Ekki er getið um, hvaða hvatir eða ástæð ur hafa legið til morðsins. Verwoerd, forsætisráðherra var 65 ára gamall. Dr. Hendrik Verwoerd ÞATTTAKA I ÞOni OF KOSTNADARSOM Fjórir þingmenn, sem jafnframt eru læknar hlupu strax til hins helsærða manns og reyndi einn þeirra munn-við-munn aðferðina, meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Þrem stundarfjórðungum síðar lýsti Ben Schoeman, samgöngu málaráðherra og forseti þingsins því yfir fyrir þingheimi. að for sætisráðherrann myndi vera lát inn og' rétt á eftir kom opinber staðfesting þess efnis. Hafði for sætisráðherrann verið látinn við komuna til sjúkrahússins. Banamaður forsætisráðherrans var sendiboði þingsins og var auð séð að dr. Verwoerd áleit hann vera að koma með skilaboð til sín, er hann gekk að ráðherra- borðinu. Dr. Verwoerd halláði sér fram, sýnilega til að hlusta betur, er sendiboðinn dró upp stór an rýting og réðist til atlögu. Ver woerd lyfti upp annarri hendi til varnar, en of seint. Blóðið streymdi niður brjóst hans og á grænt gólfteppið. Morðinginn, Dimitri Stafendas hóf störf sem sendiboði í þing inu fyrir tæpum mánuði. Félögum sínum á hann að hafa sagt, að fað ir hans væri grískur og móðirin portúgölsk. Félagar hans telja hann einhvers staðar milli þrítugs og fertugs. Hann er hár og vel byggður maður með grásprengt hár. Félagar hans töldu hann búa einan og héldu að hann hefði get að talað átta tungumál. Hann á að hafa búið um tíma í portúgölsku nýlendunni Angola og Mozamb- ique. Á hann að hafa unnið um tíma sem dómtúlkur í Durban. Stafendas starfaði raunverulega í blaðaherbergi þinghússins og átti venjulega ekki erindi í þing salinn sjálfan. Blaðamönnum á ' Fh-amhald á 2. síðu SITUR 2 ÁR ENN? NTB—New York, þriðjudag. Haft er eftir áreiðanlegum heim ildum í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag, að likur séu til að U Thant, framkvæmdastjóri sam- takanna muni fást til að gegna starfi sínu tvö ár í viðbót ef örygg isráðið fer þess á leit við hann og enginn annar frambjóðandi verður. Er fréttamenn spurðu U Thant, hvort afsagnarbeiðni hans væri ó- afturkallanleg, færðist hann und an að svara. Framkvæmdastjórinn kom til aðalstöðvanna eftir 5 daga fri, sem hann fór í strax eftir að hann hafði Fremhald á bls. 15. MaaBHnmaanaHRaHMiwmHBaBBHBi IGÞ—Reykjavík, þriðjudag. i Iðnaðardeildar Sambandsins og Tíminn sneri sér til Harry j spurði hann hversvegna Samband Frederiksen, framkvæmdastjóra i ið tæki ekki þátt í iðnsýningunni í ár, en vitað væri að Samvinnu j félögin starfræktu inargar af Harry Frederiksen stærstu verksmiðjum landsins. Harry sagði að málið liefði verið atugað mjög gaumgæfilega en kostnaðarins vegna hefði ekki ver ið talið rétt að taka þátt í iðnsýn ingunni í ár. Hann sagðist vel skilja þýðingu þess fyrir iðnaðimi að hafa vörusýningar öðru hvoru, svo hægt væri að sýna landsinþnn um hvað íslenzkur iðnaður megn aði að gera, og það hefði iðnaðar deild Sambandsins gert allt frá stofnun deildarinnar árið 1949. Sýningar hefðu verið haldnar bæði hérlendis og erlendis og að minnsta kosti annað hvort ár væru haldnar sölusýningar eða iðnstefnur á Akureyri og síðast i ágústmánuði 1965. Það væri að sjálfsögðu kostnaðarminna að halda sýningar á Akureyri þar sem verksmiðjuðrnar væru stað- settar, heldur en flytja starfsfóllúð og vörurnar hingað til Reykiavík ur. Harry minnti á að samvinnu iðnaðurinn hefði átt langsamlega stærstu deildina á íðnsýningunni í rðnskólahúsinu 1952 og árið 1963 sýndi samvinnuiðnaðurinn hinar ! fjölbreyttu framleiðsluvörur sínar 1 í hinu nýja verzlunarhúsi Sam- j bandsins og Samvinnutrygginga ! við Ármúla. Með þessu vildi Hatry undirstrika að sér væri vel ljóst^ hvers virði sölusýningar væru yfirleitt, en hann sagði að auglýs ingu væri líka hægt að borga of dýru verði, þegar erfiðleikar steðj uðu að. Hann sagði ennfremur að það væri engin launug að iðnaður samvinnufé'laganna hefði ekki far ið varhluta af því ófremdarástandi sem ríkt hefði hér undangengin ár i iðnaðarmálum landsmanna, eins og þegar væri vel kunnugt, enda hefðu margar verksmiðjur í land inu orðið að leggja niður starfsemi sína eða draga seglin ailverulega saman, vegna síhækkandi rekstrar kostnaðar og þá aðallega kaup Fremhald á bls. 15. BORTEN KEMUR HINCAD í KVÖLD ! FB—Reykjavík. þriðjudag. I Annað kvöld kemur hing- ! að til Iands í opinbera heimsókn j Per Borten forsætisráðherra Nor | egs, og i för með honum verður kona ltans. Munu þau dveljast hér fram til 13. september og ferðast víða um land. Á fimmtudaginn mun forsætis ráðherrann heimsækja forseta fs- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson og að því loknu ræðir hann við dr. Bjarna Benediktsson forsætísráð- herra og’ Emil Jónsson utanríkis ráðherra. Stutt athöfn verður við leiði Norðmanna í Fossvogskirkju garði, en síðan snæða forsætisráð herrahjónin að Bessastöðum. Síð- degis verður ekið um Reykjavík •i° borgin og nágrenni hennar skoð að og m. a. farið að Mógilsá. Ríkis Fremhald á bls. 15. Per Btuten I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.