Tíminn - 07.09.1966, Síða 5

Tíminn - 07.09.1966, Síða 5
I MEEJVIKUDAGUR 7. september 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn f»órarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði ®. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar' Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — ! lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Mbl. ræðst á Bjarna Það hefur hent Mbl. að reka hnífinn heldur ó'þyrmilega í bakið á Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, meðan hann var í utanför. Mbl. hefur nefnilega verið að rifja upp undanfarna daga, að hér hafj ekki aðeins verið grip- ið til víðtækra innflutningshafta, heldur einnig skömmt- unar árið 1947, og hafi þær aðgerðir verið studdar af Framsóknarmönnum og Tímanum. Þetta vill svo Mbl. nota til þess að telja Framsóknarflokkinn helzta hafta- flokk landsins. Það voru þó allt aðrir en Framsóknarmenn, sem hér komu mest við sögu. Árið 1944 áttu íslendingar meiri inneignir erlendis en nokkru sinni fyrr og síðar. Þá var mynduð svokölluð nýsköpunarstjórn af Sjálfstæðisflokkn- um, Alþýðuflokknum og kommúnistum. Sú stjórn eyddi öllum inneignunum á tveimur árum. í árslok 1946 hlup- ust kommúnjstar af stjórnarskútunni, því að þeir þóttust sjá, að ekki væri annað en óviðráðanleg fjárhagsvandræði framundan. Allir þeir, sem kynntu sér fjárhagsástandið þá, töldu ekki mögulegt annað en taka upp ströngustu höft og skömmtun. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn sameinuðust um að taka framkvæmd þessara mála að sér, þar sem Emil Jónsson varð viðskiptamálaráðherra, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk formennsku í þeim nefnd- um, sem framkvæmdu höftin. Bjarni Bemediktsson tók sæti í stjórninni og varð aðalfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins við framkvæmd þessara mála. Framsóknarflökkurinn átti einnig fulltrúa í ríkisstjórninni, en það féll hvorki í hlut hans áð ráða stefinunni né framkvæma hana. Þar komu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fyrst og fremst við sögu. Svo fór, eins og Mbl. segir réttilega, að þjóðin undi illa þessum höftum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins. Framsóknarflokkurinn krafðist þá nýrrar stjórn- arstefnu. Því var hafnað, og rauf þá Framsóknarflokkur- inn stjórnarsamstarfið og knúði fram kosningar 1949. Enginn varð þá Framsóknarflokknum reiðari en Bjarni Benediktsson. Hann vildi halda dauðahaldi í höftin og skömmtunina frá 1947—49. Vegna þess að hann fékk hér ekki að ráða, var hafizt handa um að draga úr höft- unum eftir 1950. Hvers vegna er Mbl. að rifja þetta upp? Er þar að verki einhver, sem er reiður Bjarna, en slíkir menn eru nú margir í Sjálfstæðisfiokknum. Það er a.m.k. óumdeil- anlegt, að höggið, sem Mbl. hyggst hér koma á Fram- sóknarflokkinn, lendir hér fyrst og fremst á Sjálfstæð- flokknum og formanni hans. En þannig verður þetta alltaf, þegar Mbl. fer að brigzla öðrum um höft, því að Sjálfstæðisflokkurinn á að baki sér mestan haftaferil allra flokka alndsins. UThant Um langt skeið hefur athygli manna um heim allan ekki beinzt að öðrum manni meir en U Thant um þessar mundir. Svo vel hefur þessi Asíumaður reynzt sem fram- kviæmdastjóri S.Þ., að ekki þykir nú neinn annar væn- legri til að gegna því vandasama embætti, auk þess sem illa getur gengið að ná samkomulagi um annan mann. Þess vegna er það einlæg von manna um allan heim, að slíkt tillit verði tekið til tillagna hans og óska, að hann verði fáanlegur til að gegna þessu mikilvæga embætti áfram. TÍMINN ERLENT YFIRLIT De Gaulle aðvarar Bandaríkin Læra Bandaríkjamenn af reynslu Frakka í Alsír? ÞAÐ er áreiðanlega ekki of- mæit, að enginn evrópskur stjórnmálamaður nýtur meira álits utan Evrópu og Ameríku en de Gaulle. í Asíu og Afríku er de Gaulle álitinn sá vestræni stjórnmálamaður, sem skilji bezt viðhorf fólks í þessum heimsálfum. Þessi ályktun er dregin af því, að de Gaulle hef- ur haft meiri forustu um það en nokkur annar franskur stjórnmálamaður að veita hin- um fyrri frönsku nýlendum fullt sjálfstæði, og þó heldur hann einbeittlegar fram frönsk- im málstað en aðrir landar hans hafa gert á síðari áratugum. De Gaulle hefur sýnt með þessu bæði óvenjulegt raun- sæi og framsýni. Slíkt er a. m. k. almennt álit í Asíu og Afríku. Það hlaut að leiða af þessu, að mikil athygli yrði veitt heim sókn de Gaulle til Kambodia á dögunum, þar sem það hafði verið tilkynnt fyrirfram að de Gaulle myndi bæði ræða þar við fulltrúa frá Norður-Viet- nam og halda ræðu, þar sem lann ræddi einkum um Vietnam styrjöldina. Óhætt er líka að segja, að ræða de Gaulle hefur vakið mikla athygli, þótt hann talaði ekki eins ákveðið óg opinskátt og ýmsir blaðamenn virtust eiga von á. DE GAULLE hóf ræðu sína með því að lýsa ánægju sinni yfir því, hve vel Kambodiu hefði farnazt síðan landið varð sjálfstætt og taldi það einkum að þakka því, að stjórnendurn- ir hefðu fylgt hlutleysisstefnu. Illu heilli hefði atburðarásin orðið önnur í Suður-Vietnam, því að þar hefðu valdhafarnir hafnað hlutleysisstefnunni, og áhrif og íhlutun Bandaríkjanna hefðu farið þar sífellt vaxandi. Bersýnilegt er, að de Gaulle tel- ur þetta orsök Vietnam-styrj- aldarinnar. Óneitanlega hefur það líka við mikið að styðjast. Samkvæmt Genfarsáttmálanum 1954 áttu að fara fram frjálsar kosningar í Suður-Vietnam ekki síðar en 1956, en Bandaríkin áttu meginþátt í að koma í veg fyrir þær, eins og játað er í endurminningum Eisenhowers. Eisenhower færir m. a. þau rök fyrir þessari afstöðu Bandaríkj- anna, að fylgismenn Ho Chi Minh myndu hafa hlotið yfir- gnæfandi meirihluta í þessum kosningum. U Thant hefur lát- ið hið sama í ijós. Það var fyrst eftir að vonlaust var um, að stjórnin í Suður-Vietnam léti þessar kosningar fara fram, að Viet Cong hófst handa um skæruhernaðinn í Suður-Viet- nam. AÐALATRIÐIN í ræðu de Gaulle virðast annars mega helzt teljast þessi: 1. Heimsfriðnum stafar vax- andi hætta af styrjöldinni í Viet- nam, þar sem hún er alltaf að færast nær og nær Kína og spillir sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. 2. Hvorugur' aðilinn getur unnið endanlega hernaðarlegan sigur. Hernaðarmáttur Banda- ríkjanna er svo mikill, að hann verður ekki yfirunninn á víg- DE GAULLE völlunum í Suður-Vietnam. Andstaða Asíumanna gegn því, að beygja sig undir aðkomu- menn, sem búa hinun- megin Kyrrahafsins, er líka svo sterk, að þeir munu aldrei sætta sig við það. 3. Stefna ber að því að íbúar Vietnam njóti sjálfstæðis á grundvelli hlutleysis og sjálfs- ákvörðunarréttar, sem stór- veldi ábyrgist þeim. 4. Þessu marki. verður ekki náð nema með samningum, en grundvallarskilyrði þess, að samningaviðræður geti hafizt, er að Bandaríkin lýsi því yfir fyrirfram, að þau muni flytja her sinn burtu frá Vietnam innan ákveðins tíma. 5. Bandaríkin purfa ekki að óttast, að það verði þeim til álitshnekkis, að þau dragi her sinn frá Vietnam. Þvert á mótí gæti það aukið veg þeirra og styrk, og samrýmzt bezt hug- sjónum þeirra og friðarvilja. f því sambandi minnti de Gaulle á, að Frakkar hefðu fyrir fá- um árum staðið í svipuðum sporum í Alsír. Álit Frakka hefði ekki beðið hnekki við það að draga her sinn þaðan eftir að hafa verið búnir að ráða þar mestu í 132 ár. Þvert á móti hefði það aflað þeim álits og trausts. 6. Ef styrjöldin í Vietnam færist út, telur Frakkland sig ekki hafa neinar skuldbinding- ar til þátttöku í henni. MIKIÐ HEFUR verið rætt um ræðu de Gaulle í heims- blöðunum síðan hún var flutt. í Asíu og Afríku hefur hún mælzt vel fyrir, en skoðanir eru meira skiptar í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum, einkum þó í Bandaríkjunum. Þar segja sum blöðin, að de Gaulle hafi hallað á Bandarík- in og ekki geti talizt sanngjarnt, að hann krefjist brottflutnings á her Bandaríkjanna, án þess að minnast nokkuð á her Norð- uf-Vietnam, sem er -í Suður- Vietnam. Þar sé um að ræða v útipndan her í Suður-Vietnara engu síður en bandaríska her- inn. Talsmenn Bandaríkjastjórn ar í Washington hafa tekið í svipaðan streng og jafnframt bent á, að Bandaríkin hafi alltaf lýst yfir því, að þau myndu kalla her sinn heim frá Suður-Vietnam jafnskjótt og sjálfstæði landsins væri tryggt. Amerísku blöðin játa þó, að það orðalag sé óákveðið og gæti jafnvel þýtt ameríska her- setu í Suður-Vietnam öldum saman. Af hálfu ýmissa frjálslyndra bandarískra stjórnmálamanna hefur ræðu de Gaulle verið all- vel tekið og má þar fyrst nefna Mike Mansfield, leiðtoga demo- krata í öldungadeildinni. Hann segir, að margt sé athyglisvert í henni, og því hefur hann hvatt til þess, að Johnson og de Gaulle ræddust við sem fyrst. Það, sem Mansfield gerir sér vafalítið ljóst, er að de Gaulle getur haft það rétt að mæla, að heiðri Bandaríkjanna gæti verið bezt borgið með því að fylgja fordæmi Frakka í Al- sír. Bandaríkin geta aldrei vænzt sigurs í Vietnam. Áfram haldandi styrjöld þar er ekki til annars líkleg en að valda þeim miklum útgjöldum og vax andi óvinsældum viðs vegar um heim. Sæmilegasta lausnin í Vietnam væri hlutíeysi land- anna þar, ábyrgzt af stórveld- unum, eins og Anthony Eden hefur nýlega lagt til. Ef sú lausn gæti náðst fyrr en ella með svipaðri yfirlýsingu af hálfu Bandaríkjanna og de Gaulle ræðir um, myndu Banda ríkin bæði auka heiður sinn og styrkja heimsfriðinn. Ræða de Gaulle væri ekki flutt til einsk- is, ef hún gerði forráðamönn- um Bandaríkjanna ljóst, að oft geta menn aukið heiður sinn á annan veg en að láta kenna aflsmunar. Þ.Þ. i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.